Liðið sem mætir PSV í kvöld er fyrirsjáanlega mjög mikið breytt.
Það er óhætt að segja að þetta sé mjög áhugavert lið. Robertson í miðverði líklegast, ekki á það eftir að hægja á hjartslættinum. Gakpo fær leik gegn sínum gömlu félögum, bara ánægjufaktor þar, og svo fær Chiesa langþráð byrjunarliðssæti. Og rúsínan í pylsuendanum, Danns byrjar, fróðlegt að sjá hvernig það kemur út.
Líst helvíti vel á þetta lið!!! Robertson og Tsimikas saman á vellinum … interesting … en Danns hlýtur að setja eitt eða fleiri 🙂
Já já, af hverju ekki.
YNWA
Athyglisvert lið og verður gaman að fylgjast með, eitt stig nægir mér.
Daníel….. getur þú nokkuð hent nokkrum “lækum” á það?? :0) :0) :0)
Setti örfá læk á þetta, maður á nú ekki ótakmarkað magn af lækum til að deila út.
Vonandi helst Endo inná vellinum í 90min
Jamm, áhugavert. Hefði viljað að Slot fengi líka hvíld í þessum leik og hann hefði átt að vera heima til að undirbúa næstu leiki. Af nógu er að taka. Er Nunez yfirbugaður af sorg?
Ég hef virkilegar áhyggjur af því, verð ég að segja.
Eyvindur, kom eitthvað fyrir hjá Nunez? Andlát í fjölskyldu eða eitthvað slíkt?
Vel gert hjá Slot að skilja megnið af byrjunarliðinu eftir heima og gefa þeim sem minna eða ekkert hafa spilað sénsinn þar sem það skiftir í sjálfu sér engu hverning þessi leikur fer nema uppá stoltið.
Annars verða svo stelpurnar okkar að spila við West Ham í bikarnum á sama tíma, byrja reyndar núna kl. 19:45, og hægt að horfa á þær á YouTube: https://www.youtube.com/watch?v=wKATSRGMuOU
myndi hakka inn 30 læk á þetta væri ég í aðstöðu til þess
Þær eru komnar í 2-0 eftir að Yana Daniels og Leanne Kiernan skoruðu á fyrsta korterinu. Það væri helvíti gaman ef þær vinna leikinn því næst bíður leikur gegn Rugby Borough, og ég held að sé óhætt að segja að okkar konur væru nú álitnar sigurstranglegri í þeirri rimmu.
Komnar í 5-0 eftir að West Ham konur (a.k.a. Dagný Brynjars og félagar) misstu mann af velli undir lok fyrri hálfleiks.
Sælir félagar
Ég set alla vega mitt læk á þetta. En ég hefi áhyggjur af að það skuli ekki vera neinn varamannabekkur og allair leikmenn verði að spila 90 mín. plús og meiðsli ekki takin gild eða rauð spjöld – eða þannig.
Það er nú þannig
YNWA
Chiesa virkar dálítið stöðuvilltur . Nema Slot sé ekki að spila 4-3-3…
Chiesa allt í öllu í fyrri
Ég vil sjá nokkurn veginn þetta lið spila á móti Plymouth. Mögulega með Gomez í miðverðinum í stað Robbo.
Ég vil helst ekki sjá þetta lið aftur. En það er önnur saga.
Þessi vörn er ekki að heilla
Ferlegt að fá á sig þrjú mörk í fyrri hálfleik! Þarf ekki að setja einhverja á lán og kaupa alvöru lappir í vörnina?
En þórðurinn í mér gleðst með óförum city!
Úff, ekki er nú varnarleikurinn upp á marga fiska hvort heldur í vörn eða á miðjunni. En ok, náum í stigið sem vantar í seinni.
Ekki eykst álitið á Quansa, Robbo á niðurleið.
Miðvörð og Vinstri bak í Sumar!
Danns er ekki að heilla það sem af er í fyrrihálfleik þótt duglegur sé, hleypur eins og hauslaus hæna út um allan völl en virðis engan vegin geta tekið á móti boltanum.
En aftur hverju dómarinn flautaði ekki leikinn af eftir uppgefinn uppbótartíma skil ég ekki.
Helvíti slæmt að sleppa inn þremur mörkum í fyrri hálfleik.
Slot gekk líklega aðeins of langt í róteringu á liðinu. Vonandi nær hann að rífa upp liðið í seinni.
Og vonandi geta einhverjar varaskeifur stigið almennilega upp og sýnt að þeir eigi heima í þessu liði.
Eru menn ekki að ná heildarmyndinni hérna? Þessi leikur skiptir engu máli og það er verið að hvíla menn fyrir helgina? slaka aðeins
Vil bara taka fram að ég hef ekkert átt við lækteljarann á þessari athugasemd.
Farinn að sakna David Coote. Þessi dómari er ekki að valda leiknum (þó að mörkin séu að mestu okkar eigin sök).
Chiesa er að komast í form. Það er eiginlega það eina sem skiptir máli í þessum leik hingað til.
Mjög gaman að sjá hvað hann hefur tekið við sér jafnt og þétt allan leikinn. Ef Chiesa nær sjálfstrausti (og formi) þá verður kátt í höllinni.
Ahahaa Nallo shiiii
Top of the league!
Hvaða drasl er þetta sem er að spila í Liverpool leiknum núna, mætti nú barasta skilja þetta eftir í Hollandi held ég því þeir einu sem gátu eitthvað voru ítalinn og Japanin rest var bara hræðilegt. Jesús Kristur bara.
Menn eiga að slappa af við að ganrýna liðið. Þetta eru ungir og reynslulausir leikmenn sem eru að koma uppúr akadenmínunni. Mér fannst liðið standa sig vel. Við enduðum á toppnum.
Það er alltaf best að viðhalda sigurhefð. Verra að tapa leikjum, ennþá verra að missa Nallo í bann fyrir 8 liða úrslitin.
Endum tímabilið með stæl!
YNWA