Mörkin
0-1 Gakpo (28.mín, víti)
1-1 Bakayoko (35.mín)
1-2 Elliott (40.mín)
2-2 Saibari (45.mín)
3-2 Pepi (45.+6. mín)
Hvað gerðist markvert í leiknum
Auðvitað var kannski ekki við miklu að búast, b-liðið nánast í heilu lagi inni á vellinum. Það undarlega til að byrja með var að Darwin Nunez var ekki með og Andy Robertson var miðvörður. Cody Gakpo fékk rómantíska innkomu gegn uppeldisfélaginu sínu og launaði það með marki, sem var þó ansi skrautlegt. Eftir almennt frekar dapra pressu fyrstu 15-20 mínútur leiksins, náði Chiesa að pota boltanum til Elliot, sem skoraði, en var felldur á frekar soft hátt, tæpt víti. Á Englandi hefðu þeir eflaust tekið vítið til baka og dæmt markið af, gefið dómarakast til Eindhoven. En við erum ekki á Englandi í þessari keppni – sem betur fer kannski.
Bakayoko skoraði geggjað Suarez mark á 35. mínútu og jafnaði leikinn. Hann tók við sendingu á vítateigslínunni, checkaði með vinstri yfir á hægri, rassaði báða miðverðina og lagði hann í hornið. Fallegt mark hjá spennandi leikmanni. Hann verður kominn í eitthvað miðlungslið í úrvalsdeildinni innan skamms.
Liverpool komst aftur yfir fljótlega, þetta var alveg bilaður kafli í leiknum, þar sem mörk og færi komu á færibandi. Gott skot frá Chiesa sem markvörður PSV varði beint til Elliott sem lagði hann í netið af stuttu færi.
Lok hálfleiksins voru síðan furðuleg, PSV jafnaði aftur, 4 mínútum bætt við og á 6. mínútu uppbótartíma skoruðu þeir svo fáránlegt mark með viðkomu í þremur leikmönnum og gott ef hann klobbaði ekki Kelleher. Sem varði by the way ekki neitt þegar hér var komið sögu.
Á Rauða Ljóninu sat ég með heldri manni sem sagði að nú yrði heldur betur veislan, það yrði nóg af mörkum í seinni hálfleik. Auðvitað var það algjört jinx, en erfiðar aðstæður og aðeins betri varnarleikur ásamt lítilli orku gerði það að verkum að seinni hálfleikur var heldur daufari og ekkert mark var skorað. Fullt af guttum fengu sénsinn, Morton spilaði sennilega best, Nallo kom inn á og fékk rautt fjórum mínútum síðar (!) og Nyoni var alveg í lagi án þess að breyta leiknum eitthvað af viti. Hann skrifaði þó nafn sitt í sögubækurnar þar sem hann er núna yngsti leikmaðurinn í sögu Liverpool til að spila Evrópuleik.
Hverjir stóðu sig vel?
Það var raunar mjög fátt sem kom á óvart og eiginlega ekkert sem breytir skoðun Arne Slot á því sem hann veit nú þegar. Elliot og Chiesa voru öflugir á köflum, mér fannst Conor Bradley valda smá vonbrigðum sem og Quensah og Tsimikas. Ungu strákarnir…Danns olli vonbrigðum, virkaði latur og pressan var úti á þekju megnið af leiknum. Eins náði miðjan engri stjórn en þetta er kannski viðbúið þegar meðalaldurinn er 13,5 ár. Endo líka, hann heillaði alls ekki og hefði átt að gera mun betur í einu marki PSV. Elliot var fyrir mér besti leikmaður Liverpool og sá eini sem gerir tilkall að meiri spilatíma eftir þennan leik. Chiesa er alveg skemmtilegur leikmaður en mín tilfinning er að hann sé bara of hægur í enska boltann.
Hvað hefði mátt betur fara?
Engir sleggjudómar, ungir strákar að öðlast reynslu, efsta sætið í þessum nýja riðli Meistaradeildarinnar. Auðvitað hefði sigur verið frábær en ef við ætlum að tapa einhverjum leikjum í vetur þá eru það svona leikir og leikir eins og gegn Spurs þar sem verður hægt að laga úrslitin í seinni leiknum. Byrjunarliðið fékk nánast allt hvíld. Ég á von á að Robbo og Gakpo byrji á laugardaginn, aðrir bara alls ekki, nokkrir komast á bekkinn. En fyrst spurningin er þessi, þá hefðum við mátt vinna þennan leik.
Umræðan eftir leik
Úthvílt lið gegn Bournemouth. Efstir í deild og Meistaradeild. Vel spilað hjá Slot, ekkert hægt að kvarta yfir þessu.
Næstu verkefni
Bournemouth á laugardaginn. Byrjunarliðið fékk kærkomna hvíld og engar afsakanir gegn liði á þvílíku rönni. Leikurinn verður mjög erfiður og jafntefli verður alveg ásættanlegt. Við stoppuðum sigurgöngu Nottingham Forest um daginn, stoppum líka Bournemouth.
Stelpurnar
Það var veisla hjá stelpunum okkar í kvöld, unnu 0-5 þar sem Lucy Parry og Sam Kerr skoruðu sín fyrstu mörk fyrir félagið. Næsti bikarleikur hjá þeim verður gegn stórliði Rugby Borough eftir 10 daga, en þær spila aftur gegn West Ham um helgina, bara á heimavelli í það skiptið.
Svo er komin dagsetning á árshátíð Liverpoolklúbbsins, tökum 22.mars frá!
YNWA
Það er sturlað að við skyldum vinna þessa stærstu deild sögunnar og það á fyrstu mánuðum hans Arne.
PSG í næstu umferð.
Ertu að vonast eftir því eða bara svona peppaður fyrir hverju sem er? Raunin er sú að þetta er staðan (stel þessu af netinu því ég nenni ekki að þýða þetta svona á miðnætti á miðvikudagskvöldi):
1. LIVERPOOL AND BARCELONA: Will play one of Brest, Monaco, PSG or Benfica.
2. ARSENAL AND INTER: Will play one of AC Milan, PSV, Feyenoord or Juventus.
3. ATLETICO MADRID AND BAYER LEVERKUSEN: Will play one of Real Madrid, Bayern Munich, Manchester City or Celtic.
4. LILLE AND ASTON VILLA: Will play one of Atalanta, Borussia Dortmund, Sporting Lisbon or Club Brugge.
Það þýðir að við getum vissulega mætt PSG sem er enginn heimsendir. Langerfiðasta prógrammið er þarna í númer 3, sem við tökum ekki þátt í; þar eru fimm lið sem hafa talist til heimsklassaliða síðustu ár. Annars óttast ég engan andstæðing í þessari keppni. Þetta er allt í loftinu þegar komið er í útslátt en við höfum staðið okkur vel í keppninni undanfarin ár, og líka núna. Framhaldið ræðst bara og verður vonandi jafnskemmtilegt og nánast allt sem okkar lið hefur boðið upp á í heilans hellings mörg ár.
PSG voru ekki að leika vel í Meistaradeildinni á haustmánuðum. Því eru þeir svona neðarlega í goggunarröðinni þegar kemur að drætti fyrir “play off” inn í 16 liða úrslitin. Eftir áramót hafa þeir hinsvegar verið að leika mjög vel. Það er því deginum ljósara miðað við það góða form sem PSG eru í eftir áramótin að þeir eru líklegir sigurvegar í sínum “play off” leikjum.Því eru 50% líkur að við fáum þá í drættinum fyrir 16 liða úrslitin. Þetta nýja fyrirkomulag í Meistaradeildinni býður upp á þetta.
Chiesa var frábær. Bara að koma því hér inn.
Peppaður fyrir honum. Virðist alltaf geta komið Skoti á markið. Ef hann helst heill þá var þetta no brainer kaup…..
Síðan hvenær klikka kaup á Ítala ?
Átti að vera blikk karl en ekki spurningar merki þar sem ég veit svarið
Skýrsluhöfundu talar um Chiesa hægur ! Þarna verð ég að vera algerlega ósammála skýrsluhöfundi fannst hann bera af í leiknum og ef einhver var hægur þarna inná vellinum þá held ég að Eliot hafi vinninginn, en hraði er ekki allt í fótbolta en eftir að hafa séð Chiesa í þessum leik þá er ég allveg handviss að hann hefur bæði með sér.
YNWA
Já ég skil hvað þú meinar. Ég er ekki að tala í þessum leik, frekar fyrir ensku úrvalsdeildina. Finnst hann vera tempói neðar en hinir aðal-sóknarmennirnir okkar. En hef svo sem ekki annað en tilfinninguna fyrir því.
Chiesa hefur verið mældur á 36,2km hraða. Gæti hafa tapað einhverjum hraða síðan.
Amk vill maður sjá hann í stærra hlutverki.
Chiesa var flottur í þessum leik og virkaði á köflum sem eini þroskaði leikmaðurinn. Gott að sjá vinnsluna hans og viljann til að taka pressuna. Smá Szoboszlai-bragur á honum þarna.
Ég hef ekki alltaf verið sammála SSteini sem hefur varið hann mann mest í podköstunum; við viljum enga farþega í okkar lið og Chiesa hefur svo sannarlega verið það að mestu síðan hann kom.
Í leiknum á móti PSV sýndi hann þó margt af því sem hann er megnugur um. Ég man eftir þessum leikmanni með Ítölum í einhverri Evrópukeppninni – ætli það hafi verið 2020? – og þá var hann alveg magnaður. Ef hann nær að haldast heill væri hann kærkomin viðbót í stóru hlutverkin. Breiddin skilar titlum og þetta er mjög hæfileikaríkur leikmaður sem með einbeitingu og ákveðni í að skila framlagi gæti nýst okkur vel. Hann er bara 27 ára. Vonum að hann finni sig. Þetta er stjörnuleikmaður sem datt í lægð vegna ítrekaðra meiðsla ungur að aldri. Sumir ungir leikmenn ná sér aldrei upp úr slíku en í leiknum í Hollandi sýndi hann að það er of snemmt að afskrifa hann. Vertu velkominn á stjörnuhiminn Chiesa ef þér tekst að skína nógu skært!
Efstu 8 liðin í Meistaradeildinni flokkast þannig.
3 frá Englandi.
2 frá Spáni.
1 frá Ítalíu.
1 frá Þýskalandi.
1 frá Frakklandi.
Eigum við eitthvað að minnast á hverjir eru efstir í sterkustu deild(um) í heimi?
(nei, nei, nei, … af allri hógværð tökum við ekki stöðuna fyrr en í fyrsta lagi í vor)