Gullkastið – Meistara-deildarmeistarar

Liverpool endaði á toppi deildarinnar í Meistaradeildinni þrátt fyrir tap gegn PSV í lokaumferðinni og ljóst hvaða fjórum liðum okkar menn geta mætt í 16-liða úrslitum. Flottur sigur á Ipswich í deildinni og toppsætið ennþá okkar.
Það er mjög margt svipað núna og fyrir ári síðan í deildinni en með undantekningum þó sem vonandi eru okkar mönnum í vil, skoðuðum það aðeins.
Leikmannamarkaðurinn er opin til mánaðarmóta og töluvert slúður þar þessa dagana, lítið tengt Liverpool reyndar.
Nýtt Ögurverk lið og stór helgi framundan í enska boltanum.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


Egils GullHúsasmiðjan / Verdi Travel Ögurverk ehf / Done

MP3: Þáttur 506

4 Comments

  1. Erum fyrstu sigurvegarar meistaradeildarinnar sem fá ekki bikar.

    YNWA

    3
  2. Ekki myndi eg taka svo djupt i arini, að segja að við seum sigurvegarar meistaradeildarinar Sindri. En sogulega(skrasett), þeir fyrstu til þess að vinna forkeppnina með þessu nyja sniði, meira er það nu ekki.
    Eg hef samt fulla tru a okkar monnum i 16 liða og afram að endamarkinu.

    YNWA

    3
  3. Þetta er áhugavert því ekki er hægt að segja að Liverpool hafi fengið slaka mótherja í meistaradeildinni. Þýsku meistarana, sitjandi meistara í meistaradeildinni og spánarmeistara, AC Milan og Lille sem er í 3 sæti í Frakklandi. Hrikalega vel gert. Samt vantar okkur vinstri bakvörð, fleiri miðverði, selja Nunes, er Trent að fara, hvað er með samningsmál, á ekki að nota þessa 100 mill. evra í eitthvað. Er ekki leikmaður sem við erum að missa af sem er að fara til city. Allt þetta er að gerast á meðan að við vinnum alla leiki en hvað með næsta leik vinnum við hann? Svona er að vera Liverpool aðdáandi, djöfull er það gaman. Vorkenni alltaf þeim sem halda með öðrum liðum. Líka þegar Liverpool er að ströggla, þá vinna þeir bara meistaradeildina 2005 Istanbúl, það er ekkert annað lið í heiminum eins og Liverpool. Njótum. YNWA.

    7
    • Skemmtilegar pælingar Spáll….þetta með strögglið væri gaman að kafa betur ofaní af einhverjum sérfræðingum….

      2

PSV Eindhoven 3-2 Liverpool

Laugardagsheimsókn til Bournemouth