20:00
Einhver áhugi kviknaði á Tyler Morton hjá Middlesboro, en svo kom víst ekki nægilega hátt tilboð í hann. Sem stendur lítur út fyrir að hann verði áfram hjá Liverpool út tímabilið a.m.k., en sjáum til hvort eitthvað hreyfist fyrir kl. 11.
14:00
Stefnir í lélegasta leikmannagluggadag sögunnar. Ekkert bara enn að byrja að fara í gang.
Ekki það að við reiknum með neinum stórum fréttum af okkar liði í dag þá er vert að samt halda öllu opnu, stundum gerast óvæntir hlutir (segjum við Lakersmenn í dag) og búast má við einhverjum brottförum yngri leikmanna.
Setjum líka ef að eitthvað merkilegt gerist í Premier League þegar kemur að kaupum og sölum.
Komnir
Engir
Farnir
Stefan Bajcetic skipti um lánslið, frá Salzburg til Las Palmas
Marcelo Pitaluga – Fluminese (frítt)
Fréttir úr EPL
Leikmaður | Frá | Til |
---|---|---|
Marcus Rashford | Man.United | Aston Villa (lán út tímabilið) |
Mathias Tel | Bayern | Tottenham |
Evan Ferguson | Brighton | West Ham (lán út tímabilið) |
Marco Asensio | PSG | Aston Villa (lán út tímabilið) |
Gott move hjá Jayden Danns að fara til Sunderland á láni út tímabilið
Ekki orðið staðfest en ætti að gerast á næstu tímum.
Verður spennandi að sjá hann fá alvöru tækifæri.
Ég væri alveg til í að sjá Liverpool fara á eftir ódýrum reynslubolta í miðvörðinn, einhver sem væri 3-4 kostur og reyna að koma Quansah á lán í eitthvað gott lið þar sem hann fengi mikilvægar mín á vellinum og láta hann þroskast sem miðvörð.
Að öðru leyti er liðið í toppmálum þannig séð og engin nauðsyn að demba sér á markaðinn þó svo að við viljum alltaf sjá nýja leikmenn koma inn.
Ég hefði haldið að Tyler Morton yrði seldur fyrir 20 kall.
Væri meira en sáttur við styrkingu á vörninni. Arsenal eru ógnvekjandi og Everton-skollarnir eru komnir í eitthvert annarlegt sigurástand. Það væri nú laglegt ef okkur tækist að tapa stigum gegn þeim og færum svo halloka gegn Arsenal. Þá er allt í uppnámi. Sjáum bara leikinn í gær. Sláarskot, stangarskot, andstæðingar fyrir opnu marki…. þetta hefði sannarlega getað þróast á annan hátt.
Meiðsli lykilmanna gætu leitt til þess að málin þróuðust á verri veg.
Þurfum að passa að slysið 2021 endurtaki sig ekki.
Það er rétt, Arsenal minnti heldur betur á sig í gær og sendu skýr skilaboð. Þeir verða andandi ofan í hálsmálið á okkar mönnum og eru klárir að grípa tækifærið ef okkar menn fara misstíga sig.
Í síðustu sjö leikjum á Goodison hefur Liverpool einungis unnið einn leik. Fimm leikir hafa farið jafntefli og Everton vann síðsta leik. Þessar viðureignir eru eins og Utd leikirnir, staða liðanna í deildinni og úrslit síðustu leikja skipta engu máli þegar kemur í þessa leiki. Það er alltaf allt undir og við vitum að ekkert myndi gleðja Everton manninn meira en að setja strik í titilbaráttu Liverpool.
Það er gríðarlega mikið undir hjá okkar mönnum í þessum leik og mikilvægt að senda Arsenal skýr skilaboð til baka með að taka 3 stig. Draumastaðan væri þanni að Liverpool væri búið að tryggja sér titilinn eða langt komið með það áður liðin mætast í þriðju síðustu umferðinni. Mig langar amk alls ekki að endurupplifa einhvern úrslitaleik frá 1989 milli þessara liða í þriðju síðustu umferðinni.
Hvað með að hefna fyrir 1989 með því að tryggja titilinn gegn Arsenal
Pep, “besti” þjálfari í heimi er að sröggla þessa dagana. Hvað er þá gert ? Fjórir leikmenn keyptir fyrir 180 millj. punda miðað við síðustu tölur. Það er ekkert verið að leita í academíuna eins og einhver plebbi, það er bara opnað veskið upp á gátt. Hvað erum við oft búin að biðja um þetta, hefur sennilega kostað okkur titil eða meistaradeildarsæti í genum tíðina. Pep er búinn að stýra 3 liðum um æfina, Barcelona sem sennilega var besta lið sögunnar, Bayern Munchen sem var/er áskrifandi af Þýskalandsmeistaratitlinum og svo City sem hefur hingað til getað keypt all sem hreyfist úr efstu hillu. Hann hefur síðan gert marga þessara leikmanna verri eins og Jack Grealish og Kalvin Phillips. Sumir hafa farið og blómstrað annarstaðar eins og Zlatan, Toni Kroos og Cole Palmer. Pep á enn eftir að sanna sig sem þjálfari þegar hann er ekki með bestu menn klára í allar stöður, hann virðist eiga annsi erfitt með það sem stendur.
Pep er kannski “bestur” í því að taka við góðum liðum og gera þau betri þar sem peningar eru meira en nógir. Kannski má segja það sama um Slot sem “erfði”ágætis lið eftir Klopp og hefur gert að sínu, og það sem meira er að hann hefur gert marga leikmenn sem voru í litlum hlutverkum betri og byrjunarliðsmenn með litlum sem engum tilkostnaði. Má vera að Pep sé bara útbrunninn eða í einhvernskonar kulnum eins og Klop karlinn en vill bara ekki viðurkenna það.
Er eðlilegt að stórlið Liverpool fari í gegnum 3 leikmannaglugga í röð án þess að styrkja hópinn??(bara búið að fá haltan Chiesa og markmann sem kemur næsta sumar) Lið sem er í dauðafæri að vinna deildina og mögulega fleiri titla?? Liverpool er í plús nettó í 3 síðustu gluggum og ekki heldur að ná samningum við 3 bestu leikmenn sína. Það ber að hafa í huga að tekjur liðsins síðustu ár hafa verið gríðarlegar en eyðslan langt undir því sem hin topplið deildarinnar eru að gera. A.m.k. finnst mér þreytandi og fáránlegt að horfa upp á þetta og ekki væri ég hissa ef akkúrat þetta væri ekki ein af stóru ástæðum þess að Klopp gafst upp.
Skrýtnustu fréttir þessa glugga hljóta að vera Rashford til Aston Villa. Hann var auðvitað kominn í helvíti miklar ógöngur heima fyrir og leit nánast út fyrir að hann kæmist ekki upp úr skurðinum á eigin spýtur. Nú fer hann til ansi slungins stjóra og það er ekkert útilokað að Unai Emery takist að kveikja á Rashford, en það væru samt fréttir til næsta bæjar.
Jafn skrýtið er svo að sjá Jhon Durán, 21s árs up and coming stjörnu, fara frá Villa til Saudi-Arabíu í stað þess að halda áfram að brillera í Premier League. Manni finnst eins og þetta sé 10 árum of snemmt hjá Kólumbíu-manninum.
Svo skilur náttúrulega enginn hvernig í helvítinu Man City getur bara endalaust keypt menn, með 115 ákærur á bakinu. Búnir að ná í þrjá menn fyrir 120 milljónir og sá fjórði líklega á leiðinni. Ég hefði verið til í svoleiðis glugga hjá Liverpool. Jafn vel bara helminginn…
Afsakið orðbragðið. Óþarfi að nota H-orðið tvisvar…
Já nei Henderson14, nú ert þú bara hársbreidd frá því að fara í bann!
H!!!
Maður orðlaus yfir þessu félagi okkar. Þetta gæti komið í bakið á þessum nýsku könum. Ekki hissa að þessir þrír séu ekki tilbúnir að skrifa undir nýjan samning. Einnig er óskiljanlegt að skity geti keypt og keypt meðan þeir eru til rannsóknar vegna eyðslu og misferlis í bókhaldi.
Ég segi bara fínn gluggi. Salah og Trent kyrrir og ekki verið að fara í einhver spooky Ben Davis kaup. Btw. er búið að staðfesta að hann sé til?