Upphitun: Spurs í deildarbikarnum

Á morgun mætum við Tottenham í seinni undanúrslitaleik deildarbikarsins þar sem skýrist hvaða lið það verður sem mætir Newcastle í úrslitaleik eftir að þeir kláruðu Arsenal í kvöld. Tottenham leiðir 1-0 eftir umdeildan sigur í fyrri leik liðanna þar sem Bergvall skoraði eina mark leiksins andartökum eftir að hann átti að fá rautt spjald.

Tímabil Tottenham hefur einkennst af óstöðugleika og meiðslum, eitthvað sem við könnumst við frá síðustu árum, en þeir leiða nú meiðslatöflu ensku Úrvaldsdeildarinnar með tíu menn frá vegna meiðsla. Radu Dragusin bættist á þann lista þegar hann kom inn á í hálfleik í Evrópudeildinni gegn Elfsborg og sleit krossband sem varð til þess að Tottenham fór á markaðinn og keypti Kevin Danso frá Lens til að reyna leysa miðvarðarvandamál sín og við gætum séð hann spila sinn fyrsta leik fyrir Tottenham á morgun ásamt Mathys Tel sem kom á láni frá Bayern.

Tottenham sitja eins og er í fjórtánda sæti deildarinnar með þrettán tapleiki á tímabilinu og er Postecoglou undir mikilli pressu sérstaklega í leiknum á morgun þar sem hann er búinn að lofa stuðningsmönnum Tottenham titli í ár og þetta er einn af aðeins tveimur sem liðið hefur enn möguleika á því að vinna.

Liverpool

Okkar menn ættu að koma inn í leikinn með blóð á tönnunum eftir tapið í fyrri leiknum og koma inn í leikinn eftir sterkan en erfiðan 2-0 sigur gegn Bournemouth um síðustu helgi. Næsta helgi er FA-cup helgi og við dróumst þar gegn Plymouth þannig það ætti að vera upplagt að hvíla þá sem þurfa í þeim leik og því sjáum við líklega ansi sterkt lið á morgun.

Trent fór útaf meiddur gegn Bournemouth og verður ekki með í þessum leik en betur fór en á horfðist og verður hann líklega aðeins frá í einhverja daga frekar en vikur. Hann er eini maðurinn á meiðslalistanum og verða því sterkir leikmenn sem ná ekki einu sinni á bekk á morgun.

Geri ráð fyrir að Slot haldi sig að mestu leiti við sama lið og gegn Bournemouth, þó með tveimur breytingum. Bradley kemur augljóslega inn fyrir meiddan Trent og eitthvað segir mér að hann setji inn Nunez til að fá hefbundna níu gegn óvanri vörn Tottenham manna og eigi þá val af Diaz eða Jota inn af bekknum. Held skotið á Jota ef hann væri í betra leikformi en held að Nunez fái sénsinn á morgun.

Spá

Okkar menn mættu eitthvað daufir í fyrri leikinn og fundu sig aldrei en ég sé það ekki gerast aftur og held að við sjáum frekar eitthvað í líkingu við deildarleik liðanna sem endaði 6-3 Liverpool í vil. Ætla spá 4-1 sigri þar sem Salah verður stjarna kvöldsins, eins og flest kvöld, og setur þrennu.

5 Comments

  1. Ég hef trú á okkar liði og að við förum í enn eitt skiptið á suður-Anfield.
    3-1 sigur! Salah, McAllister og Van Dijk með mörkin.

    6
    • Èg myndi spila Tmiskas Kellher og Jones fyrir þennan leik. En býst vi? þvì a? allt li?id verur hvìlt um helgina fyrir FA bikarin.

      3
  2. Liðið okkar er á svo góðu róli sem betur fer hvað varðar meiðsli og álag þannig séð, Slot hefur alveg náð að rótera nokkuð mikið þó ég hefði alveg viljað sjá Van Dijk, Salah og Gravenbergh fá meiri hvíld stundum. En spilum á okkar sterkasta liðið í kvöld og hendum þessum spursurum úr keppni og mætum þá funheitu liði newcastle í úrslitum.

    Veit að Allison er okkar aðalmarkvörður en væri samt alveg til í að sjá Kellegher fá sénsinn í þessum bikarleikjum.
    Spái þessu 4-1 fyrir okkur.

    3
  3. Maður væri til í að sjá Virgil, Salah og annaðhvort Mac eða Gravenberch hvíla í svona leik. Setja allt í PL, CL og FA. Megum bara alls ekkert við því að missa Virgil í meiðsli enda er hann að klukka ansi margar mínútur.

    3

Gullkastið – Leikmannaglugganum lokað

Byrjunarlið gegn Spurs: Nunez byrjar