Gullkastið – Eitt Stig!

Liverpool er með 79 stig eftir sigur gegn Leicester um helgina, Arsenal getur max náði 79 stigum á þessu tímabili vinni þeir alla leikina sem þeir eiga eftir og markatalan er 10 mörkum Liverpool í vil með leik til góða. Án þess að segja (Staðfest) er óhætt að fullyrða að staðan hefur sjaldan eða aldrei verið betri.

Jafntefli Arsenal gegn Palace gerir það að verkum að Liverpool geta klárað fótbolta.net (Staðfest) svigann núna á sunnudaginn í heimaleik á Anfield gegn helstu erkifjendum Arsenal í Tottenham. Það er auðvitað ekkert í hendi en maður getur rétt ímyndað sér partýið sem verið er að smíða, það eru þrjátíu og fimm fokkings ár síðan stuðningsmenn Liverpool gátu fagnað Englandsmeistaratitli án þess að á þeim fögnuði væru nokkrar bremsur og guð minn góður hvað það verður málið þegar þetta er formlega komið.

Kampavínið í kæli og Egils Gull í ísskápinn, þetta gæti gerst um helgina.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Maggi

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


MP3: Þáttur 518

18 Comments

Skildu eftir athugasemd
  1. Vinaleg ábending. Þú skrifar Liverpool sé með 89 stig eftir sigurinn gegn Leicester um helgina.

    2
  2. Kæru Liverpool-vinir! Við höfum heldur betur verið dekruð í vetur, ekki alltaf með spilamennsku og skemmtanagildi – slíkt hefur verið í minna falli árið 2025 – en úrslitin og seiglan í liðinu eru að skila titli sem í raun hefur ekki verið í hættu í marga mánuði.

    Mo hefur verið fyrirferðalítill síðustu vikurnar en frammistaða hans fyrstu 6 mánuði tímabilsins gerir hann samt að besta leikmanni Evrópu í vetur. Hann var óstöðvandi lengst af og vonandi enginn búinn að gleyma því. Sterkasta frammistaðan að baki komandi titli og vel virði gullskós.

    Það er sannarlega gleðilegt að hafa þá meistara, Mo og Virgil, í tvö ár í viðbót. Það er bara gott fyrir sálarlífið að hafa þennan tíma til að kveðja þá í ró og næði með fullt af gleðistundum í viðbót. Hefði verið ferlegt sjokk að sjá þá fara í vor og skyggt á gleðina yfir komandi niðurstöðu tímabilsins. Því fylgir nefnilega alltaf pínulítil fótboltasorg þegar miklir meistarar kveðja. Gerrard, Firmino, Mané, jafnvel Suarez og Torres. Þá er ákveðnu tímabili í sögu félagsins lokið, sem er auðvitað bara hluti leiksins. Nýjar stjörnur koma í staðinn. Ég fyrir mitt leyti er að minnsta kosti súpersáttur að sjá okkar tvo fremstu leikmenn binda trúss sitt við félagið til loka háferilsins.

    Í raun hafa nær allir helstu leikmenn liðsins átt stjörnuleiki og skilað sigrum í hús. Gravenberch, Gomes, Jones, Sobo, Konaté og fleiri sem hafa dalað eða meiðst áttu allir sína stjörnuleiki og jafnvel stjörnutímabil fyrr á leiktíðinni. Kannski er þessi dreifing á því að menn hafi náð að toppa sig ein af ástæðum þess að stigasöfnunin hefur verið svona þétt og stabíl. Ef einhver dettur í lægð stígur annar upp í staðinn. Til viðbótar Virgil og Mo hafa Alisson og McAllister verið stöðugastir. Núna virðast þeir reyndar allir hálf búnir á því, bíða bara eftir því að klára þetta, og skemmtanagildi leikja eftir því. Gangi einhver af þessum slúðursögum eftir – Wirtz, Isak, Ektike, Hujsen, Kerkez osfrv. – eða eitthvað í líkingu við þær – þá má alveg vænta þess að takturinn verði hraðari þegar næsta leiktíð byrjar.

    Manni finnst hálf skrýtið að vera í stellingum til að fagna englandsmeistaratitli með yfirburðum þegar spilamennskan hefur verið svona í meðalhófi í fjölda vikna. Það sýnir bara hvað liðið var ógnarsterkt lengi framan af, og hvað mentalítetið er þrátt fyrir allt sterkt að klára flesta leikina núna í restina þótt heildarbragurinn sé svona og svona. Win win líklega; við fáum titilinn og samt hlýtur stjórnin að sjá að það verði skynsamlegt að spreða í sumar til að styrkja nokkrar stöður.

    Hvað um það! Bið ykkur afsökunar á þessari langloku um hluti sem allir vita. Og þakka gott Gullkast að vanda. Nú bíðum við bara brosandi þar til bikarinn fer á loft. YNWA

    31
    • Það er svosem hagt að taka undir það að spilamennskan hafi dalað þegar líða fór á mótið þá segir tölfræðin aðra hluti:

      Fyrstu 16 leikir:

      Stig: 39
      Mörk skoruð: 37
      Fengin á sig: 16
      hrein lög: 7
      Hlaupatölur: 108,4km

      Seinustu 17 leikir:

      Stig: 40
      Mörk skoruð: 38
      Fengin á sig: 15
      hrein lög: 7
      Hlaupatölur: 107,4

      Vissulega var skemmtilegra að horfa á liðið framan af, en margir tala nú um að spilamennska liðsins sé ekki upp á marga fiska. Samt hefur Liverpool sigrað 6 af síðustu 7 deildareiknum. Það er meistaraform.

      15
  3. Leyfum þessu að setjast í rólegheitunum:

    Enginn, enginn, enginn pöndit sem stóru miðlarnir ræddu við, spáði því að Liverpool yrði ofar en þriðja sæti. Ástæðan var augljós. Nýr þjálfari hjá liðinu en um leið, enginn nýr byrjunarliðsmaður kom úr sumarglugganum. Úrvinda leikmenn eftir síðasta tímabil voru ekki líklegir til að læra inn á nýtt kerfi hvað þá að vinna deildina.

    Og hvað þá að rústa deildinni!

    Þetta tímabil sem sumir hafa reynt að tala niður er sennilega eitt það magnaðasta í sögu PL í ljósi fáheyrðra yfirburða Liverpool. Liðið getur náð 94 stigum sem er með því allra hæsta sem fengist hefur.

    20
  4. Sælir félagar

    Takk fyrir þáttinn Einar og Maggi. Það er öllum ljóst sem hafa eitthvað annað en bein milli eyrnanna að þetta tímabil Liverpool er magnað. Ef tekst að vinna eða gera jafntefli við Spurs á sunnudaginn er liðið orðið meistari, eitthvað sem enginn spáði í vor. Hvar menn ætla að fagna saman er spurning sem Svavar og KingKenny spyrja. Ég veit það ekki en Mini Garðurinn hefur verið heimavöllur í Reykjavík í vetur – er ekki svo enn?

    Það er nú þannig

    YNWA

    6
  5. Ég er jafnvel að velta fyrir mér að leggja smá aur undir að Liverpool verði meistari i ár.

    En varðandi það að Liverpool verði líklega meistari á markatölu þótt þeir tapi rest og Arsenal vinni rest, þá skil ég ekki slíkan líkindareikning. Eini möguleikinn fyrir Liverpool að enda með sama stigafjölda og hærri markamun væri ef allir leikirnir enduðu með eins marks mun. Ég er til i að leggja töluvert undir að það gerist ekki.

    3
  6. Sælir bræður og takk fyrir góðan þátt.

    Grunar að TAA hafi verið að hlusta á bölmóðs-þáttinn ykkar þar sem þið funduð honum allt til foráttu við að fara frá Liverpool í lok tímabilsins og það hafi kveikt hressilega upp í kallinum 🙂 dáist annars að ykkur og hvað pendúllinn er fljótur að snúast í rétta átt þegar tilefni gefst til 🙂 Ragnar Reykás finnst víða og það allt saman…

    Finnst að við ættum síðan alfarið að hætta að tala um stjörnumerkingar á titlum og tímabilum. Ég hef verið duglegur að minna menn á að þegar PL skellti í lás á Covid-tímabilinu þá var Liverpool með 58 stig í mars 2020. Við endum tímabiliði með 82 stig og Man€ity með 57 stig. Jafnvel þó við hefðum ekki náð einu einasta stigi eftir að tímabilið er síðan ræst aftur þá hefðum við samt unnið deildina.

    Einu titlarnir sem eiga að vera stjörnumerktir eru þeir sem Man€ity hefur verið að hala inn óverðskudlað í krafti þeirra blóðpeninga sem búa á bakvið það lið.

    Klárum svo þetta með stæl á sunnudaginn – það verður magnað að sjá okkur landa titlinum á Anfield!

    Áfram að markinu – YNWA!

    2
  7. Er ekki búinn að hlusta á þáttinn og veit því ekki hvort þetta komi fram þar, en ef að Liverpool fær stig á móti Spurs um helgina og tryggir sér titlinn, fá þeir bikarinn afhentan þá eða er það í lokaleiknum ?

    3
  8. 0-0 jafntefli á sunnudag og mark TAA verður markið sem kláraði dæmið. Svolítið súrrealískt svo ekki sé minna sagt.

    1

Leave a Reply to Sigkarl Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Liverpool 1 – 0 Leicester (Skýrsla uppfærð)

Upphitun fyrir Tottenham (og titil númer 20)