Það er komið (Staðfest) á Englandsmeistaratitilinn og tilfinningin er vægast sagt frábær. Meistarar á Anfield og samt eru fjórar umferðir eftir. Liverpool hafa einfaldlega verið langbestir í vetur sama hvað hávær hópur stuðningsmanna annarra liða hefur grenjað. Loksins fá leikmenn og stuðningsmenn að fagna almennilega saman og líklega er veislan bara rétt að byrja. Stöðutaflan í deildinni er eins og listaverk sem rétt væri að ramma inn og hengja upp á vegg.
Njótum kæru vinir og til hamingju með titilinn. Þessi er eins sætur og þeir verða.
Liverpool FC. Premier League champions. pic.twitter.com/2Si4xSSsIq
— Liverpool FC (@LFC) April 27, 2025
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Maggi, Einar Örn og Sveinn Waage
Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
MP3: Þáttur 519
Til hamingju Liverpool.
YNWA
Þegar PL vinnst með litlum mun er eðlilegt að þeir sem styðja liðið sem lendir í 2. sæti svekki sig á niðurstöðunni. Heppni, meiðsli, dómarar ect.
Liverpool voru hins vegar að vinna deildina með yfirburðum og hvernig sem stigataflan verður að lokum þá geta önnur lið ekki svekkt sig á neinu þegar meistararnir vinna deildina í april þegar forskotið er 15 stig.
Þetta hefur einfaldlega ekkert með heppni, dóma eða meiðsli að gera.
Frábær árangur eftir að hafa tapað félagaskiptaglugganum og dómsdagsspár um að samningamál leikmanna myndu eyðileggja tímabilið.
Þetta er magnað og minnir vissulega á tímabilið 19/20 þegar titillinn var í raun aldrei í hættu. Þá var maður auðvitað súr yfir tapinu gegn Atletico Madrid í CL. Skýringin þá var fjarvera fyrirliðans Henderson sem hafði verið burðarásinn í liðinu. Þarna bar liðið höfuð og herðar yfir keppinauta og var í dauðafæri að sækja tvo stóra titla. Eftir stóð einn, en það var líka sá stærsti og langþráðasti.
Án þess að það skyggi á þennan frábæra árangur þá situr aðeins í manni viðureignin gegn París. Þetta var vissulega besta liðið sem við höfum mætt í vetur en leikirnir sem fóru fram á þeim tíma báru þess merki að alvarleg þreytumerki voru á liðinu. Í leiknum í helginni á undan gegn Southampton var engin áhætta tekin. Sama miðjan og var þegar farin að hökta og þurfti mikla orku að knýja út sigur gegn botnliðinu.
Hversu gaman hefði nú verið ef Endo, Elliot, Jones og Chiesa hefðu fengið að byrja þann leik? Þá hefðu Szobo og Gravenberch, Macca og Salah menn mætt úthvíldir á stóra sviðið. Það blasti við í öllum sófum heimsins að þessir leikmenn þurftu hvíld. Jú, skýringin er sennilega tapið gegn Plymouth þegar þessi hópur stóðst ekki prófið! Í því retróspekti hefur hann sennilega verið dýrkeyptari en við gerðum okkur grein fyrir!
En gott og vel. Það er svigrúm til framfara. Nú fáum við væntanlega nýjan bakvörð, og e.t.v tvo slíka. Nýja níu og öflugra bakk í miðvörðinn. Hver veit nema að næsta ár verði hópurinn kominn með slíka dýpt að við gætum jafnvel átt von á tvennu eða jafnvel þrennu? Og hver veit nema að við leikum eftir margra ára sigurgöngu Man City – nema bara á strangheiðarlegan hátt?
Svona er maður nú gírugur. En til hamingju púlarar nær og fjær og megi hamingjan halda áfram!
Ef og hefði.
Ef Liverpool hefði ekki fengið á sig markið á lokamínútunum gegn Everton á Goodison… þá hefði liðið orðið sófameistarar þegar Arsenal og Palace gerðu jafntefli. Ef liðið hefði unnið Fulham þar að auki, þá hefðu þeir orðið meistarar á útivelli gegn Leicester. Í staðinn fengum við frábæran fögnuð á Anfield, sem bæði leikmenn og stuðningsmenn áttu svo sannarlega skilið.
Kannski átti þetta bara að fara nákvæmlega eins og það gerði?
Ef svo Liverpool hefði unnið Plymouth í bikarnum, þá hefðu okkar menn þurft að spila við City þann 1. mars. Liverpool spilaði við Newcastle þann 26. febrúar (og vann 2-0), og við PSG þann 5. mars (og vann 1-0). Hefði gengið jafn vel í þeim leikjum ef menn hefðu vitað af City leiknum þarna á milli? Slot hefði aldrei farið að spila Nyoni og Chiesa í bikarnum gegn City, hann hefði alltaf stillt upp sterku liði þar. Og það hefði getað haft keðjuverkandi áhrif á næstu leiki á undan og eftir. Kannski hefði Slot þurft að stilla upp veikara liði gegn Newcastle.
Þetta hefði allt getað haft áhrif á titilbaráttuna í deildinni. Áttum okkur á því að ef Liverpool hefði misst dampinn bara aðeins meira en gerðist, þá hefðu Arsenal e.t.v. fundið blóðlyktina og þá væri ekkert víst að titillinn væri kominn í hús. Ég yrði ekkert hissa þó dapurt gengi Arsenal í deildinni upp á síðkastið sé að hluta til hægt að skrifa á að þeir vissu að líkurnar á því að þeir væru að fara að ná okkar mönnum að stigum voru nánast engar, og því fært fókusinn meira á CL.
Númer 20 er kominn í hús, það er framar öllum vonum. Það að ná í FA bikarinn, Carabao bikarinn, nú eða hvað þá CL til viðbótar – Á FYRSTA F*****G TÍMABILI SLOT – það hefði verið algjörlega út úr kortinu, og hefði eiginlega tryggt það að tímabil 2 yrði alltaf vonbrigði.
Ég er hins vegar alveg jafn gráðugur og næsti maður, og myndi ekki slá hendinni á móti eins og tveim bikurum á næsta tímabili, segjum nr. 21 og 7. Díll? Það má láta sig dreyma.
Ef og hefði, sé og mundi! já, þetta er nú samt alveg valíd pæling, held ég. Það var óþarfi að reima tvöfalt fyrir southampton leikinn, setja mittisgjörðina og axlaböndin þegar sófarnir bentu góðfúslega á að valkostirnir væru góðir fyrir lykilstöðurnar!
En gaman að vinna þann stóra og hitt skiptir minna máli.
En sigur gegn PSG og svo Aston Villa, undanúrslit í CL … hefði nú gert frábært tímabil að sturluðu tímabili 🙂
Smá samhengi til að gleyma þessum vonbrigðum með CL
Liverpool hefur unnið 20 af 133 titlum í efstu deild frá stofnun og var sum árin ekki einu sinni í efstu deild. 15% titlanna frá upphafi og þeir hafa svo sannarlega ekki verið svo tíðir undanfarin ár.
Liverpool hefur unnið 6 af 70 titlum í Meistaradeildinni eða sambærilegum keppnum og alls ekki verið með í keppninni öll árin. 8,5% titlanna í þeirri keppni frá stofnun.
Bæði er btw mjög gott, þetta er eitt sigursælasta félagið í boltanum.
Tvisvar hefur liðið unnið Evrópu og Deildina sama tímabilið ef ég man rétt, 77 og 84
Það var alls alls ekki á fyrsta ári stjóra sem var spáð í besta falli þriðja sæti af nánast öllum fyrir mót og keypti engan nýjan leikmann sem notast hefur verið við. Auðvitað voru þetta vonbrigði gegn PSG og hvað þá gegn Atletico (sérstaklega þar sem ég fór á fyrri leikinn) en nánast bannað að svekkja sig á því núna 🙂
Til hamingju allir stuðningsmenn Liverpool nær og fjær. Alveg magnað lið sem við eigum. Vonandi verður næsta tímabil jafn gott ef ekki betra en þetta. Njótum bara.