Byrjunarliðið gegn Chelsea: Endo og Quansah byrja

Nú eru aðeins eftir fjórir leikir af tímabilinu hjá Englandsmeisturunum, spáin segir að þeir leikir munu einkennast af partýi í stúkunni og mögulega að leikmenn sýni einhver merki um að hafa farið í partý hjá Englansmeisturunum. Slot hefur valið 11 leikmenn sem byrja fyrir Englandsmeistarana á brúnni. Mesta athygli vekur líklega að Jones, Quansah og Endo hefja leik, hægt að giska á að þeir hefðu ekki byrjað ef Englandsmeistaratitillinn væri ekki komin heim:

Treystum því að liðið njóti þess að spila í dag og minni bláliða á hvers vegna þeir rauðklæddu er meistarar.

 

Chelsea stillir svona upp:

 

Hvernig lýst ykkur á liðið og finnst ykkur rétt af Slot af rótera grimmt í þessum síðustu leikjum?

 

16 Comments

Skildu eftir athugasemd
  1. Fínt að leyfa fleirum að spila held ég bara.
    Ætli Chiesa fái eh mínutur?
    Allavega lets go væri gaman að vinna líka!

    YNWA

    2
  2. Miðjan er ekki svipur hjá sjón. Mikill munur á styrkleika milli aðalmannanna þriggja og þessara þriggja sem eru núna inná: Endo, Jones, Elliott. En auðvitað á að spila jaðarmönnum þegar deildin er unnin. Annað hvort væri það nú.

    3
  3. Heldur betur en um að gera að leyfa þessum leikmönnum og fleirum sem venjulega verma varamannabekkinn að spreyta sig það sem eftir lifir leiktíðar. Þeir eru væntanlega að spila upp á framtíð sína hjá Liverpool sem og þjálfarateymið fær betri yfirsýn yfir það hvar þarf að styrkja liðið enn frekar.

    Að því sögðu þá eru okkar menn með ca 70% “possesion” þessa stundina sem bara nokkuð gott þar sem Chelsea líklegast að stilla upp sínu sterkasta liði af þessum tugum leikmanna sem þeir hafa keypt síðustu misseri.

    2
    • Það virðist ekki vera mikil löngun hjá leikmönnum að gleðja stuðningsmenn sína með meistaraframmistöðu og ákveðni. Ætti að vera að fínasta gulrót að reyna að koma í veg fyrir Chelsea komist í CL og hreinlega vinna leikinn fyrir stuðningsmenn og þá sjálfa.

      3
  4. Sælir félagar

    Chelsea 1 – 0 yfir í hálfleik eftir flott spil og gott mark hjá þeim. Liverpool lullar í fyrsta og öðrum gír og ekkert stress í gangi. Miðjan áberandi veikari en með Macca, Grav og Sobo og Jota skelfilega lélegur. Aðrir á pari miðað við að vera bara í fyrsta og öðrum gír. Leikrinn lítil skemmtun en gaman væri að sjá Chiesa koma inná fyrir verulega slakan Jota og Diaz gæti líka komið inn eða Nunez. Hver veit? Enginn nema Slot. En meistarar Liverpool bara slakir og sæmilega saddir 🙂

    Það er nú þannig

    YNWA

    1
    • Gakpo er sterkur, eiginlega sá eini sem er að spila af eðlilegum krafti. Og sammála með Jota, hann er alveg heillum horfinn. Eins og hann var alltaf góður…

      2
  5. Sáuð þið Alisson hrista hausinn yfir Darwin? Það var ekki fallegt augnaráð… haha.

  6. Mögulega margir inn á leiknum hjá Liverpool núna sem eru að fara í sumar. Þvílík skíta.

    1
  7. Haha elliot er drasl, nunez er andy carrol 2.0 en við erum meistarar og öllum er sama þó við töpum þessu nema arsenal sem gæti endað í 6 sæti ef við vinnum þá og newcasrke tekur arsrnal,.
    bawahahahaha.

    2
  8. Ekki var það fallegt en skiljanlegt þegar menn eru búnir að klára þetta.

    Við erum þó Englandsmeistarar ??

    2
  9. Þetta var viðbúið miðað við liðsuppstillinguna, sex breytingar á liðinu frá síðustu viku og margir þarna í litlu sem engu leikformi.

    Líklega átti þetta að vera leikprufa fyrir nokkra leikmennina fyrir næsta tímabil og er ég ansi hræddur um að þeir hafi allmargir fallið á prófinu. Elliott kallinn ósýnilegur, Tsimikas mjög tæpur, Quansah því miður heillum horfinn þrátt fyrir ágæt tilþrif á köflum og Jota ósýnilegri en draugur. Chiesa eðlilega mjög ryðgaður.

    Jones fannst mér hrikalegur framan af, rann á rassinn í tveimur fyrstu mörkum Chelsea og lullaði til baka. Var mun betri í sexunni undir lokin. Verður örugglega á varamannabekknum á næsta ári, er of óstabíll fyrir byrjunarliðið.

    Endo var hins vegar eins og hann á að sér að vera, baráttuglaður og alltaf að reyna að skapa eitthvað. Hefði að ósekju mátt spila meira í vetur, þá værum kannski enn í Meistaradeildinni. 🙂

    Bradley átti svo fantagóða innkomu og ég vil að hann klári þetta tímabil í vörninni, sýnist Trent farinn til RM í hausnum.

    Annars bara drull um þennan leik, við erum meistarar!

Leave a Reply to Sigkarl Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Merseyside derby á Anfield hjá kvennaliðinu

Chelsea 3 – 1 Liverpool