Arsenal kemur í heimsókn (Upphitun)

Þegar tímabilið hófst spáðu flestir því að gestir okkar í dag myndu vera titilbaráttu fram á síðasta leik og sumir voru svo frakkir að spá þeim fyrsta titlinum í tuttugu ár. Þegar ljóst varð, í sirka nóvember, að Liverpool yrðu eitt að liðunum sem myndi berjast um þann stóra, fóru margi að horfa á þennan leiuk sem einhversskonar úrslitaleik. Um janúar-febrúar fóru margir púllarar að láta sig dreyma um að klára dæmið fyrir leikinn og horfa á lið Arsenal standa heiðursvörð fyrir Liverpool fyrir leikinn. Sá draumur rættist og leikurinn seinna í dag er í raun ekkert nema tækifæri fyrir liðin tvö að senda skilaboð inn í næsta tímabil.

Andstæðingurinn – Arsenal

Fyrrum undrabarnið í þjálfun, Mikel Arteta, hefur nú stýrt Arsenal í sex ár. Strax á fyrsta ári vann liðið bikarinn og þeir hafa náð í tvo samfélagsskildi síðan, en stóru titlarnir hafa verið svo nálægir… en samt ekki. Það stefnir í að þeir endi þriðja tímabilið í röð í öðru sæti deildarinnar, í ár leit út eins og þeir ættu raunhæfan séns að sækja evrópubikarinn en þeirri von lauk gegn PSG í seinustu viku. Liðið hans Arteta virðist vera komið á einhversskonar endastöð, þrátt fyrir að hafa eytt fúlgum fjár þá hefur það síst verið betra en í fyrra og virðist vera komin töluverð óánægja í stuðningsmenn og leikmenn.

Það er erfitt að spá fyrir hvernig þeir mæta til leiks í dag. Arsenal hafa veirð afar brothættir í vetur og líklegt að vonbrigðin frá París sitji í þeim. Síðustu 3-4 ár hefur gamall rígur Liverpool og Arsenal blossað upp jafnt á vellinum sem á samfélagsmiðlum. Þó Arsenal hafi ekki unnið Liverpool á Anfield síðan 2012, þá hefur liðið haft tak á Liverpool síðustu ár. Í síðustu fimm deildarleikjum hefur Arsenal unnið tvo og liðin þrisvar gert jafntefli.

Okkar menn

Englandsmeistararnir fengu högg í síðustu viku þegar prinsinn Trent lýsti því yfir að hann væri á leiðinni út í heimi. Slot tæklaði þetta vel og sagði að Bradley fengi restina af tímabilinu til undirbúa sig fyrir það næsta. Ég myndi ekki gera ráð fyrir að sjá Trent aftur spila í rauðri treyju.

Vonandi mun þetta drama ekki hafa áhrif á stemninguna á Anfield. Þó Slot hafi lýst því yfir að hann ætla að gefa minni spámönnum nóg af mínútum út tímabilið, þá vonar maður að hann stilli upp sterkasta mögulega liði og sendi Arsenal skilaboð á morgun. Það er alveg eins líklegt að þessi tvö lið muni berjast um titilinn á næsta ári og það væri mjög vont fyrir móralinn ef þeir næðu að sigra á morgun, sem og mjög gott fyrir móralinn hjá þeim, sem við viljum ekki. Þess vegna spái ég klassísku byrjunarliði á morgun, fyrir utan Bradley dekkar hægri bakvörðinn. Semsagt svona:

Þess má geta að fyrirliðinn mun spila sinn þrjúhundruðasta deildarleik.

 

Spá.

Leikurinn gegn Chelsea var ekki til útflutnings og ég vil sjá okkar menn minna alla á hvers vegna þeir eru meistarar. Ég spái að þetta endi 2-0 fyrir Liverpool, Salah skorar eitt og Gakpo hitt. Einnig spá i ég því að það hitni duglega í hamsi í þessum leik og það verði eitthvað kjánalegt rautt spjald í leiknum.

 

Njótið dagsins meistarar!

5 Comments

Skildu eftir athugasemd
  1. Sælir félagar

    Takk fyrir upphitunina Ingimar, hún er góð og ég hefi engu við hana að bæta

    Það er nú þannig

    YNWA

    2
  2. Arsenal vill sina fram a, að þeir hefðu att skilið að vinna deildina, meðan Liverpool þarf i raun ekki að sanna neitt, en geta ef þeir vilja, unnið þennan leik 2-0.

    YNWA

    1
  3. Þetta er einni leikurinn af þessum þremur sem er eftir sem mér langar að Liverpool stillir upp sínu sterkasta liði.
    Þótt að við höfum að engu að keppa þá væri það gott veganesti fyrir næsta tímabil að sigra Arsenal sem eru ekki 100% öruggir með meistaradeildarsæti og hafa því að einhverju að keppa.

    YNWA

    2
  4. Fæ munnvatn yfir tilhugsunina að Arteta nái ekki meistaradeildarsæti…. verðum að lemja vel á þeim á Anfield

    1

Leave a Reply to Sigkarl Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Lokaleikur tímabilsins hjá stelpunum – heimsókn í höfuðborgina

Liðið gegn Arsenal – leikþráður