Liverpool 2-2 Arsenal

Mörkin

1-0 Cody Gakpo(20.mín)

2-0 Luis Diaz (21.mín)

2-1 Martinelli (47.mín)

2-2 Merino (70.min)

Hvað réði úrslitum?

Í rauninni allt og ekkert, þetta var fullkomlega sanngjarnt jafntefli þegar allt er talið. Allar tölur frekar jafnar nema að Arsenal var töluvert meira með boltann. Það má lengi deila um markið í lokin, gild rök í báðar áttir með brotið á Konate.

Hvað þýða úrslitin?

Breyta engu nema kannski að Arsenal er að taka stutt skref í átt að öðru sætinu. Mikilvægari leikur fyrir þá er samt gegn Newcastle á næstu helgi.

Hverjir stóðu sig vel?

Anfield Road. Það var sungið og trallað allan leikinn, nokkuð ljóst að það var gaman á vellinum í dag. Trent fékk þær ansi blendnu móttökur sem við var að búast. Leikmenn stóðu sig flestir ágætlega, enginn sem stóð sérstaklega upp úr eða niður úr.

Hvað mátti betur fara?

Það var óþarfi að hleypa Arsenal inn í leikinn í seinni hálfleik. Það er sama hvað hver segir en það er erfitt að gíra sig í gang þegar titillinn er kominn í hús. Ég átti samt von á því að Anfield næði að kveikja í leikmönnum, það vantaði svo sem ekki mikið upp á að sigurinn kæmi.

Næsta verkefni

Næstsíðasti leikur tímabilsins, gegn Brighton á útivelli. Fyrirpartýið heldur áfram, aðalviðburðirnir verða 25. og 26.maí.

22 Comments

Skildu eftir athugasemd
  1. Fínasti leikur en hefði þegið stigin 3, þoli ekki þennan vælustjóra hjá Arsenal.

    En annars bíð ég bara eftir bikarafhendingunni eins og flestir og svo eftir því hvað meistaranir gera í sumar.

    Ég vil sjá alvöru styrkingu á hópnum.
    Frimpong fyrir Trent
    Kerkez fyrir Tsimikas
    Huijsen sem langtíma arftaka Van Dijk
    Alexander Isak fyrir Nunez

    23
  2. Að hugsa sér að fá inn þessa leikmenn sem komu af bekknum (að Macca frátöldum). Fyrirfram var augljóst að þeir myndu ekki breyta neinu til góðs. Núnes kom sér í rangstöðu, Jota tók rangar ákvarðanir, Eliott … já svo sem hefur gert eitthvað en var ekki til mikilla afreka.

    Vá, hvað maður hlakkar til að sjá hvað kemur út úr sumrinu. Ef kviðkenndin er rétt þá má vænta þess að þegar sé búið að ganga frá nokkrum samningum!

    Alvöru bakvörð, alvöru 9 og góðan miðvörð.

    5
    • Helvíti hart að segja það fyrirfram vitað að Jota myndi ekki breyta neinu.
      Hefur marg oft komið inná og breytt leikjum, og á þetta ekki skilið.

      9
  3. Það breyttist allt til hins verra þegar Slot fór að skipta mönnum inná. Til hvers að spila Trent?? Sá hefði bara átt að vera heima hjá sér í tölvuleik. Að missa leikinn niður í jafntefli og það eftir að Arsenal var orðið manni færri fær bara falleinkunn hjá mér. Og hana nú.

    7
    • Merino jafnar leikinn á 70.mínútu og er rekinn útaf áf 79.mínútu. En auðvitað hefði ég kosið að vinna leikinn 10 á móti 11.

      2
      • Rétt hjá þér. Ég meinti að geta ekki lufsast til að troða inn sigurmarki verandi manni fleiri.

        3
  4. Hver var latur í varnarleiknum þegar þeir skorðu seinna markið. TAA. Skil bara ekki hvað Slot gengur til með að nota hann. Gerir ekkert nema að pirra stuðningsmenn. Hefur fallið í áliti hjá mér.

    4
  5. Arsenal búið að vera í erfiðri törn. Ekki Liverpool. Hópur Liverpool úthvíldur en ekki Arsenalmenn. Við komumst í 2-0 og svo hættir Liverpool bara! Þreytt Arsenallið tekur leikinn yfir! Af hverju ekki að spila áfram af krafti og sækja á þreytt lið Arsenal, stuðningsmönnum og sjálfum sér til ánægju og yndisauka? Lækka rostann í Arteta. Mér fannst Slot gera í buxurnar í þessum leik. Vildi sjá meiri ákefð. Meiri vilja til að vinna. Ekki sjá Arnold inn á. Kannski í takt við tímabilið. Liðið og leikmenn liðsins ná ekki að spila heilan leik vel. Sóknin fín í fyrri. Alveg off í seinni. Miðjan ágæt í fyrri. Off í seinni. Varamenn með slappar innkomur. Það þarf fullt af nýjum mönnum í þetta lið. Ferska vinda. Meiri gæði. Maður myndi vilja sjá liðið hætta að gaufa með boltann aftast og meira tempó. Hálfflatt og leiðinlegt á köflum að horfa á. Ýmislegt sem þarf að laga í sumar.

    10
    • Arsenal búið að vera í erfiðri törn. Ekki Liverpool. Hópur Liverpool úthvíldur en ekki Arsenalmenn. Við komumst í 2-0 og svo hættir Liverpool bara! Þreytt Arsenallið tekur leikinn yfir! Af hverju ekki að spila áfram af krafti og sækja á þreytt lið Arsenal, stuðningsmönnum og sjálfum sér til ánægju og yndisauka? Lækka rostann í Arteta. Mér fannst Slot gera í buxurnar í þessum leik. Vildi sjá meiri ákefð. Meiri vilja til að vinna. Ekki sjá Arnold inn á. Kannski í takt við tímabilið. Liðið og leikmenn liðsins ná ekki að spila heilan leik vel. Sóknin fín í fyrri. Alveg off í seinni. Miðjan ágæt í fyrri. Off í seinni. Varamenn með slappar innkomur. Það þarf fullt af nýjum mönnum í þetta lið. Ferska vinda. Meiri gæði. Maður myndi vilja sjá liðið hætta að gaufa með boltann aftast og meira tempó. Hálfflatt og leiðinlegt á köflum að horfa á. Ýmislegt sem þarf að laga í sumar.

      6
  6. Slir félagar

    Ég vildi sigur þegar leikurinn stóð í tveimur mörkum gegn engu og seinni hálfleikur eftir. Mér er nokkuð sama um þá leiki sem eftir eru en þennan vildi ég að liðið ynni – sem það gerði ekki. Að öðru leyti ætla ég ekki að tjá mig um þennan leik sem var mér sár vonbrigði.

    PS. svo hafði ég engan áhuga á að sjá þennan taa á bekknum hvað þá inn á vellinum 🙁

    Það er nú þannig

    YNWA

    9
  7. Hversu aumkunnarvert er það samt að baula á TAA þegar hann kemur inn á? Hélt að við værum betri en þetta… mér finnst allaveganna ekki hæft í því að baula á leikmenn sem klæðast okkar treyju.

    Við löngu búnir að missa leikinn í jafntefli þegar skiptingarnar komu, sem breyttu litlu þegar uppi var staðið. Fullreynt með frænda minn Nunez þarna frammi, vonandi nær Jota að jafna sig af þessum meiðslum sem hafa verið að hrjá hann í vetur núna í sumar svo hann komi sterkur inn á næsta tímabili, það er allaveganna leikmaður sem hefur getað breytt leiknum þegar hann kemur inn á, ólíkt Nunez.

    11
  8. Tek undir með að mér finnst ekki við gott þegar verið að baula á leikmenn liðsins. Ég skil hins vegar gremju stuðningsmanna sem eiga erfitt með að hemja tilfinningarnar. Þessi stemmning hefur eðlilega áhrif á allt liðið. Ég myndi einfaldlega vilja sjá Slot skilja hann eftir utan hóps eða láta hann sitja bekkinn það sem eftir er. Bradley getur leist bakvarðarstöðuna í næstu tveimur leikjum og Quansah getur coverað ef á þarf að halda. Næstu leikir eiga að vera skemmtun og gleði með áhorfenda og leikmanna og með að setja TAA inná er bara að slá á stemmninguna. Því miður er hann að taka alltof mikla athygli frá liðinu þessa daganna.

    4
    • Skil það sjónarmið en fólk þarf að læra að hemja sig, við erum eftir allt saman ennþá með besta hægri bakvörðurinn í deildinni – sjálfsagt að nota hann til hins ítrasta á meðan er…

      1
      • Vissulega væri það frábært ef fólk gæti hamið sig, en því miður er sárið enn opið og það tekur sinn tíma að gróa. Á meðan svo er þá er nærvera hans því miður bara að fara hafa neikvæð áhrif á stemmninguna. Það er ekkert sem hann getur gert við því, né félagið eða aðrir leikmenn.

        1
  9. Sem sagt, taa byr leigulaust i hausnum a þer Magnus, oðlingur ertu. Samt a skjon við hugmyndir þinar, þar sem taa a að hugsa algerlega um eigin hag, taka ekkert tillit til felagsins sem gerði hann að þvi sem hann er. Hann er ekki sa fyrsti uppaldi sem tekur sjalfan sig fram yfir felagið, það for eins og það for og hann vissi það með sjalfan sig. Þu með þinar skoðanir, breytir þar engu um, live with it.
    Eg geri rað fyrir að felog leggi mismikið til krakka og unglingastarfs, að þvi að eg best veit, þa hefur LFC ætið lagt mikla aherslu a þau mal og skilað i gegn um tiðina toluverðum fjolda goðra leikmanna. En ætli það megi ekki likja þessu við gerð olifuoliu, fyrsta pressun gefur bestu oliuna enda langminnst sem fellur til af henni(virgin), su er vermætust, taa gæti talist þar til. Siðan kemur onnur pressun sem getur af ser goða oliu, þar ertu með þa sem komast ekki i aðalliðið, en plumma sig vel hja oðrum felogum, svo enn aðrir sem hafa ekki það sem til þarf, en geta orðið finustu sofaspekingar.
    Þegar taa er farinn, þa er hann FARINN, engin glataði sonur til umræðu eins og þu talar um punktur

    YNWA

    2
    • Allir leikmenn Liverpool búa leigulaust í kollinum á mér þar til þeir eru farnir frá félaginu.

      TAA hefur fram í mars á þessu ári verið í stöðugum samningaviðræðum við Liverpool þannig að þetta einfaldlega stenst ekki að hann sé að hugsa bara um eigin hag. Hann er búinn að gefa 20 ár af sínum ferli til félagsins og eftir að hafa unnið allt galleríið þá vill hann breyta til og takast á við aðrar áskoranir – verði honum bara að góðu með það og á margan hátt er það skiljanlegt.

      Þurfum ekkert að vera litlir í okkur með þetta.

      1
      • Magnús ég er að sumu leit sammála þér og að sumu leiti ekki. Mér fannst slæmt að sumir þurftu að púa á TAA á sunnudaginn, en sem betur fer voru fleiri sem klöppuðu, enda eru einkunarorð klúbbsins, “you ‘ll never walk alone”.
        Hins vegar að segja að TAA hafi “GEFIД 20 ár af sínum ferli til Liverpool, er fáránlegt orðalag, því hann er búinn að vera á þrusu launum og í þjálfun hjá bestu þjálfurum og með bestu aðstöðu sem um getur og hefur haft mikil áhrif á það að hann er á þeim stalli sem hann er í dag.

        1
  10. Sælir félagar

    MVS heldur áfram að siða þá sem ekki eru honum sammála í málefnum taa. Hann talar alltaf um “við” og “okkur” eins og hann sé talsmaður allra sem hafa skoðun á téðum taa. Það er ef til vill ástæða til að benda honum á að hann talar bara fyrir sína hönd eins og allir sem tjá sig um þessi málefni og önnur. Hann hefur aldrei mér að vitanlega verið kjörinn talsmaður þeirra sem hafa skoðanir á þessum og öðrum málefnum tengdum Liverpool. MVS má að ósekju hætta þessum hrokafulla framsetningar máta og fara einfaldlega að tala fyrir sjálfan sig eins og aðrir gera hér uns hann hefur fengið hlutverk talsmanns anmnara.

    Það er nú þannig

    YNWA

    3

Leave a Reply to Magnús Viðar Skúlason Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Liðið gegn Arsenal – leikþráður