Þetta er fáránlega gaman, leikirnir koma alveg hægri vinstri og endalaust af fótbolta. Það má svo sannarlega segja það að þessir ungu strákar okkar hafa verið að kynda mann heldur betur með sinni frammistöðu í Evrópudeildinni og núna í deildarbikarnum. Babú komst vel að orði í einu kommentinu þegar hann líkti þessu við strætóstoppistöð. Maður bíður og bíður eftir strætó og svo allt í einu koma þeir í bunum. En við verðum nú engu að síður að halda okkur niður á jörðinni, þessir guttar okkar (þó góðir séu) eru ekki að fara að leggja heiminn að fótum sér bara en, to, tre. Engu að síður hefur þessi upprisa þeirra gert það að verkum að þetta lið okkar sem hafði nánast enga breidd eftir að leikmannaglugginn small aftur, er allt í einu kominn með bara fína breidd. Það er í rauninni fyrst og fremst staða fremsta manns sem virkilegur skortur er á henni.
Nú er það deildin og það er ekkert sem heitir, nú þurfa að fara að detta inn sigrar, það er ömurlegt að sjá okkur þarna neðst í töflunni. Ég er handviss um að Brendan sé að stimpla það inn í menn þessa dagana að nú sé deildin að byrja, hún byrjar á morgun. Ég fer fyrst að hafa áhyggjur ef við náum ekki að skella eins og einu stykki Norwich liði, þó það sé á þeirra heimavelli. Þetta eru bara leikir sem VERÐA að vinnast, no matter what. Einn sigur og liðið gæti hoppað upp í miðja töfluna.
Norwich er lið sem ég spáði að myndi hrapa beint niður um deild þetta tímabilið, og það hefur ekkert gerst sem fær mig til að breyta þeim “spádómi”. Þetta er að mínum dómi verst mannaða lið deildarinnar og maðurinn sem hélt þeim uppi síðast, hefur yfirgefið skútuna og tekið við Aston Villa. Þeir eru eins og við, án sigurs í deildinni og sitja í sætinum fyrir ofan okkur. Þeir hafa skorað heil 2 mörk í þessum 5 leikjum sínum og bestum úrslitum náðu þeir þegar þeir gerðu 1-1 jafntefli við Spurs á White Hart Lane. Þar kom líka annað markið þeirra. Þeir hafa fengið 8 mörk á sig og hafa spilað við Fulham, QPR, Tottenham, Newcastle og West Ham. Þeir Jackson og Snodgrass eru langmarkahæstir hjá þeim með eitt mark hvor. Það er í rauninni ekkert sem ég hræðist við þetta lið þeirra, okkar menn eiga bara einfaldlega að vinna þennan leik og það örugglega. En við vitum nú betur en svo að þetta verði eitthvað walk in the park hjá okkur.
Þá að okkar mönnum. Það hafa allir skoðun á því hvernig Brendan eigi að stilla upp liði sínu. Það eru stór spurningamerki í kringum það hvort þeir Agger og Borini séu klárir í slaginn, ég held að það verði ekki tekinn neinn séns á þeim og því byggist spá mín á því að þeir verði ekki til taks um helgina, þó svo að ég yrði ekkert hoppandi hissa á að sjá Borini byrja leikinn. En nú hefur maður séð hér í kommentakerfinu margar útfærslur og að mínu mati alltof margar þar sem búið er að bekkja Steven nokkurn Gerrard. Ég næ því satt að segja bara alls ekki. Það er alveg sama hvaða táning menn draga fram, það er enginn þeirra kominn með þann talent og Stevie er með. Jú, menn eiga sína döpru leiki og allt það, en horfðu menn á hann gegn Man.Utd um síðustu helgi? Eru menn í alvöru að tala um að núna sé rétti tíminn til að droppa honum? Sorry, but no freaking way.
Miðað við leikinn gegn WBA, þá verður valið líklegast svolítið strembið fyrir Brendan þegar kemur að vali á miðjumönnum. Á hann að láta draum sinn rætast og spila Allen aðeins framar (þar sem hann hugsar hann þegar Lucas kemur aftur) og setja Henderson í þá stöðu. Eða á hann að halda Allen á sínum stað og setja Sahin inn sem direct replacement fyrir Shelvey? Báðir áttu þeir flottan leik, en ég er á því að Sahin komi inn í liðið og spili á miðjunni með þeim Allen og Gerrard. Reina kemur svo aftur inn í rammann og ég vil persónulega fá Johnson á sinn stað í hægri bakvörðinn. Þar er hann bestur, en ekki vinstra megin. Ég ætla jafnframt að spá því að Coates fái sénsinn við hlið Skrtel, þar sem mér fannst hann eiga frábæran leik gegn WBA. Enrique kemur svo inn vinstra megin, og sá þarf að byrja að sanna sig upp á nýtt. Hef orðið fyrir ferlega miklum vonbrigðum með kappann. Nú er að hætta að hanga bara á augnhárunum, bretta upp skinnið og bróka sig almennilega (eða var það að girða sig í brók?). Luis kemur svo inn í framlínuna, ásamt Sterling og stóra spurningin verður svo varðandi hægri kantinn. Ég ætla að tippa á að Suso fái sénsinn (jafnvel að hann skipti um stöðu við Gerrard). Svona spái ég því liðinu:
Reina
Johnson – Coates – Skrtel – Enrique
Sahin – Allen – Suso
Gerrard – Suárez – Sterling
Bekkur: Jones, Carragher, Wisdom, Downing, Henderson, Assaidi og Pacheco
Ég er bara nokkuð bjartsýnn á þennan leik, menn þurfa bara að halda áfram að spila svipað og þeir hafa verið að gera, þetta hlýtur að fara að smella í deildinni líka hjá okkur, bara trúi ekki öðru. Ég ætla að tippa á að við hristum vel af okkur slenið, höldum hreinu í fyrsta skipti síðan elstu menn muna og skorum þrjú mörk. Eigum við ekki að segja að þessir hefðbundnu, Gerrard og Suárez verði með sitt hvort markið og svo setji Sterling litli eitt líka. Málið er látið.
Ég vona að þú hafi rétt fyrir þér með uppstillinguna, líst vel á hana.
Þessir strákar hafa hæfileika og hugrekki og það er bjart framundan hjá okkur.
Áfram Liverpool.
Verður leikurinn í beinni á skapmikla apanum vitið þið það?
Ætla að vona að Rodgers fari að spila Gerrard frammi hægra meginn eins og þú ert með í uppstillingunni. Mér hefur fundist hann illa nýttur á miðri miðjunni undanfarið ár og nú þegar við höfum nóg af mönnum sem ráða vel við miðjuspilið þá er um að gera að prófa að færa hann til. Okkur vantar mörk og hann er einn af okkar líklegustu mönnum til að klína tuðrunni í netið. Hann setti 23 mörk eitt Rafa tímabilið af kanntinum og átti helling af flottum krossum.
Nýta kappann af fullu og láta hann djöflast rétt fyrir aftan sóknarmanninn, rétt við teiginn og inn í honum þá gæti ég trúað að hann myndi lifna við og færi að sýna sitt gamla andlit. Spái að Gerrard setji eitt og leggi upp annað á morgun ef hann byrjar hægra megin frammi.
Get varla beðið eftir leiknum eftir síðasta snilldarleik, tökum þetta 1 – 3 😉
mjög skemmtilegur lestur 🙂 Við tökum Norwich í kennslustund á morgunn og tökum þetta 3-0
Þetta Norwich lið er bara fallbyssufóður, ef að Liverpool spilar sama bolta og þeir gerðu td á móti Utd eða á móti WBA í síðasta leik þá þarf ekkert að spyrja að því hvort liðið fer með 3 punkta heim.
Gæðalega er himin og haf á milli hvað varðar hópana hjá þessum liðum og Liverpool eiga bara að mæta dýrvitlausir í þennan leik og rúlla yfir þetta lið með 4-6 mörkum.
Suárez setur þrennu 🙂
Ef þið slysist til að horfa á leikinn í svarthvítu, þá verður Liverpool liðið sem er með boltann 🙂
Ég heimta sigur í þessum leik förum að koma þessu seasoni í gang þetta má ekki vera enn einn dómaraskandall 3-0 gerrard með öll koma svo
Æj, er þetta virkilega það eina sem þú hefur fram að færa “Ed”? Hef nú ekki lesið þetta aftur yfir, en sjálfsagt að leiðrétta villur ef þetta fer svona mikið í taugarnar á þér, láttu mig bara vita hvað þú vilt leiðrétta.
Assaidi hlýtur að hafa spilað sig í byrjunarliðið eftir frammistöðuna í síðasta leik. Suso kæmi svo inná í seinni að leysa hann af. Assaidi og Sterling á köntunum, Suarez frammi, Gerrard í holunni og Sahin og Allen á miðjunni. Getur ekki klikkað.
ég vill ekki sjá Downing á bekknum,þessi drengur á ekkert skilið frá okkur………..og engin eftirsjá í að Borini og Kelly séu meiddir,þeir eru einfaldlega ekki nógu góðir……..besta miðjan hjá Liverpool,er allen, gerrard og sahin,og framlínan suso, suarez og sterlin….sammála með vörnina og markmanninn…..þeir sem vilja gerrard á bekkinn og henderson inn í staðinn, verða að fara að opna augun…………og á morgun munið þið sjá einu sinni enn,að á meðan við höfum Allen,þá er engin eftirsjá í Lucas….hann er no 2 í þessarri stöðu………
janúar glugginn, ég hef tekið ákvörðun , mun senda email á Brendan!!!!
sala = Borini,Kelly,Downing,Henderson Jones, enrique…..ekkert lið hefur efni á því að vera með 2.overrated á bekknum(henderson og Downing) taka á sig tapið strax.
kaup= senter,vængur,vinstri bakvörður og markmaður
hvað segiru siguróli fýlaru ekki kelly, borini, lucas, henderson, downing, jones (sem er varamarkvörður), og enrique? mér finnst eins og ég sé að lesa þetta í fyrsta skipti frá þér….. ertu til í að setja þetta í alla þræði hér eftir, því ég er nokkuð viss um að ég fái ekki leið á að lesa þetta 100 sinnum í viðbót…
ég verð að fara að checka á nöfnunum áður en ég les ummælin!
Þessir tveir eru alveg eins:
http://9gag.com/gag/5479292/
1-1 jafntefli ef ég á að vera raunsær.
En verð að segja eitt, mér finnst það hið besta mál þegar umræða er skemmtinleg og málefnanleg en þessi siguróli pirrar og pirrar mig meira með hverju kommenti sem hann skrifar inn á þessa blessuðu síðu og ég veit að margir hérna eru sammála mér. Ég held að þetta sé United maður sem er að “trolla” í okkur og finnst þetta viða sniðugt, það er enginn Poolari svona veruleikafirtur þó við eigum nokkra skrautlega. Er ekki hægt að fara banna IP eða gera eitthvað? Svona heimskuleg og þreytandi komment eiga ekki að vera liðin þráð eftir þráð.
En vonandi fáum við stigin 3 en ég held samt sem áður að þetta endi í 1-1 jafntefli þar sem við verðum með 30 skot á markið gegn 1, bara týpiskur Liverpool leikur í vændum, en maður vonast alltaf eftir betra.
Urslit laugardagins 29.09
Arsenal V Chelsea 2-1
Everton V Southampton 3-1
Fulham V Man City 2-2
Norwich V Liverpool 1-2
Reading V Newcastle 0-0
Stoke V Swansea 1-0
Sunderland V Wigan 3-1
Man Utd V Tottenham 2-1
Ykkur er frjalst ad nota thetta a Betson etc…Eg tek 10 %..
Goda fotboltahelgi…
Hvernig er með sportbari bæjarins, verða þessir 14 leikir allir í beinni allstaðar eða er þetta enn tímasetning sem er vandkvæðum bundið að ná leikjum í gegnum hnött?
Mjøg skemmtileg lesning og hressandi. Get ekki bedid eftir leiknum thott eg verdi ad fokkings vinna en tad munu Liverpool lika gera annars tryllist eg!!
Eg vona ad Assaidi verdi med amk komi inna. Er otrulega skotinn i honum og hann var frabær a moti wba. Skynsamur leikmadur, hradur og tekniskur. Get ekki utskyrt tad nægjanlega hvad eg er anægdur med hopinn sem er ad myndast hja okkur.
Plís farið að koma aftur með þumal niður kerfið, sumir eiga ekki skilið að það sé lesið eftir þá komment.
En að leiknum þá er ég mjög bjartsýnn á framhaldið og allt sem er í gangi hjá félaginu og frá og með þessum leik er Liverpool að fara á nokkura leikja sigurgöngu.
Ok, þumal-niður fídusinn aftur takk!
YNWA
Þakka Steina vini mínum kærlega fyrir flotta upphitun, og er ég bæði spenntur og vongóður um hagstæð úrslit í þessum leik..
En ég skil allveg gagnrýni á Gerrard, mér finst allveg að það ætti að hvíla kapteininn. Ekki því hann sé svo þreyttur, heldur því hann þarf að komast niður á jörðina. Byrja að vinna aftur fyrir laununum sínum. Að taka leikinn á móti man utd, eða man city er bara ekki gjaldgengt. Það vita allir hvað SG er stórbrotinn leikmaður, og hann er nánast undantekningarlaust maður leiksins á móti man city, man utd. chelsea.
Þetta eru 38 leikir, ekki bara 6.
Að mæta í 6 leiki graður er bara ekki nóg. Þú ert atvinnumaður í knattspyrnu og þú ert á sky high launum fyrir að lifa drauminn LITTERALY þá áttu að vita að 3 stig á móti wba, norvitch og qpr gefa sömu 3 stig og leikir á móti man utd, chelsea og everton.
Ég sem matreiðslumaður, legg mig ekki bara fram þegar gordon ramsey er að éta, þá væri ég atvinnulaus, það eru allir vip, ekki bara gordon ramsey.
Ætla að taka það fram að ég er ekki að segja að Gerrard eigi endilega að fara á bekkinn, en hann þarf hinsvegar allveg klárlega að drullast til að leggja sig fram jafn mikið á móti Norwich á morgun og hann gerði á móti man utd. síðasta sunnudag.
Þú átt ekki að þurfa pepp talk þegar að þú ert að spila fyrir lið sem á bestu stuðningsmenn í heimi og ert með einhverja rúnkara á íslandi og út um allan heim sem öskra á sjónvarpið og elska þig fast. + 160 þús pund á viku.
Mín skoðun.
Takk aftur Steini, áfram Liverpool, og Kop.is
Maggi mættur í útsvarið !
Maggi sprækur. Eldsnöggur.
Nákvæmlega. Ég vil Magga í framlínuna. Hann er einsog antilópa þarna í sjónvarpssal.
Suarez – Sterling – Maggi
Það á enginn break í þetta.
Er það rétt munað hjá mér að síðdegisleikirnir á morgun verði ekki sýndir beint útaf lokaumferð Pepsídeildarinnar?
Ef svo er …. Drasl!
Gaman að sjá kallinn þarna! 🙂
Mér finnst bara nákvæmlega ekkert að því að Gerrard fái að verma bekkinn einstaka sinnum. Liðið þarf að venjast því að spila án hans, auk þess sem hann þarf á hvíld að halda. Þessi leikur er kannski ekki besti leikurinn til þess þar sem hann var mjög góður á móti Man Utd og er búinn að hvíla vel, en það koma leikir á þessu tímabili þar sem hann er bara með slakari mönnum. Fyrirliði Stórkostlegur er nú orðinn 32 ára og farið að bera á sliti.
Kristján Atli og aðrir á bak við frábæra Kop.is síðu……… afhverju er ekki boðið uppá “þumal niður/upp” möguleika svona svipað og maður sér t.d. á commenta kerfinu á Sky Sport síðunni???
Það er enganvegin eðlilegt að markmenn séu svona fljótir að hlaupa! Strákurinn spilaði ranga stöðu allann sinn feril. (Maggi)
Flott upphitun og ég er sammála með byrjunarliðið nema ég held að Gerrard verði á miðjunni áfram og Suso sem kom inn fyrir Borini síðast verði á kantinum/holunni.
Leikurinn er kl: 14 þannig að hann má ekki vera í beinni á Sky (sú fáránlega regla er ennþá í gildi í Englandi) og hann “má ekki” vera í beinni hér á landi vegna ennþá heimskulegri reglu/pyntingum sem ganga út á að sýna ekki leiki meðan íslenski boltinn er í gagni. Sportbarirnir verða örugglega með lausn á þessu samt.
Niðurþumall er ekki á leiðinni aftur þó ritskoðun gæti orðið stífari (meira eftir geðþótta ef svo má segja). Persónulega myndi ég reyndar vilja þetta tól aftur en þetta er ekki alveg gallalaust. Strákarnir svara þó fyrir þetta.
hh er ekki alveg með leiki morgundagsins rétta, þeir fara svona:
Urslit laugardagins 29.09
Arsenal V Chelsea 2-2
Everton V Southampton 3-0
Fulham V Man City 0-4
Norwich V Liverpool 0-3
Reading V Newcastle 1-0
Stoke V Swansea 0-2
Sunderland V Wigan 1-1
Manchester United V Tottenham 4-1
Famous last words, SSteini 🙂
OK, ég var ekkert að vitna í næstu línu hjá þér, auðvitað verður þetta engin gefins 3 stig, en samt….
Það er eitt sem við getum bókað hjá Liverpool. Liðið kemur til með að vera í stökustu vandræðum á morgun. Liverpool verður miklu meira með boltann, sennilega 60/40 ef ekki meira. Nema þegar kemur að síðasta þriðjung vallarins, þá munu leikmenn liðsins ekki vita í hvorn fótinn þeir eiga að stíga.
Svo má ekki gleyma besta vini okkar, tréverkinu. Ef það verður ekki að flækjast fyrir, þá verður dómarinn eflaust afspyrnuslakur. Ef ekki dómarinn, þá verða boltastrákarnir eflaust með leiðindi. Ef ekki þeir, þá rennur mér í grun að stuðningsmenn fari að leiðast þófið og hendi sundbolta inn á völlinn!
Það er nefnilega alltaf eitthvað. Liverpool. Fokking Liverpool getur aldrei farið “auðveldu” leiðina. Alltaf þarf að fara Krísuvíkurleiðina. Að því þetta er Liverpool.
Ég get ekki einu sinni verið bjartsýnn fyrir morgundaginn. Sigur gegn Norwich? Leiðinlegasta liði norðan Alpafjalla? Sénsinn bensinn að þetta séu bókuð 3 stig.
Norwich er ömurlegt lið, með ömurlega búninga og hefur gengið næstum jafnömurlega og Liverpool á þessu tímabili. Sem segir okkur bara eitt – leikmenn Norwich munu eflaust eiga leik lífs síns og eftir situm við með sárt ennið, veltandi því fyrir okkur hvers vegna liðum gengur alltaf vel gegn Liverpool…
En hey … ég er svo viss um að þetta er leikurinn sem Liverpool snýr blaðinu við. Stórsigur okkar manna, 2-1. Norwich kemst yfir með eina skoti sínu í leiknum, spurning hvort okkar menn skori ekki bara sjálfsmark til að kóróna allt. Suarez setur svo tvo í lokin, eftir að hafa refsað tréverkinu harkalega í 90 mínútur.
Homer
að gefnu tilefni þá er ég þekktur fyrir margt annað en góða spádómsgáfu 🙂
af hverju má hann ekki vera í beinni á sky ?
Held að sú regla sé ennþá í gildi að laugardagsleikurinn er ekki sýndur beint. Gömul regla frá því boltinn var á BBC til að fá fólk á völlinn frekar, sjá hér (wikipedia)
Ohh eruði að djoka i mer, get eg semsagt ekki sed leikinn i stofunni heima a hinni fokdyru stoð2sport2.. andskotinn. Það verdur að fara afnema þessa otrulega heimsku reglu. Utaf eingverjum hræðum sem nenna að horfa a isl boltann, hvaða djok er þetta.
Enn er hann syndur a sportborunum?
Hver setur þessa reglu a islandi? Er það ksí? Skil þetta upp að einhverju marki i englandi með að fa folk a vollinn en það er ekki eins og við herna a klakanum komumst a vollinn i englandi eins og ekkert se.
Er island eina landið utan englands seþ bannar syningu a enska boltanun þegar knattspyrna i viðkomandi landi fer fram a sama tima eða eru fleiri lond með svona rugl?
Vonum bara að BloodZeed streymi leiknum í sjúkum gæðum eins og venjulega.
@ 33 og 34 Viðar Skjóldal
Náðu þér í Sopcast og finndu þér svo link á einhverri af þeim mörgu síðum sem bjóða uppá það 😉
@Viðar Skjóldal
Þessar reglur eru reyndar komnar frá UEFA svo ég best sjái:
http://www.uefa.com/newsfiles/88494.pdf
Þar sem leiktíminn á Englandi rekst á við síðustu umferðina á Íslandi hafa íslensku sjónvarpsstöðvarnar einfaldlega ekki leyfi til sýna beint frá ensku leikjunum. Þetta er til þess að vernda hagsmuni íslensku félagsliðanna þar sem það getur óneitanlega komið niður á aðsókninni á leikina hér heima ef það eru leikir sýndir beint frá Englandi á sama tíma.
Það kemur ekkert annað til greina en sigur, enda afmælisdagur Bill Shankly!
Þessi UEFA regla er auðvitað fáránleg tímaskekkja, löngu orðið úrelt að viðskiptavinurinn geti ekki valið sér sjálfur hvað hann horfir á þegar að honum hentar. Ef þessar deildir geta ekki keppt við alvöru bolta úti í löndum, þá bara einfaldlega setja þær á tíma þegar að leikir eru ekki í gangi þar.
Reyndar er þetta dánardagur Shankly – en samt, sigur skal það vera.
Já þar fór ég alveg með það, hann fæddist 2 sept og dó 29, my bad 😉
Djöfull sem ég vildi að Brendan Rodgers væri sammála ykkur hérna, hefði horft á Útsvar og sent eftir mér þyrlu til að fara á Carrow Road!!! Gaman að einhverjir nenntu að horfa á þetta…
Stend enn við það sem ég sagði í podcastinu um að liðið þarf sigur til að fá almennilegt sjálfstraust í deildinni og er ekki viss um að það verði léttur leikur í dag. Ég spái 1-2 sigri sem mun sparka okkur í gang í PL!!!
Rodgers er ekkert að draga úr því.
Enrique og Downing mega passa sig;
http://soccernet.espn.go.com/news/story/_/id/1174336/stewart-downing-and-jose-enrique-fighting-for-liverpool-futures?cc=5739
Ég hef gaman af að lesa Homer #30. Manni líður nákvæmlega svona yfirleitt sem stuðningsmanni LFC.
Þá er hollt að hugsa um að til er nokkuð í stjórnunarfræðunum sem kallast regression to the mean eða aðhvarf til meðaltalsins. Það var gaur sem hét Francis Galton sem uppgötvaði að sveiflur jafnast út yfir langan tíma.
Það er líka langt síðan ég lærði varmafræði í verkfræðinni í gamla daga en mig minnir samt að fyrsta grundvallarlögmál eðlisfræðinnar sé að öll kerfi leiti jafnvægis.
Tek fram að ég er ekkert að reyna að hljóma gáfulega enda ekki úr háum söðli að detta. Bara að minna á að svo framalega sem grundvallarlögmál hagfræðinnar og eðlisvísindanna sniðganga ekki LFC þá mun þetta falla með okkur einhvern tímann.
Ég held svei mér þá að í dag fari þessi lögmál að virka.
Spái 0-2 óbeint
Það er víst eitthvað óvíst með Enrique í dag, hann er víst frekar upptekinn þessa dagana:
http://www.visir.is/enrique-vann-keppni-atvinnumanna-i-fifa-13/article/2012120928812
Spurning um að fara að einbeita sér að “alvöru” fótbolta.
guderian #44
regression to the mean er tölfræðihugtak sem ég held að eigi ekki við nema að öðrum utanaðkomandi þáttum sé haldið svona nokkrun veginn föstum, það hafa þeir engan veginn gert síðustu ár hjá okkar liði (eigenda/þjálfara og mikil leikmannaskipti).
Að því sögðu þá eru nú þó allar líkur að gengið í deildinni fari að batna, þar sem leikmenn hafa nú spilað fleiri leiki undir stjórn BR auk þess sem leikjaplanið verður væntanlega léttara í næstu leikjum.
Dabbi Rún á Sportvitanum mun allavega vera með leikinn í beinni á Akureyri. Leikurinn er sýnur beint á stöðinni 6’eren hjá þeim sem eru með Thor hnött.
Vil sjá Reina byrja í búrinu (að sjálfsögðu), Johnson, Skrtel, Coates og Robinson (vegna þess að Enrique þarf að fá að vita það að hann eigi ekki fast sæti og verði að bæta sig) í vörninni. Vil síðan sjá Sahin, Allen og Suso á miðjunni, með það í huga að Gerrard er ekkert að gera neinar rósir þrátt fyrir góða frammistöðu, en ég tek það samt fram að ég fer ekki að væla ef hann er í byrjunarliðinu. Assaidi á svo bara einfaldlega að byrja, skinnaði Craig Dawson 4 eða 5 sinnum á móti West Brom auk þess að hann sótti held ég einhverjar 6 eða 7 aukaspyrnur bara þarna á kantinum. Suarez á síðan að byrja og gengur náttúrulega ekkert annað en að hafa Sterling með honum og Assaidi.
Og umtöluð góð frammistaða í kommentinu mínu hérna fyrir ofan er að sjálfsögðu gegn Manchester United.
Sælir félagar
Ég er sammála þeim sem telja þetta verða erfitt og enginn stórsigur í vændum. Spái eins og fleiri að við vinnum en það verður mjótt á munum. 1 – 2 er mín spá og Suarez og Gerrard með sitt hvort.
Og takk fyrir góða upphitun Steini.
Það er nú þannig
YNWA
Mér sýnist á öllu að dagar Enrique og Downing séu að verða taldir miðað við ummæli Rodgers. Hann er ekkert að skafa af hlutunum!
http://soccernet.espn.go.com/news/story/_/id/1174336/stewart-downing-and-jose-enrique-fighting-for-liverpool-futures?cc=5739
Nr. 46. Ég sagðist líka ekki vera neitt sérstaklega gáfaður:-)
Reggression to the mean kom til upphaflega þegar Francis Galton nokkur hugðist rækta ofurbaunir (peas) en komst að því að kenningar hans um kynbætur gengu ekki upp og ofurbaunirnar urðu að réttum og sléttum meðalbaunum eftir 2-3 kynslóðir. Hugtakið er notað í tölfræði, fjármálafræðum, hagfræði og þar sem þarf að útskýra hvernig fyrirbæri, t.d., fjármálamarkaður leitar að jafnvægi.
Meikar ekki diffi; okkar tími mun koma.
BR er ekkert að fela skoðanir sínar.
Ef menn eru ekki að standa sig þá segir hann það jafnvel opinberlega til að auka ennþá meira pressuna á menn að rífa sig upp á rasshárunum.
Reyndar er hann að taka á senior spilurum og í lagi að sparka duglega í svoleiðis menn ef ástæða er til. Og ég held að flestir séu sammála um að það sé sannarlega ástæða með Downing og Enrique.
BR virðist hafa tilfinningagreind og mannlegt innsæi til viðbótar við aðra eiginleika því hann ver guttana og hvetur og lemur á gömlum sem eiga það skilið.
Það verður lítið mál fyrir hann að losa sig við menn sem standa sig ekki. Hann er grjótharður kallinn í brúnni. Og verður það næstu 20 árin ;-).
Við vinnum klárlega á eftir í flottum leik.
YNWA
Eg er hrifinn af hvað BR er ákveðinn,auðvitað á að á að láta menn heyra það þetta er LFC sem menn eru að spila fyrir.
Reina, Johnson, Wisdom, Skrtel, Agger, Sahin, Allen, Gerrard, Sterling, Suso, Suarez.