Daniel Sturridge skrifaði í dag formlega undir langtímasamning við Liverpool FC.
Sjá frétt opinberu síðunnar um málið hér.
Hann talar um að hann sé að skrifa undir langan samning og stefni á að vera hjá Liverpool í mörg ár. Vonandi stendur hann undir því og bætir lið Liverpool umtalsvert.
Hvað sem mönnum kann að finnast um þessi kaup er hér á ferðinni eitt mesta efni Englands á mjög góðum aldri (23 ára) og að mjög mörgu leyti spennandi leikmaður. Hann hefur verið að keppa um stöðu undanfarið við Fernando Torres, Didier Drogba og Anelka svo dæmi sé tekið og raunar stundum verið ofan á í þeirri baráttu en ekki mikið á þessu tímabili og er spurning hvort möguleg koma hans til Liverpool í sumar (+ meiðsli) hafi ekki haft eitthvað með það að gera.
Áður en hann fór til Chelsea var hann á mála hjá Man City þar sem hann var það hátt skrifaður að Chelsea fékk hann til sín. Vonum að flakki hans ljúki núna og hann blómstri undir stjóra sem treystir honum og nær því besta út úr honum. Hæfileikarnir eru til staðar.
Hann er a.m.k. leikmaður Liverpool sem með þessu er búið að kauoa sóknarmann strax á fyrsta degi leikmannagluggans. Ég er ánægður með það.
Velkominn á Anfield Daniel Sturridge, gangi þér sem allra allra best.
Benitez veit að hann kemur til með að hagnast okkur vel, hann hugsar ávallt vel til okkar!
Gleðilegt ár félagar. Frábært start á árinu. Nú er að fylgja þessu eftir og vera komnir með enn meiri styrkingu fyrir Mansfield leikinn svo að nýju leikmennirnir verði klárir í hið mjög svo erfiða prógram sem er framundan.
Gott mál, menn deila um hvort þetta sé sá leikmaður sem við þurfum.
Ég vona að þetta sé skref í rétta átt og vonandi spilar hann einsog hann gerði hjá Bolton, eina liðinu sem hann hefur fengið að byrja alla leiki hjá. þar er hann með 8mörk í 12 leikjum.
Hann á eftir að vera frábær með Liverpool. Ofurlaunaður enskur landsliðsmaður! Hvað getur klikkað? …….eh eh hóst hóst
Við gefum drengnum nú séns í svona ár, er það ekki? 🙂
En nú geta menn loksins sagt við Luis Suarez: You never walk alone….
Nr. 1
Fatta hvað þú ert að fara, en svona án gríns held ég að Benitez hafi haft mjög lítið með þetta að gera. Líklega var hann mjög nálægt því að koma til Liverpool strax í sumar.
Fói
Ég hef ekki farið leynt með skoðun mína á því að skoða bara markaðinn á Englandi en ég get á móti lítið sagt við þessu hjá Paul Tomkins
Þetta er ekki 28 ára Downing á 16-20m eða Andy Carroll á 35m. (Ennþá á því að Henderson sýni fljótlega að 16m var ekkert brjálað yfirverð fyrir hann).
Sælir félagar
Ég var ekki í þeim hópi sem vildi fá Sturridge til LFC. En nú er hann kominn og sé hann velkominn og fær stuðning minn eins og allir aðrir leikmenn sem leggja sig fram og skila árangri til liðsins okkar.
Það er nú þannig
YNWA
Vonandi muntu standi þig vel Sturridge, gangi þér sem allra best í rauðu treyjunni merkt númer 15.
Thad er aldrei hægt ad gera ykkur øllum til geds 😉 Menn grenja yfir manneklu frammi og svo thegar godur leikmadur er keyptur ad tha er hann ekki sa retti. Upp med jakvætt hugarfar. Lifid verdur lika skemmtilegra fyrir vikid! 🙂
Vinnum Sundurland 2-0!
Ánægður með þessi kaup en vona þau verði fleiri, því FSG þarf aldeilis að sanna sig í þessum Janúarglugga. Leikmennahópurinn er of þunnur og það þarf að kaupa fleiri.
Danni boy
Sturridge kominn í fantasy liðið mitt og spila því með 4 Liverpool menn út tímabilið. Líst vel á þessi kaup, okkur hefur vantað leikmann eins og hann sem getur skorað mörk.
Mér líst ágætlega á þessi kaup og þau bæta án nokkurs vafa liðið. Þrátt fyrir þá skoðun mína hef ég töluverðar áhyggjur af því sem virðist vera einhæf innkaupastefna hjá Brendan Rodgers. Skoðum aðeins nokkra af þeim leikmönnum sem Liverpool hefur keypt eða hafa verið nálægt því að ganga til liðs við liðið undir stjórnartíð Brendan Rodgers:
Keyptir:
Sturridge: Spilaði áður undir stjórn BR í unglingaliðum Chelsea + Hefur reynslu af því að spila á Englandi
Fabio Borini: Spilaði áður undir stjórn BR í unglingaliðum Chelsea. + Hefur reynslu af því að spila á Englandi
Joe Allen: Spilaði áður undir stjórn BR hjá Swansea + Hefur reynslu af því að spila á Englandi
Oussama Assaidi og Samed Yesil: Einu tveir leikmennirnir sem hafa ekki spilað fyrir BR áður og eru ekki frá Bretlandseyjum. Hvorugur þeirra hefur fengið almennilegan spilatíma, en vissulega er Yesil ungur og á vonandi framtíðina fyrir sér.
Leikmenn sem hafa verið mjög nálægt því að ganga til liðs við Liverpool:
Gylfi Sigurðsson: Spilaði áður undir stjórn BR hjá Reading og Swansea. + Hefur reynslu af því að spila á Englandi
Clint Dempsey: Hvorki breskur né hefur spilað áður fyrir BR. + Hefur þó reynslu f því að spila á Englandi
Það þarf ekki að fara mörgum orðum um að hægt er að greina ákveðið þema í nánast öllum þessum kaupum hjá Liverpool, þ.e. Brendar Rodgers vill leikmenn sem hann þekkir og hafa reynslu af því að spila á Englandi. Ég spyr þá: Erum við ekki að þrengja sjóndeildarhringinn um of? Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það, sérstaklega við aðra Liverpool menn, að enskir leikmenn eru oft á tíðum ofmetnir fjárhagslega og ég vill meina að þeir séu ekkert fljótari að aðlaga sig að nýjum vinnustað en þeir sem koma að utan fyrir svipaðar eða lægri fjárhæðir.
Með öflugu njósnaneyti má gera mun betri kaup um allan heim fyrir mun minni pening.
Maður á að taka þeim sem vilja koma til Liverpool opnum örmum, skulum átta okkur á því að þó að langtíma markmiðin okkar séu góð þá erum við ekki akkurat í þeirri stöðu núna að “stóru” nöfnin berjist um að koma til okkar. Sturridge hefur mér alltaf þótt spennandi kostur, hann er ögn eigingjarn og lætur vaða á markið ef hann sér glitta í það….. akkurat það sem við þurfum……
YNWA!
Er svoooooo skeptískur á þetta en vona svooooo að ég hafi rangt fyrir mér.
Sá á RAWK að kaupverðið væri 10M ekki 12 kannski er það þó algjört bull
Las pistil eftir Aldridge á Echo síðunni og hann segir að Sturridge þurfi á okkur að halda til að bjarga sínum karríer. Við þurfum markaskorara og ég held að þegar hann verður kominn með nokkra leiki undir beltið með okkur þá verði hann bara fínn. 12 kúlur fyrir 23 ára gamlan gaur er ekkert rosalegt hann þekkir þó til í Englandi og hefur sýnt það að hann er með markanef, skúrkurinn …
Annars bara vertu velkominn og þú mátt skora eins mörg mörk og þú vilt kallinn minn. Mundu bara svo að þú þarft að segja Suarez að gefann … stundum 🙂
12
Sturridge spilaði aldrei fyrir Brendan Rodgers.
Er ekkert ofurspenntur fyrir Sturridge, enda er knattspyrna liðsíþrótt 🙂
No. 12: Þú ert hérmeð leiðréttur þar sem að Sturridge spilaði í unglingaliði City en ekki Chelsea. Hann hefur því ekki starfað undir Rodgers áður.
Jákvæði punkturinn er hinsvegar sá að þetta er fyrsti dagur gluggans og strax eitthvað farið að gerast. Fyrir utan þá staðreynd að Sturridge kemur með hraða inn í þetta lið. Eitthvað sem hefur sárlega vantað síðstu ár.
YNWA!
Fyir mér eru þetta frábær kaup, ungur efnilegur striker sem stóð sig einmitt mjög vel hjá Bolton þegar hann fór þangað á láni svo hann er ágóðri leið með að vera PL-proven. Annað en hjá Carroll þá hefur hann ekki háan verðmiða að pressa á sig svo ég vona bara að hann njóti sín.
17 jú þegar BR var hjá Chelsea með yngri “krakkana”
Ég get kannski ekki fullyrt að hann hafi spilað undir hans stjórn, en þeir voru báðir hjá Chelsea á sama tíma:
Pointið var heldur ekki endilega að Rodgers hefði fengið tækifæri til að velja þessa menn í liðið áður, heldur frekar að hann hefur mikinn preferance fyrir leikmönnum sem hann þekkir og veit hvað geta. Þó að slík stefna hafi vissulega marga kosti og feli í sér ákveðið öryggi, þá tel hana of einhæfa og ekki líklega til árangurs, a.m.k. árangurs sem við Liverpool menn sættum okkur við. Liverpool hefur ekki fjárhagslegt bolmagn til að keppast við stóru liðin og því verðum við að skara fram úr á öðrum sviðum. Í umræðunni um leikmannakaup er að mínu mati best að reyna að skara frammúr með öflugu njósnaneyti. Þegar næsti Messi er að leika sér með bolta á götum Rosario í Argentínu vill ég að njósnari frá Liverpool sé að fylgjast með, þegar næsti Suarez er að djöflast í varnarmönnum á moldarvelli í Úrúgvæ vill ég að njósnari frá Liverpool sé að fylgjast með, þegar næsti Ronaldo æfir spretti í garðinum hjá sér í Portúgal á maður frá Liverpool að fylgjast með… nei kannski ekki svo ýkt, en þið skiljið hvert ég er að fara!
Flott kaup, vonandi að hann komi með aðra vídd í sóknarleikinn.
Verður flott að sjá hann í næstu leikjum þar sem ég held að þessi kaup nái ekki að koma inn nógu og fljótt fyrir leikheimild gegn S’land.
nr. 20, hvað skilur þú ekki við það að Sturridge ólst upp hjá City og var þeirra leikmaður þegar BR starfaði fyrir Chelsea?
Annars 50/50 kaup, gæti blómstrað og gæti ekki blómstrað. Reynum kannski amk. til að byrja með að styðja við manninn svo hann geri hið fyrrnefnda.
Smál leiðrétting #21
Rogers fór frá Chelsea til Watford í nóv. 2008 en Sturridge kom til Chelsea frá Man.City 2009. Því hefur Rogers ekki unnið með þessum manni áður.
Gaman væri vita hvað hann fær í laun?
giska á svona 30-40 þús pund.
Svo á að árangus tengja launin
15 mörk á tímabili 500þús pundí bonus
Einn í miklu Football manager pælingum
Nr. 23
Það er algjör óþarfi að vera með dónaskap, það var enginn búinn að benda mér á að Sturridge hafði verið hjá City þegar Rodgers var hjá Chelsea. Það er því full harkalegt að vera með skæting um að ég skilji ekki eitthvað við það sem mér hefur ekki verið bent á áður. Ef ég hef rangt fyrir mér þá biðst ég afsökunnar, en þann misskilning byggði ég þá á grein sem ég las hjá The Mirror, sem ég vitnaði í hér að ofan, http://www.mirror.co.uk/sport/football/transfer-news/liverpool-transfers-daniel-sturridge-on-the-brink-1513933, þar sem segir að Rodgers þekki Sturridge frá tíma sínum hjá Chelsea.
Auk þess þykir mér miður þessi áhersla sem eru lögð á ein mistök í póstinum mínum. Að mínu mati standa og falla rökin sem ég setti þar fram ekki með því hvort Rodgers hafi áður starfað með Sturridge, enda er hann eftir sem áður leikmaður sem hefur spilað á Englandi. Ég vill meina að Brendan Rodgers sé tregur til að leita lengra en nef hans nær, og ég stend við þá fullyrðingu þar til hún hefur verið afsönnuð!
Er búnn að spila 4 A landsleki í byrjunarliði. Hvað er málið. Toppleikmaður sem á eftir að vera viðbót við Suares. Hvað er hægt að byðja og meira. Hlakka til að sjá þá sameinast. Suares í holinu baka til og Sturigde fremstur. Vinnum alla leki sagt og skrifað. Ánægður með þessi kaup.
Væri einnig til i að fá Marko Marin frá Chelsea…
Mig langar svo að vera jákvæður gagnvart þessum kaupum að ég er bara að spá í að vera það.
Gengi mitt í Fantasy hefur oftar enn einu sinni sannað að ég hef ekkert vit á kaup og sölu á leikmönnum.
Ég er mjög sáttur við þessi kaup. Við erum ekki í Meistaradeildinni og verðum að öllum líkindum ekki í henni á næsta ári, þannig að við getum gleymt nöfnum einsog Cavani. Þannig að ég tel að Sturridge sé frábær lausn, sem hefur allt sem þarf til að vera toppleikmaður hjá okkar liði.
Hann er ekkert pottþétt dæmi, en ég er ekkert sérstaklega ósáttur við ungan leikmann, sem kann að skora í ensku deildinni.
Það sem maður er að lesa frá UK er að hann kostaði 10 m punda.Ef það er satt þá held ég að þetta sé kosta kaup, þrátt fyrir að 12 m punda sé sangjart fyrir breskan 23 ára sóknarmann sem á landsleiki að baki.
Sé nákvæmlega ekkert að þessu. Komnir með hraðan mann frammá við með flottan vinstri fót, hefur að mínu mati sannað sig sem byrjunarliðsmaður í Premíunni (sbr. Bolton og Villa-Boas tímabilið). Hér hefur verið kvartað og kveinað yfir manneklu frammá við og hér erum við með mann sem getur bæði létt pressuna af Suaréz sem og dregið menn að sér sem þarf að leiðandi opnar svæði fyrir hann.
Líst vel á þessa byrjun á glugganum, loksins eru málin kláruð strax og greinilegt að Ian Ayre ætlar að bæta upp fyrir seinasta glugga og vonandi er meira á leiðinni.
Er hann kominn með leikheimild fyrir kvöldið?
Bíð hann innilega velkominn.
Ég er viss um hann hann standi sig og skori fullt af mörkum.
Helst vildi ég sjá hann í liðinu í kvöld.
Flott að fá hann. Bætir klárlega hópinn hjá okkur. Nú vill ég fá líka vængmann og varnarmann, þá er þetta gott. Vertu velkominn Daníel. Megirðu skora hundruð marka fyrir Liverpool fc og vinna fullt af titlum.
Siggi hann er aldrei að fara að taka þátt í leik í kvöld án þess að hafa verið viðstaddur eina einustu æfingu 🙂
Ég spái því að við sjáum hann fá mínutur í bikarleiknum 6.
Flott kaup.
Ég vildi alltaf fá Sturridge til okkar, ég hef mikla trú að hann reynis okkur vel, hraður, áræðinn, tekur menn á og skorar vonandi mörg mörk, ég fylgdist með honum hjá Bolton og varð hrifinn, jú þegar hann spilaði oft hjá Chelsea þá reyndi hann oft of mikið sjálfur líkt og Nani gerir núna hjá Man,utd, þetta gera mergir sem fá ekki mikin séns þá ætla þeir að sýna þjálfaranum á nokkrum mínutum að þeir eigi að vera byrjunarliðsmenn,ég hef ekki áhyggjur af þessu hjá okkur, trúi að flestir verið mjög ánægðir með Sturridge þegar í vetur.
YNWA
Vonandi á hann eftir að standa sig Sturridge kallinn, hef ákveðið að horfa á glasið hálf- fullt og vera sáttur við þessi kaup. Settu nú nokkur kvikindi fyrir okkur gæskur.
Eg held að Suarez hafi komið inná án þess að æfa með liðinu og skoraði mark, en þetta kemur í ljós. Vona að þessi drengur verði frábær fyrir LIVERPOOL.
Eitt mesta efni Englands?
Hann er 24 aldursári og ætti því ekki að vera efnilegur lengur.
Finnst þetta alltof mikill peningur fyrir leikmann sem er ekki fastamaður í slöppu landsliði Englands. Hefur aðeins spilað 4 leiki.
Líka skrítið að enginn af stjórum Chelsea hefur haft not fyrir hann og hafa þeir verið nokkrir undanfarin ár.
Magnað að fá framherja. En ég er á því að við hefðum getað gert betur fyrir þennan pening.
AVB hafði mikil not fyrir hann. En eftir að hann var rekinn þá var hann notaður minna.
Gott að sjá að FSG, Rodgers og Ayre hafa áttað sig á því að leikmannakaup á fyrsta degi gluggans voru algerlega meðalið sem við þurftum eftir ömurleika sumarsins, við erum búin að vera heimta fá menn inn strax 1.janúar og það varð núna.
Yfir því ber að gleðjast af heilum hug, eigendurnir eru að sýna okkur það sem ég vill allavega sjá.
Og enn byrjar umræðan um peninga og “gamble”. Þetta transfer í dag verður aldrei talið gamble, því ég er sannfærður um að mörg lið í Englandi hefðu verið tilbúinn að fá þennan leikmann fyrir þetta verð, en það tryggir ekki árangur auðvitað. En til að spila í leik þeirra bestu þá verðurðu að borga og stóla á innsæi stjórans.
Það getur allt farið á allan veg. Í dag sýnist manni við losna við Cole og svo eru ansi margir að tala um að Sahin verði skilað. Miðað við spjallið sýnist mér Sahin t.d. vera á hærri launum en Cole. Er þá díllinn með Sahin allt í einu orðinn bull, því ef okkur tekst ekki að skila honum og erum að greiða 95 þúsund pund fyrir hann á viku í 52 vikur er það kostnaður fyrir félagið upp á 5 milljónir punda.
Hann er öflugur leikmaður, kemur frá Spáni og meikaði það í Þýskalandi enb hefur alls ekki fótað sig enn á Anfield. En var hann mistök? Nei alls ekki. Ef hann fer núna í janúar þá það, en að sjálfsögðu var eðlilegt að ná í slíkan leikmann þegar sá var á lausu. Kannski er bara veðrið að ergja hann svo mikið að hann nær sér vel á strik þegar fer að hlýna. Það er ekki til formúla fyrir einu eða neinu, Nuri Sahin og Ousama Assaidi komu utan Englands og það hjálpaði okkur ekki neitt er það?
Það þarf að styrkja leikmannahópinn og þá ferðu í leikmenn sem eru á lausu og þú telur þig hafa efni á að hafa í þínum röðum. Daniel Sturridge er slíkur leikmaður, hefur skorað 26 mörk í 90 leikjum í PL, þar sem hann kom inná í þeim mörgum.
Að sjálfsögðu grípa menn það tækifæri. Ég ætla ekkert að láta eins og ég hafi fylgst með honum lengi en þeir sem þekkja mig vita að ég vildi helst fá hann og 15 millurnar fyrir Torres á sínum tíma. Frá þeim tíma virðist töluverður pirringur hafi hrjáð hann á köflum en núna er hann, 23ja ára gamall að fá sinn séns.
Vonandi grípur hann tækifærið eins vel og annar 23ja ára framherji gerði fyrir tveimur árum þegar Liverpool keypti þann vandræðagemling fyrir upphæð sem ekkert annað lið í Evrópu var tilbúið að greiða. Enda sá í 7 leikja banni og allir vita að vitleysingarnir sem börðust fyrir því að FSG greiddi fyrir hann vissu það lítið um fótbolta, Comolli og Dalglish, að það var með ólíkindum að Liverpool skyldi fara út í þá vitleysu á meðan að Tottenham, Arsenal og Chelsea t.d. ákváðu öll að hann myndi ekki meika það í Englandi.
Velkominn Daniel Sturridge, þú ert kominn í frábært félag og munt vonandi ná þínum hæstu hæðum sem knattspyrnumaður í alrauða búningnum stórkostlega.
Ég veit þú munt reyna þitt besta!
Takk aftur FSG fyrir að gefa manni bros á fyrsta degi gluggans….
Hann er víst mjög eigingjarn og skýtur frekar en að senda. Getur verið galli en er það ekki bara einmitt sem okkur vantar? Einhvern graðan markaskorara.
En ég get ekki ýmindað mér hvernig lífið sem Liverpool stuðningsmaður verður ef þessi kaup floppa líka!
Ég hef trú á að hann eigi eftir að skora slatta fyrir okkur.
Ætla að leyfa honum að sanna sig áður en ég fer að segja hvort þetta séu léleg kaup eða ekki. Þetta er alla vega svona 1000 sinnum gáfulegra en að kaupa Andy Carroll á 35 millur.
Daniel Sturridge was on £80,000k/week at Chelsea, he will earn £60,000k/week at Liverpool.
Svona menn vil ég fá sem vilja spila og eru til í að lækka laun til að fá að spila…
Daniel Sturridge was on £80,000k/week at Chelsea, he will earn £60,000k/week at Liverpool.
Svona menn vil ég fá sem vilja spila og eru til í að lækka laun til að fá að spila…
Daniel Sturridge á 12 m punda og BA til chelsea á 7 mills, hvað er í gangi??
Eg er bara drullu anægður að fa þennan dreng og spai þvi að hann slai i gegn hja okkur. Eitt sem er rosa jakvætt er það að ef við hefdum td fengið hann i sumar þa værum við ekki að fa þessa jolagjof i dag sem er klarlega besta gjofin min i ar 🙂 …
En sturridge er aldrei að fara leysa allan okkat vanda og við þurfum meira. Mer finnst það glæpur ef við erum ekki að reyna við demba ba, se það svo fyrir mer með demba ba i boxinu og sturridge og suarez sitthvorum megin við hann og þa sterling bara a bekknum, sterling er ekki orðinn leikmaður sem getur spilað alla leiki.
Minn draumur er sturridge, demba ba , ince og butland allir inn fyrir samtals 30 milljonir og losa ut þa joe cole fyrir null pund og downing fyrir 8-10 milljonir og þa værum við að eyða 20-22 i þessum glugga sen væri litið hægt að kvarta yfir. Ætla ekki einu sinni að setja sneijder inni mina villtustu drauma þvi það er aldrei aldrei aldrei að fara gerast.
Frabært að fa sturridge en eg heimta meira, þetta er ekki nog, það vantar annan markaskorara og það helst a næstu klukkutimunum
Chelsea losar sig við Sturridge en kaupir í staðin Demba Ba. Fá 12 milljónir frá Liverpool og nota 7 í BA og svo 5 millur í laun hjá honum. Flottur díll hjá Chelsea.
Rafa að taka Liverpool í rassgatið
Chelsea losar sig við Sturridge en kaupir í staðin Demba Ba. Fá 12 milljónir frá Liverpool og nota 7 í BA og svo 5 millur í laun hjá honum. Flottur díll hjá Chelsea.
Rafa að jarða Liverpool á leikmannasamningum.
Fínar fréttir. Leist betur fá Sturrigde en Ba. Vonandi á hann eftir að brillianta með okkur og skora slatta af mörkum fyrir Liverpool. Spurning nú er hver kemur næst og hverjir eru að fara.
Ég er hræddir um að þetta verði en ein skelfilegu kaupin hjá Liverpool, aðeins ein kaup gengið upp hjá okkur síðan Benitez fór (Suarez) vona þó að þetta gangi en hef þó ekku mikla trú á þessu frekar en öðrum kaupum hjá Brendan því miður.
48: það er verið að tala um að umboðsmennirnir fái 5m pund fyrir Ba samningin, Newcastle 7m pund og svo verð Ba væntanlega a.m.k. á helmingi hærri launum en Sturridge, þannig að þetta er töluvert dýrari samningur. Benitez er sem sagt ekkert að jarða ein né neinn hérna.
Þetta er mjög jákvætt. FSG fá + fyrir að ganga frá þessu á fyrsta degi og núna vona ég við fáum að sjá Ince dílinn kláraðan sem allra fyrst til að hægt sé að skoða aðra möguleika í rólegheitum.
Þetta er spennandi.
Ef maður á að reyna að bera saman Sturridge á 12m og Ba á 7m. Þá hugsa ég ég mundi vilja Sturriage frekar. Allavega mundi ég velja hann í dag framyfir Ba.
Sturridge hefur skorað 24 mörk í þeim 49 leikjum sem hann hefur byrjað. Ekkert að þeirri tölfræði, sérstaklega þar sem hann hefur yfirleitt spilað hægri væng.
Demba Ba og kostnaður sem Chelsea er víst að fara að greiða.
7 milljónir í kaupverð
5 milljónir í umbana (a.m.k.)
130 þúsund pund á viku í 4 og hálft ár.
Samtals 42 milljónir punda.
Fæturnir á honum í þannig standi að tryggingafélög eru ekki reiðubúin að taka hann í leikmannatryggingu. Verður 28 ára í maí.
Daniel Sturridge
Kaupverð 12 milljónir
2 milljónir í umbana
60000 pund á viku í þrjú og hálft ár
Samtals 25 milljónir punda
Verður 24ra ára í september. Fulltryggður.
Ég er sáttur við að fá Sturridge en leyfa Ba að græða peninga áfram bara…
Vona svo innilega að hann falli inn í hópin og nú getum við allavega ekki kvartað að eiga ekki framherja með Suarez,,, hef það á tilfininguni að hann eigi eftir að koma bara þokkalega út,,, þó þetta sé ekki heimsklassa leikmaður þá tel ég þetta góð kaup, eða það á eftir að koma í ljós, nú fara aðrir leikmenn sem hafa spilað frami að kannski að sýna í hvað þeim býr víst það er komin samkeppni. Shelvey, Downing, Sterling, Suso þurfa að fara að hisja upp um sig brækurnar því Danny boy getur spilað allar þeirra stöður.
Gleðilegt nýtt ár allir Liverpool menn og vona ég að þetta ár og það næsta sjáum við miklar framfarir á okkar mönnum,,,,,, YNWA
Rodgers og Sturridge unnu víst aldrei saman hjá Chelsea eins og fram hefur komið hér að ofan en ég er hins vegar nokkuð öruggur um að Sturridge og Borini voru þar á sama tíma. Það hlýtur að vera hægt að líta á það sem plús að þeir hafi spilað saman áður og þekki þ.a.l. aðeins inn á hvorn annan (þegar Borini kemur til baka).
Fyrir utan það er ég síðan gífurlega ánægður með peysuna sem Sturridge er í á myndinni, mig langar í hana.
Tja. Ekki get ég dæmt um það, frekar en nokkur, hvort að þessi drengur komi til með að blómstra hjá okkur og teljist þannig góð kaup. Er ekki gæddur slíkri skyggnigáfu. Get allt eins prumpað í lófann og reynt að lesa eitthvað úr því.
Hitt er þó klárt mál að lesa úr og það er, eins og sumir hafa bent á, gott mál að FGS séu ekkert að bíða með þetta til loka gluggans að leysa svona mál. Þetta þarf að gerast strax og er orðið. Vonandi, og nú get ég ekki spáð um frekar en áður, bætast fleiri við hópinn okkar á næstu dögum sem styrkja liðið.
Með samanburð á Sturridge og Ba að sá síðarnefndi sé falur á 7Mp. Wake up and smell the coffee! Það veit hvert mannsbarn að Ba er falur fyrir 7Mp skv. samningi hans. Með Sturridge hefur ekkert svona frést svo að það verð sem hann fæst á er bara samningsmál. Ef fleiri en eitt lið fara að bjóða í hann þá hækkar verðið. Auk þess er Ba ekki farinn neitt í augnablikinu svo að hvert hann fer og fyrir hvað er enn eitt prumpið í lófann.
Klárlega skemmtileg kaup og hann á án efa eftir að setja svip sinn á liðið, en hann einn er ekki að fara breyta öllu, það er mikilvægara núna að þeir leikmenn sem eru í Liverpool nú í dag rífi sig upp úr skítnum og fari að láta til sín kveða, Borini, Reina, Sahin, Cole, Downing og Gerrard eru allt menn sem eiga að eiga mikið meira inni en þeir eru búnir að sýna hingað til á þessu tímabili.
Væri ekkert að því að fá Ince og einhvern góðan kanntmann sem veldur ekki vonbrigðum… man bara ekki hvenær við áttum síðast kanntmann á heimsmælikvarða.
54
Mjög sanngjarnt hjá þér að taka kostnaðinn við 4 og hálfs árs samning og 3 og hálfs ára samning…
fyrrum leik maður liverpool á afmæli í dag til hamingju með það Maxi Rodríguez.
Hvernig er það ekki sanngjarnt, er ekki bara verið að miða við heildarkostnað félagana? Þá væntanlega verður að taka inn í reikninginn laun út samningstímann.
Hvað verður um Carroll?
Mig langaði rosalega að fa demba ba en það verður vist ekki. Mer finnst okkur enn vanta framherja þott sturridge se komin, er mjog anægður að fa sturridge en vill lika annan senter.
Ba dillinn er væntanlega um 38 milljonir a þrem og halfu ari a moti 25 milljonum hja sturridge a þrem og halfu ari. Þa finnst mer nu okkat dill miklu betri enda við með mun yngri leikmann sem eg tel að muni ekki skila minnatil okkar liðs heldur en demba ba til chelsea.
En fyrst við faum ekki dema ba þa vill eg að okkat menn drifi sig bara i að fa darren bent lanaðan eða kaupi a litinn pening, jafnvel að skipta a honum og downing bara. Bent er alls ekki buin a þvi, það er bara stjorinn sem alls ekki vill nota hann.. bent er með mark i tæplefa oðrum hverjum leik i urvalsdeildinni sem er tolfræðu sem liverpool ætti að geta nytt ser..
Gameiro hja psg þekki eg ekki rassgat, væri gaman ef einhver herna gæti sagt okkut meira um hann..
http://fotbolti.net/news/02-01-2013/joe-cole-sagdur-i-laeknisskodun-hja-west-ham
Joe Cole is leaving the building
Ég veit ekki alveg hvað fólk er að tala um Daniel Sturridge og að hann er eigingjarn og allt það. Hvað myndi maður gera ef maður fengi fá tækifæri og þyrfti að sýna þjálfaranum hvað maður gæti. Ég var að sjá viðtalið við hann þegar hann var búinn að skrifa undir og mér finnst þetta bara vera “down to earth” maður sem á eftir að þjóna okkur vel. Síðan þegar maður fer á Anfield getur vel hugsast að maður eigi eftir að heyra söngvana um hann.
Þetta er s.s. viðtalið við hann
http://www.101greatgoals.com/gvideos/daniel-sturridge-his-first-interview-after-joining-liverpool/
Ég reyndar var orðinn svolítið smeikur um að þetta væri leikmaður sem spilaði fyrir sjálfan sig en ekki klúbbinn en eftir að hafa séð þetta viðtal þá sannfærði hann mig alveg!
sturridge spilaði ALDREI undir stjórn BR hjá chelsea.. BR hætti í lok 2008 0g sturridge kom 2009
On 24 November 2008, Rodgers left Chelsea in order to become manager of Championship side Watford. http://en.wikipedia.org/wiki/Brendan_Rodgers
With Sturridge’s contract at Manchester City expired, he signed for Chelsea on a four-year contract on 3 July 2009 http://en.wikipedia.org/wiki/Daniel_Sturridge
Bíddu — Umbarnir með 5M fyrir Demba Ba? Um… Hvaðan koma þær upplýsingar??
Það er skemmtilegt hvað sumir hér á þessari síðu eru alltaf duglegir að réttlæta öll kaup Liverpool. Nú er það talið mun betri díll að kaupa D.S frá Chelsea á 12 milljónir punda, Leikmann sem hefur nánast ekkert spilað á þessari leiktíð, frekar heldur en D. Ba. sem er einn af markahæðstu leikmönnum deildarinar og fer fyrir 7 milljónir.
Þessi bókhaldsreikningur sem Maggi setur hér upp finnst mér bara broslegur. Þetta er samt ekki eins slæmt og þegar menn eru að réttlæta það að Andy Carroll var keyptur á 35 milljónir af því að K.D vildi fá 15 milljónir + AC fyrir Torres. Það hefið verið gaman að sjá hvað menn hefðu sagt ef Newcastle hefðu bara selt AC fyrir 10 millur ( sem er sennilega samt of mikið ) þannig að Torres hefði verið seldur fyrir 25 millur. Bíð bara eftir því að menn fara að tilgreina matarkostnað leikmanna til að fegra tölurnar.
Menn tala um að Ba sé með ónýta fætur, en með þessum ónýtu fótum hefur hann skorað 29 mörk í 54 leikjum fyrir Newcastle (samkvæmti Wikipedia).
Ég er samt ekki að segja að ég hafði frekar viljað fá Ba en áður en menn fara að gera lítið úr viðskiptum Chelsea þá skulum við sjá hvernig þessir leikmenn eiga eftir að reynast sínum liðum.
Alveg sama hvernig menn setja þetta dæmi upp þá eru Chelsea að gera kosta kaup með því að fá þennan markaskorara á þennan pening. Þeir eru að kaupa hann til að leisa Torres af því hann hefur spilað nánast alla leiki í deildini í vetur og þá spyr maður sig afhverju var Sturridge ekkert notaður til að leysa hann af.
Ég kíkti aðeins á gamla tölfræði og þá sérstaklega á mínútur á milli marka í úrvalsdeildinni, og kom Sturridge (172 mín) mér þægilega á óvart. Þetta segir auðvitað lítið um heildargæði leikmanna en getur gefið ákveðnar vístbendingar. Sturridge stendur leikmönnum eins og Van Persie, Nistelrooy, Agüero og Ba langt að baki (120-150 mín). Menn eins og Balotelli, Owen, Torres og Ian Wright eru rétt utan seilingar (150-160) en hann er á pari við menn eins og Drogba, Tevez, Rooney, Les Ferdinand, Berbatov og Fowler (167-178 mín). Að lokum er hann með betri tölur en t.d Suarez, Defoe, Welbeck, Walcott og gamlir meistarar eins og Ian Rush og Teddy Sheringham (180-300 mín)
Það er auðvitað margt fleira sem mun koma til þegar hans ferill hjá Liverpool verður á endanum gerður upp, en ef hann fær reglulegri spilatíma heldur en hann hefur fengið hingað til á ferlinum þá þurfum við ekkert að vera neitt sérstaklega svartsýnir á þessi kaup.
ég vona að hann verði góður hér á Anfield.
Benitez hugsar vel um okkur og ég vona að B.Rodgers kaupi fleiri á Anfield