Rodgers stillir upp sama liði gegn Man City og náði jafntefli gegn Arsenal utan þess að Enrique er orðinn heill og kemur inn fyrir Andre Wisdom. Carragher heldur því sæti sínu þriðja deildarleikinn í röð á kostnað Martin Skrtel.
Reina
Johnson – Carragher – Agger – Enrique
Gerrard – Lucas – Henderson
Downing – Sturridge – Suarez
Bekkur: Jones, Wisdom, Skrtel, Allen, Shelvey, Sterling, Borini.
Ég hef verið bjartsýnni fyrir leiki og vona innilega að Arsenal leikurinn sitji ekki of mikið í okkar mönnum því hann var augljóslega mjög erfiður. Flott að fá Johnson í sína stöðu og Enrique inn aftur en ég er alltaf stressaður með Carragher í miðverðinum enda 35 ára og með engan hraða og liðið situr mjög djúpt fyrir vikið. Á móti er hann betri en Skrtel og Coates í núverandi formi þeirra og fyrir mér er þetta veikleiki á liðinu. Vona að Carragher geri grín af þessum áhyggjum mínum í dag.
Sælir félagar
Besta byrjunarliðið sem BR á völ á nú um stundir. Líst mjög vel á þetta og stend við mína spá 1 – 3.
Það er nú þannig.
YNWA
Erfitt að taka Carragher út eftir frammistöðuna gegn Arsenal. Jafntefli væri flott en sigur frábær úrslit. YNWA.
já sammála, miðað við mannskapinn okkar þá er þetta líklega besta liðið sem völ er á. Sammála að okkur vantar sterkari miðvörð sem og meiri breidd í liðið allt. Tottenham að landa sigri á móti WBA svo að þeir fara ekki upp fyrir okkur núna, en á móti kemur að 4 sætið er líklega endanlega farið núna, 10 stig sem skija á milli. Núna er bara að komast hærra en 7. sætið ef hægt er og tryggja smá evrópubolta á næsta ári sem er líklega það besta sem við getum vonast eftir…því miður
Þetta er alveg kristal klárt, við vinnum þennan leik 0 – 2 um það er ekkert meira að segja… Suarez með bæði mörkin….
Áfram LIVERPOOL… YNWA…
Lyst mjog vel a þetta lið og er bara sattur að hafa reynsluna hans carra inni a kostnað skrtel.
Vonandi munu okkar menn ekki liggja jafn djupt i dag eins og a moti city.
Eg spai 1-1 i horkuleik og Gerrard setur mark okkar manna
Spái Liverpool sigri. Mikið bit í sóknarleik Liverpool undanfarið. Tel að það skili sér í dag.
Líst vel á okkar lið í dag. Vantar sterka menn hjá City. Væri fyrirfram sáttur með eitt stig en er núna bjartsýnn á 3. stig og við komnir í hörku baráttu um 4. sætið! Sturridge á eftir að gera eitthvað skemmtilegt í dag! Yes!
Ef einhverjum vantar tengil á leikinn þá klikkar þessi aldrei hjá mér…..
http://www.firstrow1.eu/watch/166985/1/watch-manchester-city-vs-liverpool-fc.html
HVAR Í FJANDANUM ER PHILEEPE COUTINHO??
Ef hann er ekki sá teknískasti og hraðasta sem liverpool býður uppá á mijðunni til að stúta City þá veit ég ekki hvað.
Áfram Liverpool
http://www.ronaldo7.net/live/manchester-united-vs/watch-manchester-united-live-stream.html
Fínt að velja sér link héðan þótt þetta heiti ronaldo7…
ER enginn Bloodzeed linkur???
Er einhver með sopcast link á leikinn?
Jæja, hvernig líst mönnum á þessar fyrstu 10 mín?
9
Coutinho er í Ítalíu að ganga frá málum þar.
Góð byrjun hja okkur. Erum með góð tök á midjunni og til alls liklegir!
Hvað í andskotanum var Agger að gera þarna?
Vörn og markmaður sem gatasigti. Nú sem fyrr.
Jæja þá er þessi leikur búin.
Þad hjalpar ekkert ad skipta um tul!!! GO SHITTY
Þetta er EKKI búið
Ekki getum við alla vega kvartað yfir dómgæslunninni núna!
Hvað varð um þessi góðu tök á miðjunni?
Frábært mark. Ansi góð kaup í þessum Sturridge.
Sturridge!!!
Af hverju voru áhorfendur að baula? Ég missti af því :/
Slök varnarvinna en hvernig i fjandanum geta menn sagt ad leikurinn se buinn?? Svona studningsmenn eru ekki alvöru poolarar!!
Hættið þessari eilífri bölsýni!
Búið að vera fín spilamennska þó við séum einu marki undir og við getum vel náð góðum úrslitum ef við höldum áfram að spila svona.
Sko Sturridge!!!!!!
Hræðilegt að hugsa sér um að spila í liði með mörgum hérna inni sem detta niður í væl og leiðindi strax og smá mótvindur kemur.
0-1 eftir að við höfðum verið að yfirspila City og mark lá í loftinu.
Þetta var áhugaverður varnarleikur hjá Agger. Fyrst var hann langt frá sínum manni sem hann átti að vera dekka, hann var langt frá því að vera í línu við hina varnarmennina til að geta spilað rangstöðu – svo eyðir hann dýrmætum tíma í að veifa rangstöðu eins og bjáni og missir af sínum manni. Svo til að toppa þetta sleppir hann sóknarmanninum á milli hans og Reina í enn eitt skiptið til að pota inn.
Þessi einbeitingarskortur hjá honum og Skrtel eru farnir að kosta okkur töluvert.
En 1-1. Þvílík negla hjá Sturridge! 🙂
Vona að Sturridge sé ekki að detta í meiðsli. Virðist eitthvað vera að hrjá hann í læri.
Mér finnst zabaleta mest sexy a vellinum!!!
Ég hef aldrei haft neitt alit a agger, minnir mig a frank hvam, med mohikana
Bara mjög góður og ásættanlegur fyrri hálfleikur hjá okkar mönnum. Fengið heilt yfir betri færi. Lucas búinn að vera frábær sem og Carragher. Koma svo!!!!
Virkilega flottir i fyrri halfleik og erum alls ekki síðri aðilinn. Nú er bara að halda áfram og klára þetta verkefni!
Stefnir í flottann seinni hálfleik. Skv. tölfræðinni erum við með undirtökin í leiknum en það hefur nú aldrei hjálpað okkur neitt. Nú er bara að vona að menn haldi haus í seinni og skili 3 stigum.
Deus farðu þá að horfa á eitthvað annað …. plís
Ég ætla að spá því að það verði 1-1 í hálfleik. Kol mí kreisí.
Mjög ángæður með fyrri hálfleik, finnst við hafa góð tök á honum. Klaufalegt markið sem við fengum á okkur en bara klassa sending hjá Milner.
Afbragðs afgreiðsla hjá Sturridge, hef fulla trú að við getum skilað 3stigum í hús í þessum leik.Þurfum að teygja betur á vörn city manna, finnst við alltaf svo þéttir þegar við sækjum.
Plís farið þið neikvæðu ekki enn einu sinni að eyðileggja annars ágæta umræðu hér, við erum að spila við liðið í öðru sæti á útivelli og mér finnst það bara ganga bærilega
Babu, Ef þú hefur áhyggjur af Carra þarna, hafðiru þá líka áhyggjur af Hyypia ?
CARRA alla daga þarna,það sem uppá vantar á hraða tekur hann á reynslunni
Gaman að þessu og gæðabolti út um allann völl.Langt síðan ég hef séð Liverpool spila af svo miklum krafti og sjálftraustið í botni. Já og Sturredges og Suarez eru lang bestir.
Það er nú bara þannig að þó hlutirnir gangi ekki alveg eins og manni finnst að þeir eigi að ganga þá bætir lítið að úthúða eigið lið.. þið getið gert það annars staðar.
Restin á fyrri hálfleik leit nú samt bara býsna vel út svo eigum við ekki bara að vona það besta og styðja við bakið á liðinu okkar og vona það besta !
YNWA
Sorglegt ad lesa commentin her,,, YNWA!!!
hver kemur inná fyrir sturridge ef hann fer utaf meiddur ?
Ja, i burtu með þessa fjandans neikvæðni! Sturridge er brilliant og dregur til sín 2-3 menn og heldur boltanum vel. Annars allt liðið vel með a notunum. Tökum þetta!!
Stulli fokk off, glatadur haegri bak anyway!!! Vid gerum krofur YNWA
DZEKKO SETUR TVO GO SHITTTTTYUUUUUYYYYYYYYY
44 enginn neikvæði bara spurja hvað mönnum fynnst um það hver á að koma í staðinn fyrir sturridge því hann var að kveinka sér farðu svo að horfa á leikinn
Ef Sturridge fer út af þá er það líklega Borini eða Shelvey sem kemur í staðinn
Ef það er eitthvað lið sem getur unnið shitty á þeirra eigin heimavelli þá er það Liverpool. ÉG er enn inni með mína spá, 1-3…………. KOMA SVO……………
Gott komment úr textalýsingu BBC:
Þetta getur auðveldlega dottið á hvorn veginn sem er, frábær leikur, lifandi og fullt af færum og átökum
Breskur fótbolti er orðin að aumingjaíþrótt þar sem ekki má tækla án þess að fá gult spjad og tveggja metra menn liggja grátandi eins og ungabörn eftir minnstu snertingu.
Ég verð að segja það (ég er man utd aðdáandi) að Liverpool gerði góð kaup þegar þeir versluðu Sturridge. Hafði ekki trú á honum þegar þið keyptuð hann en þarf að éta það ofan í mig núna. Flottur leikmaður sem á eftir að gera flotta hluti fyrir ykkur.
Mínir menn aðeins farnir að þreytast. En heilt yfir betri.
Við erum að spila fanta góðan bolta í dag! Sturridge að koma gífurlega sterkur inn. Carra að standa fyrir sínu sem og allt liðið! Meira en sáttur!
G G G E E E R R R A A A R R D D D……………………….. :o)
GEGGJAÐ MARK!!!
OHHH YA BEAUTY
Yyyyyyyeeeeeesssss!!!!!!!!
GERRARD 🙂
svooooo sanngjarnt! L’pool búið að vera miklu betra liðið heilt yfir í þessum leik.
GERRRRRRARRRD!!! Vill ekki menn bakka í vörn og reyna halda…keyra bara áfram á þá og pressa!
Bùinn leikur hvað ……….. Þoli ekki svona bull
OOOMMMMGGGG!!!!!!!!11
frábært mark hjá skippernum, langt síðan hann hefur náð að hitta rammann svona vel og lagt hann inn. Hann á þetta greinilega enn til 🙂
En segiði mér annað, hvar mun brassinn okkar nýji spila í þessu liði, hver myndi missa stöðuna sína ef hann færi beint í þetta lið?
Downing?
Henderson?
Hvað ætli Barca vilji borga mikið fyrir Reina?
Gat nú skeð.
ORÐLAUS!!!!
Andskotinn!
varnarmistök / markvarðar um leið og skrtel kemur inná. gjöf
Reina á þetta mark suldlaust. Glórulaust úthlaup.
Enn ein gjöfin! Klarum þetta i restina!!!
Hvað er maðurinn að hugsa!!!!
Farin að vona að Barca komi með gott tilboð í Reina.
Hvað er Reina að spá?
Þarna fer maður sem þarf á nýrri áskorun að halda.
Annars er Liverpool búið að spila þennan leik vel.
Og liðið er alltaf sjálfum sér verst og þegar menn eru að spá í afhverju Liverpool er ekki að vinna leikina við stóruliðin þá er liðið að kasta frá sér 3 stigum hægri vinstri með algjörum aulaskap.
Vel gert hjá Rodgers að pakka í vörn 2-1 yfir og nóg eftir, andskotinn.
Flottur Reina
enn og hef ég áhyggjur af varnarleiknum. Ekki erum við sannfærandi.
Það virðast bara alltaf vera jólin hjá Liverpool endalaust að gefa gjafir.
Reina á þetta skuldlaust
Foc++++ Reina! kv allir united menn landsinns!
Þessar skiptingar ???????
TAKK REINA
Frabært stig a erfidasta utivelli deildarinnar og nu er bara ad halda afram þessari spilamennsku.
YNWA!!
Flottur Reina þú ert bestur.
Held að varnarmenn hjá LIVERPOOL séu farnir að undirbúa sig fyrir nýtt félag í sumar… Þarf heldur betur að hreinsa til þar úfff en Góður leikur .. Sturridge er bara geðveikur og á bara eftir að verða betri 🙂 Shitt hvað hann var góður …
Er ekki alveg að ná þessum skilaboðum hjá Rodgers… alltaf ætlar hann að verja stigið eða forustuna þessum skiptingum!!! Snýst þetta ekki um að vinna alla leiki?