Keisarinn sjálfur, Dietmar Hamann, sem lék með Liverpool um árabil og var meðal annars í liðinu sem vann Meistaradeildina 2005, kemur hingað til lands um helgina í boði Liverpoolklúbbsins á Íslandi.
Hann mun heiðra árshátíðargesti klúbbsins með nærveru sinni á laugardagskvöldið, en þeir sem ekki náðu að tryggja sér miða í tíma á árshátíðina hafa þó önnur tækifæri til að berja kappann augum.
Dietmar Hamann verður í verslun ReAct í Bæjarlind 4 í Kópavogi (áður Players) milli kl. 11 og 12 á laugardaginn, til að árita Liverpool vörur fyrir stuðningsmenn félagsins á Íslandi.
Í tilefni af samstarfssamning milli Liverpoolklúbbsins á Íslandi og ReAct, sem er innflutnings-, dreifingar- og söluaðili fyrir Liverpool á Íslandi, verða auðvitað frábær tilboð í gangi. Vörurnar verða á 30-40% lægra verði en gengur og gerist á markaðnum
Að auki verður „The Didi Man“, ævisaga Dietmar Hamanns til sölu í ReAct og þeir sem kaupa hana geta einnig fengið hana áritaða.
Liverpool stjarnan verður einnig á Úrillu Górillunni, heimavelli Liverpoolklúbbsins, frá kl. 13 og fram yfir leik Reading og Liverpool sem hefst kl. 14 og lýkur laust fyrir klukkan 16.
Góð tilboð í gangi:
Frábær stemning verður á Górillunni í tilefni heimsóknarinnar!
Fyrir þá sem hafa áhuga, þá verður Carl Berg sjálfur á þessari árshátíð, til skrafs og ráðagerða…. Hann getur einnig áritað treyjur fyrir þá sem vilja.
Þetta verður massív helgi og engin leið að einbeita sér í vinnunni fram að þessari Bombu !!
Insjallah..
Carl Berg
Ég get ekki beðiði eftir því þegar ég lýk námi mínu, þá mun ég eiga möguleika á að fara suður á árshátíð.
Þar sem Carl Berg hefur tilkynnt komu sína á hátíðina verð ég að gera slíkt hið sama – þú sleppir ekki kvöldstund þar sem allnokkur hætta er á að þú hittir bæði Carl Berg og Hamann – það er bara þannig.
JP : ertu með miða?
Já Bjarni fékk mér miða fyrir löngu vissi af Birk.. sorry Carl Berg
Mjög lélegt að markaðssetja þessa hátíð bara út á Hamann og minnast ekkert á það að Carlberg ætli að mæta!
Einnig mjög lélegt að segjast stefna á 2.sætið og þegar allt er fuðrað upp tilkynna að það sé Liverpool fyrir bestu að komast ekki í evrópukeppni.