Landsleikjahlé

Vissuð þið að landsleikjahléið er nánast búið? Leikur á mánudaginn, get bara ekki beðið. Mikið er ég ofboðslega ánægður með það. Orðið er frjálst annars á þessum dýrðardegi.

40 Comments

  1. er ljot ad segja ad madur hlakki pinu til næsta landsleikjahles ?

    allavega er thad i fyrsta skipti hja mer

  2. Góðu fréttirnar eru þær að þetta hlé er búið en slæmu fréttirnar eru þær að næsta hlé er eftir aðeins fimm leiki ! Semsagt, við fáum 5 leiki með okkar mönnum áður en næsta hlé skellur á. Það reyndar lagar stöðuna örlítið að Ísland er í skemmtilegri baráttu um umspilssætið í sínum riðli, manni finnst amk ekki leiðinlegt að fylgjast með því.

    Já sæll, tók eftir því að þriðja landsleikjahléð skellur á nóvember ! Það eru því aðeins fjórir leikir eftir næsta hlé þangað til það þriðja byrjar…. maður fær kvíðahnút í magann.

  3. Djöö,

    Er búinn að halda það alla vikuna að leikurinn verði á laugardaginn samkvæmt þessu:

    http://textavarp.is/343

    Nú er helgin ónýt, en hlakka til mánudagsins aldrei þessu vant.

  4. Nú er komið í ljós að Johnson verður frá í 10 vikur. Sjáiði Wisdom taka stöðuna eða gæti Toure tekið þetta og Agger með Sakho í miðverðinum.

  5. Djöfull er mikið af þessum landsleikja hléum er mig að misminna eitthvað en var ekki búið að ákveða að fækka þessum landsleikja hléum eitthvað. Mig minnir endilega að það hfi einhverntíman verið í umræðunni að það væri að fara gerst.

  6. Ég man ekki eftir að hafa séð Toure spila hægri bakvörð og hef efasemdir um að það henti honum. Hef lesið að Ilori geri spilað hægri bakvörð,, amk hefur hann hraðann sem þarf.

    Kæmi mér heldur ekki á óvart að málið verði leysti með þrem miðvörðum og wingback bakvörðum. Þá líklega með Henderson sem hægri wing back.

  7. Ég verð að segja, fyrir mitt leyti, að þetta hefur verið skemmtilegasta landsleikjahlé sem ég man eftir. Þetta kom á hárréttum tíma og hefur gert mér kleift að vera gjörsamlega óþolandi við alla sem ég þekki sem halda með United. Það er búið að vera dásamlegt. Svo er Ísland búið að vera í hörkubaráttu, aldrei þessu vant, sem hefur bara gert þetta skemmtilegra.

    Hins vegar er ég nokkuð viss um að Liverpool verður ekki lengur á toppnum í næsta hléi (eða þarnæsta) og því er ég talsvert pirraður að heyra hvað er stutt í þau. Takk, Grétar.

  8. Swansea leikurinn verður verulega áhugaverður. Útileikur við lið sem getur strítt okkur hressilega. Prófsteinn á hvernig menn koma stemmdir eftir að hafa verið á toppnum í tvær vikur.

    Einnig spennandi að sjá einhverja nýja menn detta inn, Sakho og Moses amk. Spurning með hægri bak.Ilori?

    Erfitt verður það, sáttur við jafntefli en sigur er snilld.
    YNWA

  9. 7 helvíti fyndið komment 🙂

    Mig langar á Anfield að sjá Liverpool spila í fyrsta skipti. Það er sheize að vera ekki búinn að því og ég hef eiginlega alltaf verið haldinn þeirri hjátrú að breytingar á vellinum eru í biðstöðu þangað til ég skelli mér.

  10. Landsleikjahlé eru fín. Bara gaman að horfa á Ísland þegar menn eru loksins farnir að geta spilað skemmtilegan bolta. Án landsleikjahléa væri leiktíðinn sjálfsagt búin í byrjun apríl og þá tæki við 4 mánaða bið í næsta tímabil.

  11. Fyrst þetta er opinn þráður langar mig að henda fram nokkrum useless upplýsingum:

    Brendan Rodgers er 19.stjóri Liverpool
    Ef BR gerir Liverpool að meisturum (ekki endilega í ár) þá verður það 19.meistaratitill Liverpool.

    Vonandi er þetta komment nr 19.

    Ég held að ég sé örugglega að gleyma einhverju tengdri tölunni 19 og dagsetningum … hræddur um að það sé tengt frúnni 😛

    YNWA

  12. Sælir þið snillingar. Smá spurning til ykkar? Hvers vegna er ekki skjaldarmerkið á keppnisliðum sem keppa fyrir Íslands hönd. Heldur skammstafanir deildana ( fótbolti ksí , handbolti hsí ). Og hvað finst ykkur um þetta?

  13. Doddi #20

    Einhvers staðar las ég að það væri af því að landsliðin eru í raun úrvalslið knattspyrnusambanda hvers lands og keppa fyrir hönd þeirra. Franski fáninn er ekki á franska búningnum heldur merki knattspyrnusambands Frakklands. Sama á við um Brasilíu, Spán, Holland, England o.s.frv.

    HM er heimsmeistarakeppni knattspyrnusambanda í FIFA. Ef þjóð er ekki í FIFA, þá tekur hún ekki þátt í HM. Knattspyrnusamband smáríkisins Túvalú í Eyjaálfu er t.d. ekki í FIFA og tekur því ekki þátt í undankeppni HM. Þeir ku hins vegar vera búnir að sækja um. Áfram Túvalú!

  14. Eg hata mánudagsleiki, man enhver hvenar við unnum síðast a mánudegi

    Kanski er þetta bara ýmindun hja mer en mér finnst við alltaf ganga illa a mánudögum

  15. Ég er mikið búin að vera að spá í þetta ksi dæmi sjalfur. Þetta er skoppandi bolti og skammstöfunin ksi. Hafiði séð td ljonin hjá Englandi? Afhverju erum við ekki með skjaldarmerkið okkar? Risann, drekann og nautið. Og afhverju eru leikmenn ekki látnir öskra þjóðsönginn? Hafði séð þegar Argentína spilar landsleik og þjóðsöngurinn er spilaður? Það er gæsahúð. Svo væri lila geðveikt að fa eithvað almennilegt stemningslag. Ekki gerum okkar besta, heldur Ísland er land þitt með fjallabræðrum og Rafmagnsgitar!!
    Fyrst ég er byrjaður þá á auðvitað að klára að loka hringnum i gryfjunni kaplakrika og troða þar 9000kolgeðveikum stuðningsmönnum að oskra Ísland er land þitt einsog á þjóðhátíð.
    Annars er ég góður sko.

  16. Góður Óli.

    Ég er þér samála á öllum sviðum. við eigum að vera stoltir ganga framm með skjaldarmerkið á brjóstinuog öskra Ísland er land þitt.

    En annars áfram Liverpool.

  17. Það verður pressa á okkar mönnum að ná aftur toppsætinu á mánudag, þ.e.a.s ef eitthvað lið tekst að stela því um helgina… Gott samt að fá nægja hvíld og undirbúningstíma 🙂

  18. Þo að island væri að spila stóra úrslitaleiki i hverju landskeikjahlei þa myndi eg samt hata þessi helvítis landskeikjahle..

    Þegar eg horfi a liverpool spila þa kemur Ástríðan og tilfinningarnar inni þetta en það er minna um það þegar island spilar.

    Juju alltilæ ef Ísland vinnur og eg er alveg ánægður með það en það gerir voða litið fyrir mig þannig lagað.

    Ef eg hefði td getað valið nuna i vikunni, islans fær miða til Brasilíu eða liverpool vinnur swansea þa hefði eg alltaf svarað samstundis þrju stig til liverpool a manudag takk.

    En ja yndislegt að þetta landskeikjahle se að enda og eg er að gæla við að okkar menn verði enn i toppsætinu a sunnudagskvöldið og eigi þa leikinn gegn swansea ennþa eftir

  19. Sælir

    Var að spá hvort einhver hérna inni vissi hvar hægt væri að kaupa bara miða á Liverpool leik. Travel2football eru með miða enn maður þarf að kaupa hótelgistingu í leiðinni eru fleiri síður fyrir utan kannski official síðan?

  20. Þokkalega fínt landsleikjahlé…Ísland tók 4 stig og spilaði fótbolta í fyrsta skipti síðan ég fæddist. Ísland Kýpur fer að verða jafn mikilvægt augnablik eins og að sjá Pink Floyd á sviði.

    Að Liverpool þá er Glen meiddur í langan tíma. Það er náttúrulega hraun þar sem Wisdom og Kelly eru ekki næstum því jafngóðir en spurning hvort Sakho eða hinn gaurinn sem kom séu settir þar? Ég hef aldrei séð þessa dúdda spila.

  21. Ef þú skoðar þennan lista á er Kenny Dalglish tvisvar og Ronnie Moran aðeins Caretaker sem var með liðið í tíuleiki eftir að King Kenny hætti skyndilega í fyrra skiptið. Þess vegna telur hann Brendan sem okkar nítjánda manager.

  22. Er þetta ekki í fyrsta skipti sem það kemur enginn meiddur úr landsleikjahléi sem var ekki meiddur fyrir?
    Annars vil ég benda á að happy hour er á mörgum stöðum til klukkan 19 svo það er tilvalið að panta sér tvo 5 mínútur í og njóta yfir leiknum á mánudaginn þar sem það er hægt. Það ætla ég að minnsta kosti að gera.

  23. 35
    Dreptu mig ekki.
    Þarf maður að bíða fram á mánudag eftir næsta leik eftir landsleikjahlé.
    Well, allt í lagi þá að leyfa öðrum að ná toppnum um helgina, megum ekki einnota toppsætið 😉
    Eigið gott kvöld.
    Kv. Dolli

  24. Það er rétt Dolli við megum ekki einnota toppsætið en ég er alveg til í að einoka það! 🙂

  25. Leikmaður og þjálfari mánaðarins!!

    [img]https://fbcdn-photos-d-a.akamaihd.net/hphotos-ak-ash3/s720x720/556494_10151989394897573_930095991_n.jpg[/img]

Spá Kop.is – síðari hluti

Upphitun fyrir upphitun fyrir Swansea (Opinn þráður)