Hér er þáttur númer sextíu af podcasti Liverpool Bloggsins!
Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.
Ég (Kristján Atli) stýrði þættinum. Með mér að þessu sinni voru Einar Örn, Eyþór, SSteinn og Babú.
Í þessum þætti ræddum við jafnteflið gegn Crystal Palace og hituðum upp fyrir lokaumferð Úrvalsdeildarinnar.
hlakka til að hlusta eins og alltaf 🙂
os telegraph segir að Rodgers se búin að gera nyjan 4 ara samning 🙂
Fínn þáttur og um að gera að vera bjartsýn á sigur í lokaleiknum og að City tapi einhverjum leik.
Annars frábærar fréttir að Rodgers sé að framlengja hjá klúbbnum, vonandi að varnarþjálfari liðsins fái ekki samning með honum 🙂
Smá fun fact, svona til að setja seasonið í samhengi og líta aðeins á björtu hliðarnar.
Það þarf að fara aftur til tímabilsins 61-62 til að finna tímabil þar sem Liverpool hefur skorað jafn mörg mörk og á þessu tímabili. Og ef (þegar) Liverpool skorar á móti Newcastle þarf að fara alveg aftur til tímabilsins 95-96 (1895-1896 that is) til að finna fleiri mörk skoruð en það tímabil skoraði liðið 106 mörk í deildinni en þá voru ekki nema 16 lið í deildinni og 30 leikir spilaðir. Miklir markahrókar þá á ferðinni greinilega.
Skemmtileg statík hér að ofan- var þatta ekki 4 árum áður en að markverðir komu til sögunnar?
Flott podcast. Mikið er maður svekktur en samt glaður. Alveg sama hvað gerist er tímabilið alltaf framar vonum og við hljótum að gleðjast með annað sætið og ég tala nú ekki um skemmtanagildið. Seasonið í heild er draumur ekki bara boltalega heldur á allan hátt að eiga þau forréttindi að vera Púllari hér heima. Frábærasta vefsíða alheimsins kop.is, Liverpool klúbburinn á Íslandi með alla þá eðalmenn þar innanborðs, magnaða árshátíðin okkar og síðast en ekki síst að fara í gegnum heilan vetur með bilað FB og bilaðan twitter hjá utd mönnum. Ef ég væri einstæða mamman sem vann 80 millur á tvo miða myndi ég fjárfesta í íbúð í Liverpool því framtíðin er björt.
Poetry in motion. YNWA kæru vinir.
Lucas frábært backup fyrir Gerrard ef hann sættir sig við það.
Vaknaði hrikalega víraður áðan. Var smá stund að muna hvers vegna – en svo koma það. Síðast þegar ég leit á live-score hjá teamtalk, var staðan 2-4 (city-villa). Krosslegg fingur og vona að ég hafi verið berdreyminn þarna í fyrsta og síðasta sinn!
Takk fyrir vandað og hressilegt podcast. Full ástæða til að vera ánægður með lífið og okkar frábæra klúbb. Hlakka mikið til lokaleiksins á sunnudag og mun fagna hvað sem titlinum líður.
Mæli með að menn horfi á þessar klippur af lokahófinu – ekki síst þegar Suarez tekur við viðurkenningu sem leikmaður ársins. Þvílíkur snillingur.
http://www.liverpoolfc.com/news/latest-news/162479-free-videos-lfc-hosts-awards-dinner
Flott podcast að vanda og gott að allir tóku inn gleðipillurnar sínar fyrir upptöku! 🙂
Mjög góður punktur sem Einar Örn kom inn á. Auðvitað hefðum við aldrei tapað niður 3 marka forustu á móti Palace í venjulegum deildarleik. Það var hins vegar ekkert venjulegt við þennan leik og greinilegt að BR og leikmenn mátu stöðuna þannig fyrir þennan leik að eina leiðin til að ná City væri að komast upp fyrir þá á markatölu. Við verðum að setja þetta hrikalega klúður að missa niður 3 marka forustu í það samhengi. Ef þetta hefði verið venjulegur deildarleikur þá hefði BR dottið niður með liðið í stöðunni 3 – 1 í stað þess að bæta í sóknina.
Æðislegar fréttir að BR er kominn til að vera hjá klúbbnum a.m.k. næstu 4 árin. Barcelona og fleiri klúbbara voru farnir að míga utan í hann. Gott að tryggja okkur þjónusta þessa frábæra þjálfara.
Ég ætla ekki að horfa á leikinn í kvöld, ætla vera einhvers staðar úti í góða veðrinu.
Er nú ekki búinn að hlusta nema fyrstu 5 mín. En það er eitt sem ég get engan veginn skilið í þessari umræðu sem er í gangi og það er eins og Liverpool muni ekki eiga eins góðan séns á að vinna titilinn aftur?? Afhverju ekki, það bjóst enginn við þessu í ár liðið á eftir að verða betra B. Rodgers á eftir að verða betri. Jú vissilega geta City og Chelsea keypt hálfan hnöttinn en það er ekkert frekar ávísun á árangur.
Sorry ég ætla bara ekki að halda því fram að þetta sé eitthvað once in a Lifetime tækifæri ég vil meina að risinn sé bara vaknaður og býst við honum vakandi áfram.
@Neddi: Ég held að ein ástæðan hafi verið að um aldamótin 1900 hafi aðaluppstillingin verið 2-3-5. Sem gerir þetta afrek Rodgers og félaga ekki síður magnað 🙂
“In the first international game, Scotland against England on 30 November 1872, England played with seven or eight forwards in a 1–1–8 or 1–2–7 formation, and Scotland with six, in a 2–2–6 formation.” (Wikipedia)
Rétt hjá Auðunni, auk þess erum við enn efstir í deildinni. City þarf að klára sitt. Möguleikarnir eru enn til staðar.
Hins vegar ef allt fer á versta veg þá er tímabilið samt frábært. Meistardeild eftir nokkra mánðuði.
Auðvitað voru úrslitin sjokkerandi gegn CP en þetta getur gerst þegar spilaður er sóknarbolti. En ég vil frekar svona show áfram frekar en hugmyndafræði eins og er hjá Chelsea (sem hefur skilað þeim árangir að þeir eru fyrir neðan Liverpool)
Hvað með það þó einn og einn leikur fokkist upp? það gerist hjá öllum liðum
Sigrum í næsta leik og höldum presunni á $ity
YNWA
Ég er ekki alveg viss um að fyrstu fimm mínúturnar af þessum þætti gefi rétta mynd af honum í heild.
Fyrstu 5 mínútur podkastsins segja jafnmikið um innihald þess og fyrstu 75 mínúturnar gegn CP segja til um úrslitin.
Í þessum leik misstu okkar menn einfaldlega kúlið. Oft er talað um að sókn sé besta vörnin og margt til í því. Brendan Rodgers hélt áfram með sína strategíu sem skilað hefur okkur þetta langt. Það er ekkert víst að betur hefði farið ef Rodgers hefði að bakka með liðið. Ég held að nokkrir einstaklingar innan liðsins hafi einfaldlega ekki náð tökum á stressinu.
City á að vinna þess tvo leiki sem eftir eru. Þetta er í þeirra höndum og við þær kringumstæður getur stress factorinn farið að hafa áhrif.
Ég held að Rodgers verði að skoða varnarlínuna fyrir næsta tímabil.
Það geri ég mér fulla grein fyrir Babu. Hef bara ekki náð að hlusta á allt. En þetta hefur samt verið að pirra mig svolítið í umræðunni hér síðust vikurnar og kemur ekkert endilega þessu podcasti við og var síðan það eitt það fyrsta sem Kristján Atli segir þarna í byrjun.
Endalaus viska, gaman að hlusta. Er á því að 99,9% Liverpool manna vildu sjá 0-4 í stöðunni 0-3. En gott að vera vitur eftir á, en er alveg sammála því að Aggerinn átti að koma inn í stöðunni 2-3. Risamistök þar hjá honum.
Greinilegt að Rodgers hugsar að sóknin sé besta vörnin all the time and always 🙂
Áfram Villa. Við tökum þetta.
Hvernig á maður samt að haga sér ef City gerir jafntefli í kvöld? Það yrðu eiginlega ógeðlegustu úrslit sem hugast getur.
Örn (fuglinn)
Ég held að; fari þetta jafntefli í kvöld þá munu úrslitin okkar gegn CP hafið haft mikið um það að segja- þegar þetta er komið á þetta stig í keppninni þá hafa úrslit áhrif á aðra leiki, bæði hvað varðar spennustig og taktík.
En er Samt algerlega sammála þér- og þá setur EF-sirkusinn upp háværa sýningu í hausnum á mér í alla nótt
City aðdáendur uppteknastir við að syngja níðsöngva um Gerrad, svona hegðun kallar á karma…
Þetta með Lucas… Þegar Gerrard var meiddur voru Lucas og Henderson að rúlla öllu upp á miðjunni og menn í raun að ræða hvort Gerrard væri búinn. Þannig að spurningun er hvort Henderson sé bara ekki orðinn svona rosalega góður að hann lætur alla líta vel út…
Gef Lucas annað ár í það minnsta…