Kop.is Podcast #63

Hér er þáttur númer sextíu og þrjú af podcasti Liverpool Bloggsins!

KOP.is podcast – 63. þáttur

Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.

Ég (Kristján Atli) stýrði þættinum. Með mér að þessu sinni voru Maggi, Babú og Ólafur Haukur Tómasson.

Í þessum þætti ræddum við alheims- og himingeimsbann Luis Suarez, riðlakeppni HM í Brasilíu, kaupin á Adam Lallana og fleira.

36 Comments

  1. i sambandi við suarez þa er eg hans stærsti aðdáandi og að minu mati er hann hæfileikaríkasti knattspyrnumaður sem okkar lið hefur átt. En ef þetta bann verður ekkert stytt þa held eg að eg myndi selja hann nuna EN BARA FYRIR FULLT VERÐ SEM ER 80-100 MILLJONIR.. eg myndi alls ekki selja hann með afslætti, frekar eins og Kristjan segir spila hann þa i gang og selja a top top price næsta sumar ..

    Eg held það verði okkar mönnum bara of dýrt að vera an hans i 1/4 af timabilinu, þa tel eg hugsanlega betra að fa allann þennan pening og styrkja liðið verulega og vonandi takast að gera það mun betur en Tottenham coveraði Bale i fyrra..

    minn heitasti draumur væri að hafa suarez með hausinn i lagi i mörg ár i viðbót en staðreyndin er sú að hausinn hans er ekkert i lagi og hvað ef hann býtur aftur …

    EG er algerlega 100 prosent viss um að okkar menn munu selja hann i sumar ef þeir fa það verð sem þeir vilja.

    eg er eigilega mest hræddur um að okkar menn seu algerlega bunir að fa uppi kok og muni jafnvel selja hann með afslætti og það vil eg alls ekki ..

    mitt mat er okei selja hann fyrir lágmark 80 milljonir eða 60 plús sanches en alls ekki selja hann a afslætti ..

  2. Slagorðið YNWA er gjaldþrota ef menn flykkjast ekki bak við hann Suárez.
    Allir vita að þetta umstang í kringum hann er mikið meira en það sem raunverulega ætti að vera og sérstaklega ef þú berð þetta saman við önnur tilvik í fótboltanum.

    Getur vel verið að hann sé ekki prúðbúinn breti og hafi sína galla en ég myndi velja hann
    allan daginn fram yfir hvaða breta sem er.

    Þeir sem vilja hann í burt eru einfaldlega ekki búnnir að hugsa þetta í gegn þar sem
    liðið er ALDREY að fara verða sterkara í hans fjarveru.

    YNWA (sometimes)

  3. nú fyrr i kvöld var leikmaður KV klipin i klofið i leik gegn Selfossi svo fast að úr honum blæddi, hvað fær þessi leikmaður Selfoss langt bann ? þetta hlytur að verða bann i einhverja manuði, að klípa mann til blóðs finnst mer engu skárra en að bíta, bæði jafn fáranlega heimskulegt ..

    orðum það þannig að ef suarez hefði klipið einhvern til blóðs þa væri suarez a leið i langt bann er þa ekki ?

  4. Þetta er nú ekkert nema kjánalegt Viðar… Þessi stórkostlegi leikmaður að nafni Luis Suarez hefur sí endurtekið þessa hegðun það er eina ástæða lengd á banninu.

  5. Eins og ég segi í podcastinu þá hallast ég á það að ég myndi selja hann fyrir rétta boðið. Einfaldlega vegna þess að hann er svo rosalega mikils virði fyrir okkur. Já, hljómar furðulega.

    Hef mikið velt þessu fyrir mér og ég vil alls ekki þurfa að horfa upp á hann yfirgefa félagið. Hins vegar þá finnst mér að Liverpool geti ekki treyst honum lengur. Hann er frábær, besti leikmaður liðsins, deildarinnar og einn sá besti í heimi. Hann mun gera eitthvað af sér aftur, kannski ekki endilega bit en það verður eitthvað. Hann mun lenda aftur í vandræðum, ég hef ekki trú á öðru og þá lendum við aftur í slæmri stöðu.

    Að missa Suarez myndi klárlega veikja okkur. Eins og öll lið sem lenda í að missa sinn besta leikmann. Að mínu mati munum við á einhverjum tímapunkti missa hann, annað hvort í gegnum félagsskipti eða hann misstígur sig og lendir jafnvel í lengra og verra banni en þetta. Það er því að mínu mati spurning hvort, aðeins ef rétt tilboð berst, við tækjum ekki hámarksfjárhæð fyrir hann núna í stað þess að eiga í nokkuð mikilli hættu á að missa hann frá okkur í gegnum einhver bönn og leiðindi.

    Við yrðum miklu, miklu betur í stakk búin að takast á við að missa Suarez með því að selja hann fyrir hámarks boð í dag en að missa hann aftur í langt bann seinna á leiktíðinni eða á næsta ári. Það er það sem ég meina með að hann sé of mikils virði fyrir okkur. Draumurinn er að hann er skyndilega hættur öllu þessu rugli, hagar sér sómasamlega og heldur áfram að raða inn mörkum. Það er draumurinn, raunveruleikinn er hins vegar sá að mikið vantraust liggur eflaust á Suarez núna og er félagið tilbúið að taka þá áhættu að selja hann ekki núna til að geta fyllt skarð hans sem best því líkurnar á að hann hagi sér vel eru ekki honum og Liverpool í hag.

    Maður ver ekki Suarez lengur, maður styður við hann í gegnum óréttlátt bann og í að reyna að laga þetta vandamál sitt en eftir situr mikið vantraust sem er nóg til að enda framtíð hans hjá Liverpool held ég.

  6. Ef menn horfa eingöngu á það jákvæða við að hafa Suarez þá erum við í toppmálum,,,,, þessi snillingur er heppinn að vera hjá Liverpool,,,,, við erum loksins líka með þann besta,,, Ronaldo var 400þúsund pund frá því að verða Liverpool leikmaður,,,,, held að Gerrard og Rodgers spili ansi stóra rullu þessa stundina,,,,, þessi snillingur er einn sá besti og sér ekki fyrir endan á því, og að hann hafi það til vansa eða hvað skal kalla að bíta anstæðinginn við vissa aðstæður er tækifæri fyrir Liverpool og Suarez til að vinna með,,,,,,

  7. Vill enginn tala um það? Er það ekki þannig að þegar suarez tekur uppá þessu þá er hann yfirleitt að reyna komast í burt?

  8. haha jú burt frá brasilíu hver nennir að vera þar þegar hann getur verið á Englandi.Ég trúi því nú varla að þú eigir við að hann vilji losna frá Liverpool það er ansi langsótt samsæris kenning að hann fari að láta senda sig heim af HM og langt bann til þess að losna frá félagsliðinu sínu er það ekki ansi langsótt kenning.

  9. Hvenær má búast við niðurstöðunni úr áfrýjunni? Þurfa þeir ekki að koma með það í dag, fyrir leikinn?

  10. Ég var að klára Liverpool hlutann af þessu podcasti og langar að skjóta einu að hérna.

    Þessi umræða sem hefur farið af stað með Suarez er alveg fáranleg. Hún er að mestu stýrð af fjölmiðlum sem eru tilbúnir hakka niður Suarez því allar aðrir stuðningsmenn en Liverpool og Úrúgvæ þola ekki leikmanninn. Af hverju hafa ekki fleiri fjölmiðlar veltu þessu fyrir sér:

    Þegar fólki er almennt refsað fyrir refsiverða hegðun er ÁVALT litið á alvarleika brotsins þegar kemur að því að ákveða þyngd refsingar. Vissulega er refsingin þyngd ef brotið gerist aftur og aftur og við því mátti alveg búast og ósköp eðlilegt. Það vita það allir að þetta bit hans er alveg fáranlegt! Ég var að skamma 2. ára stelpuna mína fyrir að gera þetta ekki núna um daginn. En hinsvegar eru mörg brot inná vellinum miklu alvarlegri. Þið getið skoðað þetta myndband hér: https://www.youtube.com/watch?v=0VSYpypw3So
    Þarna eru tæklingar teknar saman sem eru skelfilegar og geta haft mjög alvarlegar afleiðingar. Hefði Suarez tekið þessa tæklingu þá hefði hann fengið 3-5 leiki í bann, jafnvel þó að mótherjin hefði fótbrotnað. Af hverju? Jú vegna þess að sakvæmt FIFA er þetta partur af leiknum. Það má því með sanni segja að FIFA (og FA í vetur) dæmi ekki í bann með tilliti til alvarleika.

    Eins og rætt var um í podcastinu þá er þessi dómur alveg útúr kortinu að svo mörgu leiti en ég hef alveg mínar kenningar um af hverju þeir ákváðu þetta. Eins og ég sagði í upphafi þá eru sögur um Suarez algjör veisla fyrir fjölmiðla því allir stuðningsmenn sem styðja ekki Liverpool og Úrúgvæ elska að lesa þetta og taka þátt í að kalla Suarez eins ógeðslegum nöfnum og hægt er. Með þessu eru þeir því að mata fjölmiðla þessi líka frábæru frétt og á meðan hún lifir er ekkert rætt um Sepp Blatter og allan þann skandala í kringum hans eins og Qatar en sú umræða var í gangi í byrjun móts. Þessi frétt kom til að mynda á ruv.is 12 júni: http://www.ruv.is/frett/platini-haettur-ad-stydja-blatter

    Ég held hinsvegar að þessi dómur muni bíta (vóhó) FIFA all rækilega í rassinn því þeir sem hafa smá basic skilning í lögfræði sjá að þetta stenst ekki nein lög. Liverpool er að sjálfsögðu refsað þó þessi kona, sem augljóslega var ekki starfi sínu vaxin á þessum blaðamannafundi, segi annað. Einnig veit ég ekki hvað vinnulöggjöf segir um þetta en það er aftur annað mál.

    Að lokum langar mig að benda öllum á eitt. Í podcastinu (og fjölmiðlum almennt) er talað mikið um Suarez sem fárskjúan leikmenn sem þarf helst þrjá sálfræðitíma á dag til að lagast.
    Þeir sem vilja setja Suarez undir þennan hatt hafa greinilega ekki hitt fársjúka menn. Ég hef verið svo lánsamur að vinna með svoleiðis fólki og það fer alltaf jafn mikið í taugarnar á mér þegar þetta er sagt. Með því er svo verið að stimpla Suarez e-ð sem hann er alls ekki. Vissulega snappar e-ð í hausnum á honum þegar hann ákveður að bíta menn, en ef aftur er litið á alvarleika brotsins og t.d. hegðun Suarez utan vallar, þá er ég 90% viss um að við getum fundið sjúkari mann í 10 manna handahófskendum hóp.
    Hver er það sem skilgreinir hvað það er að vera sjúkur? Er það vegna þess að hegðunin er svo óalgeng eða fer það eftir alvarleika hegðunarinnar? Af hverju er svona miklu verra að snappa á leikvellinum þar sem adrenalínið er í botni en t.d. heima við þar sem ákveðinn leikmaður er að flengríða konu bróður síns eða konu liðsfélaga síns? Ef þið spyrjuð ykkur nú aðeins á því? Hvar liggur alvarleikinn? Hvar er verið að splundra fjölskyldu og hvar er verið að gefa manni tannafar? Og hvenær er maður sjúkur eða veikur?
    Athugið þó að með þessu er ég ekki að segja að þessir leikmenn sem eru að halda framhjá fjölskyldu sinni eigi að fá bann á leikvellinum. Ég er einungis að tala um þessi ömurlegu umræðu þegar verið að stimpla Suarez sem e-ð gífurlega veikan einstakling. Það er eins og að hann þurfi meiri hjálp en allir aðrar fótboltamenn. Menn eru farnir að tala um Joey Barton sem engil við hliðin á honum. Barton er í alvöru á sakaskrá.

    Ef þið trúið mér ekki þá ættu þið að kíkja sem sjálfboðaliðar á staði þar sem sjúkir einstaklingar koma saman til að fá aðstoð. Ég er viss um að þið verðið á annari skoðun.

  11. Merkilegt þetta rant Magga þarna í lokin. Þessi söngur um HM sem B-útgáfu af félagsliðaboltanum þar sem bestu liðin nenna ekki að mæta til leiks hefur réttilega hljómað kringum undanfarnar keppnir sem hafa verið frekar daufar.

    Þetta er hinsvegar búin að vera keppnin sem brýtur trendið. Fullt af góðum fótbolta með slatta af mörkum, allra stærstu stjörnur keppninnar (Messi, Neymar, Robben ofl.) eru loksins að ná að skína og hæfilega mörg óvænt úrslit blandast vel við góðan fótbolta frá sterkustu liðunum. Við erum að sjá taktískar áhættur í fyrsta skipti á HM í langan tíma með þriggja manna vörnum og framherjapörum. Varnasinnaða 4-2-3-1 kerfið sem dómineraði síðustu keppni er hvergi sjáanlegt og lið reyna nú að vinna leiki í stað þess bara að “tapa ekki”. Þá eru auknir möguleikar litlu liðanna til að storka stærri liðunum með góðum, framsæknum fótbolta kostur en ekki galli.

    Það er loksins búið að ýta á reset takkann á alþjóðlegum fótbolta.

  12. Ég hef ekkert séð um áfrýjunina, veit einhver stöðuna á því? Þessu var alveg örugglega áfrýjað er það ekki?

  13. ju úrúgvæ áfrýjaði en eg hef ekkert seð Hvenær það verður tekið fyrir..

    eins hljota lögfræðingar okkar manna að vera skoða lagalegu hliðina a þessu öllu saman

  14. Merkilegt hvað morgum poolurum finnst þetta harður dómur, eg bjóst við 6 manaða banni fra ollum keppnum, með landsliði og felagsliði. Mike Tyson fekk lifstiðarbann fra “proffessional boxing”, sem hann fekk reyndar til baka eftir að hafa borgað 3 milljonir dollara i sekt, vissulega var atvikið hja Tyson verra en verknaðurinn er sa sami. A moti kemur að mer finnst að leikmaður sem skallar eða kylir annann leikmann villjandi eigi að fa nokkurra manaða bann, það er einfaldlega likamsaras(einsog bitið) sem a ekkert skyllt við fotbolta.

  15. Fyrst Uragvæ áfríaði, af hverju fór Suarez heim, hann ætti að geta spilað þennan leik í kvöld því bannið myndi ekki taka gildi.

  16. nr 10 Birkir.
    Gott komment. Ég er þó algjörlega ósámmála með eitt. Suarez þarf augljóslega á hjálp að halda. Þetta er ekki eðlilegt. Menn þurfa ekki að vera fársjúkir að öllu leyti til að þurfa á hjálp að halda.
    Best væri að Suarez myndi viðurkenna sína veikleika og vinna í sínum málum með hjálp Liverpool.

  17. Kalli #17

    Ég tala aldrei um að hann þurfi ekki á hjálp að halda. Hann getur þurft á hjálp til þess að stjórna skapi sínu inná vellinum en að flokka það sem sjúkan einstakling finnst mér ekki eðlilegt.

  18. Það er eitt sem ég skil ekki þegar menn eru að segja að bit sé verra en annað ofbeldi, með þeim orðum að það eigi ekkert skylt við fótbolta. Við skulum hafa það á hreinu að ofbeldi í heild sinni á ekkert skylt við fótbolta.

    Við eigum ekki að gefa neinn afslátt af ofbeldi, aldrei.

    Þess vegna finnst mér þessi dómur frekar fáránlegur, í ljósi þess að greinlega innan FIFA þá flokka þeir ofbeldi í gæðaflokka.

  19. Mér finnst þessi dómur harður og margt rangt. Mér finnst fjölmiðlar (auðvitað fyrst og fremst og aðallega þessir ensku) fara offorsi gagnvart Suarez þegar einhver vafaatvik koma upp. Mér finnst Suarez hetja að mörgu leyti fyrir að umbera pressuna svona mikið. – En maðurinn á við alvarlegt vandamál að stríða. Fyrir það fyrsta þarf hann að viðurkenna brot og taka afleiðingum, hverjar sem þær eru. Ég hálfhló en varð smá súr þegar ég heyrði vörnina hans … þetta með að missa jafnvægið og reka andlitið í öxlina á honum… svona eins og fórnarlambið sem labbaði sextán sinnum afturábak á hnífsoddinn… — Þýðir YNWA að við eigum að fylkja okkur á bakvið Suarez í blindni, no matter what? Eða felst kannski besti stuðningurinn í því að skora á að hann fari í einhvers konar meðferð eða fái sálfræðilega aðstoð? Hvenær ertu besti stuðningsmaðurinn? — Mér finnst barnalegt stundum (og notabene … ég hef gert þetta sjálfur nýlega … þannig að ég er barnalegur … ) að minnast á alvarleg brot eins og tveggja fóta tæklingu i legginn á mótherjanum. En ég horfi öðruvísi á bit – mér finnst það bera vott um alvarlegan kvilla … sérstaklega þegar þetta gerist þrisvar sinnum á fjórum árum.

    Ég elska Liverpool – ég hef farið á leik á Anfield og sungið lofsöngva um Suarez. Ég er nógu gamall til að hafa verið nógu gamall til að upplifa góð og vond ár með Liverpool. Ég hef oft pirrað mig á stælum ýmissa leikmanna og síendurteknum vandræðum hjá þeim (rauð spjöld hjá Mascherano anyone … ) … Neil Ruddock … o.s.frv. En klúbburinn er ALLTAF stærri en einstaklingurinn og eins og staðan er núna, þá styð ég algjörlega þá ákvörðun sem klúbburinn tekur – hver sem hún verður. En mín persónulega skoðun er sú að Suarez þarf að fara – nema hann viðurkenni vandann, viðurkenni brotið og haldi áfram sínu góða starfi innan vallar og utan. Síðasta tímabil var stórkostlegt svar hans gagnvart gagnrýnisröddum og bónus í kladdann til stjórans og stjórnar fyrir að neita að leyfa honum að fara. Hvað gerist núna? Mun enska pressan ná að gjörsamlega fara með hann … eða fer hann sjálfur? (Hvernig var aftur stigasöfnun og markaskorun í fyrstu leikjum síðasta tímabils – þegar Suarez var í banni?

  20. “Við skulum hafa það á hreinu að ofbeldi í heild sinni á ekkert skylt við fótbolta.”

    Ég skil hvað menn eru að fara með þessari yfirlýsingu sem ég er búinn að skjá nokkuð oft síðustu daga. En erum við ekki að fara aðeins fram úr okkur í heilagleika íþrótta? Vissulega fer fótboltinn alltaf lengra og lengra frá ofbeldinu með hverju árinu með einstaka upphlaupi truflaðra manna en er ekki einmitt málið að þetta er í grunninn náskylt með rætur sínar aftur í það að menn ákváðu að nú væri komið gott af því að myrða hvorn annan og fara að metast og keppa á annan hátt?

    Ég held að við sem samfélag þróumst alltaf í þessa siðlegu átt en það sé erfitt að losna við það eðli sem blundar í okkur að gera nánast allt sem í boði og ekki í boði er til þess að tryggja að við séum “fittest” og VIÐ komumst af! Í dag er alltaf minna og minna um að við missum svona stjórn á okkur þegar ekkert gengur upp og það gerir það að verkum að við tökum mun meira eftir þessu og blásum það meira upp.

    En já, pointið sem ég lagði af stað með var sem sagt að, að mínu mati eru íþróttir og fótbolti náskyld og það ætti ekki að koma á óvart að menn missi sig endrum og sinnum.

    Ekki misskilja mig samt. Ég vona að þróunin haldi áfram og þetta verði á endanum algjörlega aðskilið!

  21. BABÚ SPÁMAÐUR

    kæmi mer ekki a óvart ef chile menn myndu striða Brössunum allverulega.. spai samt Brössum 3-2 sigri . Þetta sagði Babu og þetta reyndist hárrétt, Brassar unnu fyrir rest 3-2 i vítum var það ekki ..

  22. annars er ekki enn búið að staðfesta Lallana

    Real Madrid undirbyr tilboð i Sterling, megi þeir hoppa uppi rassgatið a ser ..

    john henry er sagður til i að selja Suarez a 85 milljónir evra sem MER finnst of lítið fyrir hann ..

    vermalen a að vera að fara til Man Utd fyrir 11 kúlur, af hverju eru okkar menn ekki að reyna að taka þann gæja ?

    og brandari helgarinnar er að Van Gaal vilji Dirk Kuyt, fint endilega eigðu hann herra Van Gal 🙂

  23. Ef vid snúum adeins útúr..

    Suarez hefur nanast verid gjorsamlega laus vid meidsli sidan hann kom til Liverpool (og sennilega fyrir thad lika). Svo ef vid erum ad tala um thad ad hann se ekki virdi fulls verds, tha getum vid bara litid til thess ad hann spilar sennilega um ca. 80% allra leikja (ekki fullyrd prosenta) eins og flestir adrir heimsklassa leikmenn. Vid gaetum tvi bara saett okkur vid thetta eins og fotbrot og fyrirgefid okkar langbesta leikmanni ad vera fjarverandi til langs tima af og til og thurfa a andlegri hjalp ad halda 🙂

    Og munum ad vera godir vid tha sem thurfa a hjalp ad halda, their thurfa studning.

    Afsakid stafina, er i Brasiliu.

  24. hvernig stendur a þvi að Lallana er ekki staðfestur ?
    hann er löngu buin i læknisskoðun .

  25. Þetta var að birtast á FB síðu Suarez:

    “After several days of being home with my family, I have had the opportunity to regain my calm and reflect about the reality of what occurred during the Italy-Uruguay match on 24 June 2014. Independent from the fallout and the contradicting declarations that have surfaced during these past days, all of which have been without the intention of interfering with the good performance of my national team, the truth is that my colleague Giorgio Chiellini suffered the physical result of a bite in the collision he suffered with me. For this:
    1. I deeply regret what occurred.
    2. I apologize to Giorgio Chiellini and the entire football family.
    3. I vow to the public that there will never again be another incident like this involving me. In Montevideo, on 30th june 2014.”

    https://www.facebook.com/suarez16luis

  26. Þessi afsökunarbeiðni staðfestir illan grun minn, LS er á leið til FC Barcelona.

  27. Suarez – Messi – Neymar
    Virkar svosem eins og ágætis sóknarlína. En Sanchez – Sturridge -Sterling er svose ekkert glatað…

  28. jaja suarez er að fara en fyrir 85 milljonir evra eða 68 milljónir punda er eg ekki ánægður með..

    eg vil lagmark 80 milljonir punda sem væri þa afslattur þvi eg tel 100 milljonir punda vera fullt verd fyrir hann ..

    það sem verra er i þessu er að sagan segir að sanches vilji ekki koma til okkar þvi hann vill fara til Arsenal sem er i london…

    eg gæti svo alveg truað að þessi suarez saga verði ekki i allt sumar þvi eg gæti vel truað að felagaskipti suarez til Barca seu langt komin og að þetta verði tilkynnt a næstu dögum ..

  29. Af hverju halda menn að Suarez sé að fara, þó svo hann sé að biðjast afsökunar ? Þetta er bara flott hjá honum, hlaut að koma að þessu. Ég les svo út úr þessu að hann sé 100% viss um að þetta komi ekki aftur fyrir af því að LIVERPOOL er með svo góðan íþróttasálfræðing 😉

    YNWA

  30. Veit ekki alveg hvað manni á að finnast um að hann hafi logið ítrekað eftir atvikið um hvað gerðist m.a. fyrir FIFA “dómstólnum”

  31. Höddi 31

    eg held ekki að hann se að fara af þvi hann baðst afsökunar, hann er bara mjög mikið orðaður við Barca þessa dagana asamt þvi að hvorki eigendur ne framkvæmdastjóri Liverpool hafa lyst yfir stuðningi við hann ..

  32. Chiellini búinn að svara: “@luis16suarez It’s all forgotten. I hope FIFA will reduce your suspension.” Chiellini er búinn að vaxa gríðarlega í áliti hjá mér.

  33. Viðar. 34,

    Er það ekki árvisst með Suarez, hann er sífellt orðaður við bestu liðin, sem er eðlilegt, því hann er einn af þremur bestu í heiminum. Ég vona að stjórn Liverpool standi fastir á að halda honum áfram, eitt tímabil í viðbót allavega 🙂 Hann vildi spila í meistaradeildinni, og með Liverpool, og núna er hann þar, því þá að hætta ??????

    Ég vona að Liverpool verði eins og við vorum frá 1980 til 1990, þar sem við höldum bestu leikmönnum okkar, og séum ekki einhver “feed club” fyrir ríkustu liðin.

Opinn þráður: 16-liða úrslit, Suarez ofl. (Uppfært: LALLANA!)

Suarez segir sorrý