Liverpool hefur staðfest ráðningu á nýjum yfirmanni yfir knattspyrnuakademíu LFC í stað Steve Heighway. Hann heitir Piet Hamberg og er frá Hollandi. Hann er 53 ára gamall og var núna síðast á mála hjá Grasshoppers. Piet er fyrrum atvinnumaður með m.a. Ajax, FC Groningen, NEC og Servette en hefur þjálfað hjá Ajax, FC Groningen, Grasshoppers, ungmennalandsliðs Sádi Arabíu, Al Ahli o.s.frv. Þannig að það er klárt mál að Piet er hokinn af reynslu úr Evrópuboltanum.
Rick Parry segir m.a. þetta:
“Following the departure of Steve we took the opportunity to review the academy structure and decided to separate the very distinct roles. Piet will come in with the specific brief to head up the coaching and development side, while Malcolm will be in charge of all recruitment.”
Það er alveg ljóst að Liverpool er að verða meira og meira alþjóðlegt félag með erlenda þjálfara, stjórnendur og leikmenn.
Held að það sé bara hið besta mál að stokka aðeins upp í akademíunni. Hún hefur skilað upp frábærum leikmönnum í gegnum árin, þó svo maður hefði viljað sjá fleiri stráka koma upp í aðalliðið undanfarin ár. Vonandi verður þessi breyting til þess að skila fleirum ungum leikmönnum uppúr akademíunni í líkingu við Gerrard, Owen, Carragher, Redknapp, Macca og Fowler.
Redknapp kom ekki upp
Redknapp kom ekki upp úr akademíunni heldur var keyptur frá Bournemouth á einhver 350 þúsund pund sem þá var eitt það mesta sem hafði verið greitt fyrir svo ungan leikmann, 17 ára.
Þess má geta að fyrri ummælin voru skrifuð á Safari fyrir windows og sá ágæti browser ákvað að skila bara fyrstu línunum í ummælunum.
Smá útúrdúr:
Þá er orðið ljóst að stöð 2 ætlar að hafa Enska á særrásum (Sýn 2) og selja pakkann á kr. 4390 sem er ekki nema ca 75% hækkun frá verði skjásins.
Þeir ætla víst að senda út breiðtjaldsmerki, en eftir á að koma í ljós hvort þeir sem eru með breiðbandsafruglara eins og ég, geti nýtt sér allar stöðvarnar og þá í breiðtjaldsstærð.
Það verður bara pöbbinn í vetur, Sýn nei takk !
Ég held að maður geti verið sammála síðasta ræðumanni… Nú loksins þegar búið er að banna reykingar á börunum þá getur maður farið þangað, horft á leikina og komið heim án þess að anga eins og öskubakki… Sýn, nei takk
Verð samt að leiðrétta eitt Aggi. Hann tekur ekki við starfinu hans Steve Heighway. Þessu var skipt eitthvað upp og John Owens er núna yfirmaður akademíunnar 😉