Nýr markvörður og Carlsberg áfram

Tvær stuttar fréttir: Fyrir það fyrsta þá er Liverpool að sögn BBC búið að kaupa markvörð búlgarska U-21 landsliðsins, sem heitir Nikolay Mihaylov frá Levski Sofia. Ég veit auðvitað nákvæmlega ekkert um þennan markvörð, en hann verður þá væntanlega markvörður númer 3 á næsta tímabili á eftir Reina og Carson.

Það er þó athyglisvert að Mihaylov, sem er aðeins átján ára gamall hefur nú þegar spilað landsleik með aðalliði Búlgaríu (en hann fékk þá á sig 5 mörk í tapi gegn Skotlandi. Hann er 1,94 metrar á hæð.

Svo hafa Liverpool og Carlsberg framlengt styrktarsamning sinn og verður Carlsberg því styrktaraðili Liverpool til 2010

2 Comments

  1. Enn og aftur halda þeir bókhaldinu út af fyrir sig varðandi styrktaraðlia og svoleiðis. Það er ekkert minnst á hversu mikið þeir fá þannig að hægt sé að miða þetta við samninga annara liða. Er viss um að Tottenham fái meira fyrir Mansion samninginn en við við brjóstdropafyrirtækið Danska.

Nýr yfirmaður akademíunnar

Enski boltinn á 4.390 á mánuði!