Hópferðir Kop.is 2016/17

Kop.is mun í samstarfi við Úrval Útsýn standa fyrir hópferðum á nokkra leiki Liverpool tímabilið 2016/17.

Um verður að ræða frábærar lúxus-helgarferðir til Liverpool-borgar í fararstjórn ritstjórnar Kop.is. Þessar ferðir hafa gengið frábærlega hjá okkur síðustu þrjú ár og við ætlum að spýta í lófana og gera enn betur í vetur og bjóða upp á fleiri ferðir en nokkru sinni fyrr. Komið með!

Staðfestar hópferðir:

  • 21. – 24. október á leik gegn West Bromwich Albion á Anfield
  • 25. – 28. nóvember á leik gegn Sunderland á Anfield

Nánari upplýsingar um verð og dagskrá verða birtar hér um leið og þær eru staðfestar. Þá bendum við á flipann Hópferðir 2016/17 hér efst á síðunni en sá flipi verður uppfærður jafnóðum með upplýsingum fyrir hverja ferð, auk þess sem við munum birta fréttir á síðunni um leið og við getum kynnt verð og skráningu í hverja ferð. Það verður á næstu dögum.

Fylgist með!

Ferðasögur úr fyrri ferðum:
Everton í maí 2013
Crystal Palace í október 2013
Swansea í febrúar 2014
West Brom í október 2014
QPR í maí 2015
Man Utd í janúar 2016

17 Comments

  1. Fòr ì fyrstu ferðina. Hùn var geðveik. Ekkert ùt á hana að setja. Fullkominn frá a til ö.

    Mig langar aftur. Mér leikur forvitni á að vita hvort það liggur fyrir að reyna að hafa pakkann òdýrari? Hòtelin hafa verið frekar flott ì þessum ferðum og er það ekki frekar stór hluti af kökunni? Held að mörgum sé sama um beddann sem þeir crasha á 2 til 3 nætur ì hinni æðislegu Liverpool borg.

  2. mer finnst alveg rosalega glatað að fara að senda fólk a leik a móti. Suðurland(sunderland) þetta lið er i rangri deild og stjórinn er. …tja boring.

  3. Samála #1
    Hótelið skiptir litlu máli og mætti þetta vera tveggja störnu hótel.

    Leikurinn er númer 1,2 og 3 og í svona stuttri ferð eru menn ekki að hanga á hótelinu.

    s.s reynið að hafa verðið sangjart og má minka gæði á hótela.

    P.s hef ferið á 5 Liverpool leiki og ekki sitja gæði hótelsins eftir í minninguni.

  4. Eins og segir í fréttinni þá koma frekari upplýsingar í flipanum um leið og þær birtast.

    Þessi frétt er hér sett fram svo að fólk geti þá horft til þessara helga og leikja ef það vill taka þátt í kop.is ferðum.

    Endilega rennið yfir ferðasögurnar, sérstaklega þá frá í janúar því þar held ég að við förum næst því sem við munum byggja á – enda býsna vel heppnuð ferð í alla staðin held ég. Varðandi mótherjana þá einmitt horfum við nú til þeirra leikja sem eru gefnir upp sem “B” eða “C” leikir þegar kemur að verðum, auk þess að vera stillt upp á laugardegi sem okkur finnst lang skemmtilegasti leikdagurinn.

    Það eru margar leiðir til að fara á leiki í Liverpool, ein leiðin er að skella sér með í kop.is ferðir – við höfum margnefnt það að aðrir sinna slíkum leikjum bara þrælvel en á annan hátt en við. Við erum í samstarfi við ÚÚ og flottan aðila í Liverpoolborg og á því byggjum við þetta allt, enda vel heppnað samstarf hingað til.

    Kátína og gleði til allra!!!

  5. Nú langar manni bara að forvitnast fá Kop.is menn frítt í þessar ferðir s.s fyrir utan gjaldeyri ?

  6. Tveggja stjörnu hótel er of aumt. Mà vera að einhverjum sé sama en ég hef verið að hugsa um að drífa mig í Kop ferð og þà með konuna og jafnvel 7 àra son og þà skiptir Hótel bara miklu màli. Skil menn sem eru einir og ætla mest að djamma að aðbúnaður skipti minna màli en það er ekki boðlegt fyrir fjölskyldur að hafa þetta ekki à fínum klassa.
    Hlakka til frekari upplýsinga um ferðir vetrarins.

  7. #5: Fyndist þér eitthvað athugavert við það? Gerir þú þér grein fyrir hvað er lögð mikil vinna í undirbúning svona ferðar? Þessir drengir hafa gert það að miklum heilhug til þessa og eru að fara út sem fararstjórar – endalausar reddingar í ótrúlegustu aðstæðum sem geta komið upp.

  8. Þetta er allt besta mál. Hér er boðið upp á toppferðir og svo er líka magnað að fara með klúbbnum út, fyrsta flokks fararstjórn og allt í toppstandi. Tveir frábærir kostir sem menn/konur velja bara. Fólk ætti frekar að þakka fyrir að það séu til fólk sem nennir að græja svona hluti.

  9. Ég skal reyna að svara nokkrum spurningum:

    Um leikjaval. Það er mín reynsla eftir að hafa farið á mýmarga leiki liðsins að það er öðruvísi stemning þegar um er að ræða leiki gegn öðrum liðum en erkifjendum eða toppliðum. Helgin verður öll afslappaðri og maður nýtur sín betur. Ef ég er að fara út á t.d. United- eða Chelsea-leik er ég miklu stressaðri. Þar að auki, og við skulum bara tala hreint út hérna, eru meiri líkur á að liðið vinni leikina gegn “minni spámönnum” og ef við getum mögulega boðið fólki upp á betri líkur á að það sjái sigurleik eða markaveislu, þá þiggjum við það.

    Þar að auki er verið aðeins að koma til móts við kostnaðarliðinn hérna. Þessir leikir eru ódýrari en stórleikirnir en bjóða á móti upp á meiri líkur á sigri, mörkum og skemmtilegu síðdegi. Síðasta vetur fór ég á tvo leiki: ég sá okkar menn vinna Aston Villa 3-2 í september, þar sem Daniel Sturridge minnti rækilega á sig í miðjum meiðslum, og svo sá ég 0-1 tap gegn Man Utd á Anfield í janúar.

    Ég veit alltaf hvorn leikinn ég myndi frekar velja næst. Og þegar kemur að því að ég fer t.d. á eigin vegum á Anfield þá mun ég alltaf leita uppi “minni spámenn” sem mótherja. Þá er helgin afslappaðri en samt sama frábæra stemning í kringum leikinn, og líkurnar á sigri og mörkum minna manna talsvert meiri.

    Um hótel. Við höfum margsagt hér að við erum að reyna að bjóða upp á aðeins meiri gæðaferðir heldur en aðrir. Í því felst fararstjórn, gott hótel, þétt dagskrá af viðburðum fyrir þá sem það vilja og annað slíkt sem er ekki í boði annars staðar. Viltu fara sem ódýrast á Anfield? Þá geturðu mjög auðveldlega fundið ódýrt flug til London, lest til Liverpool, farfuglaheimili í úthverfi borgarinnar og staka miða á fínu verði. Það er valkostur fyrir þá sem það vilja.

    Við erum einfaldlega að bjóða upp á hinn valkostinn. Gæðaferðir með fararstjórn, dagskrá og vönduðum hótelum – trúðu mér það er fullt af fólki sem lætur hótelið sig miklu skipta (ég er einn þeirra). Það ætla ekki allir að vera á pöbbnum frá opnun til lokunar og er sama hvar þeir halla sér í nokkra tíma áður en haldið er aftur út í afréttara.

    Við erum alltaf að berjast fyrir því að hafa ferðirnar sem ódýrastar en við segjum algjört stopp við það að skera niður gæði ferða. Við miðum við ákveðinn gæðastaðal og höldum okkur við hann, frekar en að reyna að horfa eingöngu á pundin og krónurnar. Fólk velur svo bara hvort það vill koma í slíka ferð með okkur eða reyna að vera hræódýr á sinn eigin hátt.

    Um fararstjórn. Alltaf skal þessi spurning skjóta upp kollinum og alltaf er svarið það sama. Bendið mér á einn fararstjóra sem hefur borgað fyrir sjálfan sig út. Vinnan sem fer í að setja upp þessar ferðir, plús það að við erum í raun í fullri vinnu í ferðinni sjálfri við að tryggja að upplifun allra sé sem best, plús það að oft erum við að taka okkur launalaust leyfir í 1-3 virka daga frá okkar eigin störfum, gerir það fullkomlega eðlilegt að við séum að fara “frítt” út. Ef frítt skyldi kalla, því við erum fyrir löngu búnir að borga með okkur í tíma, vinnu og tekjumissi heima fyrir.

    Þannig er þetta hjá öllum fararstjórnum. Það getur bara ekki verið að manneskja sem hefur farið í vel skipulagða ferð með fararstjórn myndi nokkurn tímann spyrja svona því viðkomandi hefur þá væntanlega séð fólk sem leggur hart að sér við að tryggja skemmtilega upplifun þeirra sem í ferðahópnum eru.

    Vonandi þurfum við ekki að útskýra eðli fararstjórnar mikið oftar. Það er einfaldlega heimskulegt að láta eins og fararstjórn sé að okra á hópi sínum með því að fara “frítt” út. Fararstjórnin er ástæða þess að hópurinn fær þá gæðaupplifun sem hún fær og er löngu búin að borga með sér í vinnu, veseni, stressi, launalausu leyfi og fullri vinnu á meðan ferðin stendur yfir.

    Einhverjar fleiri spurningar? Annars kynnum við vonandi fyrstu ferðina formlega í þessari viku og þá getum við rætt smáatriðin frekar. Ég hlakka allavega til að sjá lið Jürgen Klopp lúskra á West Brom og Sunderland á Anfield í haust! Það verða frábærar helgar. 🙂

  10. Ástæðan fyrir spurninguni um hvort að menn fái frítt snýst auðvita un að er þá engin hvati til þess að lækka verð á hótelum fyrir þá sem eru að skipuleggja ferðina ef þeir sjálfir fá frítt.

    En svörinn eru mjög greinileg og gott að fá svörinn, takk fyrir það Kristján Atli . Þetta er sem sagt gæðaferð með nokkrum flottum farastjórum á flottu hóteli og því er miðaverð svona hátt.

  11. Hvernig geturðu sagt að eitthvað sé hátt þegar þú hefur ekki séð verðið? Það skil ég illa. Þú hlýtur að vita meira en ég um verðið sem hefur ekki verið birt, á einhvern dulmagnaðan hátt. 🙂

  12. Maður var bara að miða við kostnaðinn á síðasta tímabili enda ekki hægt að miða við neitt annað að svo stöddu og benti Tigon á að líklega væri hægt að minka kostnað með því að minka gæðin á hóteli og ég tók undir það en þar sem svör við því er komið þá þarf ekki að fara nánar úti í það.

    Hef aldrei farið í Kop.is ferð og gæti vel verið að maður láti þann draum rætast í framtíðini en ég fór nú í tvær liverpoo.is ferðir sem var mjög skemmtileg og svo líka þrjár aðrar sem maður skippulagði sjálfur og voru þær líka mjög skemmtilegar.
    Svona ferðir eru nefnilega alltaf skemmtilegar í góðum hóp og efast ég ekki um að menn sem fara í Kop.is ferð eigi eftir að njóta þeira 🙂 en eins og þið segjið þá eru nokkrir möguleikar á að fara á leiki og þetta er sko alvöru lúxus ferð og er ég viss um að það verði ekkert mál að fylla í flugvél og líklega komast færi að en vilja.

  13. Skil þig. Ég myndi þó vara fólk við að miða við eldri verð hjá okkur þar sem við höfum alls ekki verið með sama verð á allar ferðir síðustu tvö ár.

    Við kynnum verð og smáatriði ferða eins fljótt og við getum.

  14. Farið í eina kop ferð og hún var rosalega skemmtileg. Er sjálfur kominn yfir þrítugt og kunni vel að meta mjög gott hótel og frábæra fararstjórn. Mér sýndist líka fararstjórarnir vinna inn fyrir kaupinu sínu í stressinu að redda miðum einu saman.

    Ég skil ekki hvernig þetta truflar fólk eða það skilji ekki viðskiptamódelið. Þú getur auðveldlega græjað þig sjálfur á Anfield, og ef ekki fengirðu örugglega aðstoð hjá kop strákunum með miða. Hins vegar geturðu farið í ferð þar sem búið er að hugsa allt fyrir þig og þú bara nýtur þess sem þú vilt njóta, hvort það er transportation, miðar eða almennileg gisting, það er græjað. Persónulega er ég til í að greiða fyrir það, en ef ekki, þá myndi ég bara plana ódýrari ferð án þessara þæginda.

  15. Leyfi mér að bæta því við í þessa umræðu um ferðirnar að síðuhaldarar leggja ómældan tíma allt árið um kring í að færa okkur allar nýjustu upplýsingar um liðið án þess að rukka krónu fyrir, og gefa mikið af sér í það. Það tekur á að sjá um stóran hóp í útlöndum og hugsa til þess að allt gangi vel fyrir sig. Þeir gegna því án vafa af sömu ástríðunni og þessi síða ber vitni um. Það væri ofrausn af þeirra hálfu að greiða jafnt fyrir ferðirnar og aðrir, eftir alla þessa vinnu. Sanngirni skal gætt og það er ekkert nema eðlilegt að fararstjórarnir fljúgi út á fríum passa. Punktur.

  16. Hef verið að pæla að skipuleggja sjálfur ferð á WBA leikinn en það gæti vel verið að maður taki hópferðina í staðin þar sem síðustu ferðir hafa virkað ótrúlega skemmtilegar. Væri ótrúlega gaman að fá að fara út með höfðingjum eins og ykkur.

    Sambandi við verðið, ættu miðar á Anfield ekki að vera töluvert ódýrari í ár en í fyrra t.d.? Þá spilar ekki bara inní stækkun á vellinum heldur hefur pundið lækkað um tæplega 20 kr. á einu ári.

  17. eg hef ekki farið i ferð m kop en mer dettur ekki i hug að halda annað en þetta sé mikil vinna. og það má þakka fyrir að þetta sé i boði. eg hef farið þrisvar a anfield og þar af tvisvar a eigin vegum. bæði var fínt og gekk vel. Liverpool stórkostleg borg og þægileg ólíkt manchester sem er skítug og stór og boring.

Kínverjar sýna Liverpool áhuga

Tilboð í Ben Chilwell og Mane?