Ég heiti Kristján Atli og ég er stofnandi og ritstjóri Kop.is. Í september kemur út mín fyrsta skáldsaga, Nýja Breiðholt. Þetta er spennusaga með sérstöku ívafi. Ég mun auglýsa hana betur bæði hér og víðar þegar nær dregur en þangað til getið þið skoðað Facebook-síðu sem ég bjó til fyrir bókina. Þar er að finna allar helstu upplýsingar og ef þið líkið (og deilið) henni getið þið fylst með uppfærslum fram í september þegar bókin kemur loksins út.
Endilega kíkið á þetta:
Þá skrifaði ég pistil um sköpunarferli bókarinnar og hugmyndirnar að baki sögunni. Endilega kíkið á það líka.
Góðar stundir.
YNWA
Til hamingju með þetta Kristján.
Mun bókin koma í rafbókarformi líka?
hélt fyrst að um væri að ræða sögu lfc undir j.klopp og titillinn væri að visa til framtíðar klúbbsins okkar. að anfield væri hið nýja Breiðholt. sem meikar alveg sense, svona miðað við alla utlendingana.
Rafbókin kemur vonandi síðar, Styrmir. Ég læt prentútgáfuna ganga fyrir til að byrja með enda nógu flókið að koma þeirri útgáfu út.
Flottur Kristján til hamingju 🙂
Til hamingju. Hlakka til að lesa bókina.
Ja hérna, til hamingju með að láta draumin rætast. Ég verð að segja óvenjuleg en áhugaverð hugmynd að skáldsögu 🙂
Þetta er must-buy-book of the year!
Til hamingju með bókina Kristján! Ég hef fylgst með skrifum þínum hér á Kop, á bloggi þínu og á Twitter og finnst mér þú einstaklega góður penni. Hlakka til að sjá hvernig þér tekst að gera skáldsögu, efast ekki um að hún verði frábær!
Jæja
En hvað er að frétta?
Klopp vælir í viðtali og segist ekki geta fjárfest í þeim leikmönnum sem við stuðningsmenn heimtum. Bendir að að við erum ekki í CL. United og Chelsea ekki heldur!
James Rodriguez orðaður meira að segja við West Ham.
Til lukku með bókina félagi. Megi næsta bók fjalla um yfirtöku billjarðamærings á LFC sem ákveður að koma félaginu þangað sem það á heima, toppinn
#8 Það er svo lítið að frétta, Zielinski díllinn off, virðumst enn og aftur ekki ná okkar skotmörkum, þótt ég var nú 0 spenntur fyrir þeim leikmanni. Virðist alltaf vera sko mikið skúbb og vesen að kaupa leikmenn hjá okkur, viljum Chilwell á útsölu en svo viljum við himinháar fjárhæðir fyrir Allen og Benteke t.d. Veit það eru færri leikir en ég hélt við fengum einhvern alvöru á miðjuna, þetta er kannski óþarfa væl í mér og það er nógur tími svosem eftir af glugganum.
Mikið vona ég að við verðum aldrei keyptir af kínverjum eða olíufurstum. Vil frekar halda með með liði í utandeild en liði sem kaupir titla.
Klopp mun skapa liðsheild sem vinnur titla og þannig lið vil ég að Liverpool sé
#8 þetta staðfestir að sem við höfum áhyggjur af. Ef leikmenn ætla koma til klúbbs sem ekki er í CL þá þurfa þeir að trúa því að liðið nái þangað. U og C eru að eyða eins og enginn sé morgundagurinn til þess að tryggja CL enn við ekki. Ég er mjög hræddur um að við þurfum kraftaverk eins og hjá núverandi meisturum til þess að sigra deildina eða komast í CL á meðan stefnan er ekki að kaupa bestu leikmennina og borga þeim himinhá laun. Til þess þurfum við sugardaddy.
#Styrmir
Þetta er veruleikinn.
Liverpool hefur setið eftir.
Ertu að segja mér að þú viljir frekar rokka í meðalmennskunni ár eftir ár heldur en að fá mann eins og Abromovich sem getur breytt þessu á svipstundu ? Fengið menn til Liverpool sem selja treyjur og vinna titla?
Veistu ég var hérna að fylgjast með Liverpool þegar við vorum 10 titlum á undan Man Udt.
Nú eru þeir með 20 og við 18.
MÉR ER SLÉTT SAMA HVERNIG VIÐ FÖRUM AÐ ÞVÍ AÐ KOMAST FRAM FYRIR ÞÁ OG NÁ Í FYRSTA PL TITIL OKKAR SÍÐAN 1990.
Þá máttu eiga þitt lið í utandeildinni.
Þetta Leicester dæmi gerist kannski aftur en líklega ekki ….. ætlum við bara að vona…
Eigum erfiða byrjun í haust. Meira að segja magnaður maður eins og Klopp mun finna fyrir pressu ef liðið er á þeim slóðum sem líklegt er að það verði 5-8sæti eftir þetta tímabil.