Everton liðið er óvinur í mínum huga númer eitt. Ég á góða Everton vini sem mér þykir afar vænt um og veit allt um það að félagið reyndist okkur afar vel í kringum Hillsborough og þetta eru bræðralið.
Ég á bræður, skulum alveg hafa það á hreinu að ég þoli minnst af öllu að tapa fyrir þeim…ég beinlínis hata það. Á sama hátt hata ég að tapa fyrir Everton og þegar ég hef verið á vellinum í þessum leik öskra ég úr mér röddina þegar við látum þá vita hvers lags lífræn afurð það er sem við líkjum liði þeirra við. Þessi upphitun markast vonandi ekki mikið af því, en ég lofa engu.
Það er semsagt borgarslagur í Liverpool á mánudagskvöldi rétt fyrir jól. Við heimtum góð rauð jól í borginni!
Everton
Everton liðið fyrst, þeir eru með geðugan stjóra. Það mun örugglega breytast alveg eins og þegar Moyes fór frá því að vera fyndinn Skoti í að vera bitur blár og tuðaði töluvert, eða Martinez sem reyndar náði ferlega litlum árangri úr okkar viðureignum og vildi meina að ósanngjarnt væri tekið á hans mönnum í þessum leikjum. Koeman virkar á mann einbeittur einstaklingur sem ætlar sér langt en hefur enn sem komið er bara virkað þokkalega yfirvegaður á mann. Í viðureignum okkar gegn Soton í fyrra þá náði hann góðu stigi á Anfield, steinlá í bikar og vann okkur í deild þar sem við sáum eitt af okkar hrunum.
Svo hann kann að taka á okkur og þeir Klopp tekist á áður. Gengi þeirra í vetur hefur verið býsna mikið upp og niður, þeir sitja fyrir leikinn í 8.sæti með 23 stig og býsna langt frá toppslagnum. Þeir náðu þó ansi mögnuðum leik í síðustu umferð þar sem þeir unnu Arsenal 2-1 í blálokin þar sem Ashley Williams skoraði sigurmark úr uppsettu leikatriði.
Í uppbótartímanum var svo Phil Jagielka rekinn útaf sem þýðir að hann missir af leiknum við okkur, það gleður mig því mér finnst hann býsna góður leikmaður og alltaf að spila vel gegn okkur. Það eru líka fleiri fínir fótboltamenn í liðinu. Bakverðirnir Baines og Coleman – miðjumennirnir McCarthy og Barkley auk þeirra Valencia sem er sveiflukenndur í leik sínum og svo tröllsins Lukaku sem getur átt sturlaða leiki í báðar áttir, góðar og slæmar uppi á topp. Ég hugsa að þeir stilli þessu liði sínu svona upp:
Stekelenburg
Coleman – Williams – Funes Mori – Baines
McCarthy – Guaye – Barkley
Valencia – Lukaku – Lennon
Semsagt sama lið og vann Arsenal nema fíflið Funes Mori mætir í byrjunarliðið, hann er snillingurinn sem slasaði Origi og var rekinn útaf í kjölfarið og fagnaði merki félagsins síns á leið útaf. Er á leið í gæðahóp erkifífla blárra í anda Big Dunc, Cahill og Fellaini í mínum huga.
Klárlega hættulegt lið sem á góðum degi getur velgt öllum undir uggum, en á sama hátt dettur botninn oft úr leik þeirra og því erfitt að átta sig á þeim alfarið.
Okkar menn
Við podköstuðum í vikunni og þar var pælingin hvort lægðin okkar væri djúp eða ekki.
Eftir flotta frammistöðu í Middlesbrough, sérstaklega í síðari hálfleiknum, þá held ég að við getum horft bjart fram á veginn, það að fá bara eitt stig úr tveimur leikjum þar á undan bara hikst sem vonandi kennir okkur eitthvað fyrir framhaldið á tímabilinu. Blessunarlega urðum við ekki fyrir meiðslum mér vitanlega í leiknum svo ekkert bættist við í þá deildina.
Vafaatriðið í okkar leikmannahópi er fyrst og fremst Joel Matip. Hann er að díla við skrýtin ökklameiðsli sem mér heyrðist á Klopp á blaðamannafundinum hans þýða það að allsendis óvíst verði með þátttöku Kamerúnans sem hefur leikið frábærlega í vetur. Ragnar okkar Klavan átti hins vegar flottan leik í Middlesbrough og gaf manni von um það að hann geti alveg aðstoðað liðið í vetur þó ekki sé hann eins yfirvegaður og Joel karlinn þá er hann fínn í spilinu og bætir upp tiltölulega lítinn hraða með fínum staðsetningum.
Framar á vellinum held ég að litlu verði breytt. Emre Can var ekki að æfa á fullu í vikunni en er að koma til og það virðist alfarið óvíst hvernig staðan er á Sturridge. Á æfingu liðsins á föstudagskvöld sá ég hvoruga æfa með stóra hópnum miðað við videoið á opinberu síðunni en þar á meðal voru Harry Wilson og Pedro Chirivella sem þýðir það að uppá hefur vantað til að stilla upp 11 á móti 11 á æfingum eins og Klopp vill oft gera. Spái því að Emre Can verði á bekk en er ekki viss um að Sturridge verði það.
Ég held að byrjunarliðið verði eins og í síðasta leik. Það er ekki langt í stórleikinn á Gamlársdag og ég er viss um að Klopp ætlar að hafa Matip kláran í þann slag og því fái Klavan annan séns. Mignolet er öruggur í markinu, það gaf Klopp út. Ég hafði grun um það að Simon fengi þennan leik í ljósi þess mikla hasars sem löngum er þar á ferðinni, hann átti fínt kvöld síðast en hann mun fá miklu meira að gera núna en þá og fær tækifæri til að stimpla sig inn í liðið til lengri tíma í framhaldinu.
Liðið semsagt svona:
Mignolet
Clyne – Klavan – Lovren – Milner
Wijnaldum – Henderson – Lallana
Mané – Origi – Firmino
Samantekt og spá
Það er ekki hægt að vera lógískur að spá í Merseyside Derby. Það er bara svoleiðis. Hins vegar verður ekki litið framhjá staðreyndum. Eins og þeim að Everton hefur ekki tapað heimaleik í vetur, 16 af 23 stigum þeirra hafa komið á Goodison Park og þangað hafa t.d. mætt Spurs, United og Arsenal. Þar hafa þeir fengið á sig lítið af mörkum, reyndar hafa þeir með einni undantekningu bara náð að standa sig fínt varnarlega (0-5 tap á Brúnni). Þeir munu hins vegar sakna Jagielka auk þess sem að sóknarleikurinn þeirra hefur ekki verið að virka að undanförnu, þeir hafa skorað mest úr föstum leikatriðum….sem vissulega við höfum stundum lent í vanda með.
Okkar lógík miða ég alltaf við síðasta leik. Því er ég bjartari núna en ég var í podkastinu þar sem ég spáði okkur 4 stigum úr leikjum við Boro og Blánefi. Seinni hálfleikurinn var mjög þéttur og flottur hjá liðinu drifinn áfram af frábærri frammistöðu Adam Lallana auk þess sem að glytti í það sem Firmino getur gert. Við vorum ekki að lenda í miklum vanda varnarlega, ekki síst þar sem mér fannst miðjan ná að halda vel utan um það hlutverk að styðja hápressuna og verja vörnina.
Svo að lógíklega er ég nú á því að við munum enn á ný fara í Guttagarð og hirða stigin. Þetta verður hörkuleikur en við vinnum hann 1-2 í leik þar sem Firmino skorar. City og Arsenal munu gera jafntefli og við sitjum í 2.sæti eftir þessa umferð á meiru en markatölu. Og ég brosi framan í mína góðu blámannavini að leik loknum…af því mér þykir vænt um þá þó mér líki illa við liðið þeirra!!!
KOMA SVOOOOOOOOOOOOOOOOO!!!!!!!!
Verður hörkuleikur.
Spái 3-1 fyrir okkar menn.
Origi, Firmino og Lallana sjá um markaskorun.
Verdur svakalegur leikur, Everton med mjog gòdan sigur à Arsenal i vikunni og koma med fullt sjàlfstraust innì þenna leik gegn okkur en okkar menn unnu lìka mjog gòdan sigur i vikunni og eru vonandi nùna ad rìfa sig ì gang aftur eftir smà lægd.
Verdur svakalegur leikur og èg ætla ad spà honum 2-3 fyrir okkur. Lallana, Origi og Milner med morkin.
Mà til annars med ad segja mönnum ad èg er med snapchat sem heitir bara enskiboltinn en þar ætla èg ad röfla um boltann ùtì eitt. Endilega farid innà snapchat og addid bara ENSKIBOLTINN ef þid viljid vera med þar 🙂
Takk fyrir þetta Maggi þó ég sé alls ekki sammála um að Everton sé óvinur númer eitt. Held nánast undantekningalaust með norðanliðunum, fyrir utan Manchester liðin, gegn Lundúnaliðunum og þar um kring. Everton er með hörkulið sem ég er drulluhræddur um að Klopp sé að vanmeta. Veit ekki af hverju en þetta er tilfinningin. Vona bara að okkar menn spili sinn bolta og hleypi leiknum ekki mikið í líkamlegt návígi eða háloftaleika. Hraðinn er algjört lykilatriði gegn Everton nú um stundir og setja þá undir pressu frá byrjun.
Sælir félagar
Takk fyrir upphitunina Maggi og ég er henni alfarið sammála nema markatölunni 1 – 4 er mín spá og engu við það að bæta.
Það er nú þannig
YNWA
Það koma upp svo margar minningar þegar maður hugsar um þessa viðureignir í gegnum árinn og sem betur fer hafa þær flestar verið góðar en maður er tilbúinn í hvað sem er í derby slagnum.
Það er klisja að segja að staðan í deildinni eða formið skiptir ekki máli þegar komið er í svona leik en það er samt satt, þetta er allt annað en bara einhvern venjulegur deildarleikur sem hægt er að fá 3 stig fyrir. Þetta er barátta um borgina og vægi leiksins er meira en bara 3 stig.
Ef maður rifjar upp góðu stundirnar þá koma þessi strax í hugan.
1986 – bikarúrslitaleikurinn 3-1 sigur og double
1989 – bikarúrslitaleikurinn 3-2 sigur
2001 – Gary Mac markið (þarf ekki að segja meira)
2012 – Gerrard þrennan
2006 – sigur manni færri eftir að Gerrard fékk rautt spjald
1993 – Rosenthal með sigurmark alveg í blá lokinn
1982 – Rush með 4 mörk.
2014 og 2016 4-0 sigranir
2012 2-1 sigur í undanúrslitum bikars á Wembley eftir að hafa lent undir.
Ég er fæddur árið 1981 en hef kafað annsi djúpt í söguna og er búinn að sjá flesta af leikjunum síðan 1980 og higlights úr mörgum fyrir þann tíma, er nóg að taka.
Ég á von á gríðarlega erfiðum leik og held ég að fólk geri sér ekki grein fyrir hversu stór leikur þetta er fyrir Everton og þeira stuðingsmenn(ég veit hversu mikið þetta er fyrir okkur liverpool stuðningsmenn). Þeir eru litla liðið í borgini og hafa oftar en ekki fallið í skugga fyrir okkur og þegar þeir voru með sitt besta lið þá máttu þeir ekki taka þátt í evrópukeppni að hluta til útaf okkur. Þeir enda oftast fyrir neðan okkur í deildinni og er þetta þeira tækifæri til þess að láta vita af sér og bera höfuðið hátt í borgini.
Ég spái hörkuleik og sjáum við rautt spjald(já eða spjöld). Ég held að þeir verða mjög þéttir og að þetta endar 1-1 Lallana og Lukaku skora mörkin (en við tökum Man city á gamlársdag )
Eins spurning
Er ekki serstakt að Mike Dean dæmi leikinn ? Er þetta ekki fyrsti leikur sem hann dæmir hja Liverpool ever vegna þess að hann byr a Liverpool svæðinu ?
Einhver sem veit eitthvað meira um það ?
Besta og ògleymanlegasta momentid ùr þessum vidureignum verdur alltaf Gary Mcallister à annan ì paskum 2001 ef èg man rètt.
markaveisla í boði sturridge.. I wish.
Þessir leikir eru svakalegir, taugarnar þandar og pissublaðran einnig!
Ég hef bullandi trú á okkar strákum undir handleiðslu Herr Klopp og co. Held einfaldlega að gæðin sem við höfum á vængjunum og þessi hrikalega hápressa muni ríða baggamuninum. Lallana og Sadio munu setja sitt hvort markið í síðari hálfleik í frábærum 1-2 sigri.
Mun horfa á leikinn með norskum félaga mínum sem er álíka ,,sjúkur” og ég. Það er ekkert grín að halda með þessu liði og ekki verður það léttara þegar við förum á gott rönn því þá springur eftirvæntingarmælirinn og draumadósin fyllist af sætum vökva.
Koma svo strákar… Vinnum þetta í kvöld!
Sæl og blessuð.
Skíthræddur um að þetta verðir rándýr leikur. Fljúgandi takkar á ferð.
Vonandi vinnum við samt.
NR 6
http://www.espnfc.com/english-premier-league/story/3020760/wirral-born-mike-dean-to-referee-everton-vs-liverpool
Wijnaldum farinn að tala um titilinn.
Þetta fer ekki vel í kvöld c”.)
Hitt liðið sem gefur mér mesta ánægju að vinna.
Ekki minnkaði það við að verða fyrir leiðinda ónæði af tilvonandi tréhausa bullum bláa liðsins á rölti eftir Anfield leik.
Krakkahyski.
Sýnum þessum blámönnum í tvo heimana.
YNWA
Ég hef aldrei verið hræddur við Everton. Það gæti mögulega verið ástæðan fyrir því að ég hata ekki Everton eins og eldri kynslóðir sem muna betur eftir 9. áratugnum en ég…
Ég ber gríðarlega mikla virðingu fyrir bræðrum okkar í bláu.
Að sama skapi eru þetta langskemmtilegustu leikir ársins.
Ég spái 5-6 mörkum og mjög opnum leik.
Þetta verður eitthvað, spái 3-3 , rautt á hvort lið og ekki hissa að það verði eitt eða tvö víti. Get varla beðið eftir kvöldinu.
1-0 eð 0-1 í grófum og erfiðum leik sjitt
Var að horfa á The dirty side of Merseyside Derby og ég verð að segja að það er ekki gott fyrir
þá sem eiga núna þegar erftit með að hemmja spennuna að horfa á þetta. úff þetta minnir á stríð oftast og maður er meira stressaður yfir því hverjir verða frá næstu mánuðina enn hernig úrslit verða. https://www.youtube.com/watch?v=-Oc1O03HMDE þetta er slóðinn ef einhver er ekki kominn með nóg af hnútum í magan.
Það liggur við að maður óski þessa að Lucas (eða einhver annar non-key player) fórni sér í alvöru tæklingu á Funes Mori gerpinu á 87 mín eða svo – held ég hafi sjaldan verið eins reiður og þegar það viðrini reyndi að enda ferilinn hjá Origi á síðasta tímabili.
Annars fer þetta 2-3, er hræddastur um að Everton targeti Lallana með tilheyrandi meiðslum og fjarveru.
Spennustigið á leiðinni uppúr öllu, það eru fyrst úrslitin og hef þar fulla trú á okkar mönnum, meiri gæði en síðan er það spennustigið og hvaða toll baráttan gæti tekið í meiðslum það gæti orðið dýrkeypt og held ég krossi fingur. Hópurinn er ekki það breiður að hann er eiginlega búinn með kvótann og sjálf jólatörnin eftir. Bestu kveðjur á alla pistlahöfunda og aðra innleggjendur, bæði fróðleikur og fjör á stundum en vonandi allir ósárir að kveldi eða morgni eftir hvað á við.
Takk
Björn I
Þessir bláu eru mættir í rugby leik ekki fótbolta
Þetta Barkley ógeð!!!
Hárblásari í hálfleik frá MR. Klopp?