Mörkin
0-1 4 mín. Firmino
0-2 13. mín Coutinho
0-3 19. mín Salah
0-4 39. mín Salah (eða Firmino)
0-5 54. mín Firmino
0-6 86. mín Oxlade-Chamberlain
0-7 90. mín Alexander-Arnold
Liverpool vann í kvöld sinn stærsta sigur á útivelli í Evrópu. Það var einfaldlega bara eitt lið á vellinum. Maribor áttu eitt færi um miðjan fyrri hálfleik, þegar þeir fengu opinn skalla rétt við markteig. Annars var lítið að gera. Karius virkaði öruggur í sínum aðgerðum, meira að segja þegar hann ákvað að sóla einn sóknarmanna Maribor fyrir utan en sendi svo örugga sendingu á samherja á miðjunni. Færin sem liðið fékk hafa svosem oft verið fleiri, en munurinn er kannski sá að núna var verið að nýta þau.
Er hægt að taka einhvern einn út úr? Veit það ekki. Salah var mjög ákveðinn á meðan hann var inná. Milner kom með nýtt blóð inn á miðjuna. Firmino og Coutinho voru að spila á eðlilegri getu og rúmlega það. Vörnin sló ekki feilpúst. Varamennirnir komu ferskir inn, Sturridge átti stoðsendingu og AOC skoraði sitt fyrsta mark. Jújú, einhverjar misheppnaðar sendingar hjá sumum eins og gengur, en þegar liðið vinnur 7-0 þá er einfaldlega engin ástæða til að draga slíkt fram eða taka einhvern einn útúr. 7 mörk, hreint lak, og ég veit ekki til þess að neinn hafi meiðst.
Á sama tíma vann svo Spartak óvænt stóran sigur á Sevilla, svo nú er Liverpool á toppnum í riðlinum. Halda því þannig takk.
Svo er það bara Tottenham á sunnudaginn kl. 15, liðið ætti að ná kærkominni hvíld þangað til.
Skemmtileg tölfræði: Trent Alexander-Arnold er búinn að skora jafn mörg mörk í meistaradeildinni eins og Everton.
Vel gert hjá liðinu í kvöld. Sigurinn hefði þess vegna alveg eins getað verið stærri. En gaman að sjá að menn mæti í svona leik með það að markmiði að klára þá og haldi áfram þótt nokkur mörk séu komin.
Milner má byrja í næsta leik líka takk fyrir , Salah og Firmino á öðru leveli í þessum leik.
Frábær úrslit og ekki skemmti að Spartak hafi unnið Sevilla 🙂
Ekki bara stærsti sigur á útivelli fyrir Liverpool heldur stærsti sigur ensks liðs á útivelli!
Algjörlega geggjaður sigur! Nota Bene, samt bara 50% nýting á færunum sem hittu á markið. Alveg ótrúleg keyrsla á þessu frábæra liði okkar!
Svo má nú ekki gleyma að við höfum haldið hreinu í tveimur leikjum í röð.
Hvert fór helvítis Klopp out vagn ?
Flottur leikur hjá okkar mönnum.
Frábært . Þetta er vonandi leikur okkar manna snýst við og jafntefli fækkar . Þetta Maribor lið á náttúru lega ekki heima í þessari keppni ensvona leikir geta samt haft góð áhrif .
Milner inn fyrir Hendo í næsta leik….Annars bara frábær úrslit og loksins voru færin nýtt.
Virkilega skemmtilegt að horfa á svona leik þar sem að allt gengur upp, meira að segja Chamberlain skoraði.
Record breaking score now for @LFC away in Europe. Beats the 5-0s in 1964 (Reykjavik), 1976 (Crusaders), 2001 (Haka).
Frábær sigur og góður móral búster.
Munum samt að þessir rétt unnu FH.
Það eru aðrir í hvítum búningum á Sunnudagin ….
Nú skil ég afhv mourinho draslið lagði rútunni á Anfield
Eini möguleikinn fyrir Karius að halda hreinu er að fá ekki á sig skot.
Gaman að vinna. Það er svo langt síðan síðast að ég var eiginlega alveg búinn að gleyma hvernig það er.
Frábær leikur á móti mjög slöku liði, en það þarf að vinna þau líka.
Sæl og blessuð.
Á öðrum degi hefðu svona amlóðar spýtt í lófana, gegn okkar mönnum, og allir átt draumaleik lífsins. Markmaðurinn hefði varið meira í einum leik en á öllum ferlinum samanlagt og útbrunni senterinn hefði potað boltanum í net okkar manna eftir sígildan misskilning í vörninni etc.
M.ö.o. það er fjarri því sjálfgefið að vinna svo hálfdrættinga og þetta var vel af hendi leyst. Þökkum fyrir það sem vel er gert og vonum að Totthenham-menn verði útkeyrðir eftir að hafa hangið á jöfnu gegn RM. Það verður nú skemmtilegri rimma en þegar við mættum Mórunum hérna um daginn.
http://www.fullmatchesandshows.com/2017/10/17/maribor-vs-liverpool-highlights/
Jahjerna hér í heimi!
Ekki oft sem mér finst ég þurfað gráta og alsekki núna, nema kanski með gleði. Rosa flott og held ég betur vel gert hjá Kloppistunum okkar. Grífarlega gaman að cotinho hafi bara ekki nent að vera fílupoki og gera bara staðinn fullt og meira seija skora og sendann í firigjöf. Firmíno er aftur smá uppálds en núna mest Sala sem hleipur einsog hann sé að drífa sig í heimilisfræði þegar það má gera köku.
Hélt að Maribor væri bara nammitegund, kanski smá satt aþþví þeir voru algjörir gúmmí bàngsar og kunnekki að gera neitt. Greijin þeir sem elska þeirra lið, pottþétt allir að gráta núna og reiðir við kvorn annan.
Ég sægði við Skúla frænda að oxleid camberlein mundi skora nokkrar tvennur en gat samt bara 1 mark en Skúli ætlar samt að gefa mér sjeik aþví hann er svo kátur og vinur hans skuldar honum skutl á tojotajeppanum. Ætla að fara í Sturridg liverpoolbolnum mínum.
Elska að hlakka til að sjá þá næst sparka í rassaborunar á Tottenam og þá ætlar Sala að skora hattrikk, skal lofykkur.
Allt liðið má fá 10 í einkun frá mér og Sala 11
Áfram Liverpool
Besta liðið í Meistaraflokki Evrópu
Þannig er það sko
YNWA
Newer walk along
Menn bara alveg að tapa sér þegar liðið vinnur loksins leik.
Um leið og ég fagna þessum glæsilega sigri, þá óska ég eftir glæstum sigrum Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Vonandi gefur þessi sigur leikmönnum liverpool það sjálfstraust sem hefur sárlega vantað til að klára leiki.
#17 Vera efstir í riðlinum eftir kvöldið og slá félagsmet til tuga ára er ekki nógu gott?
#17
Er það ekki bara eðlilegt? Hvað eiga menn að gera? Halda áfram að tuða og væla?
Hendo out
Nr 12, 17 og 21 við vorum að vinna sjö marka sigur og þið sjáið ykkur samt fært að vera með leiðindi, það var eins gott að að Maribor skoraði ekki úr eina færinu sínu þá væruð við komnir á helvítis Klopp out vagninn
Frábært comment á reddit um Uxann:
“Maybe Arsenal just didn’t use him in his natural role– he needs to be played when you’re already up 5-nil”
Annars var þetta þægilegt og sannfærandi. Auðvitað aldrei hægt að ætlast til að vinna 0-7 úti en sigur var samt klárlega krafan.
Meira vælið og og nækvæðin sem alltaf finnst hérna inni. Jú þetta er ekkert sterkasta liðið en frábær sigur, og vonandi fá menn blóðbragð af því að vinna leiki og sýni það að í næsta leik.
Strákar, við spilum nefninlega bara einn leik í einu.
AOE skoraði og mér fannst hann flottur, fannst hann líka flottur á Móti United.
Koma svo.
YNWA
Við skulum átta okkur á þvi að þetta lið væri lang lelegasta liðið ef það væri i epl, en eru það ekki liðin sem við höfum átt i mestum vandræðum með, vonandi er stiflan brostinn einsog margir hafa spáð að myndi gerast og við getum farið að sja þetta lið okkar skora nokkur mörk i næstu leikjum.
Jákvæðast var að menn voru alveg að nenna að halda áfram að pressa og sækja boltann allan leikinn.
Hugarfarið á réttri leið og með smá dassi að sjálfstrausti sem kemur eftir svona leik þá falla hlutir fyrir liðinu.
Milner var virkilega traustur, nota manninn meira.
Alvöru leikur á sunnudag. Enn eitt testið.
YNWA
Hið best mál. Vel gert Liverpool!!!
Staðreynd gærdagsins: “Credit to Maribor for having more shots than Manchester United did on Saturday in the first-half alone”
YNWA
Menn ná samt að vera neikvæðir eftir 0-7 sigur á útivelli í Evrópuleik.
Þetta er með hreinum ólíkindum.
Frábær frammistaða og vonandi var þetta byrjunin á einhverju run-i hjá Liverpool.
Sælir félagar
Þetta var býsna gott hjá okkar mönnum og sama hvað menn njóta þess að velta sér uppúr neikvæðum hlutum þeir voru ekki fyrir hendi í þessum leik. Ég hefi verið að spá og vona að Salah færi að raða inn tveimur þremur mörkum í leik. Það er byrjað og nú verður gaman. Firmino skorar 2 og Uxinn setti eitt eftir ansi nett spil við Sturridge. TAA er svo kominn með jafn mörg mörk og Everton í meistaradeildinni. Coutinho sífellt ógnandi og virðist í góðustuði þessa dagana. Ég er sáttur.
Það er nú þannig
YNWA
Það væri gaman að sjá meira af þessum úrslitum 0-7. Þetta minnir á gamla góða tímann. Áfram Liverpool.
Þetta Maribor lið er ekki lélegra en svo að það gerði jafntefli við Spartak Moskva á þessum sama velli – Spartak sem slátraði Sevilla í gær. Vissulega lið sem við ætlumst til að vinna en engu að síður frábært afrek að taka þá svona. Þessi markamunur getur jafnvel skipt máli í lokin.
Veisla, segi og skrifa veisla. Njótum.
V – E – S – A …. segi og skrifa VEISLA!
Það er greinilegt að laumast margir manjúr-stuðningsmenn hingað inn og kommenta undir nafnleysi. Væri auðvitað best að hafa kommentakerfið hérna tengt fb þannig að enginn geti verið nafnlaus.
Virkilega frábær sigur og þetta var bara tímaspursmál hvenær stíflan myndi bresta.
Kíkti aðeins á Benfica manjú áðan og þetta lið þeirra er leiðinlegra en chelskí var undir stjórn kjaftfora hrokagikknum, hélt að það væri ekki hægt! Þeirra lukkustjarna mun ekkert glóa endalaust, það er á hreinu.
Vonandi fáum við Lallanan, Clyne og Mané fyrr en vonast var eftir því leikjaprógrammið framundan er svæsið.
YNWA!