Meistaradeildin undir á Anfield annað kvöld

Bendi mönnum á þær frábæru fréttir í færslunni her fyrir neðan að í dag framlengdi Joe Gomez samning sinn við félagið!

Annað kvöld mæta Napoli menn á Anfield í loka leik riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Það var ljóst þegar dregið var að við vorum í hrikalega erfiðum riðli og hefur hann reynst enn erfiðari þar sem Rauða Stjarnan, sem flestir bjuggust við að yrði fallbyssufóður, hefur verið að ná að stela stigum á heimavelli. Fyrir lokaumferðina er staðan þannig að

  • Napoli fer áfram með sigri eða jafntefli gegn Liverpool
  • Napoli fer áfram sama hvernig fer gegn Liverpool ef París tapar
  • París fer áfram ef þeir sigra Rauðu Stjörnuna
  • París fer áfram sama hvernig fer ef Liverpool vinnur ekki Napoli
  • Liverpool fer áfram ef þeir sigra Napoli 1-0 eða með tveggja marka mun
  • Liverpool fer áfram með sigri á Napoli ef París sigrar ekki Rauðu Stjörnuna
  • Rauða Stjarnan fer í Evrópudeildina ef þeir sigra París og Liverpool tapar gegn Napoli

Staðan er því þannig að Liverpool getur bæði unnið og tapað riðlinum á morgun. Napoli er í öðru sæti ítölsku deildarinnar, átta stigum á eftir Juventus. Ítalirnir hafa nánast úr fullum hóp að velja en aðeins Vlad Chiriches og vængmaðurinn Simone Verde eru meiddir og ég býst við að sjá lið þeirra svona á morgun

Ospinna

Maksimovic – Koulibaly – Albiol – Mario Rui

Allan – Hamsik – Fabián

Callejón – Mertens – Insigne

Helsta spurningin í mínum huga er í vinstri bakverði en Alsírbúinn Faouzi Ghoulam er kominn aftur eftir meiðsli og byrjaði leik þeirra gegn Frosinone um helgina en Mario Rui hefur staðið sig vel í fjarveru hans og er líklega betri varnarlega og ég trúi því að Ancelotti muni mæta á Anfield til að verjast og beita skyndisóknum og því býst ég einmitt líka við því að Mertens byrji sem fremsti maður frekar en Milik til að nýta þann hraða sem Mertens býður uppá og eiga þá Milik á bekknum ef hann vill breyta til. Napoli liðið fer inn í þennan leik fullt sjálfstrausts vitandi það að ef þeir ná í stig eru þeir komnir áfram og hljóta að telja líkur sínar á því ansi góðar þar sem þeir hafa ekki tapað leik síðan 29.september gegn Juventus.

Fyrir þá sem vilja kynna sér Napoli enn frekar þá skrifaði Einar master ritgerð um þá fyrir fyrri leik liðanna.

Þá að okkar liði. Klopp tilkynnti það á blaðamannafundi í dag að Mané, Lovren og Lallana væru allir mættir til æfinga eftir meiðsli en í síðustu leikjum höfum við séð að það hefur reynt á hópinn að halda áfram að hala inn stigum þrátt fyrir töluverðar hræringar á byrjarliðinu en það er ljóst að í næstu tveimur leikjum, nú gegn Napoli og næstu helgi gegn Manchester United, þurfum við að sjá okkar besta lið og allir þurfa að eiga góðan dag til að koma okkur inn í sextán liða úrslit og ná sigri gegn erkifjendunum.

Við sáum það síðustu helgi að liðið okkar getur vel skorað mörk, eitthvað sem við vissum alveg síðan á síðasta tímabili, og það er hrikalega jákvætt að liðið virðist vera að fara toppa á hárréttum tímapunkti á tímabilinu ef við getum haldið þessu gangandi inn í jólatörnina. Mané fékk nokkrar mínútu til að sprikla gegn Bournemouth og því okkar fremstu þrír allir klárir til að starta þennan leik og ég panta helst aðra þrennu frá Mo Salah og klára þetta helst snemma í leiknum en ég tippa á að við sjáum þetta lið á morgun

Alisson

Trent – Matip – Virgil – Robertson

Wijnaldum – Henderson – Keita

Salah – Firmino – Mané

Vissulega gæti Lovren komið beint inn í liðið og ég vona að hann sé nægilega heill til að byrja en ég á von á því að sjá Matip her og Lovren gegn United annars er miðjan stærsti hausverkurinn, þeir hafa róterað mikið undanfarið bæði vegan meiðsla og hvíldar og finnst mér nánast allir gera eitthvað tilkall til þess að byrja þennan leik en ég ætla skjóta á að fyrirliðinn komi inn fyrir Fabinho.

Spá
Ég held að þetta verði hrikalega spennandi leikur sem verður erfiður fyrir taugarnar. Það versta er að leikurinn á morgun gæti orðið til þess að við endum í Evrópudeildinni, ég hef ekki haft jafn mikið á móti Evrópudeildinni og margir en ég get ekki hugsað þá hugsun til enda að þurfa að spila alltaf á fimmtudegi og sunnudegi í titilbaráttu við City. Ég ætla því að vera mjög bjartsýnn fyrir morgundeginum. Ég geri ráð fyrir að Napoli mæti varfærnislega til leiks og muni reyna að beita skyndisóknum en sóknarafl okkar, ásamt heimavellinum sem hefur sjaldast brugðist okkur í Evrópu, mun vera þeim ofurliði og við komumst snemma yfir, ætla spá 3-1 sigri þar sem loka mínúturnar verði okkur mjög erfiðar en við komumst áfram í sextán liða úrslit!
ALLEZ, ALLEZ, ALLEZ

18 Comments

  1. Takk fyrir þessa upphitun. Verulega snúinn leikur en ég held að á venjulegum degi sé Liverpool með allnokkru betra lið en Napólí að sjálfsögðu með fullri virðingu fyrir því ágæta liði. Svo er Liverpool á heimavelli sem lekur ekki mikið þessa stundina. Það er gott að þurfa að vinna leikinn, það hefur aldrei gengið vel að mega gera jafntefli. Ég hef nokkuð gasprað um að ég vilji jafnvel að Liverpool spili frekar i Evrópudeildinni því þar sé meiri möguleiki á titli. Ég er enn a því,ég vill að Liverpool vinni bikar, punktur. Ef við förum áfram í CL þá líka bara gott og ekkert út á það að setja.

  2. Takk fyrir flotta upphitun.

    Ef einhver heldur að þetta sé skyldusigur, þá er viðkomandi ekki með fulle fem. Ef við komumst áfram í keppninni er það vegna þess að liðið okkar setti upp flugeldasýningu á morgun.

  3. Aðeins að öðru. Gaman að sjá að Everton er að eiga sitt besta tímabil í áraraðir, ekki með nema um helmingi færri stig en Liverpool….

  4. Hugsið ykkur, Mo Salah er búinn að skora þúsund og eitt mark í nokkrum leikjum og hann er vængmaður. Í síðasta leik var hann notaður sem sóknarmaður og hann skoraði ,,bara” þrennu. Hvað gerir Klopp nú?

    Þetta verður hörkuleikur og ég er alltaf með þessa hefðbundnu magakveisu sem fylgja okkar leikjum. Skiptir þá engu hver mótherjinn er, óneitanlega verður þetta rafmagnað evrópukvöld á Anfield og vonandi náum við að skjóta okkur áfram í þessari keppni.
    Þori eiginlega ekki að nefna tölur en langar að segja 4-1. Við erum bara svo hrikalega sterkir á Anfield á þessum kvöldum!

    YNWA!!!

  5. Smávegis hliðarspor: https://www.redandwhitekop.com/forum/index.php?topic=341443.0

    Vá hvað þetta er gott, ekki síst sem allegóría sem nær langt út fyrir fótboltann; þá botnfallið á samfélagsmiðlunum (halló twitter!), hversu viðurstyggileg umræðan getur verið o.s.frv. Það er auðvelt að finna hliðstæður ansi víða, svo mikið er víst.

    Þráðurinn er ágætur og þess virði að lesa. Hann er ekki ýkja langur.

    En já, vonandi verður mér fyrirgefið! Flott upphitun og ég spái 2-0 sigri annað kvöld! YNWA!

  6. Er leikur í kvöld? Djók, verð þokkalega á einhverri knæpunni hér í Lundúnum að fagna Liverpool mörkum. Hef trú á sigri en vill samt ekki að liðið fari all in og klúðri deildinni. Hef ekkert á móti að sjá Origi, Sturridge og einhverja kalla spila þennan leik. Á móti United næstu helgi er það hinsvegar stórskotaliðið frá 1.mínútu.

  7. Sælir félagar

    Þrátt fyrir stöðuna í Meistaradeildinni er mér meira sama um þennan leik en leikinn á sunnudaginn. Ef ég gæti bara valið sigur í öðrum leiknum þá mundi ég velja sunnudagsleikinn. En þar sem ég á ekkert val og verð bara að vona það besta þá segi ég 4 – 1 í kvöld og 3 – 1 á sunnudaginn.

    Það er nú þannig

    YNWA

  8. Ég held að við vinnum þennan leik stórt 4 eða 5 mörk hjá okkur þeir kanski 2 verður markasúpa af bestu gerð síðan tapar Liðið sem er að spila aðra íþrótt en Napolí og Liverpool fyrir Rauðu stjörnuni og því fer LFC áfram ásamt Napolí djöfull vona ég það því mér líkar vel við Napolí flott lið.

  9. Þessi leikur mun standa og falla með því hvort Hendo og co. á miðjunni hafi tíma og þor í að senda boltann fram á við og sækja, eða bara safe til baka eins og oft er þegar góð lið pressa á okkur.

  10. Þetta verður slátrun.Ítölsk lið geta aldrei neitt á Enskum velli ég hef engar áhyggjur af þessu stemmerinn á anfield verður algjörlega geggjuð og Napoli chockar hart undan pressunni.Vill sjá Milner byrja þennan leik og lövren í stað Matip.

  11. Fabinho verður að vera vítaskytta í kvöld.

    Penalty is always a lottery and it is just Tuesday yet.

  12. Hefði viljað sjá Shaqiri eða Fabinho byrja í stað Hendo og helst Lovren í stað Matip. Held þó að þetta lið sem þú stillir upp eigi að klára Napoli á heimavelli.

  13. Henderson er svo mikill tréhestur, vá hvað hann er að verða meira og meira á eftir hinum, enda er ég sanfærður um að Klopp er að undirbúa að minnka hans stöðu í liðinu

Joe Gomez framlengir

Byrjunarliðin á Anfield gegn Napoli