ÞETTA ER AÐ BRESTA Á!
Já, eins ótrúlegt og það hljómar er enski boltinn að byrja að rúlla á ný. Liverpool fékk heila tvo mánuði og þrjá daga í sumarfrí, sem hlýtur að vera einhverskonar met. En á morgun munu Evrópumeistararnir okkar fara á Anfield South og etja kappi við Englandsmeistara Manchester City. Þeir ljósbláu kræktu sér í alla þrjá bikarana á Englandi. Þegar sama lið vinnur FA bikarinn og deildina er það í höndum silfurhafanna í deildinni að keppa um skjöldinn, okkar manna í Liverpool.
Góðgerðarskjöldurinn.
Síðan 1908 hefur verið keppt um góðgerðarskjöldinn. Árið 2002 var keppnin endurskírð Samfélagsskjöldurinn. Ástæðan ku vera að FA telst ekki sem góðgerðarsamtök og fóru á trás við reglur um slík, meðal annars reglur um gegnsæi í fjármálum.
Bikarinn nýtur ekki beint virðingar á Englandi. Hann var hálfgert olnbogabarn lengi vel, til dæmis var það þannig til 1993 að ef keppendur gerðu jafntefli þá deildu þau skildinum. Fyrst var hann í hálft ár í skápnum hjá öðru liðinu og svo hálft ár hjá hinu. Það voru líka lengi vel óskýrar reglur um hvaða lið keppti ef einhver vann deildar-bikar tvennu. Í fyrsta sinn sem það gerðist var hóað í stjörnulið til að keppa við Tottenham Hotspurs. Sem er reyndar alls ekki galin pælin, þó full NBA-leg fyrir minn fótboltasmekk.
Árið 1971 vann Arsenal tvennuna en afþökkuðu að keppa um skjöldinn. B-deildar meisturum Leicester var boðið sætið þeirra. Þeir gerðu sér lítið fyrir og unnu og voru þá í þeirri furðulegu stöðu að hafa unnið skjöldinn en aldrei bikarinn né efstu deild. Það er algjör óþarfi að google hverja þeir unnu.
Liverpool hefur unnið skjöldinn fimmtán sinnum, síðast 2006. Það var fyrsti af fimm leikjum við Chelsea á tímabilinu. Er furða að liðin hafi verið komin með net ógeð á hvor öðru? Okkar menn hafa 15 sinnum unnið bikarinn og sigur á morgun færir þá upp í annað sæti á töflunni um flesta skildi. Enga síður er þetta klárlega minnst virti bikarinn og margir Bretar kalla hann ekkert annað en vináttuleik. Það er samt almenn regla að þjálfarar frá meginlandinu vilja þennan bikar meira en Bretarnir.
Þá er spurninginn: Er þetta fyrsti keppnisleikur tímabilsins eða síðasti æfingarleikurinn? Hvað mig varðar fer það eftir sigurvegaranum. Ef Liverpool vinnur leikin mun ég fá mér einn kaldann og brosa breitt. Ef City vinnu verður maður meira í laginu: Ó jæja, þetta er bara skjöldurinn, eini leikurinn í vetur með sex skiptingum.
Andstæðingurinn – Manchester City
Hér um bil allir gárungar, sérfræðingar, sófaspekingar og twittertröllkarlar spá því að deildin í ár verði barátta milli Manchester City og Liverpool. Ef menn draga það í efa, er það oftar en ekki því þeir hafa ekki trú á að Liverpool geti tekið annað tímabil eins og í fyrra. Engin spáir því að City muni gefa mikið eftir, þeir eiga séns á að verða Englandsmeistarar þriðja tímabilið í röð. Samt vita allir að Meistaradeildin er þeirra stærsta markmið í vetur.
Þeir hafa aðeins bætt við sig einum manni það sem af er sumri, spænska undrinu Modri. Hann er þá um það bil hundraðasti ógeðslega góði miðjumaðurinn í liðinu. Framlínan er óbreytt en stóra breytingin á liðinu er að Kompany er horfin á braut. Belginn spilaði reyndar bara 17 leiki á síðasta tímabili, en hann er svakalegur missir úr klefanum.
Þeir hafa átt skrautlegt undirbúningstímabil. Ferð þeirra til Kína tafðist um nokkra daga sem setti allt í rugl. Þeir spiluðu fjóra leiki í Asíu bikarnum, unnu West Ham og töpuðu fyrir Wolves í vítaspyrnukeppni. Þeir unnu líka leiki gegn tveimur minni liðum frá Kína.
Manchester City eru vél sem vill bikara. Pep Guardiola er þannig karakter að ég held að hann verði nákvæmlega jafn ákafur í að vinna þennan bikar og FA bikarinn. Sem betur fer er okkar maður alveg jafn óður og vill fara úr því að hafa engan bikar með Liverpool, í tvo í jafn mörgum leikjum.
Okkar menn
Þetta er búið að vera upp og niður undirbúningstímabil. Ég nenni ekki að lesa í úrslit leikjanna, Klopp lætur oft liðið æfa tvisvar daginn fyrir æfingaleik og jafnvel á leikdagsmorgun. Leikmenn hafa verið að snúa aftur einn af öðrum, aðeins Mané býður þangað til eftir helgi með að snúa aftur.
Drottinn minn að reyna að spá byrjunarliði. Það kæmi mér í raun lítið á óvart ef Mignolet byrjaði á markinu en allt úr herbúðum Liverpool bendir til að Alison hafi komið til baka í fantaformi svo ég held að Brassinn byrji. Verður bara léttari á sér eftir að hafa sötrað 40 Capirinihas og kíkt á hestbak.
Í vörninni held ég að við sjáum þessa klassísku línu: Trent, Matip, Van Dijk og svo Robbo. Klopp hefur verið að leika sér með Lallana sem djúpan miðjumann á æfingatímabilinu en held að Fabinho verði þar. Fyrir framan hann spái ég Gini og Hendo.
Svo sóknarlínan. Mané er ekki ennþá komin aftur, Salah náði einum æfingaleik eins og Bobby. Ég held að að Firmino og Salah byrji leikinn en verði teknir útaf mjög fljótlega í seinni hálfleik. Ná mínútum í skrokkinn og vera tilbúnir í Norwich. Stórleikja-Origi mun svo fá tækifæri til að byrja.
Spá.
Bæði Klopp og Pep hafa sagt að þeir vilji vinna skjöldinn, en hvorugur vildi tala um að sigur væri einhver yfirlýsing fyrir tímabilið. En þessi leikur setur tóninn fyrir fyrstu vikurnar. Leikmenn Liverpool fengu margir hverjir að bragða á sigur-kampavíni í fyrsta sinn í Júlí. Það væri fínt fyrir þá að venjast bragðinu, hver einast bikar ykkur hungrið í næsta. Fyrir þrem mánuðum hafði Klopp ekki unnið titil með Liverpool, eftir þennan leik og Evrópska ofurbikarinn eftir hálfan mánuð gæti hann verið komin með þrjá.
Leikirnir við City í ár verða jafn hnífjafnir og í fyrra og gæti vel gerst að þeir muni ráða úrslitum um titilinn. Ég held að þrátt fyrir að þetta sé “bara” skjöldurinn verði þessi í algjörum járnum og ráðist á einu marki. Spái 1-0 sigri Liverpool!
TÍMABILIÐ ER AÐ BYRJA, ENSKI ER KOMIN AFTUR!
Titill er titill og auðvitað ætlum við að vinna þennan leik! Origi skorar sigurmark í uppbótartíma og við siglum þessu heim!
Eithvað segjir mér, að af því þetta eru þessi lið þá verði þetta alvöru leikur. Spái 2-1 fyrir okkar mönnum.
YNWA
Jesus hvad madur er ad verda spenntur, ja eg vill audvitad vinna tennann leik eins og alla leiki og byrja timabilið með latum. Yrði goð yfirlýsing ad vinna þennann leik um hvað koma skal.. vinnum 3-1 nokkuð örugglega
Félagar.
Staddur á Þjóðhátíð…hvar er Liverpool sigurpartý líklegast að vera til húsa í eyjunni fögru á sunnudag!?
Sælir félagar
Fín upphitun og takk fyrir hana Ingimar. það er svo sem engu við hana að bæta í sjálfu sér nema ég sakna þess að sjá engin afgerandi og yfirlýsandi (statement) kaup hjá Klopp og félögum. Þetta minnir óneitanlega anzi mikið á liðið sem varð í 4. sæti á síðustu leiktíð. Segi ekki meira en vona hið besta.
það er nú þannig
YNWA
Hef aldrei nent að horfa á góðgeraskjöldin. City vinnur 2-1 sorry.
Er einhver með link á leikinn ?
Er hann í opinni dagskrá á stöð 2 sport?
Partur af spenningi fyrir tímabil er að sjá nýja leikmenn í liðinu. Klopp ætlar að treysta á unglinga í staðinn. Vonandi skorar Brewster eða Wilson sigurmarkið.
Góðan dag veit einhver hvar leikurinn er sýndur og er hann í opinni dagskrá?
Mikið er maður spenntur! Við erum jú með einn allra besta (og skemmtilegasta) þjálfara veraldar og liðið sem hann er búinn að byggja upp er rosalegt. Við tökum þetta! Alveg sama hvernig og alveg sama hver skorar. Ég vil bara fá þennan skjöld í skápinn okkar!