Svo virðist sem leikur kvöldsins snúist að mestu, ef ekki öllu leyti um einn mann.
Rio Ferdinand.
Og rangt. Þetta snýst um miklu, miklu meira en varnarmann sem – þótt frábær sé – er ekki búinn að spila einn einasta leik í 8 mánuði. FIFA voru svo harðir að þeir bönnuðu honum meira að segja að spila æfingaleiki þannig að eini boltinn sem hann hefur fengið hafa verið leikir á æfingum United.
Þannig að það hlýtur að teljast algjör bilun af stuðningsmönnum Manchester United – sem og Sir Alex Ferguson? – að ætlast til þess að með tilkomu hans í liðið verði bara allt í góðu á ný.
Það er bara ekki svo einfalt. Þegar Cantona sneri aftur (gegn okkur, nota bene, tilviljun?) þá tók það hann nokkra leiki að komast aftur í gang. Hann var sóknarmaður og gat því leyft sér að vera á hælunum í tvo-þrjá leiki, hann gat leyft sér að gera mistök.
Á morgun á Rio Ferdinand að mæta tveimur heimsklassa sóknarmönnum sem hann hefur aldrei spilað á móti áður. Ef þetta væru Owen og Heskey sem hann ætti að dekka, þá væri það strax betra því hann gerþekkir þá og veit af reynslu hvernig þeir spila. En á morgun þarf hann fyrst að venjast því að vera byrjaður að spila aftur, svo að venjast því hvernig Cissé hreyfir sig og hvernig hlaup hann tekur, síðan átta sig á því hvernig best sé að útiloka García sem hefur enga ákveðna stöðu á vellinum (ómögulegt að dekka svona menn sko) og SÍÐAN þarf hann að miðla þessu til hinna þriggja varnarmannanna hjá United-liðinu, sem munu eflaust treysta á Rio “við vinnum titilinn þegar hann snýr aftur” Ferdinand.
United hafa lítið getað undanfarið, þeir hafa stillt upp fimm mismunandi miðjupörum í fyrstu sjö leikjum tímabilsins og eins og stendur er Roy Keane meiddur, þannig að Djemba-Djemba og Kleberson/Phil Neville eru líklegastir til að byrja þar á morgun. Þeim til stuðnings verða Ryan “slow motion” Giggs, sem er að verða gamall, og hinn stórkostlegi Cristiano Ronaldo. Frammi Paul Scholes og Ruud van Nistelrooy. Eða Alan Smith.
Þannig að við eigum að geta dóminerað miðjuna, við eigum að geta valdið vörninni þeirra varanlegum höfuðverkjum og við eigum alveg að geta stöðvað sóknina þeirra, þar sem Giggs er aðeins skugginn af sjálfum sér þessa dagana og Ruud er bara nýbyrjaður að spila og ekki kominn í leikform enn. Samt, tvö mörk gegn Lyon gáfu það sterklega til kynna að hann getur – og mun -refsa ef hann fær tækifæri til þess í þessum leik.
Okkar byrjunarlið? Hmmm…
Josemi – Carragher – Hyypiä – Riise
Finnan – Gerrard – ?????? – Kewell
García – Cissé
Sama lið og vann W.B.A. 3-0 í síðasta deildarleik og Mónakó 2-0 í síðasta Evrópuleik. Eina spurningin er hver verður með Stevie G á miðjunni … það var ekki ástæða til að breyta eftir WBA-leikinn en Benítez setti Alonso samt inn fyrir Hamann. Sumir vilja meina að Hamann muni koma aftur inn í liðið annað kvöld. Við sjáum til.
Á pappírnum þá mætti segja að það séu einmitt leikirnir við United á Old Trafford sem verða það sem Benítez á erfiðast með að slá Houllier við í. Houllier (og Danny Murphy) var nefnilega sérfræðingur í að fara á Old Trafford og vinna 0-1 útisigur, svo mikill sérfræðingur að það var ekki fyndið.
Núna hins vegar vill enginn sjá okkur stilla upp með 10-manna vörn og Owen einan frammi eins og undanfarin ár á Old Trafford. Enda eru þetta nýjir tímar – auk þess sem slappleiki United í deildinni undanfarið ætti að gefa okkar mönnum fulla trú á að þeir geti vel farið í þennan leik, spilað sóknarbolta og sótt sigur.
Hins vegar þá þori ég varla að spá. Þegar við höfum verið á uppleið höfum við jafnan tapað fyrir United og þegar við höfum verið með brækurnar um ökklana og enginn búist við neinu af okkur höfum við unnið þá.
Núna heldur enginn vatni yfir leik Liverpool – og það gagnrýna allir United. Þannig að ég er eðlilega skíthræddur við þennan leik, myndi bara sætta mig við jafntefli. Tap á morgun væri hrikalegt, sigur algjört himnaríki að sjálfsögðu en jafntefli er í raun ekki slæm úrslit fyrir okkur.
Mín spá: Jafntefli. Ég þori ekki að spá neinu öðru. Við getum unnið þennan leik, við getum líka skíttapað honum. Gleymið því ekki að þótt okkar menn hafi spilað vel í síðustu tveimur leikjum þá er starfi Benítez hvergi nærri lokið. Það er bara rétt að byrja. Liverpool mun spila illa í nánustu framtíð, það er ekki langt í að það komi leikur þar sem lítið gengur og við töpum óþarfa stigum. Það er hluti af ferlinu sem liðið þarf að ganga í gegnum á leiðinni til betri hluta.
Ég bara vona svo innilega að sá dagur komi ekki á morgun. Ég vill frekar vinna United á morgun og tapa gegn Norwich um næstu helgi – en eins og Benítez sagði réttilega þá skiptir engu máli hverjir mótherjarnir eru – þetta eru bara þrjú stig í boði gegn United, alveg jafnt og gegn öðrum liðum. Því er þessi leikur ekkert meira en það, bara ósköp venjulegur deildarleikur.
Mörk? 1-1 … og Cissé jafnar fyrir okkur seint í leiknum eftir að hafa hrellt Rio allan tímann.
Ójá, svo gæti Wayne “Shrek” Rooney verið á bekknum á morgun. Ekki það að það skipti neinu máli…
Hehe … spurt: er Manchester United ljótasta knattspyrnulið í heimi?
😀
**Uppfaert (Einar Orn)**: Ok, eg er ad deyja ur spennu fyrir thessum leik. Aetla med vini minum a pobb a Manhattan a morgun til ad horfa a leikinn. Vinur minn filar bara baseball en aetlar ad maeta til ad horfa a vidbrogd min vid leiknum (sumir halda thvi fram ad thad se hin besta skemmtun ad horfa a mig horfa a Liverpool leik) 🙂
Annars, til ad vera a malefnalegu notunum, tha er thad ju rett ad Man U hefur avallt verid med ljotasta fotboltalid i heimi. Eg hef att fjolmargar samraedur um thetta vid Genna vin minn (sem stydur Man U thegar their vinna leiki). Vinur minn skaut alltaf a Liverpool vardandi Robbie Fowler, en nuna er hann farinn, svo hann hefur thad tromp ekki lengur. Thvi get eg ohraeddur skotid a Chadwick, Scholes, Rooney og felaga, sem eru nu ekkert til ad hropa hurra fyrir utlitslega 🙂
Eg tholi ekki Man U og voooona svo innilega ad vid vinnum a morgun. Ef vid a thessari sidu munum einhvern timann sleppa okkur og vera omalefnalegir, tha munum vid leyfa okkur thad i kringum Man U leiki.
I fyrsta skipti i langan tima finnst mer einsog vid eigum ad vera med betra lid en Man U. Vid thurfum ad stoppa Ronaldo og …. eh, um, Ronaldo. Djofull aetla eg ad vona ad Gerrard, Alonso, Garcia, Cisse og Co taki thessa utbrunnu aumingja i bakariid a morgun. 🙂
Liverpool bloggid mun svo faera sig a malefnalegri brautir i kjolfar thessa leiks 😉
**AFRAM LIVERPOOL!**
Ég verð að segja það að ég er ekki með öllu sammála því sem að hefur verið sagt hér, fyrir utan það að mér finnnst menn vera full harðorðir á köflum í garð Utd. Það kæmi mér ekki á óvart þó að Ferguson byrji með scholes á miðjunni og Nistelroy og Smith verði báðir frammi, þá hef ég svona frekar trú á því að ef Keane verður ekki með (en er það öruggt?) að Neville verði með honum þar og það er engin smá stuðningur af þessum tveimur leikmönnum á köntunum, og þó að Giggs hafi verið kallaður “slow motion Giggs” þá tel ég að það muni reyna mikið á þá Finnan og Josemi að halda aftur af honum. En finnst ykkur alveg óhugsandi að Beniez reyni að koma öllum þremur Hamann, Gerrard og Alonso inn í liðið og spili hreynlega með fimm manna miðju.
Án þess að halda fram fegurð Ruudney, vil ég nú minna á þegar Liverpool Spice Boys voru hvað flottastir í hvítu fötunum sínum.
Ekki spurning um fegurð, sjáið bara Ronaldo (þennan gamla með tönnurnar, ekki okkar)
Langar til að benda mönnum á þessa grein af gras.is http://gras.is/content.php?newsid=1272
þar kemur í ljós að skotinn er farinn að afsaka sig áður en leikurinn er hafinn :laugh:
Ólafur – ég held ekki. 4-4-1-1 kerfið hefur verið að virka sóknarlega og við höfum ekki fengið á okkur mörk í því kerfi. Því held ég einhvern veginn að Benítez muni halda sig við það sem virkar.
Björn Friðgeir – auðvitað kemur fegurð ekkert fótbolta við. En það má samt alveg ræða hana … 😉 … og staðreyndin er sú að United-menn eru ljótasta knattspyrnuliðið í Úrvalsdeildinni.
Gary Neville með mottuna, Wes Brown með rauða hárið, Mikael Silvestre með geimveruhausinn, Djemba-Djemba með mottuna, Luke Chadwick (sem er reyndar á láni einhvers staðar), Phil “litla systir” Neville, Alan Smith með pissugula hárið, Ruud van Horse, og Shrek.
Það er ekki hægt að mótmæla þessari fegurðaruppstillingu!
Einar Örn:
>Liverpool bloggid mun svo faera sig a malefnalegri brautir i kjolfar thessa leiks
Eeeh, Einar minn, vertu ekkert að lofa upp í ermina á þér. Ef við vinnum United í kvöld þá er ég nokkuð viss um að mín viðbrögð við því verða á ómálefnalegum nótum. Ég þori jafnvel að spá því að ég verði bara dónalegur. Þannig að við lofum engu … :tongue:
Mér væri svo sem alveg sama ef Liverpool-menn væru allir ljótir svo framarlega sem þeir myndu vinna dollur árlega! En allt eðlilegt fólk og aðrir minna þroskaðir menn vita að Liverpool eru með fallegasta liðið í premíunni! Bæði útlitslega og knattspyrnulega!
Annars er maður alltaf smá smeykur að illa fari á old trafford, sérstaklega núna þegar enginn Danny Murphy til að skora sigurmarkið eins og undanfarin 3ár eða svo.
Maður verður samt að vera hæfilega bjartsýnn og ég segi 0-3! Erfiður en samt öruggur sigur, Cisse, Garcia og rio með sjálfmark.
YNWA!