Gullkastið – Hvað Næst?

Arne Slot gaf hópnum aðeins séns um helgina töluverðum timburmannaleik gegn Chelsea og frammistaðan var ekki til að hrópa húrra fyrir. Skipti ekki öllu enda Liverpool nú þegar búið að vinna titilinn og stemningin á pöllunum í takti við það.
Trent nýtti tækifærið til að staðfesta loksins brottför sína eftir tímabilið eftir að hafa forðast blaðamenn (og þannig stuðningsmenn Liverpool) mest allt þetta tímabil.
Næsti leikur og heiðursvörður er gegn Arsenal í deildinni en þeir eiga risaverkefni í Meistaradeildinni í millitíðinni.
Skoðum Ögurverk liðið og eitt og annað í þætti vikunnar.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Maggi

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.

MP3: Þáttur 520

39 Comments

Skildu eftir athugasemd
  1. Ef Trent vill fara áður en samningur hans líkur til RM (30 juní) þá má hann bara drulla sér í burtu strax.

    LFC verður bara að standa í lappirnar og segja við Trentaran að annað hvort ertu úti samnings tímabilið, eða ferð núna og við sendum þér medalíuna í pósti.

    takk fyrir allt. Punktur.

    3
  2. Ekki a eg von a að taa lati sja sig meira a Anfield, hvað þá i heiðursrutuni eftir timabilið. Hann veit vel hugarfar folksins i Liverpool, reyndar um allan heim, i sinn garð. Senda svo medaliuna i postkrofu.
    Annars goður þattur.

    YNWA

    1
  3. Það að Trent þurfi nýja áskorun er að einhverju leyti skiljanlegt. Hann er ekki sá fyrsti sem heldur að grasið sé grænna hinu megin þrátt fyrir að Liverpool sé ekki siðra lið en Real í dag.

    Maður veltir fyrir sér hvað TAA var að hugsa þegar hann neitaði að gera 5 ára samning árið 2021 og samdi þess í stað til 4 ára?

    Var bróðir hans þá þegar farinn að plotta umboðslaun sín, með því að koma Trent á frjálsa sölu á hátindi ferilsins?

    Þegar leikmaður kemur á frjálsri sölu er algengt að leikmaðurinn og umboðsmaður hans fá sirka 20 falda upphæð við undirskrift. Þetta er væntanlega þannig að Trent fær 20, brósi 20 og í stað þess að borga 80-100 millur til Liverpool borgar Real 40 til bræðranna. Eftir sitja Liverpool með 0.

    Við vitum hvernig Real vinna. Trent ákvað sig ekki í mars.

    Það eru væntanlega 2 ár síðan Real fóru að vinna í þessum málum. Eftir að Bellingham fór til Real eignaðist hann sinn fyrsta vin í enska landsliðshópnum. Trent og Jude urðu óaðskiljanlegir.

    Tímasetningin hentar Real fullkomlega vegna aldurs Carvajal.

    Mín tilfinning er að í tvö ár hefur Trent dregið Liverpool á asnaeyrunum. Hverjar sýndarviðræðurnar á fætur annarri hafa farið fram, m.a. til að koma í veg fyrir að Liverpool myndi selja Trent sl. sumar.

    Trent hefði geta gert eins og Ronaldo gerði þegar sá síðarnefndi fór til Real. Komið heiðarlega fram við klúbbinn og skilið við á faglegan hátt.

    Samt eru margir alveg sáttir við þennan aðskilnað Liverpool og Trent. Tala um virðingu hans fyrir Liverpool og hann eigi mögulega eftir að koma aftur.

    Trent kom fram við Liverpool á sama hátt og Mbappe kom fram við PSG.

    Það kæmi mér ekki á óvar ef svipað plot sé komið í ferli varðandi Konate.

    16
    • Liverpool var tilbúið að gera hann að hæstlaunaðasta leikmanni liðsins og hæst launaðasta bakverði deildarinnar. Þetta snýst ekkert um einhverja undirritunarbónusa fyrir hann og meðreiðarsveina hans, þó svo að slúðurdæla sé að halda svona dellu fram.

      Það eru nú síðan staðfestar fregnir um að TAA og Hendo hafi verið að vinna í Bellingham á EM2021 í að fá hann til Liverpool en að endingu var það Real Madrid sem bauð bara hærra.

      Ef það hjálpar þér að komast í gegnum þennan tíma að sætta þig við að TAA sé farinn að trúa öllu þessu versta upp á hann, þá bara er það geggjað gott fyrir þig en ég held að okkar besti bakvörður eigi betra skilið en að allt það versta sem slúðrið segir sé heimfært upp á hann, sérstaklega þegar það er engin innistæða fyrir því.

      1
      • Það kannski eðlilegt að helblátt frálshyggjugimpi eins og þú sýnir peningagræðgi leikmannsins skilning.

        Ertu virkilega svo einfaldur að halda að sirka 20 milljón punda undirskriftabónus skipti ekki máli í þessu samhengi?

        Ekki nóg með það,, heldur fær Tyler bróðir hans annað eins í undirskriftarbónus sem gerir honum og hans fólki kleift að lifa í vellystingum út þetta líf

        Samtals eru þetta sika 40 milljón pund eða evrur á Alexander Arnold familíuna og þú fullyrðir að þeir peningar skipti bara engu máli.

        150 milljón evra undirskriftarbónusinn sem Mbappe fékk hefur væntanlega ekki skipt neinu máli heldur?

        Vertu svo ekki að saka mig um slúður þegar þú slúðrar sjálfur í næstu setningu með að halda því fram að Liverpool hafi ætlað að gera TAA að launahæsta leikmanni liðsins. Mo Salah er með um 480.000 pund á viku.

        Það er mikill munur á að vera hæst launaðast leikmaður Liverpool eða að vera hæst launaðasti bakvörður deildarinnar. Þó ég sé ekki viss um að þú hafir getu til að greina þar á milli

        Sagt er að Liverpool hafi boðið TAA væna hækkun frá þeim 180.000 pundum sem hann hafði,, en ekki að þeir vildu margfalda upphæðina með 2,5 eða 3.

        Það versta í þessu er þó vanvirðinginn sem TAA sýnir klúbbnum. Í stað þess að semja um klásúlu og brottför frá félaginu þá lætur TAA samninginn renna út til þess að hann og bróðir sinn fái stærri bónusa.

        6
  4. Sælir bræður og takk fyrir þáttinn, sérstaklega fyrir greiningu á leikmannahópnum og hvað er í kortunum fyrir liðið í sumar. Hvað sem öllu líður þá verður miklu til tjaldað í sumar-glugganum. Sé samt ekki fyrir mér að við séum að ‘brjóta bankann’ í upphæðum, þó svo að mörg lið hafi verið að eyða miklu upp á síðkastið þá eru mörg lið sem hafa verið að lenda í stigafrádrátti vegna FFP-reglna – viljum ekki lenda í því rugli – fyrir mér eru 4 leikmenn inn og annað eins út góður gluggi.

    Eins gaman og það er að sjá Chelsea standa heiðursvörð fyrir okkur, þá sérstaklega gemlurnar sem ákváðu frekar að fara til Chelsea frekar en Liverpool að þá væri virkilega gaman að sjá liðið sigra fyrsta leik eftir að titillinn er klár. Þetta er bara endurtekið efni frá 2020 þegar við gerðum það sama gegn Man€ity. Ég er virkilega svekktur með hvað það er allt á afturfótunum hjá Quansah eftir frábært tímabil í fyrra. Hann þarf eitthvað að skoða á sér kollinn og koma sjálfstraustinu í gang fyrir næsta tímabil.

    Af því sögðu, þá er ég enn gapandi yfir því hversu aumkunarverð þessi umfjöllun ykkar er um TAA. Þið bara ákveðið að taka allt það versta sem slúðurdælan er búin að vera að dæla út í vetur og pinnið það á blessaðan manninn. Haldandi það að það sé hægt að fá 100 milljónir fyrir mann sem er á lokaári samnings er aldrei að gerast. Liverpool hefur aldrei viljað hafa release-klásúlur í sínum samningum þannig að endursemja bara til að fá topp-prís er ekki að gerast. Þið vitið þetta best sjálfir en kjósið að skauta algerlega framhjá þessu í þessari reiði ykkar.

    Það að nafni minn segist ekki ætla að eyða meiri mínútum í að tala um TAA en heldur svo rausinu áfram í góðar 10 mínútur í viðbót, haldandi því fram að TAA sé ekki besti hægri bakvörður í sögu Liverpool sýnir manni bara það að TAA býr leigulaust í kollinum á ykkur þannig að það má að einhverju leyti óska honum til hamingju með það.

    Staðreyndin er einfaldlega sú að það er Liverpool eins mikið að kenna að þetta fór svona því stjórnendateymi liðsins er búið að vera í skrúfunni í meira en ár eftir að Klopp ákváð að hætta og lítill fókus settur á að semja við leikmenn liðsins. Ef Liverpool ætlaðist til þess að fá topp-verð fyrir þessa leikmenn þá hefðu þeir átt að selja þá bara strax í fyrra… en það er bara ekki það sem Liverpool stendur í. Sagan sýnir að Liverpool fer frekar þá leið að keyra út samninga og fá sem mest út úr leikmanninum á vellinum fremur en að semja í einhverju rugli þannig að leikmaðurinn fái mest út úr því í bókhaldinu.

    TAA vann allt galleríið fyrir okkur, besti hægri bakvörður í sögu liðsins. Hann ákvað hinsvegar að leita nýrra áskorana á nýjum vettvangi og ég fyrir mitt leyti þakka honum fyrir sitt framlag með óskum gott gengi í framtíðinni með þeirri von að hann snúi aftur í Liverpool-treyju áður en langt um líður.

    Áfram að markinu – YNWA!

    16
    • Er Trent besti bakvörðurinn í sögu félagsins?

      Ég er nú ekki alveg viss um það, hann mjög góður sóknarlega enn ekki eins góður varnarlega
      Ef við hefðum átt betri mann í þessari stöðu varnarlega hefði ég haldið að Trent hefði verið færður á miðjuna þar sem hann hefði jafnvel blómstrað enn meira sóknarlega?

      Ég vona að Konate sé ekki að fara í sama pakkann og Trent?

      Ég held að það sé best að vera ekki að velta okkur meira upp úr einhverjum leikmanni sem er að fara frá okkur. Nú er bara að fókusa á nýjan mann í þessa stöðu í sumarglugganum.

      Það sást nokkuð hressilega í Chelsea leiknum að við þurfum meiri breidd.
      Því miður virðist þetta ekki vera að ganga upp með Nunez og ég væri hissa á því ef hann er í framtíðar plönum Slot. kaupin Chiesa tel ég að hafi verið mistök.

      Sem betur fer sluppum við nokkuð vel við meiðsli á okkar lykilmönnum í vetur sem ég tel að hafi verið stór partur af þessum deildar titli.

      4
    • Guð hvað ég er sammála. Mér hreinlega bröskrar og finnst það vera fyrir neðan virðingu þessarar síðu hvernig talað er um manninng. Það lýsir ótrúlega takmörkuðu hugarfari og skorti á skilningi á því hvernig heimurinn hefur breyst.

      Við munum einfaldlega nánast aldrei aftur sjá leikmenn spila allan ferilinn hjá sama félagi. Heimurinn hefur gjörbreyst og smækkað, og það er algjörlega skiljanlegt að leikmenn vilji upplifa nýja og öðruvísi hluti í blóma lífsins og á hátindi ferilsins. Við erum þar að auki að tala um leikmann sem hefur unnið alla mögulega titla með Liverpool.

      Þó við höldum með Liverpool þá er þar að auki fáránlegt að ætlast til þess að leikmenn yfirgefi aldrei félagið nema það sé algjörlega á forsendum félagsins.

      Ég vona innilega að þessum hörmungarpistlum og skoðunum fari að linna á síðunni.

      6
    • Fannst ég eiginlega verða að svara þessu.
      Hingað til hef ég tekið hanskann upp fyrir TAA frekar en eitthvað annað. Snýst samt ekki pirringurinn aðallega um að TAA sé að fara frítt? Hann hefði klárlega getað komið fram við félagið af meiri virðingu. Ef RM virkilega vilja hann, þá hefur sagan sýnt að þeir myndu ekki hika við að borga rétt verð fyrir hann heldur. TAA hefði að sjálfsögðu getað skrifað undir samning hvort sem það er kaupákvæði eða ekki, alveg eins og t.d. Grealish, Coutinho og Suarez gerðu stuttu áður en þeir fóru svo á stórar upphæðir. Þetta lyktar af smá græðgi ef maður horfir kalt í þetta.

      Að lokum, skrifaðir þú þetta:

      “Veit ekki hvort þetta er hreinlega kynslóðarmunur en ég allaveganna ……….

      Kannski finnst öðrum í lagi að vera með svona skætingshátt gagnvart öðrum en kannski er þetta líka bara vottur af minnimáttarkennd þegar einhver þarf að bregðast svona við sem er ekki sammála manni.

      Þú hefur þína skoðun og það er ekkert sem ég get gert í því, sama hversu ömurleg mér finnst hún vera.”

      Mér finnst þú nú ekki sýna skoðunum annara mikinn skilning ef ég á að vera alveg hreinskilinn, þeas ef ég les innleggið að ofan, mættir horfa aðeins í eigin barm þar.

      8
    • 4
      Magnús Viðar Skúlason

      “Liverpool hefur aldrei viljað hafa release-klásúlur í sínum samningum þannig að endursemja bara til að fá topp-prís er ekki að gerast”

      Hvernig væri að vinna heimavinnuna og skoða samninginn sem Suarez gerði við Liverppol?

      Hann endursamdi við Liverpool svo hann gæti farið Barcelona á klásúlu!!!!!!!!!!!

      Þó Liverpool hafi ekki klásúlur í samingum þegar þeir kaupa leikmenn þá gilda mögulega önnur lögmál þegar félagið þarf að velja á milli klásúlu eða missa verðmætan leikmann fyrir ekkert.

      ——

      Er “allt galleríið” röksemdin fyrir að TAA sé besti hægri bakvörður í SÖGU Liverpool?

      Fyrst þú vitnar í söguna þá ertu mögulega heldur ekkert sérlega vel að þér í henni.

      Sjálfur man ég vel eftir Steve Nicol sem var margfalt betri varnarlega en Trent og sömu sögu má segja um Phil Neal sem einugis séð á gömlum myndböndum.

      En talandi um “GallerÍ”

      Steve Nicol: Honours: League Championship 4x; FA Cup: 3x ; European Cup 1x (væru líklega fleiri ef Liverpool hefði ekki fengið langt bann frá Evrópukeppni ; FWA Footballer of the Year 1x

      Phil Neal: Honours: League Championship 8x ; League Cup 4x ; European Cup 4x, ; UEFA Cup 1x: European Super Cup 1x

      Hafa ber í huga að Trent hefur aldrei átt fast sæti í enska landsliðinu.

      12
  5. Ekki veit hvað þu meinar Magnus, með þvi að vona að hann komi til baka aður en langt um liður. Hann virðist vera að gera 5 ara samning við RM, sem þiðir, að þeim tima loknum er hann 31 ars. Þu hefur goðan tima til þess að undirbua heimkomuna, eins og t.d. storan borða sem a stendur WELCOME TO ANFIELD. Klopp atti að hafa sagt við Coutiniho þegar hann vildi fara, vertu afram hja okkur, og þu munt verða goðsogn a Anfield, en þu veist þu munt verða bara einn af hinum hja Barcelona, allir vita hvernig það endaði, en LFC fekk þo 140m. punda fyrir hann.

    YNWA

    4
    • Ekki gleyma sögunni um ‘Týnda soninn’. Við tökum fagnandi á móti öllum okkar mönnum sem snúa aftur þó svo að við séum ekki sáttir við að þeir séu farnir.

      2
  6. Sælir félagar

    MVS heldur áfram ritskoðunartilburðum sínum og skammar mann og anna fyrir að hafa aðra skoðun en hann á brigslum taa. Ég vil í því sambandi benda á það sem Indriði fer yfir hér fyrir ofan. Það er að flestu leyti afar líkleg greining á atburðarásinni og heilindum téðs taa.

    Það er nú þannig

    YNWA

    9
    • Það er nú þannig að ég er ekki að ritskoða einn né neinn, þú varst kannski vanur því í ráðstjórnarríkjunum í gamla daga en það að hafa aðra skoðun, þá sérstaklega þegar menn eru gersamlega að níða skóinn af manni sem gaf félaginu 20 ár af ferlinum sínum, kallast ekki ritskoðun og þá lætur maður alveg í sér heyra.

      2
      • Sælir félagar

        Það má benda þér á Magnús að Liverpool tók þennan strák uppá sína arma fyrir 20 árum síðan og gerði hann að þeim knattspyrnumanni sem hann er í dag. Enginn stekkur fram á sjónarsviðið allt í einu 26 ára sem alskapaður íþróttamaður. Það þarf hæfileika rétt er það en þá hæfileika þarf að rækta og þroska til að árangur náist.

        Liverpool samfélagið lagði í hann gríðarlega vinnu launaðra og góðra þjálfara frá sex ára aldri þar til Klopp tók hann (ath. Klopp stjóri Liverpool) upp á sína arma kornungann og byggði oafan á það sem klúbburinn var binn að leggja í hann og gerði hann að þeim íþróttammanni sem hann er í dag. TAA komst ekki af sjálfum sér þangað. Það er margra ára (fjáfesting) vinna margra þjálfara og umgjörð félagsins sem kom honum á þann stall sem hann er á í dag. Þar með er ljóst hver skuldar hverjum.

        Það er nú þannig

        YNWA

        5
      • Þetta sem þú ert að lýsa þarna er eitthvað form af þrælamennsku sem lagðist nú sem betur fer af um miðja 19. öldina í vesturheimi, sem er á svipuðum tíma og þú fermdist, ekki satt? 😉

        TAA þurfti ekkert að hefja leikferil sinn hjá Liverpool frekar en öðru liði – Hann býr yfir hæfileikum sem Liverpool ræktaði og lagði alúð við, líkt og hann sjálfur sem varð til þess að hann er sá leikmaður sem hann er í dag og hefur lagt blóð, svita og tár í frammistöðu sinni fyrir liðið. Það eru bara nokkrar vikur síðan ljóst var hvað myndi verða. Það er sárt að sjá á eftir honum en ég fyrir mitt leyti er þakklátur fyrir það sem hann gerði fyrir okkur og óska honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.

        Það væri óskandi að við værum allir menn af meiru og gætum orðið sammála um það.

        5
  7. Já, og hey! Enginn fær alveg ámælislaust að skamma okkar menn í Kop.is-stúkunni!

    Allt í góðu og enginn er auðvitað hafinn yfir gagnrýni, en svona án gríns þá þá hefur þessi þáttur verið rekinn að mestu eða öllu leyti í sjálfboðavinnu um mjög langt árabil. Í seinni tíð hafa fáeinar vörur verið auglýstar og vonandi kemur það þáttarstjórnendum að einhverju gagni því varla er launatékkinn að öðru leyti feitur við þessa iðju. Eftir sitjum við hlustendur með eitthvert metnaðarfyllsta Liverpool-hlaðvarp á byggðu bóli, drifið áfram af elju og ástríðu með vikulegum þáttum sem fyrir mína parta hafa orðið kærkominn förunautur á leið á beddann síðustu ár. Held að þáttastjórnendur séu ekkert viðkvæmir fyrir líflegri umræðu hér en finn mig þó tilknúinn að taka aðeins upp hanskann fyrir þá, að þeir eigi betra skilið en að samtal þeirra kallist aumkunnarvert raus þegar staðreyndin er sú að galsi og temmilegt alvöruleysi þáttarins hafa lengstum verið mesti styrkur hans sem skemmtiefnis fyrir okkur Liverpool aðdáendur. Allt í lagi að vera óssammála einhverri umfjöllun, mér finnst stjórnendur þáttarins bara eiga virðingu okkar skilið fyrir að gefa okkur þetta frítt.

    Og það ER lélegt af Trent að fara frítt, sama þótt hann hafi verið magnaður í okkar búningi.

    29
    • Það breytir engu þó að menn séu að gera hluti í sjálfboðavinnu, ef manni finnst þeir vera með lélegt take á hlutina þá fá menn alveg að heyra það. Það er síðan alveg óþarfi að móðgast fyrir þeirra hönd – tel að menn séu fullfærir um að taka upp sína hanska sjálfir ef þeir telja þörf á að svara fyrir sig, þá bara gera þeir það – eins fullorðnir og þeir eru og það allt saman.

      Hvet þig svo að lesa innleggið aftur, ég þakka alltaf fyrir þættina og tek því ekki sem sjálfsögðu að menn standi í þessari framleiðslu án þess að rukka áskrift fyrir. Er einnig þakklátur fyrir styrktaraðilana sem leggja þættinum lið og styðja þannig fjárhagslega við þessa framleiðslu.

      2
  8. Það er ekkert sem réttlætir þetta TAA move.

    Ný áskorun ? Að vinna laliga með Real madrid þá ?
    Nema hann ætli sér í nærbuxna model bransan þá er þetta fínt start í það.

    Held að Wenger hitti á þetta uppá 10.

    Ég er nú ekki búinn að sjá þetta kveðjuvideo TAA og ætla mér ekki að gera það. Og efa að margir Poolarar nenni því.

    TAA fékk að upplifa og gékk í gegnum það sem öllum dreymir um og var á góðri leið með að verða vel sigursæl goðsögn fyrir félagið sitt.
    Liverpool sem er á mun sigursælara stað en liðið sem td Gerrard var í.
    Það að þessi leikmaður sjái ekki á hvaða stað hann er á hjá félaginu ? Eða er honum mögulega sama?
    Hann er og verður aldrei sannur Poolari.
    Vonandi kemur hann aldrei til baka á Anfield nema þá sem mótherji!! Það er einmitt það sem hann er

    6
  9. Núna eru einhverjir miðlar að orða Kevin De Bruyne við Liverpool. Væruð þið til í að sjá hann á 2 ára samning hjá Liverpool ?
    Hann yrði engin lykilmaður en hann er töframaður og gæti alveg gert gæfumun

    7
    • De Bruyne til Liverpool hljómar bara vel. Alltaf fundist hann eiga að vera í Liverpool búning.

      6
      • Margir spenntir fyrir honum í rauðu. En ég held að sé orðinn alveg lappalaus.

        5
    • Held þetta hljóti að vera grín, hann er búinn kall greyið.
      Var einn af þeim bestu, en það er liðin tíð.

      YNWA

      5
    • Ef hann væri að koma frá LFC Klopp timans þá væri svarið nei, en frá City hans Pep? Mögulega. Kæmi með mikla reynslu og yfirvegun, gæti brotið upp leiki sem við eigum stundum erfitt með. Kerfi Slot hentar honum betur en Klopp kerfið. Ítarleg læknisskoðun forskilyrði. Varðandi það að hann hafi verið lélegur undanfarið þá myndi ég setja spurningamerki við allt City liðið þar.

      1
    • Var alltof lengi hjá City það er búið að útjaska honum þar og hann hefur gefið City allt því miður.
      Veit ekki hvað hann gæti komið með til Liverpool nema kanski þæginlegt að vera meiddur hjá okkur? veit ekki.

      Hokinn af reynslu og var besti miðjumaður deildarinnar í áraraðir en já hann hefur mist form og hraða bæði sökum sí endurtekna meiðsla og aldurinn spilar líka inní en ef þetta er free transfer og ekki fáranleg launakrafa þá myndi maður ekkert fussa við því held ég.

      Hentar honum ekki annars betur að fara til ítalíu ? maður sá að Napoli voru orðaðir líka við hann.

      1
  10. 2 mörk og 1 stoðsendibg frá honum í seinustu 3-4 leikjum, get ekki sagt að hann sé búinn.
    En væri hann til í að vera varamaður og þá á hvaða launum.
    Ég væri alveg til í hans hæfileika frítt

    4
  11. Okkur vantar 9-u, almennilegar níur eru ekki á hverju strái og þær sem geta eitthvað kosta hvíturnar úr augunum.
    Ef Harry Kane er á lausu, frítt eða fyrir slikk, þá eigum við að hjóla í hann.
    Ári yngri en Salah, ein besta nía í dag, ef ekki sú besta.
    Frábær markaskorari, frábær að taka á móti og halda bolta og dreifa svo út á kantana.
    Hann í miðju með tvær rakettur á köntunum yrði ekki slæmt.
    Vert að taka fram að ég þoli ekki Harry Kane en búinn að tala fyrir því í nokkur ár að þetta væri maðurinn til að leysa Firmino af.

    3
      • Ætti ekki að gera það enda sagði ég EF.
        Sögusagnir um að Bayern sé að láta hann fara.
        Færum aldrei að kaupa hann á raunvirði, það er nokkuð ljóst.

        1
  12. Er Salah kominn aftur í kapphlaupið um Ballon d’Or?

    Ég er kannski með Liverpool gleraugun á en maðurinn vann ensku deildina á fjórum mánuðum. Enginn leikmaður verið jafn áberandi bestur á þessu ári. Maðurinn er búinn að vera topp 5 í mörg ár.

    Venjulega er mér sama um Ballon d’Or og finnst þetta kjánaleg verðlaun. En mér þætti sætt ef Salah tæki þetta. Hann á það skilið og Liverpool líka.

    Hverjir koma til greina aðrir? Yamal eða Raphinha ef þeir klára La Liga. Dembele ef þeir vinna Inter, eða Donnarumma ef hann á stórleik í úrslitunum?

    Það er bara einn king!

    4
  13. Magnus, það er eins og þu nair ekki samhenginu i þvi sem aðilar a Kop siðuni og viðar eru að gagnryna.
    Mer vitanlega er engin per se að gagnryna það að taa vilji fara til rm, ekki frekar en aðrir sem hafa farið.
    Það er verið að gagnryna hvernig hann skilur við LFC, Venger lysti þvi agætlega hvernig það gengi fyrir sig. Tok Mbappe sem dæmi i þvi samhengi vegna taa, sem var samt ekki uppalinn hja PSG.
    Mer finnst i besta falli barnalegt af þer, að m.a. rettlæta þetta með þvi að segja hann hafi ,,gefið,, Liverpool 20 ar af æfi sinni, sem þiðir þegar hann mætir 6 ara með foreldrum sinum a fyrstu æfingu, þa byrjar hann að gefa Liverpool, að þu geti latið þer detta þetta i hug, ok barnalegt segji ekki meira.

    YNWA

    8
    • Ég næ samhenginu ágætlega í þessu máli og þetta er ekkert í fyrsta skiptið sem maður heyrir þessar bölmóðsraddir yfir því þegar leikmenn yfirgefa liðið.

      Það eina sem er barnalegt í þessu er að kveðja þennan leikmann með þessu skítkasti sem birtist m.a. í umfjöllun okkar annars ágætu bræðrum hérna á vefnum og hlaðvarpinu.

      Við erum Liverpool – við erum ekki eins og restin af þessu pakki sem sveiflast eins og strá í stuðningi sínum við lið sem hafa hæpna sögu á bakvið sig. Við erum betri en það.

      9
  14. Ánægður með Slot að láta Bradley byrja um helgina og vonandi restina af tímabilinu. Nú á bara að nota restina af tímabilinu að byrja undirbúa næsta season. Láta TAA sitja bekkinn eða jafnvel skilja utan hóps og leyfa einhverjum úr unglingaliðinu að fá skrefið inní aðalliðið. Bikarhátíðin á ekki að snúast um eitthvað kveðjupartý fyrir TAA.

    7

Leave a Reply to Red Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Trent fer í sumar (Staðfest)

Lokaleikur tímabilsins hjá stelpunum – heimsókn í höfuðborgina