Ja hérna. Þetta Steven Gerrard mál ætlar aftur að verða að einni allsherjar sápuóperu.
Semsagt, þá hafa Sky Sports [talað við umboðsmann](http://skysports.planetfootball.com/ARTICLE.ASP?ID=289261) Steven Gerrard, Struan Marshall. Hann segir:
>”Talks with Liverpool have stalled over a new contract for Steven Gerrard and **are unlikely to be reopened**
Ja hérna. Blaðamannafundurinn til að kynna Zenden og Reina verður haldinn klukkan 11.30 að íslensku tíma og verður sýndur beint á Sky News.
Ok, mjög líklega er þetta til þess fallið að fá hærri laun fyrir Gerrard, en samt, þá er ekkert voðalega skemmtilegt að lesa svona hluti.
**Uppfært (EÖE)**: [BBC tala um sama mál](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/teams/l/liverpool/4646695.stm). þetta er svo fáránlegt að það er ekki fyndið:
>BBC Sport understands Liverpool are surprised at the rate at which talks have broken down and claim that money is not an issue.
>…
>It has been suggested the Reds skipper is unhappy because they did not open talks as quickly as he had hoped.
Þegar þetta er sett upp svona, þá sér maður hversu fáránlegt þetta er. Þetta snýst EKKI um peninga. Gerrard vill vera áfram, Liverpool vilja hafa hann áfram.
Málið snýst um að Liverpool hafi ekki boðið fram nýjan samning **nógu fljótt**. Það er allt vandamálið!!! Eru menn alveg búnir að tapa glórunni?
Uppfært (Kristján Atli): Rafa lagði sín orð í púkkið á blaðamannafundinum hans Zenden áðan. Og ef ég á að vera hreinskilinn, þá lykta þessi orð hans af mikilli örvæntingu, sem segir okkur kannski best hversu alvarleg staðan er orðin. Hann sagði meðal annars þetta:
>”I renew my deal with Liverpool in four or five years and when I do I would like Stevie to be my next coach, assistant manager and maybe even the next manager after me. He can even have the chief scout position if he wants it.
>I want him to stay with the club. We are trying to build a better team and a better squad and I want Stevie to be a major part of that.
>Last season I tried to get Stevie to sign a new deal three times. On each occasion he said wait, so we waited.”
Viltu ekki bara bjóða honum konuna þína líka? Nei, í alvöru, þá eru þetta frekar örvæntingarfull ummæli hjá Rafa og ljái honum það hver sem vill. Það er augljóst að klúbburinn vill allt gera til að halda í Gerrard – sama hvað umboðsmenn hans segja – en einhverra hluta vegna virðist fyrirliðinn hafa misst trúna á því að Rafa vilji halda honum.
Hvað getur maður sagt? Ég er í hálfgerðu losti yfir þessum fréttum núna á mánudegi – helmingurinn af mér nennir varla að standa í þessari sápuóperu annað sumarið í röð, en hinn helmingurinn er brjálaður yfir þessari framvindu mála. Ég hugsa að ég muni bara bíða og sjá hvað kemur út úr þessum málum næstu daga.
Annars sagði Rafa fleira. Hann sagðist vera búinn að kaupa FJÓRA leikmenn, og að það eigi um 2-3 leikmenn í viðbót eftir að koma áður en tímabilið hefst. Þeir leikmenn sem hann staðfesti að við værum þegar búnir að kaupa eru: Boudewijn Zenden (kynntur í dag), José Reina (stóðst læknisskoðun í dag), Mark Gonzalez (á láni) og hinn ungi Antonio Barragan.
Hvaða 2-3 eru eftir? Hver veit? Og verða fleiri en 2-3 keyptir, ef Gerrard fer? Hver veit?
Úff, þetta verður sem sagt rosalegt sumar…
**Uppfært (EÖE) kl. 13.10**: Nokkrir fleiri punktar af blaðamannafundinum, sem [BBC vitna í](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/teams/l/liverpool/4646695.stm). Rafa Benitez segir:
>”**For anyone to make an issue of a delay of just a few days makes no sense.** When we met on Wednesday, things were fine.
>”We have wanted to keep Steven all along. **There has never been any suggestion we wanted to sell him. Money is not an issue.** There are no financial concerns regarding Steven’s contract so any suggestion to the contrary is wrong.”
Hvað er þá fokking vandamálið? Ég skil ekki þetta upphlaup hjá umboðsmanni Gerrard. Djöfulsins fábjánar upptil hópa þessir umboðsmenn.
Rafa heldur svo áfram:
>”This year we have spoken about trophies and we now have the most important one.
>”We have talked about improving the squad and having the best players. Now we have signed Zenden, perhaps Middlesbrough’s best player.
>”We are signing the **best keeper in Spain** (Jose Reina), the best winger in Chile (Mark Gonzales) and a young full-back from Seville (Antonio Barragan).
Ég legg til að Gerrard taki hausinn útúr rassinum á umboðsmanni sínum og hætti þessari vitleysu. Eða þá að pabbi hans tali vit í hausinn á Stevie líkt og hann gerði í fyrra. Þetta er svo fáránlegt að það hálfa væri nóg.
Ef að okkar næstbesti leikmaður fer útaf einhverju svona kjaftæði, þá verð ég brjálaður. BRJÁLAÐUR!
ef hann fer út af einhverri svoleiðis vitleysu þá mun álit mitt á honum hrynja gjörsamlega…
held að þetta sé bara plott hjá umboðsmönnum gerrard… sjáum til eftir blaðamannafundinn….
af hverju sé ég engan blaðamannafund :confused: hef verið með stillt á sky news undanfarinn hálftíma 🙁
Ég er ekki með Sky, myndi bara mæla með því að þeir sem geta bíði eftir að blaðamannafundurinn verði settur inn á .tv-síðuna. Þar ættu allir að geta horft á hann, held ég.
Takið eftir þessari setningu frá fréttamannafundinum í dag,
“Last season I tried to get Stevie to sign a new deal three times. On each occasion he said wait, so we waited. ”
Þetta mál stinkar allsvakalega..
http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N149237050704-1305.htm
RAFA: I WANT STEVIE TO STAY
Paul Eaton 04 July 2005
Rafael Benitez today insisted he wants Steven Gerrard to remain a Liverpool
player.
Speaking at a news conference at Melwood, the Reds manager quashed
speculation that he wants his captain to leave the club by insisting Gerrard
has a major role to play in his Anfield future.
He said: “I can assure our fans that we want Steven Gerrard to stay with us.
“I renew my deal with Liverpool in four or five years and when I do I would
like Stevie to be my next coach, assistant manager and maybe even the next
manager after me. He can even have the chief scout position if he wants it.
“I want him to stay with the club. We are trying to build a better team and
a better squad and I want Stevie to be a major part of that.
“Last season I tried to get Stevie to sign a new deal three times. On each
occasion he said wait, so we waited.
“This year we want to win more trophies and that is why we are improving our
squad with new signings.”
Kristján kvót:
>og að það eigi um 2-3 leikmenn í viðbót eftir að koma áður en tímabilið hefst.
Þetta er ekki alveg nákvæmt. Rafa sagði:
>”We will be signing two or three more players **this week**.”
Þetta verður allavegana rooooosaleg vika!!!
Ég held að það séu nú samt allir sammála um það að Jose Reina er/var ekki besti markvörðurinn á Spáni, en það mun vera Señor Casillas.
Ég ætla nú ekkert að vera að stressa mig mikið yfir þessu SG máli og bara bíða þar til eitthvað verður loksins staðfest :rolleyes:, en svona smá pæling ef hann fer þá á Ballack bara eitt ár eftir af samningnum sínum við Byern og samkvæmt því sem ég var að lesa í dag þá vill hann leika erlendis ….
nei bara smá pæling 😉
“Ef að okkar næstbesti leikmaður fer útaf einhverju svona kjaftæði, þá verð ég brjálaður.”
Hver er bestur?
Svo það sé á hreinu…. :confused:
Híhí Hagnaður, ég hugsa að hjá flestum Púllurum væri svarið Jamie Carragher. En mig grunar samt að Einar sé að tala um Xabi Alonso…
…nema hann sé meiri Baros-fanboy en ég hélt :laugh:
Ég legg til að málum með þennan gutta ljúki í þessari viku því ég er orðinn MJÖG reiður á þessu rugli! 😡 Seljum hann og kaupum okkur 3-4 world klassa leikmenn í staðinn ef hann hefur ekki áhuga á að fara raunsæu leiðina að málunum. Hann fær mun betri laun hjá CHelsea og Real þannig að ef hann lítur á málið að vilja vera VERY FILTHY RICH í staðinn fyrir VERY RICH að þá er það hans mál. Fuck it! Good riddance
Er þetta ekki bara einverjir divu-stælar í Gerard? Ég hefði ekkert á móti því að sjá hann fara ef hann ætlar að vera með svona J-Lo takta og láta bara Carra fá fyrirliðabandið. Maður nennir ekkert að standa í svona rugli.
Jamm, Hr. Hagnaður, ég var að tala um Xabi 🙂
Annars er stutt [viðtal við Rick Parry](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N149239050704-1643.htm) á official síðunni, þar sem hann endurtekur nánast það sem Rafa sagði:
>”We have wanted to keep Steven all along. There’s never been any suggestion we wanted to sell him.
>”Money is not an issue. There are no financial concerns regarding Steven’s contract, so any suggestion to the contrary is wrong.”
Svo er á [anfieldroad.com stutt grein](http://anfieldroad.com/index.php?option=com_content&task=view&id=531&Itemid=51), þar sem höfundur (sem ég veit ekki hversu vel kynntur er) rekur atburðarrásina og sínar skýringar fyrir henni
>More updates are filtering through from unofficial channels as to where these stories have all originated. The stories in today’s press did come from SFX it seems. Not from Gerrard’s actual agent Struan Marshall though, but allegedly from other senior members of staff at the agency.
…
>Gerrard is reportedly extremely upset and pressured, as people he trusts are all contradicting each other. He needs to take stock of what is happening and work out who he should trust. If Struan Marshall is an innocent party in this – and from what we’ve been told he isn’t responsible for the manipulation of the media – then he needs to get to the bottom of what’s happened internally within SFX to ensure Gerrard is now told the truth.
>Liverpool’s financial problems are still there but are not playing any part in these problems surrounding Steven Gerrard.
Allt þetta mál lyktar einsog það væri hægt að laga alla hluti með hálftíma fundi á millri aðilanna, sem skipta máli í þessu sambandi: Rick Parry, Rafa Benitez og Steven Gerrard.
Í fyrra vorum við að tala um að Gerrard efaðist um að Liverpool væri að stefna í rétta átt og hvort hann myndi nokkurn tímann vinna titla með liðinu. Núna eru menn að rífast um hvenær hvaða samningur var lagður fyrir hann. Þetta er algjör bjánaskapur.
Ég er brjálaður út Gerrard núna. 😡
Fari þetta norður og niður……… 😡
Hann er orðinn einn peningur strákpjakkurinn….
Þetta snýst bara um peninga hjá honum. Af hverju er hann að hleypa þessu í háaloft núna. Hann er að reyna að láta líta út fyrir að Liverpool vilji hann ekki. Jæja Gerrard, sorry. Ég trúi og treysti Rafa betur en þér.
Og nota bene ég skrifa þetta ekki á umbann hans. 😡 Eftir höfðinu dansa limirnir.
Mér er bara orðið sama um Kafteininn minn annað sinn á þessu ári. Gerrard gjörsamlega vann mig á sitt band með yfirlýsingum sínum eftir Evrópusigurinn. Eftir daginn í dag er ég búinn að missa alla trú á fyrirliðanum okkar, svei mér þá. Nei ég er bara reiður og sár. Kannski er hann bara ekki með meiri þroska en þetta.
Hvað ætli Pabbi hans segi við hann núna..!!!
Aumingja Gerrard og stórfjölkskyldan hans ef hann ætlar að blindast af peningahyggju. Gerrard er aðeins 25 ára gamall og með framtíðina fyrir sér. Nei hann vill ekki verða goðsögn í lifanda lífi á Merseyside heldur vill hann eltast við einhverja drusluseðla………
Gerrard ef þú verður áfram hjá Liverpool þá mun það taka þig nokkuð langan tíma að fá þennan stuðingsmann í sátt aftur og btw ef þú ferð þá verður það ekki fyrirgefið í bráð.