Jæja, þá er komið að því. Í fyrradag hélt ég að mér yrði nákvæmlega sama um úrslit þessa leiks. En núna er ég orðinn spenntari en ég hef verið síðan í Arsenal leiknum.
Liðið, sem að Kenny Dalglish stillir upp, er svona
Kelly – Skrtel – Agger – Aurelio
Lucas – Meireles
Kuyt – Gerrard – Maxi
Torres
Á bekknum: Gulacsi, Kyrgiakos, Wilson, Shelvey, Poulsen, Ngog, Babel.
Þarna kemur fátt á óvart. Eiginkona Glen Johnson er að eignast barn (hvað er málið með þessar barneignir á miðju tímabili, ha?) og Konchesky er meiddur. Ég veit ekki af hverju Joe Cole er ekki í hóp. Bekkurinn býður nú ekki uppá svo mikið.
Ég geri ráð fyrir að Dalglish, sem hefur verið á vellinum í flestum leikjum, sé ekki að stilla Mereiles uppá kantinum eða í annari slíkri vitleysu, heldur stilli þessu upp einsog Rafa gerði. Það er með Gerrard fyrir framan Lucas og Mereiles.
United liðið: Kuszczak, Rafael, Ferdinand, Evans, Evra, Nani, Carrick, Fletcher, Giggs, Berbatov, Hernandez. Nokkurn veginn þeirra sterkasta lið.
Núna á Stöð2Sport er viðtal við Roy um leikinn og hvernig hann undirbýr sig …. og liðið !
Mér skilst að Rooney, Van der saar og Vidic séu ekki með man-utd svo það er gott mál líka… 2-0 torres með bæði.
Nú verður gaman að sjá hvernig fótbolta liðið á að spila. Þetta virðist sama uppstilling og Rafa notaði og sömu leikmenn nema Mereiles er kominn inn fyrir Mascherano.
Joe Cole er meiddur á ökkla
Loksins er maður spenntur fyrir leik aftur ! 😀 Virkilega búinn að sakna þessarar tilfinningu
Einkennilegt með Cole, hlýtur að vera meiddur víst að hann er ekki einsu sinni í hóp.
Annars getur þetta auðvitað endað á hvorn veginn sem er en ég ætla samt að spá því að stemningin og baráttan sé okkar megin og við tökum þetta bara í sögulegum sigri 2 -1. Meireles og Gerrard með mörkin !
Lýst vel á þetta! Kuyt og Kelly fá það verkefni að pakka Nani saman og ég hef fulla trú á þeim! Ég hefði stillt þessu nokkuð svipað nema Kyrgiakos hefði fengið kallið í stað Skrtel. Skrtel virkar einfaldlega of lélegur á mig, síbrjótandi heimskulega af sér og virkar stressaður í stórum leikjum. Báðir voru þeir samt hrikalegir á móti Blackburn en ég myndi velja Soto vegna reynslunnar og hættu inn í teig andstæðinganna.
Verst að Vidic er ekki með, að horfa á hann vs. Torres er eins og að horfa á feitt barn stúta súkkulaði!
Tökum þetta! YNWA
er það ekki verra fyrir okkur ef vidic er ekki með ??
það hélt ég nr. 8… Torres vanur að gera grín að honum og síðan er hann að safna rauðum spjöldum á móti Liverpool
Svona á liðið að vera leyfa Kelly að spreyta sig og bra áfram Liverpool YNWA
Svakalega vona ég að þetta sé rétt uppstilling en ekki 4-4-2 með Kuyt frammi og Meireles á vinstri. Ef Gerrard verður í holunni fyrir aftan Torres þá getur allt gerst 🙂
leiðinlegt að ekki að fá að sjá Johnson í liðinu, en annars líst mér bara helvíti vel á þetta lið. Þetta veður ervitt fyrir kóngin, en með kóngin sem framkvændastjóra verður maður að vera bjartsýnn! 1-2! come on you reds!
YNWA!
Di Stefano 8
Hiklaust slæmt fyrir okkur að Vidic sé ekki með. Torres elskar að niðurlægja hann
Ég spái sigri, með einu marki.
JonJo Shelvey stimplar sig inn með seiglumarki.
3-0 fyrir man utd
Frábært viðtal við King Kenny áðan á ITV. Sagði nákvæmlega réttu hlutina. Vill fá leikmenn til að trúa á sig og finna leikgleðina aftur.
Hrikalega er maður ánægður að vera laus við RH og ég er sannfærður um að bjartari tímar séu framundan. Greinilega mjög góð stemming í Liverpool aðdáendum og Kenny sameinar þá og liðið sem virkilega þurfti.
Áfram Liverpool
WTF!!!!!!
Ef þetta var víti heiti ég Natalie N Cogo!!!!!
hvenær hætta þeir að setja Howard Webb á LFC leiki
Að láta sig detta á fyrstu mínútu. Vá hvað þetta var aumkunarvert.
er farið aða dæma víti þegar menn misstíga sig ?
Frábær dómgæsla…..er maðurinn ekki í lagi. Hvað er Feguson búinn að leggja mikið í dómarasjóðinn fyrir þennan leik.
Ekki víti frekar en ég veit ekki hvað!!!!!!!!!!
Gjöf. Barbie óheiðarlegur.
Getur barbie ekki cengid 3 leikja bann cyrir tessa difu???
getur einhver vísað mér á link til að horfa á leikinn í tölvunni. Sveitabarinn er lokaður vegna framkvæmda.
http://atdhe.net/
Allt annar bragur á Liverpool en verið hefur. Vonandi halda menn þetta út.
Ég vill ekki vera of bjartsýnn en er þetta sama liðið og var að tapa fyrir Blackburn?
Erum við að tala um allt annað lið á útivelli.
Æ Gaupi minn, þú átt ekkert að vera að lýsa fótboltaleikjum.
http://vipstand.net/sports/football.html
ÉG NOTA ALLTAF ÞENNANN LINK
AVANTI LIVERPOOL – KD – http://WWW.KOP.IS
http://livetv.ru/en/ er líka oftast með flott stream
Howard Webb samur við sig. Ömurlegri dómari er ekki til.
En við erum búnir að sýna meira hjarta í þessum leik en í öllum leikjum tímabilsins til samans.
Helvítis Fokking Fokk… þetta er aldrei rautt…. djöfulsins Howard Webbb helvítis drusla…
Hárrétt….heimskuleg ákvörðun hjá Gerrard….tveggja fóta tækling og Carrick stálheppinn að vera ekki fótbrotinn..!!
Meira fokking ruglið. Í mesta lagi gult.
Hvað getur maður sagt? ….
Alltaf rautt sýndi hressilega báða sólana 🙁
Látum það vera með Gaupa, en að Howard Webb sé að dæma er hroðalegt.
En hitt er annað mál að það var engin ástæða hjá Gerrard að fara svona harkalega í manninn.
fáránleg tækling hjá Gerrard og hárrétt ákvörðun hjá webb í þetta skiptið
DÓMARI!!!!!??!?!?!?!
afsakið high caps en hvað er að gerast með dómgæsluna í þessum leik?
Þetta var 50/50 tækling og þeir voru á sama tíma í boltann, ég viðurkenni að Gerrard fór með báða fætur og gult hefði verið skiljanlegt en rautt?
Dómarinn hefur eyðilagt þennan leik aleinn og hjálparlaust (ef menn telja Rauðnef ekki með, því hann virðist alltaf hjálpa dómurum á Old Toilet).
lítið að segja við þessu nema að þetta var heimskuleg tækling hjá Stevie G
@39 hvor…. Brassa barnið eða Steve ? ?
Hárréttur dómur. Ekkert meira um það að segja.
Tveggja fóta tækling hjá Rafael rétt á undan.
Bull vítaspyrnudómur, rétt rautt spjald.
Gerrard á það til að vera algjörlega heilalaus!!!!!!!!!!!!!!!
Hárrétt rautt og því miður var vítið réttlátt líka. Agger danglaði fætinum í Barba sem var á miklum hraða og þá detta menn við minnstu snertingu. Ekki gott, því miður.
…Howard Webb
………………………………………………………………fokk
Aldrei tveggja fóta tækling, gult en aldrei rautt!
Takk fyrir að reyna þitt best í að eyðileggja leikinn sem allra fyrst Webb!
Sindri? Settu gleraugun upp ef þú segir að þetta sé ekki tveggja fóta tækling.
Hvað er hann Gerrard að gera þarna !! Synd að eyðileggja þennann leik svona.
En meðan staðan er bara 1 0 þá er alltaf von.
@45 Báður en stóri munurinn er að SG fer fljúgandi inn.
Vonandi þá þjappar þetta mönnum saman og við náum að sigra, við höfum oft séð það áður
@50
Á miklum hraða? Á þetta að vera fyndið, hann var nánast að koma úr kyrrstöðu
Jæja Howard Webb er búinn að eyðileggja leikinn, þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann dæmir eins og asni á Old T. Vitið var gjöf ekkert meira um það að segja. Tæklingin hjá Gerrard var eins og maður sér í hverri umferð á Englandi, hressileg bresk tækling þar sem báðir aðilar eru að renna sér eftir boltanum. Gult á Gerrard og ekki orð um það meir.
Gaman væri ef einhver töluglöggur aðili kæmi með tölfræðina yfir árangur manu á Old T þegar Howard Webb dæmir þar. Gæti trúað því að hún væri manu vel í hag.
Að lokum munum að fall er fararheill.
rautt + v vítaspyrna bæði gefið ég hefði ráðist á dómarann ef ég væri gerrard helvítis fyrst var það mike riley og nú howard webb ! anskotans helvítis hálfvitar
Þeir fara báðir í þessa tæklingu á fullum krafti. Þetta var aldrei rautt!!
En er þvílíkt sáttur með liðið í dag..
Nani er alveg á topp 5 yfir þá menn sem fara mest í taugarnar á mér. Hann lítur bara þannig út einhvernveginn…………
og rétt á undan tæklinguni hjá Gerrard var rafael með tveggjafóta tæklingu!!!
Hvernig er það ? fær Gerrard bann sem hefur áhrif á deildina ??
Gaman að sjá hvað dómgæslan hefur skánað á Englandi síðustu 50 min.
@50.. Barbie tekur 2 skref eftir snertinguna og lætur sig svo detta…
Krizzi.
Árangur Man. Utd á heimavelli þegar Howard Webb dæmir er eflaust þeim í hag þar sem þeir vinna nánast alla sína leiki á heimavelli!!!
Breytir litlu hvort Howard Webb dæmi hjá þeim eða ekki.
Gaman að sjá leikgleðina og baráttuna í okkar mönnum. Vonum að þetta haldist á móti öðrum en scum.
Howard Webb gjörsamlega að drulla upp á bak og búinn að eyðileggja leikinn. Aldrei víti á Agger, varla stroka, og Gerrard átti skilið gult og tiltal. Fara báðir saman en boltinn á milli. Rautt er fáránlega harður dómur. Enda hefur howard webb ótrúlega oft gjörsamlega rústað leikjum. Ótrúlegur maður
Allt annað að sjá til liðsins. Ætla ekki að pirra mig yfir þessari dómgæslu, vítið vafasamt en alltaf rautt spjald. Gerrard á það til að verða aðeins of æstur í þessum leikjum þegar hann ætlar sér að rífa liðið upp.
Ef þeir halda áfram að spila svona bolta þá hef ég engar áhyggjur, eru búnir að vera betri aðilinn í fyrri hálfleik þegar kemur að spili.
Webb með sína vanalegu athyglissýki. Alltaf þarf þessi maður að reyna að vera miðpuntur athyglinnar, og ekki bara í þessum leik. En liðið lítur miklu betur út í þessum útileik þrátt fyrir mótlætið hvort sem það er Kenny að þakka eða hvort þetta er bara út af manutd.
Þessi dómgæsla er það sem ónefndur maður ræddi í ,,fact” ræðunni frægu!
Sorry en : Glory glory Man United….and mr.Webb..The money is in a briefcase in your dressingroom 🙂
All the talk is going to be about Howard Webb and its a shame he will headline such a prominent cup clash!!
Mér finnst nú Kapteinn Fantastik hafa nú alveg misst á sér hausinn eins og svo oft áður. Hann á að vita betur en að koma fljúgandi inn með tvo fætur á undan sér. Ég held að Webb hafi lítið geta gert annað en að henda honum út af.
Vítið er hinsvegar alveg óskiljanlegt. Helvítis búlgaradruslann.
Þetta þýðir væntanlega 3 leikir í bann hjá Gerrard, þannig að hann verður fjarri gegn Everton.
10 á móti 11 þýðir að menn verða að leggja sig X-tra mikið fram. Comeback Dalglish verður bara dramatískara fyrir vikið. Alveg klárt ef að Webb hefði ekki fallið í Leiklist 103 þá hefði hann séð í gegnum Drakúla.
Veriði ekki að þessu bulli drengir. Það var hárrétt hjá Webb að reka Gerrard útaf fyrir þessa tæklingu. Gjörsamlega fáránleg tækling og 100 % rautt spjald. Ef þetta hefði verið Man Utd maður sem hefði farið svona í tæklinguna þá væru menn hérna inni öskrandi á rautt spjald.
Að því sögðu er Howard Webb samt engin mannvitsbrekka og þessi vítaspyrnudómur er bara í besta falli brandari. Enn og aftur er Webb að sýna að hann er ofmetinn dómari og hefur oftar en ekki dæmt gegn Liverpool. Svei mér þá ef hann er ekki bara Utd maður.
Leikmennirnir eru að mestu leiti til fyrirmyndar.
Nú vandar okkur bara einhverja svona Howard Webb típu í janúarglugganum.
Loksins Liverpool lið sem er mætt til að spila Liverpool leik!
Það eina sem er hægt að setja útá
þenna leik er sú staðreind að frá því flautað var til leiks
þá gleymdist að taka 1 júnætit útaf!
Vítið var bull, Howard Webb skammarlega fíflaður þar. Rauða spjaldið hins vegar 100% rétt og Gerrard veit upp á sig sökina. Hann kemur eftir leik og segist hafa brugðist liðinu, mark my words. Það var stór munur á tæklingu Rafael og Gerrards en ég viðurkenni að ég veit hreinlega ekki hvort Rafael hefði átt að fá rautt, gult hefði líklega verið sanngjarnt….
1-0 í hálfleik er ekkert slæmt miðað við að þeir eru 12 og við 10. Mikil batamerki á liðinu sama hvort það sé útaf stórum leik gegn Scum eða Dalglish-effect og öðruvísi taktík.
Þetta er aldrei rautt… þeir skriðtækluðu báðir boltann með báðum… aldrei neinn ásetningur… aldrei verið að taka mann… báðir að miða á boltann. Aldrei í milljón ár víti. Fari manngerpið hann HW norður og niður.. Djöfull er þetta ömurlega pirrandi… að fá svona kæsta skötuþefjandi dragúldna heimadómgæslu í svona leik. Dómgæslan í EPL er bara ekki fólki bjóðandi… jórtrarinn á hliðarlínunni kvartar og emjar yfir dómgæslu allar fokkinngs leiktíðir daginn út og inn af ástæðu… Nákvæmlega til að hafa áhrif á dómara í svona háspennuleikjum… Hann tekur þá á taugum. Fokkkkkkkkk.
Gaman að sjá hvað menn eru að reyna að spila mun meira með jörðinni í þessum leik, gerir mann strax mun jákvæðari gagnvart liðinu.
Ég legg til að Howard Webb klæði sig úr dómara treyjunni og í Utd treyjuna hann er alveg búin að sýna hollustu sýna í þessum leik. Við spilum sienni hálfleikinn 10 á móti 12.
Það er alveg hægt að réttlæta báða dómana sem að hafa fallið United í skaut en það vantar samræmi í dómgæsluna. Rafael átti að fjúka út af einnig !! Howard Webb er bara eins slakur dómari og allir hinir dómarar á Englandi !
Ég er óánægður með Webb já í þessum leik en maður verður að taka því að dómarar hafa yfirleitt ekki pung til að dæma eins og menn á Old Trafford. Það er bara staðreynd.
Ég er hinsvegar lang mest óánægður með þetta djöfuls dómgreindarleysi í fyrirliðanum. Hann á að vera þokkalega leikreyndur einstaklingur og á að vita að svona fávitagangur á ekki að vera hluti af leiknum. Það var nákvæmlega ekkert í gangi á þeirri stundu þegar hann flaug á Carrick.
Liðið lítur annars ágætlega út og kominn smá barátta í þetta. Bring it on !
Er að horfa á Viasat Sport HD og þar segja menn að þetta hafi ekki verið tveggja fóta tækling! ég segi það sama. SG er með vinstri fótinn í kross undir hægri og MU (hálfvitinn) með báða frammi!!!!!
Howard er óþolandi og hefur alltaf verið og ekkert breytist með það, og já við höfum oft séð það svartarar…
AVANTI LIVERPOOL – KD – http://WWW.KOPL.IS
Spurning hvort barnið hans Glen Johnsson verður alveg eins og John Terry ?
Er að horfa á leikinn í Ungverjalandi og knattspyrnuspekingarnir hér eru alveg gáttaðir á báðum dómum. Gerrard reynir við boltann og þeir fara nánast samtímis í tæklinguna. Þeir segja að svona brot verðskuldi í mesta lagi gult spjald í Englandi þar sem svona tæklingar eru í hverri umferð. Enginn ásetningur í þessu.
Þetta var aldrei víti. Webb var í engri stöðu að sjá að þetta væri víti – 15-20 metrum frá og hann dæmir á líkum. Fáránlegt. Línuvörðurinn hefði átt að sjá þetta en hann flaggaði ekki. Dýfa og ekkert annað.
Carrick fær rautt eftir 10 mín. og Liverpool jafnar. Rematch á Anfield.
Fín barátta í okkar mönnum.
Myndbönd: Vítið (http://www.101greatgoals.com/videodisplay/ryan-giggs-liverpool-8109716/) og rauða spjaldið ().
Alls ekki viss með vítið. Þetta var mjög lítil snerting ef hún var einhver. Vel sótt hjá Berbatov, því miður.
Rauða spjaldið. Ef þið stoppið á 32 sekúndum sést fóturinn á SG fer í Carrick og hinn fóturinn er hvorki beinn eins og í tveggja fóta tæklingu eða beygður eins og td hjá Carrick. Mjög strangur dómur en SG fylgir vel á eftir með báðum fótum þannig að þetta lítur enn verr út. Erfitt að kvarta yfir þessu, en strangt samt sem áður.
Sælir félagar
Í raun ekkert hægt að segja vegna rauða spjaldsins. Heimskulegt af Gerrard. Vítaspyrnudómurinn var hinsvegar gult á Berba dívuna.
Hitt er annað að hollingin á liðinu og baráttan er til fyrirmyndar. Með smá heppni getum við jafnað þennan leik og unnið þá heima með öðrum dómar Howfergi Webb. Koma svo okkar menn.
Það er nú þannig.
YNWA
Ég man ekki eftir að hafa öskrað á sjónvarpið svona leeeengi. Sem betur fer er fjölskyldan hjá tengdó…
Það sem má helst setja út á að mér finnst menn ekki nægjanlega ábyrgir í varnarleiknum. Utd er að fá allt of mikið af fríum skallaboltum. Evans skalla í stöng og svo Fernandez fékk frían skalla í byrjun seinni.
Hér er rauða spjaldið! http://www.101greatgoals.com/videodisplay/steven-gerrard-red-card-manchester-united-8110037/
Glory glory Mr. Webb
King kenny hefur punginn til að skipta fyrir 60 mín þetta er gaman að sjá!
Eina skemmtilega við þennan leik fyrir utan að hafa séð Kenny hafa labbað inná völlin í byrjun leiks.
Minn sex ára… “Hann var bara að taka boltann… hinn datt bara á boltanum… þetta er ekki satt… æ Pabbi…” 🙂 Ef pollinn minn segir að þetta sé ekki satt hjá HW… þá er það svoleiðis. Og hana nú… En ég er ekki lengur reiður… ég er rólegur… 🙂
Meireles út?
Meiddur?
Enn gaman að fá babel inná til að sóla þessa leikmenn.
Aurelio á að taka þetta!
Réttilegt gult spjald
Vá koma svoooo, bara eitt mark!
Þvílíkar markvörslur hjá Reina
Þetta er þriðji leikurinn í röð sem Howard Webb dæmir hjá manu og Liverpool á Old T, manu hefur unnið þá alla (gef mér að við töpum þessum leik). Leikurinn þar á undar var 1-4 sigurleikur Liverpool, þann leik dæmdi Alan Wiley. Í tveimur af þessum þremur leikjum hefur Webb gefið manu tvær vafasamar vítaspyrnur. Er þetta tilviljun? Mun Webb dæma leik þessara liða á Old T á næsta tímabili?
Varðandi tæklinguna þá endurtek ég að við sjáum svona tæklingar í hverri einustu umferð í ensku úrvalsdeildinni. Enska deildin leyfir hvað mesta hörku af öllum deildum í heiminum og ef þetta er rautt á Gerrard þá væntalega munum við sjá Terry fá rautt í næsta leik. Síðan til að súma upp hve hliðhollur Webb var manu í fyrri-hálfleik þá dæmdi hann ekki einusinni aukaspyrnu á Rafael þegar hann vann boltan með tveggjafóta tæklingu. Þar áður straujaði Fletcher Gerrard á miðsvæðinu fyrir framan Webb með grófri tæklingu en það gaf bara gult. Eftir á að hyggja hefði það átt að vera rautt miðað við rauða spjaldið á Gerrard.
Judas inná
Maður sér það á Torres að hann virðist bera virðingu fyrir KD. Engin fýla eða mótmæli við að vera tekin útaf. Ef þessi barátta helst út tímabilið að þá gæti þetta orðið forvitnilegt.
Hvað er Woy að taka Torres útaf…Hvað er að honum..!!……Æjá…
Þörfin fyrir nýjan sóknarmann hefur náð nýjum hæðum. Á hverju er Torres?
úfffff…erfitt verður, fæturnir greinilega farnir að þyngjast hjá flestum leikmönnum, enda ekki auðvelt að spila 10 í klukkutíma…
En meðan það er bara 1 mark sem skilur að þá er alltaf von
Webb hefur ekki þorað annað en að flauta ef ske kynni að Agger hefði skorað …
Mynd í tilefni dagsins
http://i27.photobucket.com/albums/c181/xXPooglesXx/Footballers/cheatingmancbastard.jpg
Liverpool menn geta gengið með höfuðið hátt frá þessum leik, þeir börðust vel og töpuðu bara á fáranlegum vítaspyrnudómi.
Djöfull er þetta ódýrt! Howard Webb 1 – Liverpool 0
Mun skárri frammistaða en sést hefur í vetur, nú er bara spurning hvort KD nær þessari baráttu í deildinni á móti litlu liðunum.
Annars bara sáttur við leikinn í heild.
Welcome back KD
Ég vil leggja til að Howard Webb láti flautuna upp á hillu. Þessi maður er með lægri greindarvísitölu heldur en hundurinn minn!
Gott spil hjá 10 LFC mönnum á móti 12 Scums hlakka til að horfa á fleiri leiki í vetur
Hvers konar hundur er þetta, Nökkvi?
Gaman að sjá okkar menn í dag sem svo sannarlega áttu ekki skilið að tapa.
Velkomin Kenny, hef engar áhyggjur af næstu leikjum ef þetta verður spilamennskan……
Og þetta var aldrei rautt spjald, það gula hefði sloppið. Sá sem telur þetta rautt er veruleikafirrtur og ætti að fara að fylgjast með ítalska boltanum!!!! Þrátt fyrir tveggja fóta tæklingu þá kemur Stevie varla við Carrick. Sársaukinn sem Carrick (leikur?) verður fyrir er vegna þess að Gerrard lendir ofan á löppinni hans.
113 Chihuahua, reyndar á litli bróðir minn hann