Marveaux í læknisskoðun – uppfært 18.6.

Eins og Kristján Atli skrifaði um í apríl þá er Sylvain Marveaux að öllum líkindum að koma til Liverpool.

The Guardian segja frá því að hann hafi núna gengið undir læknisskoðun hjá félaginu og muni eftir það skrifa undir. Marveaux kemur á frjálsri sölu frá Rennes.

Uppfært – Maggi

Eitthvað hefur breyst, samkvæmt heimasíðu BBC er þessi drengur nú orðinn leikmaður Newcastle! Kjaftasögur fóru í gang í gær að hann hafi fallið á læknisskoðun í Liverpool en hann sjálfur segir það ekki rétt, heldur ágreiningur um samning.

Hvort sem er rétt þá klæðist hann ekki rauðu í vetur, hans tap bara!

80 Comments

  1. Af því sem ég hef lesið þá er þetta gæðaleikmaður með mjög mikinn hraða. En er búinn að vera svakalega mikið meiddur síðustu tímabil. Það verður ekki slæmt að hafa hann á bekknum ef að læknateymi liverpool nær að halda honum nokkurnveginn heilum, því að við þurfum breiddina.
     
    YNWA

  2. Veit ekkert um þennan leikmann en vonandi kemur hann til með að styrkja liðið. Vertu velkominn

  3. Það er rétt að minna á að hann má ekki skrifa undir fyrr en 1. júlí, þegar markaðurinn í Evrópu opnar. Þess vegna hafa menn verið að flýta sér hægt í þessum málum, það liggur ekkert á. Hann er kominn þótt það verði ekki staðfest opinberlega fyrr en í byrjun júlí.

  4. Tek það fram að ég veit ekkert um leikmanninn en það böggar mig talsvert að maðurinn sé free tansfer en sé ekki orðaður við nein önnur lið en Liverpool…. Erum við eini klúbburinn sem hefur áhuga á honum?? og afhverju er það??

    Welcome to LFC  Sylvain, Hope i am wrong about you!!
    Y.N.W.A

  5. Hann var linkaður við önnur lið en ég hald að hann hafi verið búinn að ná samkomulagi við Liverpool það snemma. Ég held að umbarnir hjá leikmönnum séu svolítið í því að koma svona slúðri af stað til að kveikja í áhuga annara liða sem meikar alveg sense.(Allaveganna mundi ég gera það ef ég væri umbi einhvers) En þar sem hann var búinn að semja við Liverpool þá hafði það engann tilgang. Ég ætla allaveganna að líta á það þannig. Held að hann eigi eftir að vera góður fyrir okkur ef hann helst heill.
     
    Y.N.W.A

  6. Mér skilst að það sé þannig að það má allveg semja við leikmennina núna en þeir mæta ekki til liðana fyrr en 1.júl. . .

  7. Ætli hann fá signing on fee að verðmæti 5 milljón pund?

    Æ nei, Gök og Gokke eru farnir á brott.

  8. Ein af helstu ástæðunum Arnar er að AA eyddi meiri tíma á postulíninu en inná vellinum. Maðurinn fékk drulluna í gríð og erg fyrir leiki og dró sig sjálfur út úr hópnum. Þvílíkt commitment – á svipuðum tíma og þetta gerðist allt saman þá hrinti Agger lækni Liverpool FC og heimtaði að fara aftur inná, með tvöfalda sjón og heilahristing.

    Hann hafði ekki það sem til þurfti, punktur. Sama hvað menn koma með mörg youtube myndbönd sem eru 75% sett saman úr einu stk pompey leik.

  9. Gríðarlega óspennandi dæmi. Ég er búinn að lesa töluvert um þennan leikmann, og ég bara botna ekkert í Liverpool hérna.

  10. Áhugavert að fá þennan Sylvain á hægri kantinn þegar Henderson er kominn sem er líka hægri kantur.
    Annars eru allir leikmenn velkomnir þangað til annað kemur í ljós. Það vantar slatta af góðum leikmönnum til að eiga einhvern möguleika að vinna titilinn.
    En ég hélt að Liverpool væri hætt að fá meidda leikmenn til liðsins. Degen anyone?
    Annars væri ég alveg til í að fá fréttir af leikmönnum sem ætti að selja. Er enginn að bjóða í Jokanovic eða hvað hann heitir….hann hlýtur náttúrulega að vera hálfbróðir Voronin eða eitthvað svo hrikalega góður er hann.

  11. Reyndar er Sylvain Marveaux vinsti kantmaður sem getur líka spilað sem sókndjarfur miðjumaður. Mér líst ágætlega á þetta. Við þurfum breidd í liðið og það er staðreynd að það verður ekki verslaðir heimsklassamenn í allar stöður og því gæti þessi reynst okkur vel sem varamaður.
    Undanfarið höfum við haft N’Gog, Poulsen og fleiri pappakassa á bekknum sem eru ekki líklegir til þess að breyta leikjum en þessi strákur býr yfir miklum hraða og virðist skora nokkuð reglulega. Okkur hefur vantað kantmenn í mörg ár en það virðist ætla að rætast úr þeim málum í sumar og Sylvain Marveaux er einfaldlega sá fyrsti sem myndi koma í þá stöðu.
    Auðvitað hafa þessir fríu leikmenn ekki reynst okkur vel undanfarið, Degen, Voronin, Jovanovic og Cole en það þíðir ekki að allir fríir leikmenn séu pappakassar, Ég hef fulla trú á Comolli og Kenny og sé fram á eitt skemmtilegasta sumar hvað varðar leikmannakaup í mörg mörg ár.

  12. Það má bæta því við að í þeim 118 leikjum sem hann hefur spilað fyrir Rennes þá hefur hann skorað 20 mörk og verið með 16 stoðsendingar.
     
    2006-2007 spilaði hann 32 leiki með 6 mörk og 2 stoðsendingar
    2007-2008 spilaði hann 32 leiki með 1 mark og 5 stoðsendingar
    2008-2009 spilaði hann 6 leiki með 0 mörk og 2 stoðsendingar (Mikið meiddur)
    2009-2010 spilaði hann 38 leiki með 12 mörk og 5 stoðsendingar (gott tímabil)
    2010-2011 spilaði hann 10 leiki með 1 mark og 2 stoðsendingar (mikið meiddur)
     
    Þar sem að hann mun örugglega ekki vera lykilmaður hjá okkur þá verður minna álag á honum og vonandi hann haldist þá meira heill.

  13. Er þetta ekki bara enn einn, Babel, Riera, Maxi, Jovanovic eintak ? 

    Organdi meðalmennska í gangi !

    En talandi um Babel, veit einhver hvernig honum gekk, hvert sem hann nú fór. Snillingurinn sem fékk aldrei tækifæri hjá Liverpol hlýtur að hafa blómstrað þegar hann komst loks burt frá okkur ?

  14. Ryan Babel hefur blómstrað á twitter síðan hann fór frá Liverpool en árangurinn á vellinum er ekki jafn mikill. Hann spilaði 15 leiki og skoraði heilt mark eða jafnmikið og Torres.
    Varðandi samanburðinn við hina leikmennina þá verðum við bara að vona að Comolli og Kenny viti meira um leikmanna kaup heldur en Benitez og Hodgson.

  15. Who ???  ein stoðsending í hverjum 10 leikjum sem hann spilar ??  Ja hérna.  Ég sem hélt að comolli og félagar keyptu leikmenn eftir stats.  En það er með þennan leikmann eins og marga aðra.  Við verðum að treysta KK og hans mönnum.   Það er nefnilega ekki eins og roy h. sé að kaupa leikmenn núna.  Nú höfum við mann sem er með EKTA LIVERPOOL hjarta , og þess vegna hef ég ekki miklar áhyggjur af þessum málum hjá LFC.

    YNWA

  16. “And the Anfield club are also due to unveil French midfielder Sylvan Marveaux, after signing the 28-year-old on a free transfer from Rennes. Marveaux has put pen to paper on a five-year deal worth £60,000 a week.”

    Eru þetta ekki dálítið vegleg laun fyrir mann sem er 28 ára, alltaf meiddur og á að sitja á bekknum?

  17. Tja, hvað á maður að segja. Ég man ekki eftir því að nokkurt lið hafi verið á eftir þessum dreng eins og kemur fram í færslu #5.
    Hann fær að njóta vafans komi hann en ég er ekki að missa mig úr spenningi yfir þessu enda veit ég núll um hann.
    Svo finnst mér að menn þurfi að hætta að liggja yfir youtube klippum eins og í #9. Ég meina, Eiður lítur vel út á youtube en hann er samt drasl. Ég held að Aquilani sé algjör postulínsdúkka fyrir ensku deildina. Ágætis leikmaður en mín tilfinning fyrir honum er sú að hann muni verða eins og Agger og spila kannski 35% leikja 100%.
    Ef hann kemur aftur þá vona ég auðvitað að hann sleppi við meiðslin sem og Marveaux en ég einhvern veginn hef voða litla trú á því.
    Vonum hið besta og ég treysti Dalglish og co fyrir þessu og efast ekki um að þeir geri það sem þeir telja að sé rétt og best fyrir klúbbinn.
    Marveaux spilar á vinstri kantinum skilst mér og okkur vantar menn þar, ekki bara einn heldur backup leikmenn líka þannig að kannski er þetta góður díll. Tíminn mun leiða það í ljós.

  18. Sally called when she got the word,
    And she said: “I suppose you’ve heard –
    About Marveaux”.
    When I rushed to the window,
    And I looked outside,
    And I could hardly believe my eyes –
    As a big limousine rolled up
    Into Marveaux’s drive…

    WHO THE FUCK IS MARVEAUX?
    WHO THE FUCK IS MARVEAUX?
    WHO THE FUCK IS MARVEAUX?

  19. Ensk þýðing frá google.
    Sylvain Marveaux will not play for Liverpool next season. According to information from Football.fr, the Rennes has been failed a medical on Friday. The attacking midfielder of the Red and Black, who has just learned the bad news was the cost of his groin problems. Last November, he was seriously injured against Brest in the league and has not played since. The International Hope is a free agent.

    Bad news. Sylvain Marveaux, out of contract at Rennes, was involved with Liverpool on Saturday. But according to information from Football.fr, the attacking midfielder has been failed the medical examination, last step before finalizing the transfer. The reason: his groin damaged by a serious injury last November. Liverpuldiens leaders have made the decision to halt talks on Saturday in the wake of the verdict of doctors.

    Everything was purchased and a salary of 60,000 euros per week (a figure quoted by The Guardian) waiting for the brother of Montpellier Joris. Author of an outstanding 2009-2010 season on the left wing of the Red and Black, Sylvain Marveaux was the target of the Reds for many months. Last March, he had already denied a report that he had engaged with the club for eighteen crowns champion of England.

    Overall race since last November

    It’s November 20th, on the occasion of the 14th day of Ligue 1, which has contracted its international Hopes serious injury during a game against Brest. Verdict: “significant muscle damage,” revealed the SRFC website three days later, an absence of four weeks was intended. Yet another blow to the player trained in Rennes. After rupture of the cruciate ligaments of the knee that had taken in 2005 of Euro U19, he had already suffered a serious groin injury with the hopes in August 2008.

    Two years later, in August 2010, it still hurt. Before returning to a low level and then to complete his season prematurely in November then. “You never see again Sylvain Marveaux with the jersey of Stade Rennais, said its president Pierre Dréossi in February on the club website. He has hardly played this season and at ever expected of him. D ‘ Other players have taken the place and showed they were ready. I think, for example, Yacine Brahimi or Abdoul Camara. ” The career of the person concerned had to restart at Liverpool. Not being put off circuit in the high-level football (his medical problem is less serious than a heart desire), it is now seeking a club willing to take the risk to sign him.

  20. Fær maðurinn ekki bara einhvern Pay as you play samning í staðinn. Væri allavegana algjört glapræði að gefa honum 5 ára samning með einhver varanleg meiðsli.

  21. Held að það sé ágætt ef þessi maður kemur ekki, held það sé bara svona Jovanovich fílingur í honum.

    Ég vil fara sjá einhver alvöru nöfn skrifa undir

  22. BBC sagði að hann fengi 60.000 á viku.  Há laun fyrir óþekktann og meiddann leikmann.

    Er gjörsamlega á móti þessum manni, þótt að hann komi ókkeypis og þótt að ég hafi aldrei séð neitt til hans.

    Hljómar ekki eins og hér sé neinn snillingur á ferð, varla einu sinni hæfur til bekkjarsetu.

  23. Ef hann féll á læknisskoðun sem m.a.s. Aquilani stóðst á hann ekkert erindi á Anfield, góður leikmaður eður ei. Því miður.

    Geri ráð fyrir að þetta þýði að menn skoði einhvern ódýran kantmann í staðinn fyrir Marveaux. Auk annarra kantmanna, að sjálfsögðu. Planið var klárlega einn eins og Downing, Mata eða álíka og svo einn Marveaux. Geri ráð fyrir að það komi þá bara ódýr kostur inn fyrir Marveaux. Svona Pennant-týpa, hver sem það verður.

  24. Ánægður með þetta. Meiðslahrúga sem hefur hraða en ömurlegar fyrirgjafir? Köttar inn og er þar af leiðandi ekki vængmaður, nánast eins og miðjumaður. Hrikalega ánægður með þetta, sorry. Frekar vil ég halda Maxi.

  25. Franskir fjölmiðlar segja að það sé kjaftæði að hann hafi ekki staðist læknisskoðun.
    Silly-season í hámarki:)
    http://www.ouest-france.fr/ofdernmin_-Probleme-medical-a-Liverpool-Marveaux-dement_6346-1838542-fils-tous_filDMA.Htm
    Google translate-að:
    Announced for months, the signing of Sylvain Marveaux Liverpool took yesterday a strange turn. Indeed, in the morning, the official site of the legendary English club said the player had passed a medical on Thursday and he had to complete his contract in the morning. A five-year contract for a salary of € 70,000 per week!

    But in the evening, a crazy rumor has crossed the Channel, relayed through various websites and blogs of French supporters. The contract had Marveaux longer needed due to a groin problem detected during the medical examination. A plausible version since the player has undergone two surgeries in four years groin.

    Contacted yesterday by phone in England, the player has totally denied “This is false. There is no medical problem, provides the attacking midfielder. It’s just not agree for the moment on the final points of negotiation. “Sylvain Marveaux should sign his contract this weekend.

  26. Ef maðurinn nær ekki einu sinni læknisskoðuninni þá á hann náttúrulega aldrei að koma, ekki fleirri meiðslahrúgur takk!

    En svona aðeins að þessu Aqualini máli þar sem ég sá það kommentað hér að ofan.. Er ég eini sem fannst hann ekki svona slæmur á síðustu leiktíð eins og menn eru að skrifa? Veit að hann var of mikið meiddur og komst ekki í sitt besta form, en var hann ekki heill allt síðasta tímabil á Ítalíu? Allavega vill ég klárlega hafa hann í hópnum ef hann er búinn að losa sig við þessi meiðsli sín og vill spila fyrir okkur! Snildar leikmaður þegar hann er í góðu standi.

  27. Samkvæmt þessum miðli þá segir Marceaux að hann hafi ekki fallið á læknisskoðun, en samt sem áður þá mun hann líklega ekki koma vegna þessa að samningamálin á milli hans og Liverpool gengu ekki upp.

    Þýtt með Google translate:

    Where will Sylvain Marveaux next season?If everything was set for the player out of contract with Rennes join Liverpool this summer, it is unlikely to be the case.” I do not want to go into details, but if I did not sign in Liverpool, because there was a contractual disagreement between the parties Thursday night , “we said the player reached by phone .

    Always in search of a new base, the middle left also wanted to wring the shot “rumors “that have reported a problem during a medical visit.” Frankly it’s anything, the player protested. I am in good health and fit to play.I resumed training with Rennes individual end of the season and I could play the last game if the club had wanted to.It disgusts me to read a few things like that because I know it could affect the rest of my career.Today I can commit to undergo a medical before you and you will see that there is no problem . ”

  28. Smá þráðrán, var að spekúlera vitiði hvar maður fær ódýrustu midana á leik með Liverpool, við felagarnir erum að spá í að skella okkur en það sem ég finn á netinu eru bara miðar á 30þús kall…. heldur mikið miðað við hvað þeir kosta svona 7000 kall í upphafi
    En er einhver hér með bestu leiðina til að fa mida á góðu verði
    Hjálp óskast 🙂

  29. Samkvæmt nýjustu fréttum er Marveaux farinn til Newcastle á 5 ára samning. Þurfum ekki að pæla í þeim dreng lengur.

  30. Ef það er of gott til að vera satt þá er það (eiginlega alltaf) of gott til að vera satt.

    Hæpið að toppleikmaður sé að koma fyrir ekki neitt til LFC. Tek undir með mörgum hér að maður er hálffeginn að þurfa ekki að eyða fleiri hugsunum á þennan gaur.

  31. Það er nokkuð augljóst hvað gerðist, í mínum huga. Hann á sér vafasama meiðslasögu svo að eftir læknisskoðun buðu Comolli og Dalglish honum ekki þann risasamning sem hann var að vonast eftir. Hann vill meira svo að klúbburinn segir honum að gleyma því bara. Þá stökkva Newcastle inn með FIMM ÁRA tilboð og sennilega hærri launapakka en Liverpool bauð og hann fór því beint þangað.

    Mikil og vafasöm meiðslasaga? Launafrekja án þess að vinna fyrir því? Sakandi klúbbinn um lygar í fjölmiðlum? Það er nokkuð ljóst í mínum huga að við sluppum rosalega vel að fá þennan gæja ekki til okkar, hvort sem hann er góður knattspyrnumaður eður ei.

    Ég mun glotta þegar hann meiðist í leik með Newcastle í haust.

  32. Jú Viktor ég veit ekki betur en að þetta sé rétt og ég verð nú bara að segja að ég græt þetta ekkert. Veit rosa lítið um þennan mann og hef voða litla trú á leikmanna, 25 ára að koma frítt frá Rennes og liðin sem berjast um hann eru Liverpool og Newcastle.
     
    Ef hann væri rosalega árennilegur kostur þá er ég nokkuð viss um það að stærri lið hefðu farið á eftir honum þannig að ég held að þetta sé bara fínt.

  33. voðaæega eru menn hérna alltaf rosalega fljótir að dæma leikmenn herna ! þið vitið ekkert um þennan gaur kannski verður hann bara drullu góður hja newcastle. Það eina sem ég se er að þetta eru fjórðu felagskiptin sem þeir eyða tíma í og klúðra ! Brad Friedel, Phil Jones, Charle Adam og nú þessi Marveaux ! lítur bara ekkertr vel út ! en við erum þá með joe Cole á kantinn. hann er öskufljótur er það ekki

  34. Hjúkket! Það var eitthvað off við þennann gauk frá uphhafi. Ég minni menn að síðasta free transferið okkar var joe Cole og þar á undan Jovanovic!! Og ef Newcastle var hitt liðið sem vildi hann, þá erum við betur settir án hans. Hugsanlega var þetta bara partur af Carrol samningnum, þ.e.a.s að við myndum halda honum volgum fyrir þá og sturta honum síðan norður til Newcastle!

  35. “Það eina sem ég se er að þetta eru fjórðu felagskiptin sem þeir eyða tíma í og klúðra ! Brad Friedel, Phil Jones, Charle Adam”
    Er búið að klúðra Charlie Adam?
    Þetta hefur alveg farið framhjá mér.

  36. Það að kauði hafi endað í Newcastle segir okkur okkur að við höfum ekki hugmynd um hvað er að gerast á bakvið tjöldin. Þannig að menn ættu að róa sig í að segja að menn séu að taka of langann tíma eða séu að klúðra málunum. Liverpool-way for the win!

  37. Ekki ætla menn að fara að væla yfir því að Marveaux hafi farið til Newcastle? Ég er drullusáttur

  38. “Ég mun glotta þegar hann meiðist í leik með Newcastle í haust.”
     
    Frábær ummæli frá einum af virtustu pistlahöfundum þessarar síðu og forsvarsmanni hennar.
    Algjörlega til fyrirmyndar fyrir Liverpool aðdáendur hérlendis sem flestir eru nú ágætir menn.
     
    Þvílíkur aumingjaskapur.

  39. Þetta segir manni bara að það er allt í gangi Melwood og menn eru að vinna vinnuna sína. Menn hafa greinilega lært eitthvað af samningunum við Cole og eru ekki tilbúnir að borga mönnum hvað sem er.
     
    Menn ættu nú að fara varlega í að hrauna yfir stjórnarmenn Liverpool fyrir að vera klúðra málunum. Það er nú bara einu sinni þannig að menn fá ekki alltaf það sem þeir vilja. Ég tel það ekki stórmál að Marveaux og Friedel hafi farið í önnur lið og það ætti ekki að vera mikið mál að finna sambærilega leikmenn. Þó svo að Jones hafi valið Utd þá getur maður engann veginn sett sig í dómarasæti í því máli, því maður veit ekki  hvort að leikmaðurinn hafi viljað frekar að fara til Utd eða Liverpool. Ef Jones valdi Utd fram yfir Liverpool þá er ekkert við því að segjast og ekkert við stjórnarmenn að sakast.

  40. Það litla sem maður hefur séð til hans hefur ekki heillað. Sú mikla meiðslasaga sem hann hefur er ekki að heilla. Að lokum heimskuleg comment í fjölmiðlum er ekki að heilla þannig að ég græt þennan dreng ekki. Verði Newcastle bara að góðu, eru greinilega að eyða þessum 35 milljónum punda mjög gáfulega í leikmenn!

  41. /* Style Definitions */
    table.MsoNormalTable
    {mso-style-name:”Table Normal”;
    mso-tstyle-rowband-size:0;
    mso-tstyle-colband-size:0;
    mso-style-noshow:yes;
    mso-style-priority:99;
    mso-style-parent:””;
    mso-padding-alt:0cm 5.4pt 0cm 5.4pt;
    mso-para-margin-top:0cm;
    mso-para-margin-right:0cm;
    mso-para-margin-bottom:10.0pt;
    mso-para-margin-left:0cm;
    line-height:115%;
    mso-pagination:widow-orphan;
    font-size:11.0pt;
    font-family:”Calibri”,”sans-serif”;
    mso-ascii-font-family:Calibri;
    mso-ascii-theme-font:minor-latin;
    mso-hansi-font-family:Calibri;
    mso-hansi-theme-font:minor-latin;
    mso-bidi-font-family:”Times New Roman”;
    mso-bidi-theme-font:minor-bidi;
    mso-fareast-language:EN-US;}

    Menn sem hafa val “velja” ekki að fara í Newcastle. Það er ágiska jafn líklegt eins og að “velja” hræring með volgri mysu frekar en humar og steik. Líklega hefur hann fengið tæpa læknisskoðun og verið boðið pay as you play samning og ekki endilega fast sæti. Maður skilur s.s. að með slíkt “val” og tæpa sjúkrasögu þá eru örugg meðallaun í meðalliði áhugaverður kostur.
    Annars segi ég eitt með núverandi lið og held það gildi um ALLA nema varnarmanninn frá Fullham sem ég er að reyna að gleyma og Poulsen: Hodgson spilaði svo formfastan varnarsinnaðan bolta að það að hafa ekki blómstrað undir hans tíð er EKKI NEIKVÆTT. Þótt KK hafi breytt miklu þá er sennilega ómögulegt að vinna upp pre-season og hálft tímabil af eymd. Þannig held ég best sé að meta Maxi, Jovanovic, Cole og fleiri á fyrstu 2-3 leikjum í pre-season.
     

  42. Note to self: Muna eftir síðasta Note to self um að nota ekki copy/paste úr Word 2010 á kop.is

  43. Usss að missa leikmann til United er eitt en þegar leikmaður velur Newcastle framyfir Liverpool! það sýnir bara að þetta lið er ekkert nema á niðurleið!

  44. @54 – Nenni ekki einu sinni að svara þessu.. geri það samt.. Andy Carroll > Marveaux.

    Ég vil endilega benda mönnum á að Evrópski glugginn er ekki opinn enn og menn eru bara að flýta sér með stærstu ensku bitana. Við fengum Henderson en misstum af Jones. Ekkert sem við gátum gert ef Jones valdi Manu yfir LFC. En við tókum allavega einn ungann, enskan og efnilegan ásamt því að hafa krækt í Carroll í janúar.
    Þó að Liverpool hafi ekki náð í Friedel og Marveaux þá er heimurinn ekkert að farast. Reina er enþá nr.1 og Marveaux hefur lítið annað að gera í Liverpool en að bjóða uppá meiri breidd. Enginn fastamaður þar á ferð.

    Sumarið er nýbyrjað og allt stress yfir leikmannakaupum er óþarft, eigendurnir eru komnir til að eyða, en þeir eru líka komnir til að eyða rétt. Enga vitleysu.

    Ps. Halda Aquilani

  45. Held að það þetta hafi verið fínt fyrir alla, Liverpool þurfti hann ekki endilega og hann hafði í besta falli endað sem backup og í versta falli endað meiddur heilt season á alltof háum launum, ef hann fær að spila með newcastle og verður góður(sem ég vona) þá vil ég að hann allavega setji 2 á móti man nipples united

  46. Newcastle er þekkt fyrir að borga lélegum leikmönnum alltof hálaun, leyfum þeim bara að gera það áfram 🙂

  47. Addi NUFC (#148) segir:

    Frábær ummæli frá einum af virtustu pistlahöfundum þessarar síðu og forsvarsmanni hennar.
    Algjörlega til fyrirmyndar fyrir Liverpool aðdáendur hérlendis sem flestir eru nú ágætir menn.

    Þvílíkur aumingjaskapur.

    Vantar í þig einhverjar skrúfur? Hefur aldrei kommentað hér inn, Newcastle aðdáandi sem bíður eftir að einhver segi eitthvað og ryðst svo hér inn með úthrópunum og ásökunum? Eina ástæðan fyrir því að ég hendi þessum ummælum ekki út er að fólk er greinilega þegar búið að sjá þau (og allir United-mennirnir sem lesa þessa síðu búnir að gefa þér þumal) þannig að það breytir engu úr þessu.

    Ég held með Liverpool. Marveaux valdi Newcastle af því að þeir vilja bjóða honum fimm ára samninginn og launapakkann sem Liverpool vildu ekki bjóða honum, auk þess sem hann féll mögulega (vitum ekki enn fyrir víst) á læknisskoðun hjá Liverpool. Sem Liverpool-aðdáandi mun ég brosa út í eitt þegar hann meiðist hjá Newcastle því aldrei þessu vant verður það ekki okkar vandamál.

    Þetta er Liverpool-síða. Ég er Liverpool-aðdáandi. ÞEGAR hann meiðist verður það gróði Liverpool að hann sé ekki á mála hjá mínu uppáhalds liði. Ef þér finnst það dónaskapur geturðu tekið hneykslun þína og troðið henni þangað sem sólin skín ekki.

    Þetta er Liverpool-síða, ég er Púllari, ég er hlutdrægur. AF HVERJU ER SVONA FLÓKIÐ FYRIR STUÐNINGSMENN ANNARRA LIÐA AÐ SKILJA ÞETTA?

  48. Ég hef verið stuðningsmaður Liverpool síðan King Kenny spilaði fyrir Celtic og verð þangað til ég dey…en ég hef aldrei og mun aldrei glotta eða gleðjast yfir því að leikmenn annarra liða slasist í leik.  Ég vil samt taka fram að þrátt fyrir að ég deili ekki skoðun með Kristjáni að þessu leyti þá ber ég mikla virðingu fyrir honum sem pistlahöfundi og innlegg hans hér eru frábær.

  49. Væntanlega mun Kristján Atli ekki gleðjast yfir meiðslum Marveaux sem slíkum heldur því að meiðsli hans skaða Liverpool ekki á neinn hátt. Mér finnst þeta ósköp ljóst.

  50. Siggi Ragnars – þú ert að misskilja mig. Auðvitað myndi ég aldrei gleðjast að sjá nokkurn mann meiðast. Maður hefur samúð með öllum sem meiðast við knattspyrnuiðkun. Það sem ég sagði var að ég myndi brosa yfir því að hann væri ekki okkar vandamál þegar hann meiðist. Það er munur þar á. Auðvitað vona ég að Marveaux meiðist ekkert og hjálpi Newcastle að hirða stig af toppliðunum hægri-vinstri en ef/þegar hann meiðist á ég eftir að anda léttar yfir því að hann sé ekki hjá Liverpool. Við eigum nóg með að borga Agger og Aurelio laun fyrir að liggja í sjúkraþjálfun þessi árin. Ég hlýt að mega vera feginn yfir því að við séum ekki að bæta við sjúkralistann að óþörfu.

  51. Vantar í þig einhverjar skrúfur? Hefur aldrei kommentað hér inn, Newcastle aðdáandi sem bíður eftir að einhver segi eitthvað og ryðst svo hér inn með úthrópunum og ásökunum? Eina ástæðan fyrir því að ég hendi þessum ummælum ekki út er að fólk er greinilega þegar búið að sjá þau (og allir United-mennirnir sem lesa þessa síðu búnir að gefa þér þumal) þannig að það breytir engu úr þessu.
     
     

    Vantar í mig einhverjar skrúfur? Ég les þessa síðu reglulega. Hér er yfirleitt frábært efni eftir frábæra penna, en ég varð einfaldlega frekar hneykslaður að þú, einn af forsprökkunum hérna, værir að haga þér með þessum hætti, lýsandi yfir gleði þinni “þegar hann meiðist í haust”. Það sýnir örvæntingu þína og í raun leynda viðurkenningu á því að þú vitir hversu barnaleg ummæli þín voru að vona og gleðjast yfir meiðslum leikmanns af því að þið misstuð af honum og hann er nú leikmaður Newcastle. Ég veit raunverulega ástæða fyrir andúð þinni á félaginu en hún virðist nokkur. Og af hverju gætu einu uppþumlarnir sem ummæli mín fengu aðeins verið frá United mönnum? Er óhugsandi í þínum huga að einhverjir gætu hafa verið sammála mér um að þú hafir farið yfir strikið með því að vonast eftir og gleðjast yfir meiðslum Newcastle leikmanns? Ef það er einlæg sannfæring þín þeir einu sem gætu hafa verið sammála mér um að það sé óviðeigandi að gleðjast og vonast eftir meiðslum leikmanna annars liðs þá segir það meira um þinn barnalega hugsunarhátt.
     

    Þetta er Liverpool-síða. Ég er Liverpool-aðdáandi. ÞEGAR hann meiðist verður það gróði Liverpool að hann sé ekki á mála hjá mínu uppáhalds liði. Ef þér finnst það dónaskapur geturðu tekið hneykslun þína og troðið henni þangað sem sólin skín ekki.

     
    Það er eitt að hugsa “gott að við keyptum hann ekki” ef hann meiðist í haust, en það er annað að segja í júní að þú munir gleðjast eða glotta yfir því þegar hann meiðist í haust. Það lýsir barnalegum hugsunarhætti þínum og skítlegu eðli þykir mér persónulega. Svona ummæli eru einfaldlega ekki forsprakka þessarar síðu sæmandi, en þú skrifar fyrir þetta vefrit sem er lesið af þúsund manna hérlendis sem erlendis, ásamt innlendum fjölmiðlum. Það væri orðspori þínu fyrir bestu ef þú viðurkenndir einfaldlega að þau hefðu verið yfir strikið í stað þess að reyna að spinna eitthvað úr þessu með örvæntingarfullum hætti eins og þú ert að gera núna, því sannleika sagt þá eru það ekki bara “united-menn” sem sammælast mér um að það sé óviðeigandi að gleðjast yfir og vonast eftir því að leikmaður meiðist einfaldlega því hann samdi ekki við liðið þitt.
    Ég held að margir Púlarar séu sammála mér að slíkur aumingjaskapur samræmist ekki virðingarverðu mottó félagsins um að menn gangi aldrei einir.

  52. Það er gaman til þess að vita að Kop.is er samastaður vesælla stuðningsmanna annarra liða. Það skiptir engu hvort að fréttir tengist beint eða óbeint Newcastle, Spurs, Chelsea, Arsenal eða Utd, alltaf eru menn hérna (NUFC, Mourinho ofl) mættir þremur mínútum síðar til þess að rífa kjaft, merkilegt alveg.

    En herra NUFC – hann valdi ykkur fram yfir okkur, því hann var ekki launanna virði. Thank god og verði ykkur að góðu. Spurning hvort þið náið í lið annars í águst ?

  53. Mér sýnist Kristján Atli útskýra mál sitt vel í ummælum sínum #62 og að Addi Nufc geti andað léttar!

  54. Ég veit raunverulega ástæða fyrir andúð þinni á félaginu en hún virðist nokkur.

    Ha? Fræddu mig, hver er raunveruleg ástæða fyrir andúð minni á Newcastle? Því ég veit ekki til þess sjálfur að hafa nokkurn tímann haft andúð á Newcastle. Endilega fræddu mig.

    Það sýnir örvæntingu þína og í raun leynda viðurkenningu á því að þú vitir hversu barnaleg ummæli þín voru að vona og gleðjast yfir meiðslum leikmanns af því að þið misstuð af honum og hann er nú leikmaður Newcastle.

    Ég er núna margbúinn að segja að ég vona aldrei að leikmaður meiðist og það á við hér líka. Lestu orð mín og ekki snúa út úr.

    Ég held að margir Púlarar séu sammála mér að slíkur aumingjaskapur samræmist ekki virðingarverðu mottó félagsins um að menn gangi aldrei einir.

    Gerðu mér greiða – ekki þykjast, sem Newcastle-aðdáandi – vita betur en ég um hvað mottóið You’ll Never Walk Alone gengur út á. Við Liverpool-stuðningsmenn vitum hvað þau orð þýða og þurfum ekki að fá útskýringar frá stuðningsmönnum annarra liða. Takk fyrir. Vinsamlegast.

  55. “Ég held að margir Púlarar séu sammála mér að slíkur aumingjaskapur samræmist ekki virðingarverðu mottó félagsins um að menn gangi aldrei einir.”
     
    Til að svona útskýra þetta fyrir ykkur non Liverpool stuðningsfólki þá er þetta “motto” eða kanski það sem við myndum frekar vilja kalla þetta lífslexíu
     
    ……. You’ll Never Walk Alone……………
     
    Þá er átt við LIVERPOOL fc klúbbinn, starfsfólkið(allt frá boltasstrákum upp í eigendur) og stuðningsmenn konur og börn að þessari einingu sem Liverpool fc stendur fyrir…… þið hinn getið með fullri virðingu átt ykkur…….. þar sem þetta á ekki við ykkur og okkur gæti einfaldega ekki verið meira sama um.
     

  56. Smá þráðrán, var að spekúlera vitiði hvar maður fær ódýrustu midana á leik með Liverpool, við felagarnir erum að spá í að skella okkur en það sem ég finn á netinu eru bara miðar á 30þús kall…. heldur mikið miðað við hvað þeir kosta svona 7000 kall í upphafi
    En er einhver hér með bestu leiðina til að fa mida á góðu verði
    Hjálp óskast 🙂

    3

  57. Auðvitað vonar enginn að hann meiðist en ég – líkt og sennilega allir Liverpool aðdáendur – verð feginn ÞEGAR hann meiðist að hann sé ekki í okkar röðum. Og kannski kemur upp svona “I told you so” glott.
    Þessi umræða um mottóið á bara ekkert við í þessu tilviki. Marveaux er ekki í Liverpool og því gildir í besta falli You Will Never Walk With US!
     
    En til hamingju Newcastle. Þetta er góður leikmaður og ég skil alveg að hann vilji stærra hlutverk hjá minni klúbbi frekar en að verma bekkinn hjá stórliði.

  58. cristain zapata er sterkur varnarmaður svo mér lýst bara nokkuð vel á hann ef hann verður ekki stolinn frá okklur.
    en nú vill eg fara sjá stór nöfn til Liverpool ekki alltaf unga leikmenn. vill sjá gæði

  59. #68:

    Ódýrustu miðarnir fást beint frá félaginu, varstu búinn að tékka á því? Þú finnur allar upplýsingar um miðamál á Liverpoolfc.tv undir “Tickets”, og þar kemur m.a. fram hvenær miðar fara í sölu á hvaða leiki. Þetta er heljarinnar vesen sem getur kostað margra klukkutíma dvöl í símanum, en um leið og þú ert farinn að kaupa miða af þriðja aðila geturðu ekki búist við að fá mjög ódýra miða. Svo kemur auðvitað til greina að kaupa einhvers konar pakkadíl, þar sem flug, hótel og miði á völlinn er innifalinn.

  60. Táfílan af KA stinkar, eins og hann hefur skrifað um. Kurteisi kostar ekki neitt. Sjaldan hefi ég séð eins aumingjaleg ummæli og ósk um að einhver verði meiddur. Þær eru til á prenti. Afsakanirnar voru broslegar. Veit ekkert, skil ekkert, vil ekkert. Ofurþungi um að vera stofnandi Liverpool síðu sligar. Takktu þér tak. Liverpool hjartað er YNWA. Ekki hrauna yfir fólk..

  61. Þá er átt við LIVERPOOL fc klúbbinn, starfsfólkið(allt frá boltasstrákum upp í eigendur) og stuðningsmenn konur og börn að þessari einingu sem Liverpool fc stendur fyrir…… þið hinn getið með fullri virðingu átt ykkur…….. þar sem þetta á ekki við ykkur og okkur gæti einfaldega ekki verið meira sama um.
     

    Flott að heyra hh, þér er þá væntanlega sama um alla aðra sem hafa slasast, látið lífið og ættingja þeirra í slysum eins og Heysel. YNWA er vel á minnst mottó sem þið notið ekki einir, mörg félög hafa það í hávegum en þetta sýnir sorglegan hroka þinn.
     
    En Kristján ég veit ekki ástæðu fyrir andúð þinni á Nufc átti það að vera. En vona þín vegna að þessi þórðargleði þín “þegar” Marveaux meiðist byggist á eftiráfengnum létti að hafa ekki keypt, en sögusagnir um að hann hafi failað medical hafa verið neitað af honum sjálfum og öðrum, svo ég sé ekki af hverju þú telur þessi meiðsli hans svo örugg, þið eruð með meiri meiðslapésa innan ykkar raða nú þegar.
    Þeir sem hafa hér fullyrt að hann hafi farið til NUFC af því að félagið sé þekkt fyrir að borga “lélegum mönnum há laun” þá get ég fullyrt ykkur að þeir tímar eru löngu breyttir. Mike Ashley eigandi félagsins hefur algjörlega breytt þeirri stefnu sem Freddy Sherphard og fleiri höfðu í hávegum fyrir menn eins og Michael Owen og fleiri sem voru þungur baggi á launareikningnum. Ný launa og innkaupastefna Mike Ashley er ástæðan fyrir því að menn eins og Kevin Nolan og Joey Barton fengu ekki nýja samninga. Hann ætlar sér einfaldlega að græða á þessum rekstri og gera félagið að aðlaðandi söluvöru. Innkaupastefnan hans er í raun ekki mjög ólík stefnu eigenda Liverpool, hann vill kaupa unga og upprennandi leikmenn sem eru að springa út og ljóst er að munu að öllum líkindum auka verðmæti sitt.
    Hatem Ben Arfa, Marveaux, Demba Ba og Cabaye eru eftirsóttir leikmenn sem kostuðu Newcastle samanlagt undir 5m punda. Stjörnur með of háar launakröfur eru á útleið. Svo allt tal um að Marveaux hafi valið NUFC því félagið býður alltaf leikmönnum stjarnfræðileg laun sem þeir “eiga jafnan ekki skilið” á sér ekki stoð í raunveruleikanum, hann valdi einfaldlega Newcastle framyfir Liverpool, því satt að segjast þá hefur árangur okkar á enskum vettvangi verið nánast jafnmikill undanfarin 20 ár og bæði félögin eru ekki í meistaradeildarklassa þó ég sé ekki að afneita merkri sögu ykkar með þessum ummælum. Þið eruð einfaldlega ekki á þeim stalli sem þið haldið að þið séuð.
    En þrátt fyrir óvægin ummæli Kristjáns hér að ofan sem ég benti réttilega á og fékk góðar undirtektir fyrir (nema þessir tæplega 30 séu bara United menn Kristján) þá hvet ég pistlahöfunda síðunnar og forsvarsmenn að halda ótrauða áfram.
    Gangi ykkur vel á næsta seasoni, það vantar meiri fjölbreytni í toppbaráttuna í deildinni og því óskandi að lið ykkar standi undir væntingum næsta tímabil! Og ég mun ekki glotta ef að Steven Gerrard meiðist aftur í haust, því gerir góða deild betri.

  62. Það er alltaf gaman að fá stuðningsmenn annara liða hérna inn ef þeir hafa eitthvað uppbyggilegt að segja sem er því miður sjaldnar en ekki! Mér sýnist svona á öllu að Liverpool stuðningsmenn séu 99% sammála Kristjáni Atla! Þar með talin ég sjálfur. Óska þessum unga frakka einskis ills og vona að honum gangi vel sem og Newcastle United sömuleiðis. Mun samt glotta ef hann meiðist mikið hjá Newcastle en það verður ekki vegna þess að hann meiðist heldur vegna þess að hann meiðist hjá öðru liði en Newcastle. Nákvæmlega eins og Kristján er margbúinn að reyna að tyggja ofan í þig Newcastle maður!!! Hættu þessu væli!

  63. Addi NUFC: Þetta er orðið pínu vandræðalegt hjá þér vinur.
    Vertu bara úti!

  64. Ég ætla að læsa þessum þræði. Það er ljóst að hér ætla sér einhverjir Newcastle-menn að eiga sinn dag í sviðsljósinu og henda fram alls konar blammeringum til þess eins að fá athygli. Svara Heysel-dylgjum og öðru slíku ekki. Læsi þessu og set frekar inn nýjan þráð þar sem menn geta rætt það sem þeim sýnist.

Sunderland heima í fyrsta leik

Opinn þráður