Sunderland heima í fyrsta leik

Þá er búið að opinbera leikjaniðurröðun næsta árs og eins ótrúlegt og það nú hljómar þá eigum við heimaleik í fyrsta leik gegn Sunderland 13.ágúst áður en við förum á Emirates viku seinna. Bolton heima helgina þar á eftir.

Leikirnir gegn Everton eru 1.okt og 25.feb á meðan United mætir á Anfield 15.okt.

Febrúar og byrjun mars er að því er virðist erfiðast kaflinn hjá okkar mönnum en þá mætum við Tottenham, Manchester United, Everton og Arsenal í þessari röð en allt á heimavelli nema United leikurinn.

Mótið endar síðan á útileik gegn Swansea en helgina áður verðum við á heimavelli gegn Chelsea.

Hér má sjá leikjalista Liverpool í heild:

Ágúst:

13 – Sunderland (h)
20 – Arsenal (ú)
27 – Bolton Wanderers (h)

September:

10 – Stoke City (ú)
17 – Tottenham Hotspur (ú)
24 – Wolverhampton Wanderers (h)

Október:

1 – Everton (ú)
15 – Manchester United (h)
22 – Norwich City (h)
29 – West Bromwich Albion (ú)

Nóvember:

5 – Swansea City (h)
19 – Chelsea (ú)
26 – Manchester City (h)

Desember:

3 – Fulham (ú)
10 – Queens Park Rangers (h)
17 – Aston Villa (ú)
20 – Wigan Athletic (ú)
26 – Blackburn Rovers (h)
31 – Newcastle United (h)

Janúar:

2 – Manchester City (ú)
14 – Stoke City (h)
21 – Bolton Wanderers (ú)
31 – Wolverhampton Wanderers (ú)

Febrúar:

4 – Tottenham Hotspur (h)
11 – Manchester United (ú)
25 – Everton (h)

Mars:

3 – Arsenal (h)
10 – Sunderland (ú)
17 – Queens Park Rangers (ú)
24 – Wigan Athletic (h)
31 – Newcastle United (ú)

Apríl:

7 – Aston Villa (h)
9 – Blackburn Rovers (ú)
14 – Fulham (h)
21 – West Bromwich Albion (h)
28 – Norwich City (ú)

Maí:

5 – Chelsea (h)
13 – Swansea City (ú)

Leikjalistann fyrir deildina í heild er hægt að nálgast hér en Sky á auðvitað eftir að koma með sínar kröfur sem gæti breytt þessu þó nokkuð.

20 Comments

  1. Mér líst fáránlega vel á þetta. Getum lítið kvartað að þessu sinni. Byrjum á heimaleik og tveir af þremur fyrstu eru mjög vinnanlegir heimaleikir. Gætum því stefnt á 6-7 stig lágmark af fyrstu 9 sem ættu að gefa gott veganesti fyrir veturinn.

    Lokaspretturinn er svo fáránlega auðveldur. Eftir heimaleikinn gegn Arsenal 3. mars eigum við bara minni liðin (þ.e. ekki United, Chelsea, Tottenham, City og Everton) alveg fram á vorið, að undanskildum Chelsea heima í næstsíðustu umferð. Ekki beint erfiður lokasprettur að vera búinn með nær alla stóru leikina í marsbyrjun!

    Svo eru jólin ekkert sérstaklega erfið. Heimaleikir bæði á annan í jólum og nýársdag gegn Blackburn og Newcastle.

    Ég hefði sennilega ekki getað stillt upp auðveldara prógrammi ef ég hefði fengið að velja umferðirnar sjálfur!

    Líst vel á þetta. Prógrammið er mjög hagstætt og liðið getur einbeitt sér algjörlega að deildinni í vetur. Það er eitthvað mjög jákvætt í vændum…

  2. Vitið þið hvenar leikjapalaninu verður breytt? Sem sagt sett á sunnudags og mánudags leikir.

  3. Freyr, það kemur held ég fljótlega frá Sky en þar sem Liverpool er ekki í Evrópukeppni getum við búist við að það muni fáum leikjum verða breytt. United-leikirnir verða örugglega færðir til hádegis á laugardegi eða sunnudegi og aðrir – t.d. Arsenal- eða Chelsea-leikirnir – verða líka færðir yfir á sunnudag fyrir sjónvarpssýningar. En annars verður örugglega lítið fært til hjá okkur í ár.

  4. Líst gríðarlega vel á þetta, Gaman fyrir Henderson að setjann í fyrsta leik gegn sínum old pals 🙂

  5. Líst gríðarlega vel á leikjaplanið en mér finnst eins og það séu áratugir síðan við fengum heimaleik í síðustu umferð, er það kannski bara vitleysa í mér?
     

  6. Í öllu sammála Kristjáni Atla @1, þetta er bara brilliant leikjaplan. Fáum hin stóru liðin í hæfilegum skömmtum fyrir áramót og svo nice desembermánuð. Síðan tökum við törn í febrúar og klárum eftir það mótið í rólegheitunum.

    Babú, snilldar pistill sem þú linkaðir á 😉

  7. King Kenny er nú ekki sáttur með að deildin skuli byrja á laugardegi og skil ég það vel enda fáranlegt þar sem að bestu leikmennrnir eru að spila með landsliðunum sínum á miðvikudeginum og munu ekki skila sér til baka fyrr en á fimmtudeginum.

  8. Bjarni@11

    Við tryggjum titilinn með því að vinna Chelsea í næst síðasta leik 🙂

  9. Sælir! Veit einhver hvernig best er að kaupa miða á Arsenal Liverpool 20/8?

  10. Spennandi leikjaplan. Sé reyndar ekkert að febrúar mánuði. Flottir leikir en þar af tveir á heimavelli og svo má ekki gleyma að við erum eina liðið sem “massar” ManU á Trafford.

  11. Lýst mjög vel á þetta leikjaprógram 🙂 Held að það muni vera Liverpool til happs að geta einbeitt sér að fullu í úrvalsdeildinni næsta vetur. Held að við munum ræna ansi mörgum stigum frá topp 4 næsta tímabil því við getum keyrt leikinn í hátt tempo án þess að hafa áhyggjur af meistaradeildsleik í vikunni eins og þau, þegar ég lýt yfir dagskránna þá sé ég að við gætum lend á svaka sigurgöngu í desember – januar 🙂 7-9-13

  12. Gott leikjaplan. Leggjum grunn að sigrinum með fullt hús í desember!

BLÁTT! Nýi Liverpool-búningurinn:

Marveaux í læknisskoðun – uppfært 18.6.