Liverpool 2 – Leicester 2

Jæja, þetta Liverpool lið heldur áfram að glopra frá sér tækifærum til að færast ofar í töflunni. Liðið gerði í dag eingöngu jafntefli gegn botnliði Leicester á Anfield.

Rodgers tók liðið sem slátraði Swansea og ákvað að gera breytingar til að troða Steven Gerrard í liðið á kostnað Manquilo sem þvingaði þá Henderson útá kant. Og Toure kom inn fyrir Skrtel sem var í banni.

Mignolet

Can – Toure – Sakho

Henderson – Gerrard (c) – Lucas – Moreno

Lallana – Sterling – Coutinho

Bekkur: Ward, Lovren, Lambert, Manquillo, Borini, Markovic, Ojo

Þetta var nokkuð opinn leikur í byrjun en Liverpool menn voru heppnir þegar þeir fengu víti þegar að boltinn fór í hausinn á liggjandi varnarmanni Leicester. Gerrard skoraði örugglega úr vítinu. Við fengum svo aðra vítaspyrnu rétt fyrir hlé og aftur skoraði Gerrard úr víti.

2-0 yfir í hálfleik gegn botliðinu og loksins gat maður horft á Liverpool án þess að vera taugahrúga.

En á einhvern ótrúlegan hátt tókst þessu liði að glopra þessu niður og á tveggja mínútu kafla náðu Leicester að jafna með tveimur skotum fyrir utan teig. Ótrúlegt klúður. Eftir þetta var Liverpool mun betra liðið – Markovic, Lambert og Borini komu inn og liðið náði að skapa sér nokkur dauðafæri, en það dugði ekki til.

Maður leiksins: Okei, ég skil það að Steven Gerrard er Steven Gerrard, en að gera svo stóra breytingu á liðinu frá Swansea leiknum (okkar næstbesta leik á tímabilinu) bara til að koma honum inn á kostnað Jordan Henderson er einfaldlega fokking fáránlegt. Gerrard var fullkomlega ömurlegur í þessum leik fyrir utan það þegar hann fór á punktinn. Rodgers á það klúður algjörlega. Ef að Rodgers þorir ekki að hafa Gerrard á bekknum þegar að það gengur frábærlega án hans, þá er betra að annarhvor þeirra fari frá Liverpool.

En það breytir því ekki að við vorum komnir í 2-0 gegn botliðinu á Anfield, en mönnum tekst samt að kluðra því. Það er algjörlega fáránlegt. Við hefðum geta sett verulega pressu á hin liðin í baráttunni bara með því að halda haus í seinni hálfleik, en við gerðum það ekki. Sakho er minn maður leiksins, en það er samt erfitt að kjósa varnarmann þegar að liðið fær á sig tvö mörk á einni mínútu gegn botniðinu.

Fullkomlega óþolandi.

68 Comments

  1. Tveggja marka forysta gegn botnliði deildarinnar og það á heimavelli Á AÐ DUGA!!!

  2. ohhh hefði getað verið drauma umferð, en við klúðruðum því auðvitað.

  3. Fengum gefins víti. Það dugði til jafnteflis gegn botnliðinu. Ekki byrjar árið vel.

  4. Hefði ekki verið sniðugra að halda sig við sama lið og slátraði Swansea fyrir ekki svo löngu síðan?
    Nei það er víst ekki hægt því Rodgers þarf endilega að troða Gerrard í byrjunarliðið af því bara. Hvað gerði Gerrard fyrir utan að skora úr 2 gefins vítum?
    Hann er bara á röltinu í fyrra marki Leicester.

    Læt fylgja með komment fyrir leik: “Að breyta liðinu bara til þess að troða Gerrard inn er ég alls ekkert hrifinn af. Manquilo út og Hendo í RWB er ekki sniðugt finnst mér því Hendo eru gríðarlega öflugur í pressunni á miðjunni.”

    Að tapa niður 2 marka forustu gegn NEÐSTA FOKKING LIÐI DEILDARINNAR er skammarlegt.

  5. Fáránlega pirraður. Að tapa niður tveggja marka forystu á heimavelli gegn botnliði er fyrir neðan allar hellur! Nýársgjöfin er vonandi nýr þjálfari. Hann veit ekkert hvað hann er að gera þessi blessaði maður

  6. Þetta var hrikalegt að missa þetta niður eftir að hafa fengið tvö víti fyrir lítið. Það hefði verið gott að næla i þessi þrjú stig í dag en það var ekki raunin.
    Við getum alveg gleymt að hugsa um þetta 4. sæti því okkur vantar klárlega betri gæði í þetta blessaða lið okkar.
    Sennilega hafa flest allir leikmenn okkar verið að spila yfir getu eins og Agger gaf út í viðtali fyrir skömmu.

  7. Oj bara.

    BR þarf að svara fyrir þessi úrslit sem voru bara sanngjörn.

    OK. Gerrard skoraði úr þessum vítaspyrnum en mér fannst hann að öðru leyti hörmulegur í þessum leik, virkaði gamall og þungur. Hef áður lýst þeirri skoðun minni að það þurfi að fara að hvíla hann meira þar sem hann hægir á spilinu.

    Áfall að missa einn okkar besta leikmann í meiðsli, þ.e. Lallana. Ég nenni ekki að ræða Borini, af hverju er þessi leikmaður að fá sénsinn?? Er núna algerlega sannfærður um að Mignolet er EKKI okkar framtíðarmarkmaður.

    Hrikaleg vonbrigði. Besti leikmaður LFC var að mínu mati Sakho.

    Helvítis fokking fokk. 7 stig í 4. sætið, 7 fucking stig. Nýja árið byrjar ekki vel.

  8. Því miður hefur Gerrard ekkert fram að færa lengur nema slútta vítaspyrnum. Alltof hægur og hjálpar vörninni ekki nokkurn skapaðan hlut. Sorglegt hvað stjarna hans hefur fallið hratt, en Lampard hefur enn helling fram að færa fyrir man.city. og er 2 árum eldri.

  9. Auðvitað nær Liverpool ekki að nýta sér það þegar liðin fyrir ofan eru að misstíga sig! Að missa niður tveggja marka forystu á heimavelli á móti botnliðinu er til skammar og vandræðalegt!

  10. Þetta var augljóslega ekki komið eftir góðan sigur á Swansea. Enn á ný þarf þrjú mörk til að sigra og í dag rétt eins og gegn Burnley var spilamennskan alls ekki nógu góð. Það er engin töfralausn að setja þrjá menn í miðvarðarstöðuna og ég mun röfla um það áfram að miðjan er okkar langstærsta vandamál í dag. Góð miðja er lykillinn af öllum leik liðsins og hún var hræðilega slöpp hjá okkur í dag.

    Það að tapa niður tveggja marka forystu gegn botnliðinu á heimavelli er ófyrirgefanlegt en samt svo lýsandi fyrir Liverpool á þessu tímabili. 4 sigrar í 11 leikjum á Anfield er vandræðalegt.

    Það eru svona töpuð stig sem gera það að verkum að Liverpool er aldrei að fara ná 4. sætinu, sama hversu nálægt það er núna.

    Líklega þurfum við að fara undirbúa okkur undir það að gera okkur upp spennu fyrir Europa League á næsta tímabili líka.

    Brjálað lélega farið með “unninn” leik, áttum reyndar varla skilið að fara með 2-0 inn í hálfleik.

  11. Enn ein skitan hjá okkar mönnum.

    Vorum með allt niðrum okkur á móti langlélegasta liði deildarinnar – og það á heimavelli.

    Við fengum tvö mjög ódýr víti og Leicester óheppnir að taka ekki þrjú stig frá þessum leik.

    Þetta er sorglegt ástand… og til ykkar sem talið endalaust um að liðið sé á réttri leið, þá er það alveg augljóst að svo er ekki.
    Lélegu frammistöðurnar eru amk jafn margar og þær góðu og liðið situr pikkfast í algjörri miðjumoðsdrullu.

    Breytinga er þörf.

    Áfram Liverpool!

  12. Sælir félagar

    Þessi niðurstaða leiksins var beinlínis ógeðsleg. Þvílík ömurleg frammistaða á eigin heimavelli gegn neðsta liðinu í deildinni. Ég á ekki til orð til að lýsa vonbrigðum mínum með Livcerpool liðið í þessum seinni hálfleik. Þar stendur enginn uppúr nema frammistaða liðsheildarinnar sem var henni til ævarandi skammar.

    Það er ekki mögulegt fyrir venjulegan mann að skilja hvernig hausinn var forskrúfaður á hverum einasta manni í leikhléinu. Það er afrek útaf fyrir sig hjá BR að geta aftengt allt liðið svo gersamlega í þessu leikhléi að það á líklegfa engann sinn líka í knattspyrnusögunni.

    Það er nú þannig.

  13. Ég er pirraður. Ég get þetta ekki lengur. Þetta var Helvítis botnliðið. Liðið sem er búið að spila verr en við, búnir að vera lélegari en við. Við létum þá samt líta út eins og topplið.

    Ég hef alltaf verið á BR vagninum en þetta er komið gott. Ef þú getur ekki mótíverað liðið þitt sem er klárlega með miklu betri leikmenn í hverri stöðu, á móti botnliðinu, á heimavelli, á nýársdegi eftir jólagleðina, eftir ágætis gengi undafarið, þá er ekki mikið í þig spunið.

    Ég hlusta ekki á þreytu-, álagsbull. Þessir gæjar fá milljónir vikulega senda á reikninginn sinn. Eru með fleirri hundruð starfsmenn til að koma þeim í stand og gera það sem þeir eru beðnir um. Þetta var bara sama mannaumingja spilamennskan og er búið að vera allt tímabilið fyrir utan einstaka leiki sem þeir drullast til að gera það sem þeir fá borgað fyrir.

    Ég sé ekkert annað í stöðunni enn að láta BR fara þó tímasetninginn sé ekki góð. Fá inn Big gun sem tekur 2-3 heimsklassa leikmenn með sér.

    Það verður bara að gera eitthvað í þessu strax, áður en flest okkar missa geðheilsuna.

  14. Enn sýnir sig sami vandinn og verið hefur í vetur.

    Veikar frammistöður á heimavelli gegn liðunum í neðri helmingnum. Vissulega tvö “wonderskot” sem erfitt er að verjast en þarna voru of margar veikar frammistöður. Leikur liðsins í þessu leikkerfi finnst mér standa og falla á efstu þremur, þegar þeir leika vel þá eru lið rekin aftar og meira svæði myndast fyrir aðra í liðinu.

    Sterling átti afleitan dag uppi á topp í dag – hélt engum boltum þar og þar af leiðandi komumst við seint upp völlinn. Lallana náði sér aldrei á strik og Coutinho sveiflukenndur.

    Á sama hátt söknuðum við Skrtel og varnarvinna Gerrard og Lucasar í mörkunum skelfingin ein.

    Við virðumst aldrei ná tveimur góðum leikjum í röð, það er bara þannig. Mér fannst í raun enginn nema Sakho fara vel í gegnum allan þennan leik, Emre Can t.d. átti að mínu viti mjög erfitt í dag, sem og Moreno og Hendo….þá er ég kominn með alla er það ekki.

    Of margar “linar” frammistöður leikmanna á Anfield…hefur sést oft.

    En mér er FYRIRMUNAÐ að skilja það hvers vegna Borini kom fyrstur inná. Hans tími kom aldrei hjá klúbbnum, ef menn vilja spila einhverjum af því bara þá átti Ojo að koma þarna inn.

    Ömurleg tvö stig töpuð á degi sem hefði getað lyft okkur brún…en þetta virðist bara ætla að vera erfitt áfram!

  15. Gjörsamlega glatað að geta ekki unnið botnliðið á heimavelli.

    Fyrir utan Gerrard var Lucas alveg gagnslaus í þessum leik.

    Hjá mér er þetta ósköp einfalt, knattspyrnustjóri sem setur sinn best miðjumann á kantinn er svipaður og forstjóri sem setur sinn besta fjármálamann í mötuneytið – slíkur er ekki langlífur í starfi. Spái því að það sama verði uppi á teningnum hjá Rodgers áður en langt um líður. Svona árangur er ekki viðunnandi með Liverpool Football Club.

    Svo birtist okkar maður án efa í fjölmiðlum eftir leikinn og talar um hvað liðið hafi staðið sig vel – toppar það svo sjálfsagt með að segja að liðið þurfi ekki að styrkja sig í janúarglugganum.

  16. Aælgerlega sammála Magga hér fyrir ofan. hann summerar þetta ágætlega í stuttu máli og eins er minnst á afhveju verið er að troða Gerrard innin í liðið Davíð#6. Óskiljanlegt.

  17. Ég er 100% sammála greinarhöfundi.
    Vil gera þessi orð hans að mínum.
    Gerrard var fullkomlega ömurlegur í þessum leik fyrir utan það þegar hann fór á punktinn. Rodgers á það klúður algjörlega. Ef að Rodgers þorir ekki að hafa Gerrard á bekknum þegar að það gengur frábærlega án hans, þá er betra að annarhvor þeirra fari frá Liverpool.

  18. Að hafa Gerrard í byrjunarliðinu er eins og að spila með ósýnilega manninum. Niðurstaðan er 10 á móti 11.

  19. Þetta er Enska úrvalsdeildin, sú besta í heimi. Tveggja marka forysta er ekki neitt ef þið voruð ekki búnir að átta ykkur á því í vetur. Og að reyna koma þessu jafntefli yfir á Gerrard og Rodgers er gjörsamlega fáránlegt. Ömurleg leikskýrsla vægast sagt

  20. Erum á heimavelli
    Á móti neðsta og lélegasta liði deildarinnar
    Komumst yfir
    Og skorum svo aftur
    Bæði reyndar úr víti,
    Byrjum svo seinnihálfleikinn með góðri sókn
    Fáum svo á okkur 2 mörk með 2ggja mínútna millibili.
    Skítlélegt.
    En erum þó taplausir 2015, gleðilegt nýtt ár.

  21. Ekki byrjar 2015 vel hjá okkur. Anfield er ekki lengur virki, nema þá fyrir aðkomuliðin. Af hverju að breyta sigurliði ? Af því það virkaði of vel ? Botnlið deildarinnar er með tvö mörk úr þremur á mark rammann ?

  22. Mér er öllum lokið!! Var að horfa á endursýningu á mörkum Leicester og í seinna markinu öskrar á mann getuleysi og sofandaháttur. Gerrard fremstur í flokki sem lætur Leicester leikmenn dingla framhjá sér eins og þeir séu í jólaboði. Ljóta hörmungin. Svona skellur skrifast bara á andleysi. Nýársteikin hefur verið einum of þung í maga. Ég hallast að því að það þurfi að skipta um mann í brúnni. Svona kraftleysi og kæruleysi skrifast á þjálfarann allann daginn. Það er hans hlutverk að halda mönnum á tánum. Menn með fleiri milljónir í vikulaun eiga ekki að geta leyft sér svona sofandahátt.

    YNWA

  23. Vá hvað þetta var súr niðurstaða. Menn búnir að greina þetta nokkuð vel hér að ofan. Það er eitthvað bull í gangi með allar þessar tilfærslur á mönnum hingað og þangað út um völlinn. Menn byrja tapa mönnum sem þeir eiga að dekka, byrja hlaupa í veg fyrir hvorn annan og skjóta í hvorn annan %$%$%$%&. Þetta var frekar lélegt og ljóst að 1-2 hafa nú fengið sér einn bjórsa í gær.

  24. Þið eruð hálfpartinn heppnir að vera þar sem þið eruð í töflunni, synd að sjá miðað við frábæra kafla í vetur.

  25. Nei sko þetta er allt Gerrard að kenna .

    1. Þetta er skelfilegri framistöðu Toure, Can og Sakho sem ef þeir voru ekki með lélegar sendingar, þá voru þeir að renna á rasgatið eða tapa baráttuni í loftinu(okkar vantaði Skrtel í dag).
    2. Þetta var ekki Mignolet að kenna þrátt fyrir að hann leit út eins og keila sem datt á hliðina í 2 markinu
    3. Þetta er ekki Lucas að kenna sem seldi sem trekk í trekk í leiknum og var hreyfiget og yfirferðin lítil.
    4. Þetta var ekki Markovitch að kenna sem kom og bjargaði því að Borini skoraði.
    5. Svo má auðvita ekkert setja útá Henderson af því að hann er ekki að spila í sinni bestu stöðu en gerði það svo síðustu 10 mín. Hann átti skelfilegan leik.
    6. Moreno um þetta af því að hann spilaði síðasta leik sem vannst, en hann sást ekki í þessum leik.

    Nei við skulum kenna Gerrard um þetta. Eina sem hann gerði var að vinna vel á miðsvæðinu, láta boltan ganga hratt og skora úr tveimur vítaspyrnur(sem er allt í einu orðið ekkert mál né virðingavert). Langt í frá besti leikur Gerrard en alls ekki sá lélegasti í liverpool búning á vellinum.

    Menn tanglast alltaf á stöðuni í deildinni fyrir leiki. Hún skiptir bara andskotans engu máli þegar leikurinn er byrjaður. Hvort að gestirnir séu í 1.sæti eða 20 .sæti þá snýst þetta bara um að spila leikinn og reyna að ná í 3.stig.
    Þetta er lið sem hefur náð góðum úrslitum gegn liðum í efrihlutanum en gengið illa gegn liðum neðarlega. Þeir voru að vinna Hull í síðasta leik(sem vann Everton 2-0 í dag) og komu fullir sjálfstraust inní leikinn og voru að berjast allan tíman.

    Þetta var ekki góður liverpool leikur í dag en menn máttu ekki búast við Swansea sýningu því að þetta lið er meira að spila eins og Burnley með þéttan pakka og meiri baráttu en spil.

    Við áttum einfaldlega skilið 1.stig úr þessum leik . Framistaðan varnarlega var ekki nógu góð og sóknarlega voru menn stundum að reyna of mikið.

    Allt þetta tal um að þetta sé Gerrard að kenna er auðvita , jæja ég læt bara vaða ótrúlega heimskulegt en ég skil að hann er rosalega þægilegt skotmark af því að hann spilaði ekki í síðasta leik.

    Maður er alls ekki sáttur við þetta stig en 7 stig af 9 í jólatörninni er ekki heimsendir þótt að við vorum í dauðafæri að ná í þau öll. Menn verða líka aðeins að sjá að álagið á liðunum um þennan tíma er auvðita alltof mikið og má sjá stórskrítin úrslit og stórskrítna leiki á þessum árstíða og þarf ekki annað en að skoða leikina í dag til þess að sjá það.

    Nú tekur við FA Cup og janúargluggi. Við höldum bara áfram og sjáum hver staðan verður eftir 38 leiki og hvort að við fáum ekki eitthvað bikar run og fjör á þessu nýja ára.

  26. Emre Can var á rassgatinu allan leikinn, Lucas og Gerrard geta ekki skýlt vörn og Sterling gat varla átt eina góða fyrstu snertingu.

    Rodgers fær svo falleinkunn fyrir að sýna kjarkleysi með að breyta liðinu eftir Swansea leikinn. Við gátum ekki einu sinni unnið leik þar sem við fengum gefin eina vítaspyrnu. Hvenær ætlar maðurinn að læra að Lucas og Gerrard geta ekki spilað saman á miðju? Liðið er gjörsamlega bitlaust og skortir hreyfingu þegar þeir eru saman á miðjunni.

    Stundum held ég að Rodgers hafi ekki það sem þarf til að stjórna Liverpool, ákvarðanir líkt og að ofan sem og kaupin hans gefa það til kynna. Það þarf meira en einn leik gegn Swansea til að bjarga sér frá þessu tímabili.

  27. Ég hefði svo kallað þetta lélegustu leikskýrslu ársins 2014 ef þessi leikur hefði verið spilaður í gær en kalla hanna lélegustu leikskýrslu ársins 2015 sem segjir reyndar lítið og finnst lélegt að menn detta í þessa Gerrard gryfju.

  28. Það sást langar leiðir að miðjan var ekki nógu hreifanleg og ég bara skil ekki af hverju Gerald var settur í liðið miðað við framistöðu liðsins á móti svanasjónum, og fatta ekki þegar það var orðið ljóst að fyrirliðinn var ekki að eiga góðan dag, af hverju stjórinn setti ekki bakvörðinn inn og Heldo á miðjuna, það virkar bara betur því að Gerald er bara ekki nógu fjótur.

  29. Ég verð nú að vera ósammála Magga nr. 16 hérna. Finnst þetta einmitt ekki standa og falla með frammistöðu þriggja fremstu (góð frammistaða þeirra hjálpar auðvitað til) heldur virðist lykilatriðið vera í getu miðjunnar til að taka þátt í pressunni með þremur fremstu. Þetta sést ágætlega í þessu myndbandi hér af pressu liðsins gegn Swansea https://www.youtube.com/watch?v=vZCLyj9R9BY

    Í stuttu máli sagt gerist þetta ekki þegar Gerrard og Lucas eru saman á miðjunni og Henderson fórnað í bakvörðinn. Hlaupageta Henderson og leikskilningur hans er algjört lykilatriði í þessu leikkerfi. Í þessu samhengi er hægt að benda á leik liðsins í síðustu þremur leikjum gegn Burnley, Swansea og Leicester í dag. Gegn Burnley og Leicester sést að Lucas og Gerrard hafa ekki með nokkru móti líkamlega burði til að halda slíkri pressu uppi. (Leyfi mér að taka Arsenal-leikinn út fyrir sviga enda var þar um að ræða andstæðing með svipað bjánalega miðjuuppstillingu sem mætti til að sækja sigur með sóknarbolta).

    BR verður að fara átta sig á að Steven Gerrard er ekki lengur 25 ára box to box miðjumaður og það gengur ekki að vera með hann við hlið Lucas. Væri nær að líta til sparlegrar notkunar Ferguson á Scholes og Giggs í seinni tíð. Í dag hefði t.d. verið gulls ígildi að geta sett SG inn á í stöðunni 2-2 til að brjóta upp leikinn. Fá hann ferskan inn til að taka föst leikatriði og koma með sínar góðu sendingar. Í staðinn stillir BR þessu hins vegar þannig upp að vera SG á miðjunni veldur því að hin mikilvæga pressa á helmingi andstæðingsins er ekki til staðar.

    Það er í raun fáránlegt að hugsa til þess að inn á vellinum í dag voru tveir frábærir leikmenn, Henderson og Can, sem báðum er spilað út úr stöðu (Can leysir reyndar miðvörðinn mjög vel og það er vissulega mannekla) til að troða dauðþreyttum Steven Gerrard inn í liðið. Þetta er bara ekki góð stjórnun. Punktur.

    Annars er ég sammála þér um að Sterling var arfaslakur og hér má einnig benda á BR. Af hverju er strákurinn ekki löngu búinn að fá hvíld? Okkur er að takast að brenna út ótrúlega hæfileika Sterling á mettíma enda drengurinn varla verið svipur hjá sjón af því sem við sáum í vor og í t.d. leiknum gegn Tottenham í haust.

    Ég er ekki að biðja um höfuð BR alveg strax en hann verður að láta af þessum barnalegu mistökum trekk í trekk, hann er nánast alveg búinn með goodwill-ið frá síðasta ári.

  30. Enn einu sinni Gerrard umræða.

    Jesús.

    Lucas Leiva…á hann að vera í þessu besta 11 manna liði ef hann skýlir ekki vörn…sem hann gerði bara aldrei í dag. Og á Javier Manquillo að vera í þessu liði þó hann hafi ekki náð að sýna neitt sóknarlega…á hann að vera kostur sem flying vængmaður gegn Leicester á heimavelli

    Gerrard var langt í frá lélegasti leikmaðurinn í rauðri treyju í dag, langt í frá. Ef að Hendo á að vera inni á miðju þá hlýtur að vera einn kosturinn að þeir spili einhvern tíman saman…eða má það ekki?

    Já og velkomnir aftur þið hér nokkrir sem ekki vilduð kommenta eftir Swansea leikinn…það er alltaf vinalegt þegar menn vilja helst vera með þegar illa gengur, út á það gengur víst fótboltaástin er það ekki…menn mega jú helst rýna til gagns…það er alveg aðalatriðið.

    11 á móti 11 og þjálfarinn á bekknum. Lið vinna og lið tapa…en vissulega spila einstaklingar. Ekkert eitt klikkaði í þessum leik, heldur margt….

  31. #26…. Það er enginn að segja að þetta sé bara Gerrard að kenna en það er alveg tekið eftir því þegar menn eins og Gerrard detta út og gleyma að gera það sem þeir eiga að gera þegar þeir eru fyrir framan vörnina og með sókn andstæðingana fyrir framan sig!! Þá er það þeirra hlutverk að fara í menn og trufla spilið og láta þeim það eftir sem standa fyrir aftan að halda stöðu og línu. Sofandaháttur Gerrard og Lucas var áberandi á þessum tveggja mínútna kafla. En þeir voru engan veginn þeir einu sem voru á hælunum í dag. Síðan er það svo á ábyrgð þjálfarans að menn séu ekki andlega tilbúnir í svona slag. Svona frammistaða (Og þá er ég að tala um leikinn sem heild!!) á bara ekki að sjást og allra síst á heimavelli.

    YNWA

  32. Leikskýrslan er fín og segir einfaldlega það sem segja þarf eftir þennan skítaleik hjá Liverpool liðinu. Ég sé ekki að það bæti liðið neitt að vera að skíta í leikskýrslu sem segir einfaldlega sannleikann.

  33. Að sjálfsögðu var rétt að láta hvíldan Gerrard byrja. Allir þjálfarar hefðu gert það. Lítið hægt að setja út á það

    En – lið sem spilar með 5 í vörn á að halda hreinu.

    Ég bara næ ekki hvað er í gangi með leikkerfi, vörn og liðsuppstillingu. Úff – það er eins og liðið sé þjálfaralaust á köflum og hending ráði því hverjir spila og hverjir ekki. Frammistaða í leikjum á undan virðist í hið minnsta engu ráða þar um.

    Áfram Liverpool!

  34. Ég held því aldrei fram í leikskýrslunni að Gerrard sé það eina sem hafi verið að í þessum leik. En við vorum frábærir gegn Swansea en samt gerir Rodgers þessa óskiljanlegu breytingu BARA af því að þetta er Steven Gerrard. Hann hefði aldrei gert svona stóra breytingu ef þetta væri ekki Gerrard. Það er það sem pirrar mig og veldur því að ég pikka það út sem vandamál í þessum leik.

    Vissulega var margt annað slappt í þessum leik.

  35. 7 stig af 9 stigum úr seinustu 3 leikjum. Verð nú að segja að maður er nokkuð sáttur með það miðað við hvernig tímabilið er búið að vera. En á móti kemur voru þetta 3 létt lið sem við vorum að spila á móti svo krafan upp á 9 af 9 hefði auðvita átt rétt á sér.

    En eins og ég sé liðið, þá er Liverpool alveg með leikmannahópinn til að vera berjast í sætum 4-6 en nei, liðið er að lulla í kringum 10 sæti og þetta er algjörlega BR að kenna. Hann hefur hópinn til að vera hærra í deildinni en hann bara virðist ekki ná því úr hópnum.

  36. Gerrard og Lucas þurfa báðir mann með mikla vinnslu og hlaupagetu með sér til að spila á miðjunni, hvorugur býr yfir þeim kostum lengur og það að spila þeim saman á miðjunni hlýtur nú að fara verða fullreynt. Hvað þá þegar Henderson er heill heilsu og passar einmitt fullkomlega í þetta hlutverk.

    Burnley voru klaufar að fá ekkert út úr leiknum gegn Liverpool og nú nær botnliðið að halda yfirhöndinni á miðsvæðinu nánast allann leikinn með miklu meiri vinnusemi. Gerrard var átakanlega slakur í dag og eðlilegt að hann fái mikla gagnrýni en Lucas og Rodgers þurfa að fá jafn stóran skammt í dag. Það er búið að reyna nánast allar mögulegar útfærslur af því að láta þá spila saman og alltaf koma þeir mun betur út þegar þeir hafa aukamann með sér inni á miðjunni eða annar þeirra er ekki með. Síðasta dæmið er sigurinn gegn Swansea.

    Þetta kerfi finnst mér ekkert standa og falla með efstu þremur leikmönnunum, sjáum það best á því að liðið skoraði tvö mörk í dag og það dugði ekki til. Sterling fiskaði víti og átti sendingu í lokin sem aðeins Markovich klúðraði að var ekki stoðsending. Efstu þrír leikmennirnir í þessu kerfi lenda í vandræðum á nákvæmlega sömu forsendum og öftustu þrír ef miðjan er ekki nógu góð.

  37. Úff mikið var þetta klaufalegt ´stærstu mistök Rodgers í þessum leik var að setja Borini inná fyrir lallana sem var meiddu því þá dó sóknarleikur Liverpool og leicester gekk á lagið. Borini er álíka líklegur til að skora fyrir liverpool og Lucas Leiva

  38. Það er líka áhyggjuefni að Liverpool nánast undir engum kringumstæðum getur sett í lok lok og læs á andstæðinginn. Leicester komst undantekningarlaust að vítateig Liverpool í seinni hálfleik og þetta var orðinn bara algjör 50/50 leikur. Þetta er gegn botnliðinu sem á erfitt með að skora og erfitt með að verjast. Liverpool eru bara einfaldlega mjög slakir þegar þeir eru slakir. Það verður að verjast betur sem lið. Ég er sammála að breyta liðinu frá síðasta leik þar sem pressan var slík að Swansea komst varla yfir miðju lengi vel er mjög einkennileg ákvörðun.

  39. Sammála Gerrard gagnrýninni hérna. Það verður að fara finna honum annað hlutverk í liðinu. Hann er einfaldlega ekki lengur þessi burðarás 180 mín. á viku. Það að Lucas (sem hefur verið einna besti leikmaður liðsins síðastliðin mánuð) hafi ekki átt góðan leik, er ekki nóg til að skýla kafteininum.

    Hálffulla glas dagsins er svo það að síðastliðna viku höfum við minnkað bilið á bæði Arsenal og Spurs. Það eru liðin sem við þurfum að komast uppfyrir til að ná 4ja sætinu. Þetta er nú ekki verra en það….

  40. Hvað á það að þýða að breyta sigurliði. Brendan veit ekkert hvað hann er að gera. Ömurlegt!!

  41. Gerrard var ekki versti maðurinn á vellinum í dag. Fannst Emre Can eiga að gera mikið betur í báðum mörkunum og vörnin yfir höfuð með hægan Toure var bara mjög brothætt. Gerrard afleiddur segja margir. Hann skoraði 2 mörk af punktinum í dag en það þarf að klára vítin líka sem hann gerði fullkomlega ekki satt? Skil pirringinn hjá einhverjum með Rodgers en ekki gleyma því að það var leikur fyrir 2 dögum síðan og hann væntanlega hélt að hvíldur Gerrard myndi klára dæmið á miðjunni. Einnig skil ég ekki af hverju Borini kom inná í þessum leik þar sem hann var algjörlega úti á túni og gerði lítið í þessum leik nema kannski að verja mark Leicester. Vissulega vonbrigði en stig er alltaf stig þó svo að þrjú hefði verið ákjósanlegt. Bilið minnkar og spilamennska LFC undanfarnar vikur hefur verið betri þó að margir “haters” haldi öðru fram.

  42. Maggi nr. 31. – Þetta er einmitt ekki Gerrard umræða og ber því ekki að afskrifa þetta sem slíkt. Þetta er Brendan Rodgers umræða. Það er hann sem ber ábyrgð á því að senda liðið sitt og okkar trekk í trekk út í leiki þar sem að augljóst er að hápressan mun aldrei komast í gang af fullum krafti.

  43. Ég biðst afsökunar á smámunaseminni – en afleitur er ekki skrifað afleiddur.

    Þó að vissulega hafi sumir liðsmenn Liverpool leiðst af braut, amk. af og til.

  44. Ég vona að menn haldi ekki að ég sé að kenna Gerrard um ûrslitin heldur ákvörðun BR um að spila honum í tveggja manna miðju með Lucas sem hefur aldrei og mun aldrei virka.

    Gerrard er engu að síður orðinn of hægur og hefur engann veginn hlaupagetu manns eins og Henderson til þess að ráða við pressuna sem við viljum að liðið spili og tala ég nú ekki um varnargetu hans samanborið við Lucas. Af hverju er ekki hægt að henda honum inná ì seinustu 20 mín sem supersub.

  45. Að stilla upp á heimavelli gegn Leicester með 3 miðverði, 2 heldjúpa miðjumenn og 1 AFLEITAN senter uppi á topp er SKAMMARLEGA AUMKUNARVERT. Þrétt fyyrir þetta er liðið heppið að fá bara á sig 2 mörk og álíka aumkunarvert og gegn Basel. Rodgers er fyrir lifandi löngu búinn að týna mér. Svona aumingjahugsun verður að víkja frá Anfield. Öll alvöru lið stilla upp með 2-3 framherja á heimavelli gegn lélegustu liðunum. Liverpool hefur mistekist að vinna Hull, Everton, Leicester, Sunderland, Basel og Middlesboro (sem við unnum í vítakeppni) á heimavelli í vetur. Það er ekki hægt að kenna hinum og þessum leikmönnum um þetta eða hitt. Þetta eru mennirnir hans Rodgers sem hann kaupir og hann velur í liðið og setur þá í þessar furðustöður á vellinum. Can hafsent? Henderson vængbakvörður? Gerrard fyrir aftan senter?? Sterling uppi á topp??? Brad Jones í markið? Markovic vinstri vængbakvörður? Hvaða fíflagangur er þetta eiginlega?? Það sjá allir nema Rodgers að Sterling GETUR EKKI spilað einn uppi á topp, missir boltann endalaust og með afleit skot. Hans styrkur er hlaup á milli varnarmanna og upp kantinn-hann mun aldrei verða senter.
    Liverpool spilaði í dag gegn Leicester og náði varla að skapa 1 marktækifæri úr opnum leik í 94 mín. Fengu tvö mörk nánast gefins úr vítum. Býst einhver við öðru þegar maður horfir á uppstillinguna??? Það verður að fara að skipta um mann í brúnni.

  46. Sorglegt að sjá Gerrard eiga ekki brake i miðjumenn Leicester og vera slakasti maðurinn á vellinum samnt fékk hann frí í siðasta leik.

    Alveg kominn tími til að sjá Can/Hendersson miðju.
    Gerrard út og byrja byggja upp nýja liðið strax, ekki vera ströggla með Lucas/Gerrard og skilja svo aldrei hvað vantar eða hvað er að…

  47. Þetta er auðvitað engin heilagur sannleikur og líklega ekki hægt að skrifa alla þessa leiki á Gerrard og Lucas en þessi tölfræði er slæm.

  48. Það er dæmigert fyrir menn sem hafa takmarkaðan skilning á fótbolta að halda það að hægt sé að kenna einhverjum einum leikmann,i eða tveimur, um lélega frammistöðu liðs. Gerrard var slakur eins og allir aðrir í liðinu, fannst Coutinho vera bestur. Vandamálið liggur ekki í einum og einum leikmanni (Gerrard, Allen, Johnson eða Mingnolet sem hafa allir spilað illa). Mjög léleg innkaupastefna, ráðaleysi knattspyrnustjórans og slök frammistaða alls liðsins er um að kenna. Ég velti því fyrir mér hversu lélegir liverpool í raun eru, KR og Stjarnan eiga að taka þetta Leicester lið í nösina.

  49. Það sem ég er að ræða hérna er ekki einskorðað við þennan eina leik eða einn mann.

    Ég skil alveg Einar að þú hafir ekki verið í skapi til að skrifa skýrslu, það er alveg hundleiðinlegt eftir svona leik og er ekki að meina þig einan, heldur bara umræðuna í kringum leikinn, bæði hér og á twitter.

    Við vorum að spila leik númer 5 á frekar stuttum tíma og þá hljótum við (eins og öll liðin í kringum okkur) að geta litið á það að hægt sé að rótera liðinu þegar neðsta liðið er í heimsókn er það ekki? Javier Manquillo hefur ekki heillað mig í vetur og sóknarlega sérstaklega á hann erfitt. Hendo hefur leyst þessa vængstöðu fínt og með því að skipta Gerrard inn fyrir Manquillo var væntanlega verið að reyna að auka sóknarþungann.

    Og hann var að mínu mati langt frá því að vera jafn slakur og t.d. Raheem í dag, senteralaust lið í þessu leikskipulagi nær aldrei upp þeim dampi sem hægt er. Það sem ég er að ergja mig á er að umræðan um þetta andleysisbrot vina okkar í dag snýst allt í einu upp í alltof hægan og lélegan varnarmann, Steven Gerrard. Vandi okkar í dag var langt frá því að byrja og enda þar.

    Léleg vinnsla sóknarinnar og klaufagangur í öftustu línu kostaði þennan leik finnst mér langtum frekar en Garrard.

    Svo er það hin þreytan, Rodgers. Hann kann ekki að mótivera menn víst. Jæja. Og í hálfleik bara lagði hann grunn að hruni seinni hálfleiks. Í alvöru???

    Vorum við ekki að stúta liði í síðasta leik með sama stjóra. Halda menn í alvörunni að stjórarnir standi með þrumuraust brjótandi ljós og spegla eins og í “Any given Sunday”. Þó að Ferguson hafi sparkað flösku í einhvern fyrir einhverjum árum…þá er það auðvitað ekki þannig. Hálfleiksræðan í 2-0 stöðu gegn Leicester og 1-0 gegn Swansea…haldiði í alvörunni að hann hafi bara töfrað eitthvað í gang gegn Swansea sem tryggði okkur að vinnar seinni hálfleikinn 3-1 og svo hafi hann bara rifjað upp jólabúðinginn í kvöld og við töpuðum 0-2!?!?!?

    Að mínu viti gerði hann mistök í því að setja Borini inná, býsna vond. En það sem klikkaði voru veikar frammistöður leikmannanna sem hann valdi, enginn stóð þar uppúr. Menn fóru ekki í pressuna af viti og vörðust illa um allan völl, ótrúlegustu menn voru að gera sendingarfeila og það er alveg klárt að um það hefur verið rætt í hálfleik en ekki með góðum árangri.

    Hausverkurinn er að við erum með rétt rúmlega 50% árangur í vetur og það er algerlega vonlaust ef maður ætlar að ná einhverjum árangri og það er að mínu mati ekki neitt tengt einhverjum mótiveringarvanda, heldur því einfaldlega að menn ná ekki upp þeirri pressu heima sem þeir eiga að ná. Fyrst þeir ná henni gegn Arsenal og Swansea þá sjáum við auðvitað að þeir geta það…en stöðugleikinn er enginn því miður og sá vandi er fyrst og fremst skortur á stöðugleiki í frammistöðum einstakra leikmanna. Emre Can, Coutinho, Sterling og Moreno eru enn ungir og rétt að byrja sinn feril svo það er kannski ekki fullkomlega óeðlilegt…en það pirrar mann samt.

    En mest semsagt pirrar það mig að umræða um frammistöðuna snúist um það að koma eigi Gerrard úr liðinu og jafnvel bara nýjan stjóra….en að sjálfsögðu er það hvers og eins að hafa sínar skoðanir á þessu yndislega liði okkar!

  50. Sorry öll þessi komment…en Rodgers auðvitað segir okkur alveg frá þessu hérna.

    http://www.liverpoolfc.com/news/latest-news/177315-rodgers-too-many-mistakes-cost-us-win

    Semsagt, áttaði sig á því hvernig hlutir voru í hálfleik, takið eftir því hvað hann talar um í marki númer tvö, að leikmennirnir fóru þá út úr því skipulagi sem er lagt upp með eftir að mark hefur verið skorað…og bendir á að markaskorarinn fékk bara að hlaupa framhjá varnarmönnunum okkar og skjóta á mark…en þó segir hann ekki hver það var sem tapaði þessum bolta eða bendir á hverjir hleyptu manninum inn á miðjan völlinn eða lét klobba sig…Borini missti boltann, Moreno og Lucas misstu manninn og Can lét klobba sig. Allt ömurlegar ákvarðanatökur sem kostuðu þessi stig….

  51. Jahá, menn eru greinilega í vondu skapi á nýju ári og það er bara fullkomlega eðlilegt eftir þetta stórslys áðan. Ágætt þá að reyna að skrifa sig frá þessum gríðarlegu vonbrigðum.

    Finnst skýrslan hjá Einari Erni mjög góð. Af hverju má ekki gagnrýna fyrirliðann? Ekki misskilja mig, maðurinn er löngu orðin legengd hjá þessum klúbbi og ég elska þennan leikmann, en hann verður að þola gagnrýni eins og aðrir leikmenn. Auðvitað var það ekki bara SG sem var að klikka, en hann var engu að síður mjög slakur í þessum leik. Hann á ekki að eiga áskrift í byrjunarliðinu þó hann sé vel hvíldur. Það að hafa Henderson á kantinum er þvílík sóun á hæfileikum að það hálfa væri nóg!

    Svo verður að spyja þá spurningar, af hverju í ósköpunum er verið að spila Lucas og Gerrard saman á miðjunni? Þið Kop-síðuhaldarar hafa margsinnis réttilega bent á að það combo virkar sjaldnast. Tveir mjög hægir leikmenn í hjarta miðjunnar. Þetta er að mínu mati klárlega ein af skýringunni á því hvers vegna við töpuðum miðjunni í þessum leik.

    Menn skulu heldur ekki gleyma því hvað var búið að gerast í leiknum rétt áður en Leicester komst inn í leikinn, þ.e. Lallana fór meiddur út af á 55 mín. og Borini inn á. Guð minn góður hvað það voru vond skipti! Að mínu mati var það einn af vendipunktunum í leiknum. Hef áður lýst yfir aðdáun minni á Lallana og hann er að mínu mati þegar orðinn einn af 3 – 5 lykilmönnum í þessu Liverpool-liði og hann á bara eftir að verða betri. Gríðarlegt áfall að missa hann í meiðsli og liðið hrundi í kjölfar þess að hann fór út af. Er ekki að segja að þetta sé eina ástæðan þess að liðið hrundi, en klárlega ein af þeim.

    Þarna komum við líka að mjög mikilvægum punkti sem BR verður að svara fyrir. Af hverju í ósköpunum setti hann Borini inn á??? Þessi gaur hefur nánast verið verri en enginn í leikjum sínum með Liverpool. Neita að trúa öðru en að Borini hafi verið að spila sinn síðasta leik í Liverpool-treyjunni.

    Það er full ástæða til að vera pirraður. Árangur liðsins á Anfield algerlega til skammar á þessari leiktíð. Geðheilsan er heldur ekkert að skána við að horfa á Tottenham vera að pakka saman Chelsea (5-2). Þetta stefnir í að verða MJÖG LANGUR vetur.

  52. Það er greinilega ekki runnið af mönnum hér sem eru að drulla yfir Gerrard

  53. Sæl öll,
    Liverpool er ekki Tottenham, Liverpool er með plan. Big mouth Brendan Rodgers hvert er planið? Þetta liðið okkar er enn í sömu vandræðum og öll önnur tímabil undir hans stjórn, það fær allt of mörg mörk á sig og kann ekki að loka leikjum. Ég er alveg sammála því að það eigi að gefa mönnum tíma til að “læra” og þróa lið. En til þess að “lærdómsferlið” framlengist verða að vera greinilegar framfarir. Það hafa engar framfarir verið í evrópuleikjum, varnarleik, þroska til að loka leikjum og sóknarleikurinn er ekki skugginn af því sem var og það mistókst algerlega að kaupa leikmenn til að reyna vinna upp missinn í Suarez og sagan hefur sýnt að Sturridge er ekki framherji nr 1. Maggi þér er tíðrætt um að BR er að “læra” því hann er ungur og allt það (hann á samt örugglega einn lengsta þjálfaraferilinn miðað við aldur). Hvað er ásættanlegur árangur að þínu mati til þess að BR haldi starfinu? Ef sá árangur næst ekki, á BR samt að fá að halda starfinu? Hversu mörg tímabil ertu til í að gefa BR án þess að varnarleikurinn batni og liðið þroskist. Ég er alveg að gefast upp á BR!

  54. #56

    Algerlega frábær grein í LFCOffside og gott að menn hafi kjark í að ræða viðkvæm mál, eins og stöðu fyrirliða okkar. Hann á ekki að vera hafinn yfir gagnrýni frekar en aðrir leikmenn, t.d. Mignolet, Lovren og Borini, svo einhverjir séu nefndir.

    Mér finnst frekar dapurt að lesa mörg kommentin hérna þar sem menn eru úthúðaðir fyrir að voga sér að gagnrýna fyrirliðann. Það sem mér finnst einmitt svo frábært við þessa síðu eru ólíkar skoðanir okkar á liðinu, uppstillingu, frammistöðu einstakra leikmanna o.fl. Verum frekar sammála því að vera ósammála frekar en að drulla yfir þá sem hafa ekki sömu skoðanir og þeir sjálfir. Comment eins og “Það er greinilega ekki runnið af mönnum hér sem eru að drulla yfir Gerrard” eru frekar þreytandi.

  55. Góður leikur hjá Liverpool. En Licester city náðu að skora 2 mörk á 2 mínútum.
    Við erum í 8.sæti sem er ekki nógu gott. Brendan Rodgers sagði að hann ætlaði ekki að kaupa neitt í Janúar glugganum en okkur vantar betri Markmann, Ég væri til í að fá Petr Cech í markið hjá okkur.

  56. Miðað við álag síðustu vikur þá er mjög eðlilegt að rótera aðeins með hópinn. Gerrard spilaði á miðjunni á móti Arsenal og við spiluðum frábæran leik. Gerrard var líka á miðjunni á móti Tottenham þar sem við rúlluðum þeim upp. Svona er þetta, róteringar eru hluti af leiknum.

    Menn sváfu bara á verðinum í þessum mörkum Leicester og við því ekki mikið að gera. Hefur ekkert að gera með vanhæfni BR og allt tal um að hann eigi að yfirgefa skútuna tómt bull í mínum bókum.

    Við munum rífa okkur upp á rassgatinu, vinna bikarleikinn næstu helgi og svo höldum við áfram okkar uppbyggingu. Hef fulla trú á þessu projekti hjá BR.

  57. Ég sá ekki leikinn svo ég get litið kómentað um leikinn enn ég get sagt þó að Gerard&Lucas í miðjunni virkar ekki punktur. Hafði frekar haldið Hendo í miðjunni. Lucas hefur ekki þennan líkamslega styrk til vera þessi varnarsinni miðjumaður. Gerard á spilla sjaldnar og þá helst í sóknarmiðju hlutverkinu. Auk þess á Sterling að spilla i sinni bestu stöðu sem sóknarmiðjumaður.

  58. Lið í botnsæti er að berjast fyrir sínu lífi í deildinni. Það má ekki vanmeta það.

  59. Svo ég svari þá er BR bara eitt hjól í fyrirtækinu Liverpool Football Club og það fyrirtæki þarf að standa samhent í því að flytja klúbbinn eitthvað í áttina að fyrirheitnu landi sem er deildartitillinn góði.

    Hann er vissulega í lykilstöðu en þeir eru fleiri. 1.júní var hann kosinn framkvæmdastjóri ársins af samstjórum sínum og hefur á síðustu mánuðum fengið stórt hrós frá Jamie Carragher, Luis Suarez og José Mourinho sem segja allir hann vera gríðarlega hæfileikaríkan stjóra og rétta manninn til að leiða topplið.

    Hann var að kynnast CL í fyrsta sinn í vetur sem hefur verið mikil lexía og nú er hann í sínum fyrstu undanúrslitum í bikarkeppni á ferlinum og kemst vonandi lengra þar.

    Sný svo spurningunni við…hvað fannst þér um ákvörðun FSG að ráða ungan, efnilegan og reynslulítinn stjóra til að “stýra klúbbnum inn í framtíðina”…og kannski í framhaldinu, ef að þeir myndu nú reka hann…hvað heldurðu að þeir myndu gera næst….kútvelta klúbbnum í aðrar áttir…eða fara frekar í annan reynslulítinn, ungan og efnilegan…

    ?

  60. Sæll Maggi,

    ég man nú ekki alveg hvort ég var spenntur fyrir BR eða ekki en hann var a.m.k. ekki mín draumaráðning.

    Ég er ekki hrifinn að þeirri hugmynd að stjórinn öðlist reynslu hjá Liverpool og síðan þegar hann er hæfur að þá fer hann annað. BR hefur látið það eftir sér að hann vilji stýra liði á spáni einn daginn. Ef að þeir reka BR að þá er von mín sú að við ráðum einhvern reynslubolta til að stýra skútunni. Það er í raun algjört glapræði að fara ráða aftur reynslulítinn mann og þjálfarateymi til þess að stjórna þessu og er í raun bara ávísun á öðrum hörmungum líkt og í CL í haust. Ég get ekki séð að það þurfi eitthvað að “kútvelta klúbbnum” við að ráða mann með reynslu úr öllum keppnum og hefur aðdráttarafl á góða leikmenn.

    Já það fer það orð af BR að hann sé góður í mannlegum samskiptum sem er einn af stærstu eiginleikum sem príðir góðan stjóra. En gallar hans hrópa á mann öll tímabilin sem hann hefur stýrt liðinu og það er ekkert sem bendir til þess að hann sé að “læra” og að ná að lægfæra hlutina. Það er bara svo ofureinfalt að ef lið ætlar að vinna titil(a) verður það að geta varist og ef fram fer sem horfir að þá fær Liverpool 51 mark á sig á þessu tímabili samanber 50 í fyrra og 43 árið þar á undan. Varnarleikurinn er sem sagt ekkert að skána og nú er sóknarleikurinn líka horfinn.

    Mér finnst alveg nóg að Liverpool getur ekki fengið til sín stærstu nöfnin í leikmönnum eða haldið þeim svo að ef við ætlum líka að fara ala upp stjóra þá er fokið í flest skjól. Ef að BR verður látinn fara þá vil ég reynslu mikinn þjálfara.

  61. Einkennilegir tímar. Erfiðir tímar.

    Ég er búinn að fylgja þessu liði eins lengi og ég man eftir mér. Ég er nú að verða 44 ára. Það eru þrjú atvik sem ég á erfitt með að horfast í augu við.

    1. Kenny Dalglish hættir sem framkvæmdastjór. Ég man vel hvar ég var þegar þessar fréttir bárust og átti erfitt með að melta þetta lengi.
    2. Robbi Fowler seldur. Ég gat varla stunið upp orði í talsverðan tíma. Ég er enn bitur og sár eftir þennan atburð.
    3. Steven Gerrard ákveður að hætta að spila með Liverpool FC. Ég get varla tjáð mig um þetta. Eina sem ég get sagt við þennan meistara er TAKK. Ég var að horfa á viðtalið við hann og við félagarnar áttum erfitt með að halda aftur að tárum.

    Ég tárast nánast aldrei, en þessi þrjú atvik hafa breytt þeirri venju minni. Lífið heldur áfram. YNWA.

  62. Brendan Rogers er klárlega ekki vandamálið, þetta snýst allt um peninga, okkur vanntar fáa dýra leikmenn frekar en marga 15-20m punda leikmenn. við þufrum að vellta meiri pening í þessum klúbbi, við getum byrjað á því að stækka völlinn eða skipta um eigendur sem eiga fokking allt of mikið af peningum.

Liðið gegn Leicester

STEVEN GERRARD Á FÖRUM! – UPPFÆRT