Uppfært: Hér er hægt að sjá viðtal við Gerrard þar sem hann fer yfir þessa ákvörðun sína.
Við eigum eftir að gera þessari ákvörðun Gerrard betur skil á næstunni.
Uppfært: Nú í morgunsárið hefur þetta verið staðfest af Gerrard og klúbbnum. Hér tjáir Rodgers sig um fréttirnar og eigendurnir líka.
Gerrard segist ekki geta staðfest hvert hann fer (enda líklega ekki frágengið, nú skoðar hann tilboð eftir þessa ákvörðun) en hann segist munu velja stað þar sem hann þarf ekki að mæta Liverpool. Sem sagt, utan Englands.
Allir helstu miðlarnir eru með þessa frétt í loftinu í kvöld:
Steven Gerrard will announce tomorrow that he is leaving #LFC at the end of the season.
— James Pearce (@JamesPearceEcho) January 1, 2015
Þetta er í alvörunni að gerast. Við uppfærum þessa færslu á morgun þegar hann hefur tilkynnt þetta formlega og sagt okkur hvert hann er að fara.
Frekari orð eru óþörf að svo stöddu, held ég. Ég þarf að melta þetta í einhvern tíma.
Ekki byrjar 2015 neitt sérstaklega skemmtilega!
Þakka honum fyrir gott starf fyrir Liverpool. Það hlaut að koma að þessu á einhverjum tïmapunti.
Kemur bara nákvæmlega ekkert á óvart miðað við gang mála og hvað hefur verið sagt um þetta mál undanfarnar vikur.
sá einhvers staðar á twitter chelsea og man city nefnt sem liklegan áfangastað 🙁
Kæmi mér svo sem ekkert á óvart að þetta gæti hafa legið undir í einhvern tíma og haft þá einhver áhrif á framistöðu hans á vellinum. Held, með fullri virðingu fyrir honum því hann á hana sannarlega skilið, að þetta sé bara best fyrir hann og ekki síður fyrir klúbbinn. Held það sé alveg kominn tími á að byggja þetta lið okkar upp í kring um aðra leikmenn og þá sér maður helst Jordan Henderson þar fremstan í flokki. Vonandi verður það ekki bara hann einn 🙂
En, ef hann er að fara. Takk fyrir allt og sérstaklega Istanbul 2005. Boy’o’Boy hvað það var steikt kvöld. 🙂
Ameríka?
Já og gleðilegt nýtt ár!
Ef BR er að klúðra því að halda SG hjá klúbbnum vil ég losna við hann líka takk.
Þarf á nýrri áskorun að halda. Samkvæmt Twitter virðist Ameríka vera líklegasti áfangastðurinn. Tökum við hann ekki svo á láni svipað og með Lampard hjá City?
Það hlaut á einhverjum tímapunkti að koma að þessu. Gaurinn er og verður alltaf legend hjá LFC. 110% respect!
Bara plís, plís, ekki fara að spila með öðru liði í Englandi. Það væri áfall!
Verður fróðlegt að sjá hvernig BR hyggst bregðast við þessum tíðindum. Er nokkuð viss um að SG verður ekki mikið í byrjunarliðinu hjá okkur á þessu ári.
Skulum vera róleg.
Það er í mínum huga stærsta spurningin hvort að eigendur klúbbsins voru ekki til í lengri samning en eitt tímabil…og vonandi verður sú spurning borin fram ef af þessu verður…það var ósk Stevie allt frá því í vor…og ef að við því hefur ekki verið orðið þá er ég býsna svekktur.
Bara plís ekki til New York FC og svo lánaður til ManCity.
Fer han ekki bara til Man.Udt???
Nú verðum við að fá ALVÖRU mann í staðinn, Draxler t.d
Þetta er ansi nálægt staðfestingu.
Ætla að fá þetta frá honum og sjá hvert hann er að fara áður en maður meðtekur þetta alveg.
Úff. ég er nú soldið bit yfir þessu. Enginn er stærri en klúbburinn, en það er langt síðan einhver var jafn nálægt því og SG var.
Þetta er risa risa stór frétt. Í öllum breytingum felast samt tækifæri. Vonandi að bæði LFC og Gerrard grípi þau.
Takk fyrir allt Steven Gerrard. Takk
Þetta kemur ekkert rosalega á óvart, en enginn er eilífur.
Hann er ekki sá aðili sem mun spila með öðru ensku úrvalsdeildarliði trúi ég. Hann veit að hann er LFC legend og veit hvað þarf, til að halda því.
Ég vona bara að hann klári sísonið með stæl.
Ég er einhvernveginn innantómur. veit ekkert hvað ég á að segja.
Svakalega svekkjandi að besti leikmaður í sögu klúbbsins sé á förum. Vissulega illskárra að hann fari til USA heldur en annars liðs í EPL sem væri hrein katastrófa. EF BR hefur ekki skynjað mikilvægi þess að halda í hann og gert allt til að halda honum er hann ekki starfi sínu vaxinn og má fara.
Sorglegar fréttir. Hann er sá leikmaður sem hefur mestu gæðin í okkar liði, þrátt fyrir aldurinn.
Ég bið til Fowler og vona að hann púlli ekki Lampard á þetta. Hversu mikið ætli Mourinho sjái eftir að hafa sleppt honum núna?
Hversu óréttlátur er fótboltaheimurinn að þessi maður skuli hafa fleiri PL titla en gerrard eftir öll þessi ár..
Ég man þegar gulldrengurinn Michael Owen fór – það skildi eftir sig sama óbragðið í munni mínum og þegar McManaman fór. Mjög fúlt að sjá á eftir þeim, en það hvernig þeir fóru með klúbbinn, gerði það að verkum að enginn saknar þeirra í dag.
Ég man þegar Fowler var seldur. Það var sorgardagur í sögu Liverpool FC.
Ég man líka þegar Daglish hætti að þjálfa liðið á sínum tíma, saga sem óþarfi er að rifja upp svona í byrjun nýs árs. Það var ömurlegt í alla staði.
Ég man líka eftir því þegar mesti markaskorari í sögu Liverpool fór frá félaginu, Ian Rush. Óskemmtilegt sem það var.
Ég man ekki lengra aftur, en fyrir mér er óhugsandi að besti leikmaður í sögu Liverpool FC fari frá félaginu og spili með öðru liði. Mér er alveg sama þótt það sé í annarri heimsálfu, það skiptir ekki máli. Steven Gerrard er goðsögn goðsagnanna hjá Liverpool, og er þó af nógu að taka.
Hann á að klára sinn feril hjá Liverpool FC. Punktur.
Það er ekki eins og Liverpool FC eigi bara fullt af gæða leikmönnum á sínum snærum, og hann er ennþá hæfileikaríkasti, reynslumesti og já, besti, leikmaður LFC í dag.
Hressandi að byrja nýtt ár á svona hátt, eða hitt þó heldur. Spurning hvort að 2015 megi ekki bara strax fokka sér!
Ömurlegar fréttir. Bara hreint út sagt ömurlegt.
Homer
Úff…
Eina jákvæða er að nú fær maður lið í US&A til að halda með.
Úff þetta eru svakalegar fréttir ef rétt er, þetta hafa verið frábær 16 ár og oftvog mörgum sinnum hefur hann þurft að draga vagninn, og það er enn sorglegra að LFC hafi aldrei náð að skaffa nægilega sterkt lið með honum til að landa englandsmeistara titli.
Ef að hann er að fara núna, sjálfur HERRA Liverpool er það staðfesting á því hverskonar drullusokkar eiga klubbinn og hverskonar mannleysa Brendan er.
Það helst enginn hjá þessum klúbbi lengur.
Hugsa sér þetta.
Eflaust munu einhverjir sjá þetta sem g´ðar fréttir wn þeir um það.
Liverpool legend.
Maður hélt alltaf að engin kæmist með tærnar þar sem Daglish hafði hælana en vitiði Gerrard stendur nú bara við hliðinn á honum og tróna þeir á toppnum hjá mér sem mestu Liverpool legend allra tíma.
Það er ótrúlega sárt að heyra að hann sé að fara en samt kemur svo mikið þakklæti í huga og hrannast inn allskonar minningar.
Maður á einfaldleg að þakka honum fyrir allt sem hann hefur gert fyrir liðið og stuðninsmenn og þótt að maður hefði viljað sjá hann klára ferillinn í liverpool búning þá held ég að karakterinn sé einfaldlega þannig að hann vill ekki vera einhver varaskeifa á bekknum og vera 35-36 ára varamaður og spila leik og leik eða koma inná í restina.
Ég tel að Gerrard eigi samt eftir 2-3 góð ár en miða við twitter og commentakerfið þá eru ekki allir samála mér og vona ég að Gerrard hafi ekki ferið smá netrúnt og lesið twitter færslur hjá svokölluðum stuðningsmönnum liðsins áður en hann tók lokaákvörðun.
Úff, hnútur í maganum og óbragð í munninum og ekki vegna þess að ég er þunnur í þetta skiptið.
Ég vill ekki tjá mig um þetta fyrr en ég hef lesið yfirlýsingu frá Gerrard.
Steven Gerrard’s passing accuracy in the Premier League (86%) over the past 18 months has been better than at any other stage of his career. His 13 assists last season was also a career high, while his 13 goals was only bettered by his 16-goal haul in 2008-09.
Stórkostlegur leikmaður sem hefði getað spilað með hvaða liði sem er en kaus að berjast með Liverpool. Maður verður að fá frekari upplýsingar um málið áður en maður talar út um resgetið. Samningamál, framtíðarstefna, svekkelsið eftir fyrra, klúðrið í ár…það geta verið svo margar ástæður fyrir þessu.
Ég velti því upp hér á Kop.is fyrir 2-3 mánuðum hvort Rodgers/John Henry væru að reyna flýta fyrir að Steven Gerrard myndi enda leikferilinn hjá Liverpool. Ég taldi það merki um að Rodgers hefði pung til að stjórna þessum stórklúbbi og leiða inní nýja tíma og stend við það.
Ég hef alltaf dýrkað og dáð Gerrard en face it strákar og stelpur. Í dag er Gerrard bara skugginn af sjálfum sér, ástandið undanfarið er eins og ef afi manns væri kominn með Alzheimer. Eldmóðurinn bara farinn úr augunum og líkaminn sem áður leiftraði af hraða og krafti nú skelin ein.
Gerrard er bara að taka awesome Obi Wan Kenobi múv á þetta. Konungurinn lætur fella sig viljandi til að Liverpool fari á fullt að finna eftirmann sinn og nýja leiðtoga liðsins. Ef Obi Wan hefði verið áfram að flækjast fyrir hefði arftakinn alltaf verið pínu vængstýfður og bíða eftir leiðsögn frá meistara sínum. Þetta þurfti bara að gerast akkúrat svona. Var Luke Skywalker svo hágrenjandi alla myndina? Nei hann kyngdi ekkanum fljótt, þerraði tárin og hélt ótrauður útí bardagann.
Við Liverpool stuðningsmenn þurfum bara að fullorðnast hratt og sleppa allri tilfinningavellu lifandi í fortíðinni á gamallri frægð. Gerrard fannst mér alltaf með netta fullkomnunaráráttu og var hrikalega vinnusamur á æfingasvæðinu, stöðugt að reyna bæta sig sem leikmaður. Svoleiðis týpur vita best hvenær þeir eru ekki lengur að standa undir þeim miklu kröfum sem þeir setja á sjálfa sig. Gerrard hefur mögulega eftir hörmulega frammistöðu í dag fundið þetta á sér að hann væri ekki lengur að stjórna miðjunni, jafnvel úthvíldur gegn botnliðinu á Anfield og er maður að meiri að stíga niður með sæmd. Eins og Carragher segir þá er þetta bara rétt ákvörðun og nauðsynleg. Liverpool þarf að breyta hugsunarhætti sínum og toughen up. Það vantar klárlega fleiri alvöru leiðtoga og sigurvegara í liðið okkar. Sjá… http://www.telegraph.co.uk/sport/football/teams/liverpool/11249451/Jamie-Carragher-Liverpool-are-getting-bullied-lack-leaders-and-need-four-or-five-more-players.html
Hvað tekur nú við? Er Henderson sá eini sem tekur við keflinu? Persónulega held ég og vona ekki. Þurfum sterkan kjarna af alvöru stríðsmönnum og dreifa ábyrgðinni betur í stað þess að finna næsta Hr.Liverpool sem á að redda öllu þegar stefnir í óefni. Menn með drápseðlið og eldmóðinn sem Gerrard líklega taldi sig vera búinn að missa. Mér líst vel á að reyna plokka menn eins og Shaqiri, Isco o.fl. frá klúbbum sem eru vanir að vinna titla.
Það þarf nýja hryggjarsúlu í liðið. Alvöru markmann, alvöru miðvörð, alvöru miðjumann og alvöru Striker. Menn með reynslu og getu. Fullt af góðum leikmönnum í Liverpool í dag og framtíðin björt með fullt af góðum ungum leikmönnum en það þarf að finna þessa menn. Ég útiloka ekkert alvöru baráttu um Englandsmeistaratitilinn eftir 1-2 ár ef það gerist. Nær allt hitt er að mínu mati til staðar. Aldurskiptingin og potentialið í hópnum gott o.fl.
Þetta getur orðið mikil blessun í dulargervi ef Henry og co. halda rétt á spilunum.
May the force be with us…
Finnst menn full dramatískir. Hann verður 35 ára í sumar og þessi dagur átti alltaf eftir að renna upp.
Stórkostlegur leikmaður sem vann allar mögulegar medalíur nema Englandsmeistaratitilinn langþráða. Vona að hann njóti sín vel á nýjum slóðum. Það er einfaldlega nýtt tímabil að hefjast hjá Liverpool Football Club og ég er bjartsýnn á að blómaskeið sé í uppsiglingu.
Það að kóngurinn sé að kveðja markar engin endalok. YNWA!
Að besti maður liðsins sé að hætta að spila með því vor? Ótrúlega svekkjandi svo ekki sé meira sagt og algjörlega ótímabært.
Þegar ég er að byrja að halda með Liverpool er Gerrard að byrja að spila með klúbbnum. Þvílíkur leikmaður sem hann er. Hann er besti í sögu klúbbsins, alltaf hefur hann haldið tryggð og neitað að fara. Jafnvel þótt honum hafi boðist betri laun í betri liðum. Sjáið t.d. pappakassana sem hann hefur leikið með á miðjunni. Jay Spearing, Charlie Adam, Lucas Leiva, Igor Biscan, Diao og Aquilani svo einhverjir eru nefndir. Allir þessa leikmenn eiga það sameiginlega að vera ca 5 klössum frá Gerrard í getu og hæfileikum. Það er í raun ótrúlegt að hann hafi eytt öllum bestum árum síns ferils hjá Liverpool, spilandi við hliðina á svona gæjum.
Sá eini sem hefur komist nálagt honum í getu er Alonso og vá hvað þeir voru góðir saman. Við skulum mun þær stundir þegar við horfum til baka. Við skulum muna eftir Istanbul og bikarúrslitaleiknum. Þetta eru þær minningar sem ég mun eftir hjá Gerrard.
Hins vegar ætla ég að bíða með að tjá mig meira um FSG og Brendan Rodgers þanngað til ég sé þetta staðfest frá Gerrard. En það var greinilegt í dag, þegar Gerrard skoraði úr báðum vítum að það var eitthvað að. Hann fagnaði hvorugum mörkunum mikið og það er eins og eitthvað mikið hafi legið honum að hjarta.
Það er eins gott að þetta komi frá Gerrard sjálfum en er ekki ákvörðun FSG, því ég held að hún verði svakalega óvinsæl frá stuðingsmönnum ef þeir láta goðsögn félagsins fara burt í leiðindum.
Steven Gerrard!
Legend … Alltaf.
En sá tími kemur að svona þvílíkt legend þarf að hreyfa sig. Ég virði það við hann ef hann finnur að hann getur ekki lengur borið þetta félag á herðum sér því mjólkursýrurnar bíta sem aldrei fyrr.
Hann veit það nákvæmar en nokkur annar hver staða hans er.
Ég virði það við hann ef hann finnur að klúbburinn þurfi ferskari fætur. Hann hefur dregið andann inní klúbbnum dýpra en ég sem hef þó haldið með þessu frábæra félagi í 40 ár.
Steven Gerrard er legend og verður legend og hann fer aldrei til annars liðs á Englandi.
Ég sé þetta sem symbolíska athöfn þar sem Stevie afhendir kyndilinn áfram og aðrir taka við honum til æðstu metorða.
Þegar ég verð sjötugur eftir 20 ár þá mun êg hampa Stevie sem one of my live legend.
YNWA
Gerard, Reina, Caragher, Suarez og Agger hent frá borði og ekkert kemur í staðinn. Mér sýnist Brendan vera stefna í rétta átt með liðið.
Það er Souness fnykur af þessu.
Þetta er í fyrsta skifti sem ég skrifa hérna inn á kop.is og vil ég því nota tækifærið og óska þeim sem halda utanum síðuna til hamingju með flott síðu.
En að stóra málinu Steven Gerrard er hugsanlega að fara frá Liverpool það ætti ekki að koma neinum á óvart maðurinn er orðin 35 ára gamall og hefur ekki verið nema svipur hjá sjón í allt haust og vetur, allt hefur sinn tíma og líklega er hans tími kominn.
Mér langar til að spyrja ykkur sem viljið reka stjórann ef hann hefur Gerrard ekki áfram, hvað hlutverk sjáið þið fyrir ykkur að Gerrard hafi hjá Liverpool, varla viljið þið að hann sitji á bekknum og það er hæpið að hann bæti liðið eins og hann hefur verið að spila hvað á þá að gera við manninn ef hann er ekki tilbúinn að hætta sjálfur.
Fyrir mér er Gerrard einn af betri leikmönnum sem spilað hafa fyrir Liverpool ef ekki sá besti en hann er það ekki lengur því miður og því tel ég rétt að leifa manninum að gera það sem hann telur best fyrir sig og sína fjölskildu.
Þannig að ég segi bara takk fyrir frábær ár vinur og megir þú hafa það sem best hvort þú verðir áfram hjá okkur eða ekki.
Ég fann kökkinn í hálsinum þegar Fowler fór, og nú segi ég eins og Megas í LóuLóu: ég fæ ekki í aðeins hálsinn kökk, heldur kekki…. ef þú bara ekki…. Þvílíkur leikmaður. Gerrard verdur ekki toppaður. Ekki séns. Ég sé svarthol….
Ég ætla nú að fá að vitna í leikskýrsluna síðan í gær: “Okei, ég skil það að Steven Gerrard er Steven Gerrard, en að gera svo stóra breytingu á liðinu frá Swansea leiknum (okkar næstbesta leik á tímabilinu) bara til að koma honum inn á kostnað Jordan Henderson er einfaldlega fokking fáránlegt. Gerrard var fullkomlega ömurlegur í þessum leik fyrir utan það þegar hann fór á punktinn. Rodgers á það klúður algjörlega. Ef að Rodgers þorir ekki að hafa Gerrard á bekknum þegar að það gengur frábærlega án hans, þá er betra að annarhvor þeirra fari frá Liverpool.”
Slökum aðeins á yfirlýsingum varðandi eigendurna og Rogers, a.m.k. þangað til að Gerrard hefur sagt sitt.
Gerrard hefur eflaust ekki farið varhluta af umræðunni hjá aðdáendum Liverpool og pistlahöfundum pressunar um hvernig hann gæti verið orðinn dragbítur á liðinu.
Það er fullkomlega eðlilegt að hann hugsi sinn gang og þá jafnvel til hreyfings.
Persónulega hefði ég viljað sjá Gerrard vera áfram hjá Liverpool með “skynsamlegri” þátttöku, ekki ósvipaðri þeirri sem Giggs fékk hjá Utd.
En bíðum í það minnsta eftir því hvað Gerrard segir áður en við skítum út eigendurna og Brendan Rogers.
Kemur lítið á óvart. Vonbrigðin hjá Gerrard hljóta að vera gríðarleg að ná ekki að klára titilinn á síðasta tímabili. Það var dramur hans alla tíð, að verða enskur meistari með Liverpool. Sorglegt að þetta skuli enda svona.
Ég hef áhyggjur af karakterleysi og öðru á næsta tímabili, og að leikmenn, nýlegir og þeir sem koma, hafi engan uppaldan leikmann til að horfa upp til. En við sjáum hvað verður.
Nýr leiðtogi óskast á Anfield, og leitin hefst núna.
Færslan hefur verið uppfærð með staðfestingu á þessum stóru tíðindum.
Þið sem eruð að nota þetta til að drulla yfir Rodgers, eigendurna eða aðra – hvað er að ykkur? Gerrard er að fara. Ekkert annað skiptir máli í dag. EF það kemur í ljós síðar að hann hafi farið út af því að einhver hafi klúðrað einhverju, þá skulum við ræða það á þeim degi, en í dag var brottför Steven Gerrard frá Liverpool staðfest. Sleppið pólitíkinni.
Miðað við hvernig gekk að kaupa í staðinn fyrir Suarez, og að Lovren var keyptur sem leiðtogi í vörnina, og nú vantar að kaupa í staðinn fyrir leiðtoga félagsins, og miðjunnar, þá hef ég áhyggjur af BR næsta sumar…
Halldór Laxness sagði í Brekkukotsannál (minnir mig) að það væri aðeins eitt sem væri betra fyrir fyrir ungan mann en að missa föður sinn og það væri að missa móður sína! Eins og ég skil Nóbelskáldið þá herðir mótlæti unga menn (og konur) og verður að endingu þeim til framdráttar.
Persónulega er ég dauðfeginn að Gerrard tók þessa ákvörðun. Karlinn er enn ágætis leikmaður en ekkert meira en það. Hann er hinsvegar risastjarna sem allt hverfist um og það er hættuleg blanda; þ.e. leikmaður á niðurleið sem samt með risavöld og -áhrif í félaginu og ekki síst innan leikmanna og þjálfarateymisins. Þetta er eins og gamli graddinn í stóðhestahópnum sem er farinn að dala verulega en hleypir samt ekki þeim yngri á merarnar.
Ekki misskilja mig. Ég mun sakna Gerrards og framlag hans til Liverpool er stórkostlegt. Hann verður alltaf efst á stallinum í mínum huga. En allt hefur sinn vitjunartíma og tíminn eftir stóru mistökin í leiknum gegn Chelsea hefur verið Gerrard erfiður og það sést. Gerrard er ekki aðeins frábær leikmaður heldur hefur honum einnig oft verið hrósað fyrir greind og vitsmuni. Ég held því að hann viti nákvæmlega hvað hann er að gera og meti dæmið þannig að þetta sé besta niðurstaðan fyrir alla.
Brotthvarf kappans er því ekkert til að syrgja. Hann fer til NY og fær vel inn á bankabókina sína í nokkur ár en kemur að því loknu til LFC og tekur við nýju hlutverki. Hann tímasetur auk þess þennan atburð vel. Það er ekki svo að ekki sé leikmaður tilbúinn í hlutverkið. Jordan Henderson verður væntanlega fyrirliði og tekur við stöðu Gerrards. Ég spái því að sá strákur haldi enn áfram að vaxa í starfi.
Um þetta má því segja eins og Frakkar sögðu fyrstir: The King is dead, long live The King!
Þetta verður vissulega blóðtaka fyrir klúbbinn og deildina, þó að Stevie G sé á leið niður brekkuna þá er hann frábær knattspyrnumaður og fyrirmynd.
Þvílíkur karakter, þvílíkur fyrirliði, herra Liverpool Football Club!
Gerrard tekur við sem knattspyrnustjóri LFC næsta sumar og Carra verður aðstoðarmaður hans.
Sorgar dagur. Blendnar tilfinningar. Legend.
Lying in my bed I hear the clock tick,
And think of you
Caught up in circles
Confusion is nothing new
Flashback, warm nights
Almost left behind
Suitcases of memories,
Time after
http://m.youtube.com/watch?v=VdQY7BusJNU
Gerrard talaði mjög vel um Rodgers og Rodgers um Gerrard í þessum yfirlísingum.
Ég held að samstarf þeira hafi verið mjög gott.
Þá er þetta allt að verða klárt og öllum ljóst að ákvörðunin er Stevies sjálfs og tekin til að prófa annað ævintýri á nýjum stað með fjölskylduna sína…eins og ég les þetta hefði enginn getað gert meira til að halda honum, trúi yfirlýsingu hans fullkomlega þar sem hann þakkar stjóranum og eigendunum sérstaklega.
Nú vona ég bara að hann fari til LA Galaxy, svei mér þá gæti maður þá bara hugsað sér að kíkja á einhverja MLS leiki…hinir möguleikarnir væru Qatar og Ástralía, nokkuð sem mér finnst ekki hæfa eins. Yfirlýsingin hans virðist benda til þess að hann ætli ekki til liðs sem myndi mögulega mæta Liverpool í nokkurri keppni.
En brotthvarf Steven Gerrard frá Liverpool eru verstu fréttir sem hafa komið frá félaginu frá því að annað legend, Dalglish, stóð upp frá borði. Það stöðvar vissulega enginn tímans hjól eða nokkuð annað en hann hefur haft GRÍÐARLEG áhrif á félagið okkar, innan vallar vissulega sem utan. Rispaða platan ég bendi ykkur á það þegar honum tókst, einum manna, að forða því að Luis Suarez léki nú í Arsenaltreyjunni.
Ég er líka glaður að sjá það að Rodgers segir upphátt það sem þarf, það mun ekki finnast arftaki manns sem er einstakur í sögu félagsins. Það þarf bara að fara aðrar leiðir, “nýr Gerrard” mun ekki finnast frekar en “nýr Maradona”, “nýr Cantona” eða “nýr Zidane”. Á sínum bestu árum var Gerrard fullkominn miðjumaður sem gat allt sem þurfti að geta. Hlutverki hans verður nú væntanlega dreift milli nokkurra leikmanna.
Á tveimur árum missum við Luis Suarez og Steven Gerrard…bætum við Carra og Agger og þá líður mér illa hreinlega.
Með allri virðingu fyrir mörgum ungum mönnum í klúbbnum þá er líka að tapast hjarta sem hefur lengi slegið innan klúbbsins og sást helst í Carra, Stevie og Fowler. Scouser-hjartað sem tengdi klúbbinn enn meir við rótina og almenning í borginni. Kannski Flanno stígi inn í hringinn (þó ég sé ekki vongóður) og svo verður mann að dreyma um að Jordan Rossiter haldi áfram að þróa sinn feril í rétta átt, þar fer mikið heimaalið efni. Þeir sem hafa verið á Park fyrir leik þekkja vinsælustu söngvana, með brotthvarfi Stevie þá eru nú ekki margir “hittarar” þar á bæ sem fjalla um leikmenn sem eru actually leikmenn sem hlaupa um á vellinum í rauðri treyju á leikdag.
Rosalegar fréttir bara alveg hreint og mun taka langan tíma að melta….væntanlega förum við eitthvað í gegnum feril þessa stráks áður en yfir lýkur og vonandi mun þetta kæla niðurrifsörgin í átt þessa leiðtoga okkar. Nóg munum við sakna hans þó ekki sé verið að öskra á eftir honum út úr dyrunum.
Mesti Liverpoolmaður sögunnar er að labba út úr byggingunni, ég ætla að njóta síðustu dropanna…
Steven Gerrard is our Captain,
Steven Gerrard is a Red,
Steven Gerrard plays for Liverpool,
A Scouser born & bred.
Þessi maður er allt það sem Liverpool stendur fyrir í raun og veru, hann er andlit klúbbsins og ég get varla hugsað Liverpool án hans, Fyrst Jamie Crragher og nú Steven Gerrard, það er ekki von að það virki andleysi, stemningsleysi og baráttugleði innan klúbbsins, það verður ekkert farið í Hagkaup og fyllt upp í þetta skarð, því get ég lofað.
Stevie G reddaði náttúrulega comebackinu í Istanbul og svona 320 öðrum leikjum fyrir Liverpool ef ég man rétt. Maður hélt úr þessu að Gerrard myndi sigla hægt og rólega í retirement hjá félaginu en það er ekki alveg stíllinn hjá Brendan að hafa neina lognmollu hjá félaginu.
Ef marka mátti fréttaflutning fyrr á tímabilinu þá kom ekki annað til greina en að bjóða honum samning en Gerrard hefur greinilega kosið að vera ekki í einhverju aukahlutverki hjá félaginu. Það eru teknar stórar ákvarðanir hjá félaginu eftir að Brendan tók við (miklu stærri heldur en ég man eftir sem stuðningsmaður) og ég held að þetta sé skref í rétta átt ef horft er til framtíðar.
Það er allavega jákvætt að allir tala um þetta af virðingu og sátt og nú er bara að klára þetta tímabil af krafti.
Gerrard YNWA
Fljótt á litið óttast ég framtíðina ekkert hjá LFC án Gerrard. Hann er ekki sami leikmaður í dag og goðsögnin Steven Gerrard var sem við eigum svo sannarlega eftir að sakna svo mikið. Auðvitað hefði ég mikið frekar vilja halda Gerrard og sjá hann spila svipað hlutverk og Lampard, Scholes og Giggs hafa verið að fá hjá Chelsea og United. Hann er sjálfur sinn harðasti gagnrýnandi og hefur margítrekað að hann hætti þegar hann getur ekki spilað lengur, þ.e. hann hefur alltaf sagt að hann ætli ekki að spila “of lengi” og líklega er það málið hjá honum í dag. Persónulega finnst mér ekkert gaman að sjá Gerrard spila í mörgum leikjum á þessu tímabili í hlutverki sem hvorki hentar honum né félaginu, þá er betra að hann segi þetta gott og maður haldi minningunum af leikmanninum sem gerði hann að goðsögn.
Gerrard er langbesti leikmaður sem spilað hefur fyrir Liverpool þann tíma sem ég hef fylgst með boltanum af einhverju viti og ég sé engan toppa hann í mínum huga, sérstaklega ekki þar sem Liverpool virðist núna alltaf missa leikmenn sem eru Steven Gerrard góðir. Eins hefur það ekki skemmt fyrir að hann er uppalinn leikmaður þó fyrir mér sé sá factor aðeins ofmetinn. Ekki misskilja, auðvitað er alltaf frábært að hafa uppalda leikmenn í hvaða liði sem er og frábært ef þeir eru jafn góðir og Gerrard, hann hélt tryggð við Liverpool fram til þessa meðan þeir sem ekki eru uppaldir gerðu það ekki, sama á við um Carragher og slíkt er ómetanlegt meðan þessir leikmenn eru á hátindi ferilsins.
Aðalatriðið er samt að vinna og stuðningsmönnum Liverpool fannst það ekkert verra þegar leikmenn eins og Rush, Dalglish, Keegan, Souness o.s.frv. voru aðalhetjurnar og drógu vagninn. Enginn af þeim uppalinn. Frá því Liverpool vann deildina síðast hefur félagið aldrei verið eins nálægt því að vinna hana aftur og árið eftir að Carragher hætti. Árið eftir að Michael Owen fór vann Liverpool Meistaradeildina. Ég dýrka Steven Gerrard og hef notið hverrar mínútu með hann sem okkar besta mann og leiðtoga, en ég held með Liverpool.
Eins og ég hef áður sagt þá er aðalatriði fyrir mér að Steven Gerrard mæti ekki á Anfield sem leikmaður hjá öðru ensku liði sem Liverpool er að keppa við og því er ég mjög fegin (og ekki hissa) að sjá hann taka það skýrt fram að það geti hann sjálfur ekki hugsað sér. Meðan svo er fellur ekki minnsti blettur á goðsögn Steven Gerrard hjá Liverpool. Hann vill prufa að búa annarsstaðar meðan það er smá eftir á tanknum og sá á það skilið. Sætti mig svo mikið betur við hans ákvörðun núna heldur en fyrir 10 árum þegar við héldum að hann væri að fara í Olíufélagið í London.
Það er samt erfitt að meta þetta strax, væri til í að svara eftir svona tvö ár hvort þetta hafi verið góð tímasetning hjá Gerrard.
Flott hjá Gerrard að gera þetta, held að þetta sé best fyrir alla aðila.
Við vissum að það kæmi að þessu hjá honum, hann hefur ekki náð sér á strik eftir HM. Nú er bara að finna góðan mann í staðinn fyrir hann á miðjuna. Gerrard var ótrúlega góður leikmaður og ég á eftir að sakna hans mikið, vona að hann kom aftur inn í þjálfarateymið hjá okkur þegar ferlinum líkur 🙂
hjartanlega sammála hverju orði hjá Babu mjög vel orðað
Frábært #28 – mjög skemmtileg og viðeigandi líking !
:O)
Blendnar tilfinningar en við þurfum nýjar hetjur og ný Legend !
Hefði viljað sjá Stíví G í a.m.k eitt tímabil í viðbót og þá í svipuðu hlutverki og Lampart, þ.e. að koma inn á á 60+ þegar á þyrfti að halda. Kapteinninn er þannig caliber að hann getur breytt leikjum.
Ég treysti þó FSG til að halda áfram að styrkja LFC þó að liðið virðist taka hálft skref áfram en tvö afturbak þetta tímabilið þá er samt fari að glitta í skemmtilega takta aftur eins og við sáum á síðasta tímabili.
YNWA
Þessi yfirlýsing frá Gerrard sýnir ágætlega að sumum dramadrottningum hérna á Kop.is væri hollara að slaka aðeins á áður en þeir dregðu ályktanir út frá slúðri um að Rodgers og FSG séu að klúðra öllu.
Gerrard er 34 ára gamall, hann veit að hann er goðsögn hjá þessu liði sama hvað gerist núna. Og mér finnst einfaldlega langlíklegast að honum og hans fjölskyldu langi að prófa að búa í öðru landi, þar sem að fótboltinn er léttari, veðrið betra og glamúrinn meiri. Ég skil hann fullkomlega að hann vilji gera þær breytingar. Líf hans fjölskyldu snýst ekki bara um hann sjálfan.
Hann nefnir það líka í yfirlýsingunni að hann telji þetta best fyrir alla – klúbbinn og hann – hann veit eflaust hversu mikil hans áhrif eru og það er erfitt þegar að aðrir leikmenn í liðinu þora ekki að taka af skarið og bíða eftir að hann geri það, en hann getur það ekki lengur eins vel og áður.
Ég held að við gætum séð netta Ewing Theory hérna og þetta orðið til góðs fyrir Liverpool tillengri tíma litið. Ég vona bara að Rodgers hafi vit á að nota Gerrard hóflega og skynsamlega út tímabilið. Og ég vona innilega að okkur takist að klára árið á sómasamlegan hátt. Ef það var ekki ástæða til að taka á því í Europa League, þá er hún svo sannarlega komin núna. Hversu gaman væri að sjá Gerrard enda sinn feril með að lyfta bikar?
Allt þetta breytir því aldrei að Gerrard er stórkostlegur leikmaður, sem hefur átt ótrúlegan feril hjá Liverpool. Hann sýndi félaginu tryggð jafnvel í gegngum ótrúlegasta vesen og það að hann spili sín síðustu ár í öðru löndu mun á engan hátt gera hans stöðu sem goðsögn hjá þessu liði minni.
Takk Steven Gerrard!
Sælir Meistara
Ef eitthvertíman hefur verið tími fyrir Kop ferð er það á lokaleik Gerrald á Anfield 🙂
Er sú hugmynd kominn alvitlaus ?
Sælir félagar
Hér hefur flest verið sagt sem segja þarf um þennan atburð. Fowler, Carra og nú Gerrard. Í mínum huga er þetta sorglegt en samt ásættanlegt eins og málum er komið. Því segi ég bara TAKK GERRARD, TAKK.
Það er nú þannig.
YNWA
Heyrst hefur að Fylkismenn séu að styrkja sig fyrir sumarið, viðræður við Gerrard munu hefjast eftir helgi………., þar sem ekki er sett stefnan á evrópusæti, þá mun Fylkir ekki mæta Liverpool… 🙂
Mjög leiðinlegt að það sé komið að þessu en enginn er eilífur, ekki einu sinni Captain Fantastic!
Núna er bara að njóta síðustu leikjanna með honum í Liverpool-treyjunni okkar.
Nú þurfum við að henda svona 30-40 mills í Ross Barkley í sumar
Hrikalega eru þetta samt góðar fréttir fyrir alla sem hafa gagnrýnt Gerrard í síðustu leikjum. Þeim hlýtur að líða vel núna að losna við hann. Annað eins niðurrif hefur einn maður ekki þolað eins og Gerrard hefur mátt þola á þessari síðu. Þó maður viti að fótboltamenn lesi fæstir twitter og lesi fæstir blöðin þá má fólk alveg slaka á að drulla yfir Gerrard þar. Þetta er LEGEND hann verður alltaf Legend og er okkar besti leikmaður í sögu félagins.
Eftir að hafa lesið yfirlýsingu frá eigendum finnst mér hún ekkert svakalega góð, finnst yfirlýsing Gerrard og Rodgers mun betri.
GERRARD ÞÍN VERÐUR SÁRT SAKNAÐ.
“Hrikalega eru þetta samt góðar fréttir fyrir alla sem hafa gagnrýnt Gerrard í síðustu leikjum. Þeim hlýtur að líða vel núna að losna við hann.”
Er ekki í lagi hjá þér?
Má sem sagt ekki gagnrýna Steven Gerrard?
Ég stórefast um að nokkur Púllari fagni brottför fyrirliðans, kannski stuðningsmenn annara liða.
úff er að fela mig inná kaffistofu nánast með tár í augum yfir þessum fréttum.
Alveg ömurlegt í alla staði.
YNWA Stevie
Jæja goðsögn kveður og ég er ekki frá því að maður hafa fundið tómarúmið inn í sér þótt að ég muni sjá þennan kappa í Lfc fram á vor.
Hvað og ef og hversvegna núna? Lélegur samningur, eigendur, Rodgers? Margir að velta þessu fyrir sér.
Ég held að Gerrard hafi vitað það sjálfur að eftir að hafa misst af titlinum síðasta ár að hann færi fljótlega. Einhver samningur hefur legið á borðinu, góður, slæmur, ómögulegt að segja en Stevie G sá að sitt helsta takmark myndi ekki nást þetta tímabil og líklega þá aldrei.
Ég hefði viljað sjá hann áfram þá sem spilandi stjóri í eitt ár eins og Daglish gerði á sínum tíma.
Gerrard verður annars 35 ára í maí og það var alveg ljóst að Liverpool hefði þurft að draga úr hans þátttöku og byggja spilið upp á öðrum lykilmönnum. Hann fær flottan díl í Bandaríkjunum og fær tækifæri til að útvíkka sjóndeildarhring sinn og fjölskyldu sinnar í 2-3 ár fyrir fínan pening. Mjög skiljanlegt.
Ég segi takk fyrir allt Gerrard. Þetta hefur verið frábær ferð með þér. Þið munið eftir kveðjurnar sem Sami Hypiia fékk á Anfield þegar hann hætti. Hvernig verður þar þegar Stevie G kveður. Já sæll!!!
Eitt í lokin. Stevie G mun snúa aftur til Liverpool bara í öðru hlutverki 🙂
Allt klappað og klárt. Mjög vel staðið að þessum málum bæði af hálfu klúbbsins og SG. Hef engu við að bæta við frábærum commentum síðuhaldara og margra annarra hér. SG er og verður alltaf legend hjá LFC. Ég meina hversu margir leikmenn í hans gæðaflokki hafa spilað hjá sama klúbbnum alla sína tíð, eða frá 8 ára aldri?! Er jafnframt sannfærður um að SG muni koma aftur til LFC eftir c.a. 3 – 5 ár og gegna þá mikilvægu hlutverki innan klúbbsins.
Ég bíð spenntur eftir næstu umræðu hér sem gæti t.d. borið titilinn: “LFC eftir SG”. Erum við að sjá stórt nafn koma til félagsins í janúar-glugganum? Hvernig verða síðustu 5 mánuðir SG hjá Liverpool, þ.e. hvert verður hlutverk hans í liðinu? Er ekkert allt of viss um að BR verði eitthvað rosalega sentimental gagnvart SG þessa síðustu mánuði hans þegar kemur að byrjunarliðinu. Hann þarf klárlega að venja liðið við að vera án SG.
Þetta tímabil er nánast búið að vera martröð so far, en samt erum við “bara” 7 stigum frá 4. sætinu. Ég er a.m.k. ekki enn búin að gefa upp vonina um að það náist. En hlutirnir þurfa að fara að batna strax. Eigum mjög erfitt prógramm framundan, þrjá útileiki, einn í FA og tvo í deildinni.
Þetta dró fram tár á hvarma hjá mér…. 🙂
“My final message is for the people who make Liverpool Football Club the greatest in the world – the supporters.
“It has been a privilege to represent you, as a player and as captain. I have cherished every second of it and it is my sincere wish to finish this season and my Liverpool career on a high.”
Steven Gerrard er bara miklu meira en einhvert legend hjá manns heittelskaða liði… hann er einn af fjölskyldunni!! 🙂 Á stundu sem þessari þá renna minningarnar í gegnum mann. Ég sé Gerrard hlaupandi um og baða út höndum eftir stórkostlegt skallamark sem var upphafið að einum magnaðasta hálfleik í fótbolta sem hefur sést… Ever!! 🙂 🙂 🙂
Mikið get ég unað Gerrard og fjölskyldu hans að prófa nýja hluti og nýjar slóðir. Gerrard á eftir að spila stóra rullu í framtíðinni með einum eða öðrum hætti hjá Liverpool fc. Svo er hann heldur ekkert alveg farinn…. 🙂 Það er eftir hálft season… Allt getur gerst. Ég held að þessi ákvörðun komi á góðum tíma og muni efla Gerrard sem leikmann og hjálpa klúbbinum í uppbyggingunni sem er ætíð og alltaf framundan!!
You Will Never Walk Alone…. Steven Gerrard.
Gerrard er ekki yfir gagnrýni hafinn en að mínu mati er hann mesta goðsögn sem liðið hefur átt. Maður með alla þessa hæfileika hefði auðveldlega geta spilað fyrir bestu liðin og unnið glás af titlun, en Gerrard hefur alltaf verið til staðar fyrir klúbbinn þrátt fyrir að klúbburinn hafi verið sokkinn í rugl og lofað hinu og þessu.
Ég tel þetta vera rétt ákvörðun hjá honum, það er kominn tími til að aðrir stígi upp.
Maður á sjálfsagt eftir að fara í gegnum nokkur stig í þessu sorgarferli og áskil ég mér rétt til allskyns tilfinningasveiflna meðan maður jafnar sig á því áfalli sem mér finnst þetta vera. Þó þakklæti til Steven Gerrard sé mér mjög ofarlega í huga í huga skal ég viðurkenna að fyrstu viðbrögð mín eru lituð af svekkelsi útí forráðamenn klúbbsins sem ég er ekki sannfærður um að hafi gert nóg til að halda lengur í Gerrard. Nú má vel vera að það sé ekki rétt, Gerrard hafi bara verið ákveðinn í að prófa nýja hluti og útilokað hafi verið að telja honum hughvarf. Svo segja aðrir að þetta sé jafnvel jákvætt fyrir LFC og þó ég sjái það hreint ekki þannig nú má líka vel vera að það reynist rétt. Þó að augljóst sé að þessi tímapunktur kæmi fyrr eða síðar þá tel ég að það hefði verið gríðarlega verðmætt að halda honum 1-2 ár í viðbót í þessum mikla breytinga fasa sem klúbburinn er að fara í gegnum. Bæði held ég að hann sé mikilvægur sem leiðtogi og mentor fyrir alla þessa ungu leikmenn en jafnframt sé aðdráttarafl hans mikilvægt þegar kemur að því að laða leikmenn til liðsins sem gæti orðið enn erfiðara nú.
En ég er allavega sár og svekktur í bili og þó yfirlýsingarnar séu orðaðar eins og þær eru óttast ég að forráðamenn LFC hafi ekki metið mikilvægi hans með sama hætti og ég og því ekki verið tilbúnir að bjóða það sem þurfti. Ég endurtek að hugsanlega hef ég rangt fyrir mér í því.
Hvað sem því líður þá er ljóst að eigi skal gráta Björn bónda heldur safna liði og reyna að klára þetta síðasta tímabil Gerrard með sæmd.
#28 neglir þetta spot on.
Takk fyrir allt S. Gerrard.
Þá verðum við bara að fara að vinna í því að finna nýjan Steven Gerrard.
My hero. My mate! Xabi Alonso svo algjörlega með þetta.
Svo verð ég bara að segja, frá dýpstu hjarta rótum, við ykkur sem haldið því fram að Gerrard sé búinn sem leikmaður og hafi jafnvel verið dragbýtur á liðið – kjaftæði.
Sorrý – en maður sem átti frábært tímabil í fyrra og er búinn að vera jafnbesti maður liðsins í vetur á annað skilið.
Áfram Liverpool!
Er ekki að skilja afhverju það er eitthvað skelfilegt við það að hann er að fara. Hann er 34 ára gamall og það lá alltaf fyrir að Liverpool ætlaði að byggja upp lið til framtíðar. Gegn Swansea spilaði hann ekki mínútu en samt burtstaði Liverpool leikinn- Svo ég er ekki alveg að sjá þetta rosalega mikilvægi í honum eins og allir eru tala um. Auðvitað er hann með rosaleg gæði en hann er líka orðinn hægur og klárlega kominn af léttasta skeiði.
Er þetta ekki bara eðlileg þróun mála ? Eins og ég sé þetta þá er nóg af gæðum í þessum hópi og það mun skapast tækifæri fyrir aðra leikmenn til að sanna sig.
Er ekki bara langlíklegast að þessi gagnrýni sem kapteinninn hefur þurft að þola undanfarið 1 ár sé ástæðan fyrir þessu. Það er ekki eðlilegt að Gerrard borinn og barnfæddur púlari búinn að standa af sér brimsjó með liðinu í 15 ár ákveði skyndilega að skella sér í MSL???
Í upphafi leiktíðar þá hættir hann með landsliðinu til að geta einbeitt sér að Liverpool og núna 4 mánuðum síðar þá ætlar hann að hætta með félaginu.
Það hefur eitthvað breyst á síðustu mánuðum. Ég bý í Englandi og krappið sem Gerrard hefur þurft að þola á þessu ári er ótrúlegt. Hann er gerður að blóraböggli að Liverpool missir af titlinum, að England getur ekki blautan á HM og verstu byrjun Liverpool í 50 ár.
Hann hefur þurft að þola í nokkra mánuði núna frá stuðningsmönnum annarra og jafnvel Liverpoolmanna stöðuga gagnrýni um að hann sé over the hill og bla bla bla.
Ef ég væri hann þá hefði ég örugglega gert það sama líka.
Sæl öll.
Mig langar að segja gleðilegt nýtt ár , en þessa stundina sé ég bara ekki neitt gleðilegt við þetta nýja ár.
Gerrard er og verður alltaf Liverpool legend en ég skil hann svo vel, hann finnur sjálfur að hann er farin að eldast og ég tel það alveg víst að hann hafi sjálfur viljað fara og hætta á toppnum. Hann á heilmikið eftir en hann gerir sér alveg grein fyrir því að hann er 34 ára og hættan á slæmum meiðslum er meiri og svo held ég að hann sjái alveg að stundum gengur liðinu okkar betur án hans. Nú fer hann í burtu á toppnum allir stuðningsmennirnir elska hann og virða og dá , hann fer og nær sér í dýrmæta reynslu sem og þekkingu sem kemur til með að nýtast honum þegar hann kemur aftur sem þjálfari…einu sinni Poolari alltaf Poolari.
Okkar hlutverk að láta hann vita að hann gengur ekki einn þess ferð og að hann hafi alla Poolara heimsins á bak við sig. YNWA
Ég fékk tár í augun og kökk í hálsinn þegar ég las skilaboðin hans en ég skil hann.
Nú verðum við að styðja við okkar lið og hætta allri þessari endalausu neikvæðni við erum með ungt lið og misstum mikið en okkar tími mun koma og við höfum séð glitta í gamla sókndjarfa liðið og það mun láta sjá sig oftar og oftar og við eigum eftir að gleðjast með þeim alveg fram til vors…líklega eigum við líka eftir að gráta en það gerir sigurgleðina bara sætari.
Auðvita má gagnrýna liðið,leikmennog leik liðsins en getum við sófasitjandi áhugamenn dæmt þegar við vitum ekki nema lítið brot af því sem gerist. Við fylgjumst ekki með æfingum við vitum ekki hvert ástand leikmanna er eða hvað er í gangi hjá þeim, við sjáum bara liðið sem Brendan stillir upp og verðum að treysta því að hann láti hag liðsins ganga fyrir og velji alltaf besta kostinn hverju sinni.
Ég alla vega treysti þeim hverjum einum og einasta og stend með öllum þeim sem klæðast rauða búningum og á meðan þeir gera það þá ver ég þá eins og börni mín ef þeim verður eitthvað á þá tala ég um það við vini mína ég set það ekki á netið. Amma mín sagði alltaf að maður ætti að hafa óhreina þvottinn sinn inni og bara sýna þann hreina það geri ég líka. við hjónin ræðum mikið um fótbolta okkar á milli og veltum einstökum leikmönnum og aðferðum fyrir okkur en ef við tölum við einhverja aðra þá eru allir frábærir en þurfa bara tíma til að slípast saman.
Svei mér þá ef mér létti ekki pinlítið við að setja þetta hér, dagurinn í dag er sorgardagur fyrir okkur öll en engin dó og nú er bara að halda áfram að vera jákvæður og að Gerrard getir kvatt okkur í vor í meistaradeildarsæti.
Þangað til næst
YNWA
Ég hef verið gagnrýnin á Gerrard og hans frammistöðu. Hann er bara það stór partur af manns lífi að maður vill að honum gangi vel og því getur pirringurinn eftir slæmar framistöður hleypt orðum mínum upp í vitleysur, sem maður sér yfirleitt eftir.
Ég er samt í tilfinninga rússíbana eins og stendur. Í dag, hugsaði ég “loksins”, að það væri kominn tími á þetta, að það þyrfti að snúa þessu upp, leyfa ungum og villtum strákum að spila sig í stóra hlutverkið sem Gerrard er. Að það væri kominn tími á nýja stefnu.
Núna er ég með kökkin í hálsinum eftir þessa löngu youtube-reisu og ég vill helst liggja í fanginu á honum og gráta.
Við verðum samt að horfa á þetta sem gott tækifæri. Það er þannig séð frábært að yfirlýsingin hafi komið á miðju tímabili. Gerrard er ekki að fara að hangsa neitt núna, bíða eftir að komast í sólina og dramantíkina í USA. Hann á líklega sitt erfiðasta verkefni eftir, og það er að stækka punginn á Henderson, Sterling og fleirrum ungum. Færa sína kunnáttu og vitmennsku á þá sem hann trúir að verði í Liverpool um komandi ár. Hann ætlar ekki að skilja eftir klúbbinn með engan leader, það er alveg á hreinu. Ég hef það á tilfinningunni að frá og með deginum í dag að fyrsta leik næsta tímabils verða einhverjar breytingar gerðar á Henderson.
Annars get ég ekki þakkað Gerrard nógu mikið fyrir hans framlag til Liverpool. Þú ert og verður alltaf minn favorite, alveg sama hvar þú ert.
Ég ætla að njóta þess að horfa á hann spila síðustu leikina sína hvernig sem það verður.
YNWA
Er ekki hægt að fá magnafslátt í áfallahjálp einhversstaðar?
Annars er þýðingarlaust að ætla að finna “næsta Gerrard”, það verður enginn slíkur. Arftakar hans verða að skapa sér sína eigin framtíð. Vonandi eignumst við nóg af þeim.
STEVEN GERRARD lést í dag
á óræðum aldri.
Þeir deyja ungir
sem guðirnir elska.
Að poppa tekur 3 mínútur.
Það verður geiðveikt er ég fer í mars á Liverpool vs scumm united að fá Steve G live í síðasta sinn.
Takk Steve G fyrir hollustu þína til þessa félags õll þessi ár YNWA.
Carra orðar mína skoðun ágætlega á SKY:
“But from the club’s point of view, I am surprised. It was Stevie’s decision, but could the club have maybe done a little bit more?
Ég var svo heppinn að vera á leik Liverpool og Man Utd, þegar SG skoraði eitt glæsilegasta mark sitt á ferlinum, snillingur sem mun aldrei gleymast. Ég þakka bara fyrir að hann hafi ekki tekið þessa ákvörðun fyrr. SG hefur skilað sínu og gott betur. Það tekur annar við keflinu, sá þarf pláss og svigrúm. Það svigrúm myndast þegar kóngurinn hverfur á braut. Halelúja.
Mín von er sú að hann muni taka Daglishinn á þetta og negla klúbbnum á toppinn um ókomin ár, það verða væntanlega einhver ár í það. Ég bara bíð 🙂
Það kemur aldrei annar Gerrard. Enda væri það fáránlegt. Dreifum ábyrgðinni á þessa gaura sem eru þarna fyrir, og þetta jafnar sig. Það verður samt aldrei eins; ekki til neins að biðja einhvern um að fylla þetta skarð. Það verður ekki fyllt. Sorgin sem maður upplifir segir allt sem segja þarf um þennan leikmann. Þvílíkur. Uss, þvílíkur. En bara áfram með smjörið, klúbburinn lifir. Þegar einhver er orðinn svo stór, líkt og hann, og síðan kominn af léttasta skeiði, þá fer það jafnvel að virka öfugt. Og hann, sem yfir meðallag greindur maður, hefur eflaust skynjað það. Statusinn versus getan. Jafnan farin að skekkjast. En…. enginn fótboltamaður hefur haft slík áhrif á mig. Aldrei nokkurn tímann. Ég held ég verði að fara á lokaleik hans í vor…
Sæl öll,
Sá besti í sögu Liverpool að hætta, takk fyrir allt.
Gerard átti glæsilega ferli að baki hjá Liverpool. Vonandi nær hann vinna einhverja döllu áður hann fer. Leiðinlegt fyrir hann missa af englandsmeistaratitlinum síðasta tímabill. Gæti verið að Gerrard sé eitthvað svekktur út i BR og FSG fyrir að styrka liðið ekki betur sumarið 2013 og klúðrið í síðasta janúar glugganum.
Þetta skyldi þó ekki verða til þess að maður fari að fylgjast með ameríska fótboltanum? (Og þá er ég að meina fótbolta, ekki þetta rugl sem þeir kalla fótbolta en er leikinn með höndunum).
#65 Eyþór.
Fór næstum því að gráta þegar ég sá þetta tvít frá Xabi Alonso. Það þarf ekkert að segja meira.
Kemur ekki à óvart þar sem LFC sà ekki hag í að borga honum það sem hann setti upp en MLS liðin borga honum það glaðlega. Þetta setur bara meiri pressu à LFC að kaupa arftaka SG og spara engu til. Af reynslunni að dæma verður borguð hà upphæð fyrir einhvern miðlungs mann sem bætir ekki liðið en gæti orðið góður eftir 2-3 àr.
Það er þó hægt að segja að tímasetningin sè fràbær þar sem þetta gefur “Trade Committee” fàeina mànuði til að reyna að breyta rètt og gera eitthvað rètt svona einu sinni.
Takk fyrir gleðina og sorgina sem fylgdi þínum ferli, Steven Gerrard. Hjà mèr hefur þû verið færður à sama stall og Graeme Souness, King Kenny, Ian Rush, Alan Hansen og Mark Lawrenson. Legend.
Ein pæling er samningurinn hans búinn í lok leiktíðar og fer hann á frjálsri sölu ?
Nr. 86
Já samningurinn hans er að renna út og Liverpool á eiginlega ekki skilið kaupverð fyrir hann. Honum var samt alveg boðið nýjan samning þó nú byrji samsæriskenningar um að sá samningur hafi ekki verið nógu spennandi, hann vill bara sjálfur breyta til núna.
Það reyndar skapast nokkuð stórt pláss launalega ef Gerrard og Johnson renna út á samningi í vor.
Goðsögn farin til annara verkefna og er það vel. Persónulega botna ég ekkert í Carra og öðrum sem gefa í skyn og segja að klúbburinn og BR hefðu átt að gera meira til að halda í Gerrard, hann er jú fólk einsog aðrir og vill fara á meðan líkaminn leyfir. En ég er svo sem að endurtaka það sem aðrir hafa sagt betur en ég hér að ofan. Nesti og nýja skó á hetjuna og lofsöngva um aldur og ævi. Nýir og spennandi tímar framundan hjá klúbbnum.
#88
Sammála. Nú er eru Carra og Gerrard farnir á næsta tímabili og titlarnir fara að fljóta inn enda þessir kappar búnir að Jinxa síðustu 20 tímabil í atlögu að ensku krúnunni. 😉
Held að Gerrard sé núna með 180.000 pund á viku og Glen Johnson er með 120.000. Ef þeir fara þá losnar auðvitað töluvert um launamálin hjá liðinu en það verða þá að koma góðir leikmenn í staðinn.
Þessu ótengt en samt.
Hvernig líst ykkur á þennan leikmann Saido Berahino ?
Hann er mikið orðaður við Liverpool núna og var að henda í eina fernu í bikarnum.
Er þetta ekki leikmaður sem myndi smellpassa í þetta lið ?
Hann er bara bestur og ég á eftir að sakna Þrumufleygana frá honum sem og ástríðuna sem geislaði af honum. Hann var og er einstakur leikmaður sem ekki er hægt að lýsa nema með heillri ritgerð.
Takk fyrir mig meistari Gerrard.
Ingó
Var að horfa á viðtalið við hann á LFCTV og ég verð að viðurkenna það að maður fann fyrir kekki í hálsi.þvílíkur meistari!
Nú verða menn bara að bregðast við og kaupa eh solid miðjumann. Isco, Vidal, Pogba eða eitthvað í þeim gæðaflokki.
Ef FGS feilar á því þá segi eg upp sport 2!!
Sorry en Henderson er ALDREI nálægt Gerrard í neinum samanburði með allri virðingu fyrir hendo.
„Ég vildi óska þess að ég hefði hitt Brendan þegar ég var 25 ára. Ég tel að hefði það verið tilfellið þá væri ég nú að tala um alla titlana sem við hefðum unnið saman,“ sagði Gerrard.
Þetta er alvöru stuðningsyfirlýsing við þjálfarann.
#91: Berahino sem leikmaður hljómar alveg spennandi, vissulega full ungur. Manni finnst að Liverpool eigi alveg nóg af ungum og efnilegum leikmönnum. Þar að auki eru að heyrast sögur af því að persónuleikinn Berahino sé kannski ekki sá eftirsóttasti, virkar a.m.k. ekki á mann sem einhver team player miðað við sögurnar sem maður heyrir.
Endilega kallið mig full dramatískan en ég táraðist yfir þessu viðtali.
#95 Hafliði.
Spot on! Þetta er í sjálfu sér ekkert flókið, það eru sjálfsagt margar ástæður fyrir því að SG er að taka þessa ákvörðun, en aðalástæðan (eins og hann sagði sjálfur í viðtalinu) er samtal hans við BR fyrr á tímabilinu um að þjálfarinn ætlaði að fara að “spara” hann meira á þessu tímabili. Þetta átti SG erfitt með að sætta sig við, sem er fullkomlega eðlilegt frá hans sjónarhorni, enda erfitt fyrir legend eins og hann að spila ekki alla leiki. Svo skilur maður vel að hann vilji ekki “fade away” og vill frekar varðveita goðsögnina.
Ég var eins og flestir stuðningsmenn að berjast við tárin við að hlusta á þetta viðtal en ég er ekki í nokkrum vafa að þetta er best fyrir SG og LFC. Þetta er hárréttur tími og aðrir þurfa að fara að draga vagninn og vagninn þarf meiri hraða. Eitt er víst, SG hefur gríðarlega mikið álit á BR og hann var sko ekkert að leyna því í viðtalinu áðan.
Er einhver með link á sjónvarpsviðtal við Gerrard á LFCTV ?
Fói og aðrir, ég er búinn að uppfæra þessa færslu (efst) með link á viðtalið við Gerrard.
Hafið handklæði við höndina.
Að horfa á þetta viðtal við kallinn á afmælisdeginum mínum og tárast yfir ellimerkjum okkar beggja er ekki góð skemmtun. Skil samt ákvörðun hans vel og er spenntur fyrir hans hönd. Það verður gaman að fylgjast með honum í USA.
Zinedine Zidane on Gerrard:
“I have said in the past that at his peak he was the best in the world.”
“I think it was the summer of 2004 I was having a conversation with Florentino Perez and I told him I wanted him to partner me in midfield for Madrid.”
“I know the club tried twice but he wouldn’t leave Liverpool. Not many players turn down Real Madrid but I think that tells you a lot about the loyalty of the man.”
Segir allt sem segja þarf. Þvílíkt legend … og við eigum að virða þessa ákvörðun hans!
Var að horfa á viðtalið á LFC TV.
Skæl….sniff sniff…
Þrátt fyrir að ég sé kominn á fertugasta og þriðja aldursár þá fór ég ekki að fylgjast að ráði með liðinu sem ég valdi að styðja í æsku fyrr en stuttu eftir að Gerrard varð fyrirliði. Nokkru seinna unnum við Meistardeildina og eftir það varð ekki aftur snúið.
Ég er eldheitur stuðningsmaður LFC og Steven Gerrard á hvað mestan þátt í því.
En þessi ákvörðun og framkvæmd hennar er alveg í stíl við manninn sjálfan, class act alla leið!
Þar sjáið þið bert hjartað slá.
Þar sjáið þið um hvað þessi klúbbur er.
Sorgleg stund en svo full af stolti og dýpt.
Steven Gerrard – Legend – YNWA
Steve Gerrard Gerrard,
he’ll pass the ball 40 yards,
he’s big and he’s fucking hard,
Steve Gerrard Gerrard.
Lifandi goðsögn og sá besti í sögu Liverpool!
Ef það verður ekki skylda hvers Poolara að horfa á síðasta heimaleik okkar þá veit ég ekki hvað. Er að spá í að panta STRAX borð á Spot. Þvílíkt moment sem það verður þegar hann fer af velli þar. Öfunda þá sem verða á Anfield þann dag.
Vá!!!! að sjá þetta viðtal segir allt sem segja þarf um þetta gull af manni sem Steven Gerrard er. Sjálfselski hlutinn hjá manni hefði viljað að hann hefði klárað ferilinn hjá okkur en eftir að hafa séð þetta viðtal þá skilur maður hann. Mikið hefur verið talað um að nota hann í Giggs/Lampard hlutverk í liðinu en hann segir að hann hafi ekki áhuga á því. Þó skilur hann og er sammála ákvörðun Rodgers um að nota hann minna. Hann segir ekkert slæmt um BR og lofar hann frekar í hástert.
Ég held að ég muni ekki eftir neinum eins leikmanni sem hefur skorað eins mörg mikilvæg mörk fyrir okkar félag og oftar en ekki voru þau stórglæsileg.
Ef þetta gefur ekki hverjum einasta leikmanni liðsins þvílíkt boost í að fara að standa sig almennilega í öllum keppnum það sem eftir er af þessu tímabili þá veit ég ekki hvað. Við hljótum að skila heim einni dollu a.m.k. í vor.
Come on lads….. Do it for Gerrard!!!!
Gerrard er yfir alla gagnrýni hafinn, hann er kóngurinn.
Eini leikmaðurinn í sögunni til að hafa skorað í úrslitaleik CL, uefa cup, league cup og FA cup!
Ég vona svo innilega að við getum kvatt hann með dollu, eða dollum, í vor.
Sorrí með þráðrán en það lítur allt út fyrir að helvítis transfer nefndin sé að skíta upp á bak eina ferðina enn af því að Xherdan Shaqiri er á leiðinni til Internazionale. [La Gazzetta Sportiva]
Elska þennan mann!!
Mörkin og minningarnar..
Mín top 3.
nr.1 https://www.youtube.com/watch?v=Z9-P2UF9JIg
nr.2 https://www.youtube.com/watch?v=TBZzTBX17mU
nr.3 https://www.youtube.com/watch?v=IISJfDnOnJE
Höldum okkur bara við Gerrard á þessum þræði, allar aðrar fréttir hafa ekkert að segja í bili.
Viðtalið sýnir enn hversu magnaður þessi drengur er…shit hvað það ég er glaður að hafa fengið að njóta hans krafta allan þennan tíma, man enn hvar ég var þegar hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir klúbbinn og hef séð hann skora falleg mörk síðan þá, auk þess að sjá það live hversu gríðarleg yfirferð er á þessum strák.
Syngja lögin um hann á Park…shit hvað ég á eftir að sakna hans. Ummælin hans um aðdáendurna fylla mann gleði og ég vona að það verði okkur öllum hvatning til að verða áfram í hugum leikmanna félagsins sem þeir bestu. Ummælin um stjórann eru síðan auðvitað eitthvað sem ég hlustaði eftir, nú hafa hann, Carra og Suarez talað um hann sem leiðtogann sem félagið á að bakka upp…og það þarf með stórum leikmanni til að reyna að fylla skóna hans SG, sem eru tilbúnir heimsklassaskór. En það er svosem líka önnur umræða.
Kjarninn er að strákurinn er að kveðja á eins heilan hátt og hægt er. Mikið vona ég að draumur hans um bikar í vor rætist, hvað kostar aftur að fljúga til Varsjár krakkar?
#111 þetta eru nákvæmlega top 3 hjá mér líka.
Set þó WH markið á toppinn á undan Olympiakos vegna þess hvernig ég upplifði það.
Var staddur á bar í Orlando og einhverra hluta vegna var barinn fullur af búningaskrýddum bubble aðdáendum.
Ég var í minni Gerrard treyju.
WH aðdáendur voru farnir að syngja hástöfum sigursöngva þegar þessi screamer þaut inn á 90. mín.
Bang…Restin er history.
YNWA
Ég var horfa á viðtalið og er klökkur. Ég hef fylgst með Liverpool og dýrkað þennan fótboltaklúbb í rúm 35 ár. Gerrard er einstakur, hann fer í goðsagnaflokkinn með Daglish. Fowler (hefði getað verið owen en hann skeit á sig) og einhverra örfárra sem voru á undan minni samtíð. Hann er heiðarlegur og einlægur í sínum aðgerðum og það er fátt sem ég óska meira en að hann kveðji með titli og á topp fjögur í deildinni ásamt því að hann komi til baka eftir 2-3 ár og hjálpi okkur að komast á toppinn á nýjan leik.
Á ekki S.Gerrard son….eftirmaðurinn fundinn?
Held að Gylfi nokkur Sigurðsson gæti bara gert fína hluti á miðjunni í stað kongsins.
Hér er fín grein um verðlaunasafnið hans Gerrard:
http://tomkinstimes.com/2015/01/put-your-medals-on-the-table/
Ég varð mjög reiður þegar fréttir fóru að berast af því að Gerrard ætlað að skipa um lið og fara til Chelsea. Þetta var fyrir tíu árum síðan.
Að sama skapi varð ég himinn lifandi með ákvörðun Gerrard að vera áfram hjá Liverpool.
Fyrir mér komst Gerrard í Guðatölu fyrir þessa tryggð. Þvílíkur snillingur mun aldrei spila fyrir Liverpool.
Gangi þér allt í haginn Gerrard og sjáumst á leik í Los Angeles.
Þessi maður á skilið það allra besta frá stuðningsmönnum Liverpool frábær leikmaður en líklega rétt ákvörðun hjá honum að fara á þessu tímapunkti ég óska honum alls hins besta megi hann ekki spilla á móti okkur á næsta ári gæti ekki þolað það hann verður alltaf Legend það er á hreinu hann gaf okkur allt núna er rétti tími til að sleppa honum lausum og bjóða hann svo velkominn aftur í einhverja öfluga stöðu hjá klúbbnum að ferli loknum We love you Stevie G!