Konate frá fram yfir áramótin

Það virðist vera ljóst að Konate spili ekki meira á árinu, og kemur væntanlega ekki til baka fyrr en um miðjan janúar.

Nú reynir á þá Joe Gomez og Jarell Quansah, líklegt að sá fyrrnefndi sé nú framar í röðinni í stöðu miðvarðar, en hann hefur líka verið að covera fyrir bæði vinstri og hægri bak og því líklegt að þeir verði báðir kallaðir til.

Við skulum hafa sem fæst orð um gerpið sem meiddi Konate á síðustu sekúndum leiksins gegn Real, en sá er heldur betur búinn að stimpla sig inn á gerpalistann.

6 Comments

Skildu eftir athugasemd
  1. Hvaða ruddi var það sem meiddi Konaté? Ég er að föndra svolitla dúkku… vantar nafnið á treyjuna, sko.

    1
  2. Maður má nú bara vera þakklátur fyrir hvað hann náði mörgum leikjum í röð.

    1
  3. Konate búin að vera virkilega flottur það sem af er leiktíð og mikill missir af honum. Drengstaulinn hann Endrick virtist vera með þann eina tilgang í leiknum að meiða Konate. Nú má ekki kvarnast mikið meira úr hópnum því álagið næstu vikur er gífurlegt. En fyrst er að einbeita sér að city leiknum og ná þar ásættanlegum úrslitum. Ég er ekki í nokkrum vafa um að city mætir í þann leik í vígahug og hvaða leikur væri betur til þess fallinn fyrir þá til að snúa taflinu við en einmitt á móti Liverpool. En ég trúi á mátt okkar og megin og þrjú stig í hús væri sætara en allt sætt.
    YNWA

    1
  4. Alltaf vitað að Konate meiðist bara spurning um hvenær og hversu lengi.
    Hann er því miður svipaður og Jota þeir eru frábærir og mögulega með betri leikmönnum í heiminum þegar þeir eru heilir.
    En það er stundum erfitt að vera með leikmenn sem eru svona brothættir því þá er ekki hægt að treysta á þá eins og maður myndi vilja.

    Það er ekkert hægt að gera núna nemas standa þétt saman ..hef fulla trú á Gomez komi sterkur inn og gott að Trent kemur til baka.
    Svo er Quansah til taks ef meira fer í skrúfuna vonum ekki samt !

    YNWA Konate komdu sterkari til baka !

    1

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Liverpool 2-0 Real Madrid