Það eru ólíkar fréttir af þeim vinunum Anthony Le Tallec og Florent Sinama-Pongolle.
Le Tallec, er hættur hjá St. Etienne og er kominn [aftur til Liverpool samkvæmt talsmanni St. Etienne](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/teams/l/liverpool/4213491.stm). Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist í hans málum á næstu dögum, en tækifærið fyrir hann er upplagt. Ég myndi allavegana frekar hafa hann á bekknum en Mellor, en ég veit að það eru eflaust einhverjir ósammála mér.
Flo-Po fer hins vegar í [uppskurð í kvöld](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N147650050127-1443.htm). Það er vonandi að allt takist vel!
Já, og Xabi heldur enn í vonina [um að spila aftur á þessu tímabili](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N147639050127-0844.htm).
Ég ætla að vona að hann Le Tallec hafi lært af þessari lífsreynslu sinni og grjóthaldi kjafti næst er hann vill fara í lán hingað eða þangað.
Furðulegt að í raun Herra Benitez vilji fá hann aftur en samt skil ég það svo sem. Hann (Herra Benitez) metur það þannig að hann (Le Tallec) hafi viljað fá leiki til að sanna sinn málstað og því lánaði hann pjakkinn út.
En núna er komið að skuldadögum og pjakkurinn er nauðsynlegur í niðursneiddan hóp okkar. Persónulega hefði ég viljað hafa hann hjá okkur í staðinn fyrir þetta heimskulega lán í byrjun tímabils en þetta vildi strákurinn og skil ég Herra Benitez vel.