Á morgun mæta okkar menn lokahindruninni á leið sinni að riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Og í þetta sinn, eins og kaldhæðnin vill oft hafa það, þurfa þeir að fara á slóðir sem hafa verið nátengdar hugum og hjörtum Púllara um heim allan frá því í maí síðastliðnum. Í dag þekkja allir sögu táningsins Michael Shields frá Liverpool-borg. Hann er að öllum líkindum saklaus en hefur samt verið dæmdur í 15 ára fangelsi, aðeins 18 ára gamall, fyrir meinta morðtilraun í Búlgaríu.
Þannig að það má búast við einhverjum ólátum og/eða leiðindum á og í kringum völlinn í Sofia annað kvöld. Rétt eins og með heimsókn okkar manna til Torínó á Ítalíu í apríl síðastliðnum, þá er hætt við því að það verði atburðir utan vallar sem einoka fyrirsagnirnar. Ég vona þó innilega að svo verði ekki, þar sem ég held að ofbeldi eða átök milli stuðningsmanna liðanna muni ekki hjálpa Michael Shields neitt. Vonandi verða allar fyrirsagnirnar innan vallar, rétt eins og í Tórínó í apríl.
Annað kvöld mætum við sterku liði, það er engin spurning. Þetta Sofia-lið fór, eins og við, frekar auðveldlega í gegnum fyrri umferðir forkeppninnar og þeir ætla sér að komast inn í riðlakeppnina. Að sjálfsögðu eru Evrópumeistararnir sigurstranglegri, en það er ekki það sama og að við séum öruggir með sigur.
Aðalspurningin fyrir mér á morgun verður sú hvernig Rafa stillir upp. Í fyrra notaði Rafa 4-4-2 uppstillinguna í öllum leikjum undirbúningstímabilsins, en síðasta vetur virtist hann notast hvað mest við 4-4-1-1 kerfið víðfræga, þar sem Gerrard, García og Kewell skipust á að spila fyrir aftan fremsta mann, sem var oftast Baros.
Á morgun, á erfiðum útivelli í Evrópu, er í fyrsta skiptið á þessu tímabili ástæða til að spila þetta 4-4-1-1 kerfi. Við þetta bætist svo að við erum bara með þrjá heila framherja, og einn af þeim mun nokkuð augljóslega ekkert spila á morgun, og þá er hægt að sjá hvers vegna það meikar sens að vera bara með einn framherja á morgun – Morientes gæti þá t.d. byrjað inná og Cissé skipt við hann eftir 60 mínútur. Þannig myndu þeir báðir vera ferskir eftir þennan leik fyrir upphaf Úrvalsdeildarinnar eftir þrjá daga.
Þannig að ég spái því að við förum í 4-4-1-1 kerfið á morgun og að Rafa muni stilla eftirfarandi liði upp:
Finnan – Carragher – Hyypiä – Warnock
García – Sissoko – Alonso – Zenden
Gerrard
Morientes
Á bekknum verða svo væntanlega Carson, Whitbread, Potter, Cissé, Hamann, ungi Spánverjinn Barragan og jafnvel Milan Baros, þótt við vitum fullvel að hann muni ekki spila.
Reyndar gæti Potter spilað vænginn og García í holunni, þá með Gerrard og Alonso saman á miðjunni, en mér finnst líklegt að Rafa láti reynsluna í Evrópu ráða og velji því þetta lið. Hamann verði þá hvíldur til að vera ferskur fyrir deildina á laugardag. Rafa mun svo örugglega nota einhverjar skiptingar til að halda lykilmönnum á borð við Alonso, Morientes og Gerrard ferskum fyrir helgina líka.
MÍN SPÁ: Þetta verður erfiður leikur. Maður veit að Sofia-liðið er sterkt, en hversu sterkt er erfitt að segja til um. Ég einfaldlega þori ekki að spá okkur sigri, þar sem ég veit gjörsamlega ekkert hversu sterku liði við erum að mæta, en ég er samt nokkuð viss um að við töpum ekki. Ég ætla því að spá 1-1 jafntefli á morgun, og Morientes jafnar fyrir okkur eftir hornspyrnu Gerrard eftir 37 mínútna og 13 sekúndna leik. 🙂
Ég verð sáttur með jafntefli á morgun þar sem ég er yfirleitt stressaðastur fyrir svona erfiða útileiki gegn liðum sem maður veit ekkert hversu sterk eru. Vonandi getum við sigrað á morgun, það myndi létta mikilli pressu fyrir seinni leikinn á Anfield, en ég skal taka jafnteflið fegins hendi!
Tímabilið hefst fyrir alvöru á morgun, þetta verður svakalegt!
Er ekki Zenden Meiddur?
Zenden er ekki með, Kristján.
Ég held að Rafa stilli ekki upp sínu sterkasta liði. Ég held að Gerrard og Sissoko verði saman á miðjunni svo verði Gerrard skipt út fyrir Alonso, svo einhverjar aðrar breytingar sem ég einfaldlega nenni ekki að skrifa 🙂 hinsvegar spái ég góðum sigri fyrir okkar mönnum.
3-0
Rafa er pottþétt búinn að skoða þetta lið þokkalega vel í leikjum þeirra í undankeppninni og stillir upp því liði sem hann telur að nái hagstæðum úrslitum á morgun. Ennfremur mun hann pottþétt reyna að hvíla lykilleikmenn eins og Gerrard, Alonso, Cisse o.s.frv. ef hægt er. En þetta verður baráttu sigur 1-2 og Gerrard og Cisse skora.
2-0 fyrir LFC. Morientes leggur upp enn eitt markið ef hann fær að spila og Cissé skorar það. Gerrard tryggir sér markakóngstitilinn í meistaradeildinni með hinu markinu.
við tökum þetta 2-1
og á föstudag gengur Owen til lið við okkur aftur
af hverju á að hvíla menn?? eru menn ekki nýkomnir úr sumarfríi og ættu því að vera ferskir? rafa á að stilla upp sínu sterkasta liði og ekkert rugl. tökum þetta 1-0 og garcia setur markið.
Úps. Ég ætlaði að skrifa Riise en ekki Zenden … svona er þetta. Riise verður þá væntanlega á vinstri vængnum á morgun… 🙂
Já, ég held að menn séu aðeins að tapa sér í bjartsýni ef þeir halda að þessi leikur sé eitthvað tækifæri til að hvíla menn fyrir leikinn gegn Boro á laugardaginn. Ég held að Benitez stilli upp sínu sterkasta liði.
Og ég er eiginlega nokkuð viss um að Hamann verði þarna inná miðjunni í stað Sissoko og svo komi Momo frekar inn á laugardaginn.
Ég er verulega stressaður fyrir þennan leik. En svo getur svo sem vel verið að þetta CSKA lið geti ekki neitt.
Hvernig líst mönnum á þetta. Everton 1-2 Villareal :biggrin: :biggrin: :biggrin:
Þegar ég held með liði og spái (þegar peningar eru í húfi) þá spái ég alltaf sigri minna manna. Engin breyting hér á en kannski ástæða fyrir því að ég skuli ekki vera ríkari en ég er.
Alla vega … án þess að vita hversu sterkt liðið er þá spái ég 2:1 sigri Liverpool. Gerrard og Cisse skora.
Varðandi ósigur Everton þá var það fyrirsjáanlegt.
Jamm, ég horfði á Everton leikinn og þetta var nú nokkuð jafnt og Everton hefði svo sem átt skilið að ná jafntefli.
En ég er hræddur um að þetta verði gríðarlega erfitt fyrir Everton í seinni leiknum einsog maður átti von á þegar dregið var.
Segiði félagar. Við erum Evrópumeistarar í fótbolta og erum að fara að leika gegn skítaliði. Það að spá jafntefli er sérstakt og það að vera hræddur við þennan leik þykir mér rangt. Allt annað en 2-3 marka sigur plús er til skammar að mínu mati.
Það er mín krafa, og alls ekki ósanngjörn, að Evrópumeistararnir bursti lið frá Búlgaríu í undankeppni meistaradeildarinnar og hreinlega geri lítið úr því. Einnig er það krafa mín að við klárum þetta einvígi í þessum leik í dag svo ekki þurfi að hafa áhyggjur að seinni leiknum. Aðrar kröfur en það eru meðalmennsku hugsanarir og eiga ekki heima í fótboltaheiminum.
Og þetta tal um að hvíla menn þykir mér til skammar. Af hverju að hvíla menn á undirbúingstímabili? Og af hverju að hvíla lykilmenn yfir höfuð? Það hef ég aldrei skilið. Þú stillir upp þínu BESTA liði, undantekningarlaust, annars lendiru í vandræðum. Alltaf bendi ég á leikmenn eins og Frank Lampard, John Terry og Jamie Carragher þegar menn segja að það VERÐI að hvíla menn. Aldrei þurfa þessir menn að hvíla, enda af hverju? Sérstaklega líka þá þegar leikurinn er á undirbúningstímabilinu, ef menn eru þreyttir þá þá eiga þeir ekki að vera í fótbolta. Hvernig eru menn þá í april-maí?
Hættum þessu bulli.
Annars býð ég Agga innilega velkominn og vænti mikils af honum.
Rafa hlýtur að stilla upp sínu sterkasta liði. Pre-season er búið og nú er það alvara lífsins!
Ég held að 4-5-1 verði fyrir valinu með Cissé á toppnum. Ekki ósvipað lið og vann leikinn gegn AC Milan í maí.