Hér er þáttur númer 114 af podcasti Kop.is!
Stjórnandi: Einar Matthías.
Gestir: Maggi og SSteinn
Í þessum þætti var farið yfir mun á Tottenham og Liverpool almennt undanfarið ár. Leicester blandaðist inn í þá umræðu einnig. Farið var stuttlega yfir síðustu leiki og undir lokin horft til einvígisins gegn Dortmund.
MP3: Þáttur 114
Hér að neðan eru þau gögn sem við vorum með til hliðsjónar í færslunni.
Hér er staðan í deild nú og lokastaða 2015
Hér er listi yfir mínútur spilaðar í heild (sundurliðun á besta byrjunarlið er á næstu mynd)
Sundurliðun m.v. bestu byrjunarlið Liverpool, Tottenham og Leicester
– Liverpool hefur haft sitt sterkasta lið inná í 60,1 mínútu að meðaltali allt þetta tímabil, það er ? af hverjum leik. Ef við tökum Sturridge sem hefur spilað 18% af öllum leikjum út og setjum Milner inn eru þetta 64,9 mínútur að meðaltali. Þá er liðið án sóknarmanns.
Nánast allir leikmenn Liverpool hafa eitthvað meiðst í vetur
– Tottenham hefur haft sitt sterkasta byrjunarlið til taks í 73,2 mínútur af meðaltali af hverjum 90 mínútum eða 81% af mótinu. Ofan á það eiga þeir mjög sterka liðsheild sem þeir geta notað þegar þarf. Enginn lykilmaður þeirra hefur lent í langtímameiðslum í vetur. Kane hefur spilað 98,1% af deildarleikjum Spurs.
– Leicester hefur haft sitt sterkasta byrjunarlið inná í 77,9 mínútur að meðaltali í hverjum deildarleik í vetur eða 86,5% af mótinu.
Meiðsli skýra ekki alla söguna, Liverpool hefur ofan á þetta spilað mikið fleiri leiki í vetur en þessi lið.
– Liverpool hefur nú þegar spilað 50 leiki í vetur. Það eru tveir leikir aukalega framundan og samt er liðið búið að spila tveimur deildarleikjum minna en Spurs og Leicester í vetur.
– Tottenham hefur spilað 47 leiki í vetur sem er auðvitað töluvert líka en þar af eru fimm leikjum færra í bikarkeppnum en Liverpool. Féllu strax úr leik í deildarbikar og settu lítið púður í síðustu umferð EL.
– Leicester hefur spilað 37 leiki samtals í vetur. Auðvitað skýrir það ekki þetta tímabil sem liðið er að taka en hjálpar þeim gríðarlega við að halda lykilmönnum heilum og ferskum.
Liverpool var síður en svo lakari aðilinn gegn Spurs og 11-17 stig er ekki óskiljanlegur munur á liðunum nú vs á síðasta ári m.v. leikjaálag og mun á meiðslum lykilmanna. Klopp þarf að ná Spurs strax á næsta ári.
Niðurstaða (EMK): Liverpool er með samtals 53 stig eftir síðustu 38 deildarleiki, sama hvað þá verður deildin að vera í algjörum forgangi næsta tímabil. Annars höldum við Klopp ekki lengi. Bikarkeppnir skipta engu máli þegar liðið er að ná skitnum 53 stigum.
Vá Hvað það er skrítið að lesa um fótbolta…
Getum við hætt að setja Tottenham í einhverja guðatölu, takk.
Komdu með málefnalegt innlegg í þessa umræðu frekar um það sem fer svona fyrir brjóstið á þér í þessum samanburði á Liverpool og Tottenham (andstæðingi Liverpool í síðasta leik). Mættir t.a.m. útskýra betur hvað þú átt við með guðatölu?
Tottenham er lið sem er að gera allt það sem við ættum að vera að gera. Og hafa verið að því í nokkurn tíma. Stanslaus uppbygging og framfarir, sem núna er að skila sýnilegum árangri.
Mörgum árum á undan okkur, því miður. Þeir eiga hrós skilið.
Tottenham er með Harry Kane…það er eini munurinn a liðunum
Takk fyrir þessa tölfræði Einar. Fótbolti er ekki bara skemmtilegur á að horfa heldur líka tölfræði og annað sem er í kringum leikina og leikmenn. Auðvitað hjálpar það sennilega Leicester í deildarkeppninni að vera ekki í Evrópukeppni og komast stutt í bikurnum. Veit þó ekki hve hópurinn er stór hjá Leicester en það hlýtur samt að vera gott fyrir stjóra liðs að geta einbeitt sér að einni keppni. Liverpool þarf að spila mikið flestöll tímabil og breyttist það ekki neitt í vetur. Evrópukeppnin hlýtur að taka mikið úr mörgum séstaklega þeim sem leika hálfmeiddir. Leikirnir í Evrópudeildinni eru líka allt of margir og á ekki að þurfa að spila 15 leiki til að vinna þá dollu. Hámark væri að spila þar 10 leiki. Liðið þarf að spila amk 60 leiki í vetur, það er ljóst. Þegar liðið vann fimmuna 2001 þá voru spilaðir að ég held 63 leikir. Meira var þó spilað fyrrum, eins og þegar slatti vannst af bikurum 1983-84, voru spilaðir amk 67 leikir. Snillingurinn Ian Rush lék 65 af þessum leikjum, þvílíkt álag það.
Hjalti
Ein myndin sýnir ágætlega hve stór hópurinn er hjá Leicester og hvað hver og einn hefur spilað af mínútum í deildinni.
Leikjaálag var gríðarlega mikið á árum áður og hóparnir miklu minni en á móti var leikið á miklu hægara tempói þá en nú. Leikurinn 2016 er bara allt annar hvað þetta varðar en hann var árið 1986 (á móti er þjálfun líka miklu betri)
Takk fyrir enn eitt frábært pod-castið. Þið eruð snillingar.
Hef miklar áhyggur af stöðu liðsins í deildinni. Sama hvað hver segir þá er mikilvægt fyrir fjárhagsstöðu klúbbsins, stöðu hans og stolt að vera í Evrópukeppni á næsta ári. Auðvitað væri frábært að vinna þessa Evrópukeppni núna í maí, en ef við horfum ískalt á málið þá eru líkurnar á því mjög litlar.
Það er ljóst að 5. og 6. sætið í deildinni muni gefa sæti í Euro-league (nema svo ólíklega fari að City geri upp á bak á lokasprettinum og endi í 7. sæti eða neðar). Þá eru 50 – 50 líkur á því að 7. sætið muni líka gefa sæti í Euro-league. Það mun að öllum líkum gerast ef West Ham eða United vinna FA-cup. Menn verða hér að hafa í huga að silfrið í úrslitaleik FA cup gefur ekki lengur sæti í Euro-league.
Fari illa á móti Dortmund þá verða menn að enda deildina með sóma og stefna ótrauðir á topp 6.