Jæja, ég var beðinn um að halda þessu bloggi uppi á meðan þeir félagar, Kristján og Einar, heimsækja útlönd. Ég kem hérna inn alveg óslípaður þannig að ég ætla að biðja menn að taka tillit til þess, fara varlega í neikvæðu gagnrýnina) Ég mun allavega reyna mitt besta.
Jamie Carragher spilaði sinn 241. deildarleik fyrir félagið gegn Charlton á þriðjudaginn og sló um leið met Steve McManamann og er því orðinn leikjahæsti leikmaður Liverpool í úrvaldsdeildinni. Spáið í það, Carra er ekki nema 26 ára(legg áherslu á ?ekki nema? þar sem við erum jafnaldar við Carra) en er samt orðin leikjahæstur. Carra er að verða ný ?cult? hetja á Anfield, eiginlega búinn að taka við þeim titli af Steven Gerrard. Ástæðan á bakvið það eru comment eins og hann kemur með í dag: “I never want to leave Liverpool.” Aðeins ef fyrirliðinn okkar kæmi fram með svona comment. Carra er rauður í gegn og er smátt og smátt að breytast í minn uppáhalds leikmann. Hann hefur ekki hæfileikana í að spila bakvörð, hversu mikið sem Houllier barðist á móti því, en í miðverðinum á hann heima. Í dag fékk hann hrós sem hvaða miðvörður sem er í heiminum hefði verið stoltur af er Rafa sagði hann ekki síðri varnarmann en Roberto Ayala. Ayala er frábær varnarmaður, svolítið hæpaður af CM mönnum, en frábær varnarmaður engu að síður og einn sá besti í bransanum. Ef einhver veit hvað hann syngur í þessum efnum þá er það Rafa. Hann hefur þjálfað báða mennina og ætti því að þekkja þá út og inn.
Ég ætla gerast svo frakkur að spá Carra yfir 500 deildarleikja múrinn með Liverpool. Hann gæti þess vegna átt 10 ár eftir og ef hann fer ekki frá liðinu, sem hann segist ekki ætla að gera, þá á hann örugglega eftir að ná þessum 500 leikjum.
En það er annað sem ég er alltaf að spá í og í raun að bíða eftir. Ætlar Rafa ekkert að kaupa nýjan miðvörð til að spila með Carra? Ég er alls ekkert á móti Hyypia, en ef við ætlum okkur að spila sóknarbolta og stjórna leikjum þá þurfum við mun meiri hraða í vörnina okkar. United hefur Sly og Rio, Arsenal Toure og Campbell, allt eru þetta frekar hraðir varnarmenn. Carra er ekkert sérstaklega hraður, ekkert hægur þó heldur, en Hyypia frekar seinn. Í vörn sem spilar mjög aftarlega aftrar þetta Hyypia lítið. En þegar framar á völlinn er komið og mikið pláss fyrir aftan hann verður þetta að vandamáli. Sem betur fer eru staðsetningar hans mjög góðar, en það er þó ekki hægt að treysta á þær endalaust. Það er einn leikmaður sem ég er með í huga sem ég vildi fá til félagsins og spila með Carra, en því miður þá sé ég það ekki gerast. Bæði það að núverandi félag hans myndi aldrei selja hann, og þó það myndi gerast þá yrði hann örugglega alveg stjarnfræðilega dýr. Ég er að tala um Ledley King hjá Tottenham. Hann minnir mig svolítið á Rio þegar hann var hjá West Ham. Sjáum til hvað Rafa gerir í sumar, en ég myndi ekki veðja á móti því að nýr miðvörður kæmi inn og þá sem partner fyrir Carra.
Þessi líka fína byrjun hjá þér.
Ég hafði ekki hugmynd um að hann væri kominn með svona marga leiki..
En ég er alveg sammála þér í því að Rafa þarf að fara að spá í nýjum manni við hliðin á Carra… hef ekkert á móti Hyppia. Búin að vera okkar traustasti maður í mörg ár… En hann verður ekkert yngri, frekar en við hin, og það er farið að sjást…
Gott innlegg. flott grein um carra.
Ég myndi finnast það vera frábær kaup að fá Ledley King, þar er sko framtíðar leikmaður á ferð. Væri flottur með Carra sem ég fíla í botn!!!!!