Liðið gegn United á Anfield

Bara svo það sé á hreinu: þetta eru stelpurnar okkar sem við erum að tala um í þessum pósti. Þær eru að leika sinn 2. leik á tímabilinu á Anfield, og fá núna stöllur sínar í Manchester United í heimsókn. Lið sem var í brasi á síðasta tímabili, þannig að okkar konur enduðu fyrir ofan þær í töflunni nokkuð óvænt. Voru svo í bölvuðu brasi í sumar á leikmannamarkaðinum, misstu Mary Earps og fleiri, en komu bara sterkari út úr þeim hremmingum og eru núna í 2. sæti í deildinni frekar gegn væntingum. Á meðan hafa okkar konur ekki náð að sýna sitt rétta andlit og eru um miðja deild í 6. sæti. Fyrri leikur liðanna fór ekki nógu vel og við ræðum það ekkert frekar, en það er vonandi að stelpurnar okkar sýni réttara andlit í kvöld.

Það eru hins vegar einhver veikindi að hrella hópinn, svo við verðum án þeirra Gemmu Bonner, Gracie Fisk, Leanne Kiernan og Ceri Holland. Óhætt að segja að þar séu stór skörð hoggin í hópinn, en þá myndast tækifæri fyrir aðra leikmenn að rísa upp.

Svona stillir Amber liðinu upp:

Laws

Bernabé – Clark – Matthews – Hinds

Kerr – Nagano – Höbinger

Smith – Roman Haug – Kapocs

Bekkur: Micah, Parry, Evans, Fahey, Daniels, Bartel, Shaw, Enderby

Mögulega er þetta meira 4-2-3-1 með Kerr og Nagano í tvöfaldri sexu, og Höbinger þar fyrir framan. Yrði svosem ekki gapandi hissa þó það væri uppleggið.

Fyrir utan þær sem eru veikar og missa þar af leiðandi af leiknum þá vantar þær Hönnu Silcock sem er nú vonandi að koma til baka, svo er Sofie Lundgaard í langtímameiðslum og sést líklega ekki aftur á þessu tímabili, og að lokum er Faye Kirby að koma til baka úr sínum langtímameiðslum.

Fylgist með leiknum hér: https://www.youtube.com/watch?v=2Zz5-pczQWo

KOMA SVO!!!!!

12 Comments

Skildu eftir athugasemd
  1. Bernabé virðist vera vinstra megin og Hinds hægra megin, sem er nú alls ekki hennar staða.

  2. United eru búnar að vera með boltann í rúmlega 60% tímans, og fram að 40. mínútu höfðu okkar konur ekki átt EINA snertingu í vítateig United… en staðan er 2-0 eftir mörk frá Liv Smith og Fuka Nagano á síðustu mínútunum. Sú síðarnefnda valdi sér sannarlega leikinn til að skora sitt fyrsta mark fyrir félagið. Nú er að halda út í seinni hálfleik.

    4
  3. Virkilega gott hjá okkar stúlkum að skella United. Og dæmigert að Jim Rottuklettur ætlar kvennaliði MU engan sess á Nýja Toilettinu. Það er ekki handa þeim…

    5
  4. Meðan beðið er eftir stórleiknum á morgun má ylja sér á því að Man City náði ekki nema einum punkti á móti Brighton áðan – og það á heimavelli. Þeir hanga á fingurgómunum á fimmta sætinu en gætu alveg misst Newcastle eða Brighton fram úr sér og þar með dottið úr Meistaradeild á næsta ári.

    2
      • Ákveðin dilemma að mann langar alveg að Bournemouth gangi vel og helst að þeir endi fyrir ofan City, en þá kannski minnka líkurnar á að þeir selji Kerkez í sumar eða þá að verðmiðinn hækkar.

        4
  5. Sammála þessu með Kerkez. Ætti að vera eitt okkar helsta skotmark í sumar – fyrir utan allt hitt ef liðsmenn hverfa á braut. Þá þarf heldur betur að fylla í eyðurnar. Mér finnst nú alltaf skynsamlegast að endurnýja hægt. 1-2 nýja leikmenn á ári, max 3, og óttast því smá þessa yfirlýsingu um allsherjar yfirhalningu liðs sem er það besta í Evrópu og á alveg 1-2 ár eftir á hæsta getustigi. En ekki ræð ég og lítið veit ég. Verðum víst bara að treysta þessum sjentílmönnum sem ráða.

    Annars var ég lesa frétt þar sem Guardiola segir að varnarmenn sínir hafi verið frábærir í dag. Ekki veit ég hvaða skilnaðarsígarettur hann reykir en ég fylgdist smá með leiknum og fannst frammistaða þessara varnarmanna algjör hörmung. Abdukodir Khikmatovich Khusanov með sjálfsmark og Guardiol eins og hann sé að bíða eftir augnaðgerð. Miðjan líka mjög slök. Marmoush var frábær og Erling sama tröllið og hann er oftast, skilar að lokum sínu. Ekkert illa meint en þetta lið er bara á stað sem við höfum ekki séð síðan 2006 eða eitthvað. Brighton betri og hefðu átt sigur skilið.

    1

Leave a Reply to Daníel Sigurgeirsson Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Stór helgi framundan

Bikarúrslit á morgun – landar Slot sínum fyrsta titli með Liverpool?