Okkar menn taka á morgun á móti Wigan Athletic á Anfield í 12. umferð ensku Úrvalsdeildarinnar.
Wigan-liðið þekkjum við aðeins og þá ekki síst frá því í vor þegar knattspyrnustjóri liðsins, Roberto Martinez, var orðaður sterklega við stöðu stjóra hjá Liverpool í kjölfar brottreksturs Kenny Dalglish. Það gekk svo langt að fólk náði myndum af Martinez og John W. Henry, eiganda Liverpool, á göngu í Miami-borg í Bandaríkjunum seint í maí þar sem þeir ræddu möguleika á ráðningu þess fyrrnefnda.
Það fór þó svo að Brendan Rodgers var ráðinn til Liverpool frá Swansea og Martinez er því enn hjá Wigan og nú á sínu fjórða ári þar. Martinez reyndar segist hafa neitað Liverpool, og Liverpool segjast ekki hafa boðið honum starfið, en hvað um það. Wigan gengur vel þessa dagana, þessi litli klúbbur sem missir sína bestu menn á hverju einasta sumri er samt í 14. sæti með 11 stig eða stigi minna en Liverpool og við getum alveg haft það á hreinu að ef Brendan Rodgers spjarar sig ekki og verður látinn víkja fyrr heldur en síðar verður Martinez væntanlega enn og aftur meðal efstu nafna á óskalista FSG og færi svo að Rodgers taki ekki fleiri tímabil en bara það sem nú stendur yfir myndi ég þora að nánast veðja á að Martinez yrði eftirmaður hans næsta sumar.
Það er því full ástæða fyrir okkur að fylgjast í laumi með Wigan í vetur. Þetta er klúbbur og lið sem á að falla ár eftir ár, það er bara staðreynd þegar leikmannahópurinn og áhorfendafjöldi á heimavöllinn er skoðaður en Martinez hefur gert kraftaverk þrjú ár í röð og er á góðri leið með að gera það enn á ný í vetur. Þeir unnu á Anfield í deildinni í mar síðastliðnum í leik sem var sennilega sá lélegasti undir stjórn Dalglish þannig að þeir kunna það alveg líka, og það er ekki eins og heimavöllurinn sé Liverpool sérstaklega mikið í hag þessa dagana heldur.
Það má því alveg búast við hörkuleik á morgun.
Af Liverpool er það helst að frétta að Pepe Reina kemur á ný inn í liðið og einnig er búist við að Martin Skrtel og Jonjo Shelvey verði orðnir heilir. Það er spurning með Daniel Agger og þótt Lucas Leiva sé byrjaður að æfa verður hann ekki látinn spila knattspyrnu alveg strax, en þetta er allavega allt í rétta átt og um að gera að létta aðeins á sjúkralistanum fyrir jólatörnina.
Að því gefnu að Agger missi af á morgun spái ég að liðið verði sem hér segir:
Reina
Johnson – Skrtel – Carragher – Enrique
Gerrard – Allen – Sahin
Sterling – Suarez – Assaidi
Sem sagt, Reina kemur inn fyrir Jones, Carragher hefur spilað tvo góða leiki í röð og fær því sénsinn umfram Coates í fjarveru Agger, miðjan helst óbreytt en Assaidi fær séns á heimavelli á kostnað Suso sem hefur komið sterkur inn af bekknum í síðustu leikjum. Ekki fær Downing sénsinn allavega.
MÍN SPÁ: Mér líst vel á þennan leik. Ég held að Martinez komi ekki til með að leggjast í vörn og það gæti spilast upp í hendurnar á okkar mönnum í þessum leik. Eins og venjulega veltur mikið á Luis Suarez og þetta gæti orðið strembið ef það situr þreyta í honum eftir síðustu vikur og ferðalagið til Úrúgvæ í þessari viku.
Í podcast-þættinum síðasta mánudag spáði ég okkur 1-0 sigri og að Gerrard myndi skora markið úr víti eftir að brotið er á Suarez og ég held mig við það. Þrjú stig á heimavelli þessa dagana eru ekki sjálfgefin þannig að ef þessi spá gengur eftir verð ég bara feginn.
Gott Plan.
Vona ad Suarez haldi áfram ad sýna ad hann sé besti framherji ensku deildarinnar.
3-1 sigur okkar manna, Suarez med tvö og Assaidi setur eitt í lokin.
Síðasti leikur gegn Chelsea var rosalega slappur þangað til Suso kom inná fyrir Sahin á miðjuna, hann mætti byrja þar á móti Wigan. Svo vonandi hittir Brendan á einhvern sem getur spilað vinstri kantinn. Búin að vera gagnslaus staða í allt haust því miður. Ég myndi persónulega vilja sjá Henderson þarna frammi, hann getur hlaupið endalaust eða Assaidi sem að virkar ekki nógu góður en þarf að fá tækifæri til að sanna sig eins og aðrir.
Var búin að hlakka mikið til leiksins á morgun því ég var að fjárfesta í stöð 2 sport pakkanum en nei þarf að vinna….það hlaut að vera haha anyway Go Liverpool!
Ég vona að Rodgers gefi Suso tækifæri í byrjunarliðinu á morgun og færi þá Gerrard í fremstu stöðu.
Sterling Suarez Gerrard
Suso Allen Shelvey
Enrique Carra Skrtel Johnson
Reina
Ég held að það eigi eftir að muna rosalega um að vera búnir að endurheimta bæði Johnson og Enrique sem eiga eftir að leika stórt hlutverk í sóknarleik Liverpool á morgun og ég segi að annar þeirra skori mark.
Suso á svo að vera á miðjunni og Gerrard frammi með Suarez.
Easy 3-0 sigur.
Það er ekki mikil ástæða til bjartsýni fyrir leikinn gegn Wigan, til þess eru of margar brotalamir í Liverpool liðinu. Menn á þessari síðu hafa verið að hrósa Suarez og vissulega er hann nánast eini maðurinn sem getur skorað, en mér finnst hann þurfa allt of mörg færi til að skora eitt mark, alvöru markaskorari, í ætt við Shearer, Fowler eða Rush, væri búinn að setj’ann miklu oftar. Það er augljóst að í janúarglugganum þarf að kaupa framherja sem á Markaskó með stóru eMMi. Númer “3 helginn” segist vilja sjá Henderson í liðinu af því hann getur hlaupið endalaust, ég hef nú ekki séð mikla yfirferð hjá honum og svo verða miðjumenn að skapa eitthvað fyrir samherjana.Kuyt gat hlaupið en það kom lítið út úr því. En ég hef þó nokkra trú á Brendan Rodgers (ennþá) og held að hann sé á réttri leið með liðið.
Jæja, nú vinnur LIVERPOOL og ekkert annað, fleiri en einn skora mörkin og hana nú.
maður heldur að þetta sé öruggt og að þetta sé allt að koma en ég spái 2-1 fyrir Wigan og allir verða brjálaðir, ég þar á meðal.
Eg er a þvi að okkar menn sigri 4-0 a morgun og suarez setur fernu
6 – það er einkennilegt að Suarez sé ekki “alvöru” markaskorari í þínum bókum – verandi markahæstur í úrvalsdeildinni (ásamt RVP). Það er ekki eins og þeir sem telur upp til samanburðar hafi skorað úr hverju einasta færi sem þeir fengu.
Ef Suarez er ekki alvöru markarskorari í þínum augum þá mættirðu aðeins líta upp frá FIFA eða CM og horfa aðeins á fótbolta.
Suarez ætti ekkert að vera svo þreyttur ferðaðist bara til Póllands ekki heimalandsins.
Þess má geta Kristján Atli að Suarez flaug til Póllands en ekki til Úrúgvæ í þessari landsleikjaviku þannig að hann ætti vonandi að vera í betra standi eftir það heldur en flug til Suður-Ameríku 🙂
Nú? Jæja það eru góðar fréttir. Ég hafði einhverra hluta vegna bitið það í mig að þetta hafi verið heimaleikur hjá Úrúgvæ. 🙂
3 – 0
Suarez, Gerrard, Sterling
Koma svo, áfram Liverpool.
Vona bara að Liverpool vinni á morgun, sé að Kristján Atli trúir á kraftaverk með að spá að dæmt verði víti eftir brot á Suarez. Held Suarez skori bara sjálfur þar sem hann fær ekki víti þó brotið verði á honum.
Ég spái því að í næstu 2-3 leikjum förum við að sjá Sterling með aukið sjálfstraust og eitthvað nýtt birtast á hlaðborðinu.
Það var ýmislegt nýtt og kröfugt að sjá frá honum bæði í Chelsea leiknum sem hann svo endurtók í leiknum við Svíþjóð (http://www.youtube.com/watch?v=RoLKhMVnDM8&feature=share), t.d. var hann þriðji síðasti maðurinn með boltann í báðum mörkum enskra.
Í þessu ljósi held ég að Wigan leikurinn verði “Sterling to watch” leikur!
Mér finnst að Brad Jones eigi að halda sæti sínu í liðinu. Reina er klárlega betri markmaður en hann er búinn að vera það slakur undanfarna mánuði að hann hefur gott af því að vera frystur nokkra leiki til að hann komi hungraður til baka og fari að verja einsog maður.
ég spái 3-1 fyrir liverpool og suarez með 2 og gerrard 1 en held að sterling eigi eftir að vera mjög virkur á kantinum í leiknum þarsem að bakverðirnir hjá wigan eru ekki þeir snegstu
1-1 og 1.000 kr. undir á lengjunni,….Suarez með markið.
Þægilegur heimasigur á morgun. Can feel it in my bones! Suarez heldur áfram að setjann og verður áfram markahæsti leikmaður deildarinnar (ásamt V. Persie kannski).
4-1 og Suarez skorar tvö. 🙂
Við komum til með að lenda í basli með 3-4-3 leikkerfið þeirra ! Þeir spila góðan fótbolta og við vinnum 2-1 heppnissigur !
Úff… Ég er bjartsýnn á gengi liðsins okkar en þetta tekur tíma, óþolandi tíma! 🙂
Á meðan við erum með þunnskipaðan hóp að þá verður þetta mun erfiðara heldur en þetta þyrfti að vera. Mér sýnist samt við ná að stilla upp frekar sterku liði í dag og þá er engin afsökun á heimavelli. Sigur er krafan og á alltaf að vera krafan á Anfield!
Spái 3-1 sigri en það verður frekar seint í leiknum sem við náum að klára þetta, sem skiptir engu máli þegar búið er að flauta til leiksloka.
Gerrard, Sahin og Suarez með mörkin.
P.s. Suarez fer ekki rassgat. Rétti verðmiðinn á hann að mínu mati er 60-70mill,. Það væri hægt að kaupa tvo carroll fyrir það hóst
Og eitt sem ég gleymdi að nefna og ég verð að koma frá mér.
Við fokkings verðum að vinna svona leiki og enda fyrir ofan everton og helst tottenham líka!
Ef við spilum 433 á móti 343 kerfi wigan þá þurfa miðverðirnir okkar aðeins meira cover frá miðjunni.
Myndi því vilja Henderson inn með Allen til að geta byrjað með Suso frjálsari á miðjunni fyrir framan þá. Suso er linkurinn til að stinga í hlaupin.
Gerrard, Sterling og Suarez gætu þá gert alls konar óskunda á Wigan vörninni með eitruðum Suso boltum.
Höfum ekki riðið feitum frá Wigan undanfarið en treysti á BR að snúa á Martinez. 3-1.
YNWA
hvað er að gerast í stream málunum ?
núna er maður hættur að sjá flott sopcast stream eins og t.d. bloodzeed
Ég ætlaði að reyna að horfa á arsenal – tottenham og það er bara sáralítið í boði.
þetta byrjunarlið sem þú giskar á kristján atli er það það sama og þessi blaðamaður sem er alltaf með liðið rétt daginn fyrir leik er með ?? eða hvar get ég seð hans lið ??
Reina, Wisdom, Skrtel, Agger, Johnson, Sterling, Allen, Gerrard, Assaidi, Suso, Suarez
Þetta er liðið í dag. Sterling og Assaidi á vængjunum, Suso í holunni.
@Gislisig – 26
http://www.lfclivewire.com
http://www.wiziwig.tv/competition.php?part=sports&discipline=football
http://www.thefirstrow.eu/sport/football.html
Ég setti upp TS-player (torrent stream) um daginn og hef bara notað hann síðan. Frábær gæði. Þarft reyndar að setja upp ts-player og plug-in fyrir browser, en það er ekkert mál
http://funkyfun.altervista.org/
http://www.wiziwig.tv/broadcast.php?matchid=176223&part=sports
Sælir hvar er hægt að horfa á leikinn á Akureyri?? annars spái ég okkar mönnu 2-1 sigri í dag.
30 Sportvitinn
takk fyrir það Bragi 31
En til að horfa leiki á ipad er einhver með hvernig best sé að horfa á leiki með ipad
Hvar er Sportvitin á Akureyri????