Jurgen Klopp heldur áfram að raða inn mönnum snemma fyrir næsta tímabil.
Matip og Grujic komnir og nú hefur verið staðfest að Loris Karius sem var markmaður Mainz í vetur hefur nú skrifað undir langan samning við félagið.
Karius þykir einn efnilegasti markmaður Evrópu, 22ja ára gamall og átti frábært tímabil í Bundesligunni. Það er alveg ljóst að hér er komin samkeppni við Mignolet um aðalmarkmannsstöðuna næsta vetur sem er töluvert sterkari en þeir sem hafa keppt um hana undanfarin misseri.
Karius mun þó verða fjarri góðu gamni í upphafi næstu leiktíðar þar sem hann mun verða í landsliðshóp Þjóðverja á ólympíuleikunum í Rio.
Willkommen herr Karius!
Fyrir þá sem vilja fá hlekka á Youtube þá fannst mér þessi hérna bara ansi fínn!
Sumarið kemur snemma á leikmannamarkaðinum í ár.
Þar að auki tók hann skyrtu númer 1:
http://www.liverpoolfc.com/news/first-team/222989-liverpool-confirm-loris-karius-squad-number
Hlakka til að sjá hann koma inn eftir Ólympíuleikana!
Gott mál.
Það er ekki hægt að segja annað en að hann sé amk í góðri æfingu að spila fyrir aftan hripleka vörn miðað við youtube videoið 🙂
Þetta lítur ágætlega út. 3 flottir leikmenn að því að virðist, fyrir aðeins 10 milljóni punda.
snilld, líst hrikalega vel á þennan markmann og fá hann líka á slikk.
Sælir félagar
Þessi drengur virðist góður á milli stanganna og þarna eru líka nokkur góð úthlaup. Ég hefði líka viljað sjá eitthvað af stöðum sem Minjo er veikastur í. Þ. e. horn og fyrirgjafir þar sem markmaður þarf að fara út í bolta í loftinu. En það sem sést þarna lofar góðu og setur pressu á Minjo að bæta sinn leik.
Það er nú þannig
YNWA
Þessi lítur vel út á youtube
https://m.youtube.com/watch?v=4RZ5AfzvDtg
Vonandi heppnast þessi kaup.
Aðeins Neuer þótti betri (örlítið) í þýsku deildinni síðast liðinn vetur.
Velkominn Karius og plíííís settu Migno á bekkinn.
Fann ágætis grein um drenginn:
http://liverpooloffside.sbnation.com/liverpool-fc-transfer-news/2016/5/24/11749994/liverpool-transfer-scouting-loris-karius-mainz-german-goalkeeper-release-clause
Hef að vísu ekki hugmynd hvaðan þeir fá þessa tölfræði en sé hún rétt að þá lítur þetta út fyrir að vera fínasti markmaður. Fleiri skot varin per mark heldur en Migno, betri í loftinu, virkar á myndbandi góður í úthlaupum en það getur blekt fyrir utan það að vera 5 árum yngri en simon og á því líklega eftir að bæta sinn leik eitthvað. Virðast vera solid kaup miðað við peninginn sem er settur í þetta.
Fyrsta viðtalið við hann: https://www.youtube.com/watch?v=cj4U-JxtaUA
Þessu ber að fagna 🙂
líklega er Mainz í fjárhagskröggum og Klopp vill styrkja sína gömlu félaga 🙂
Annars er gaman að sjá hvað hann er fljótur á fætur í bolta nr.2 og úthlaupið á 0.48 í þessu videoi er frábærlegavel gert.
Spennandi
Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að öll knattspyrnulið þurfi að hafa þýskan leikmann í liðinu. Og því fleiri, þeim mun betra.
“Football is a simple game. Twenty-two men chase a ball for 90 minutes and at the end, the Germans always win.” – Gary Lineker
Homer
https://twitter.com/BundesligaLFC/status/735147879376007168?ref_src=twsrc^tfw
Þetta er eitthvað það fyndnasta sem ég hef séð
Synist þetta vera kaup sem voru einmitt í anda Dortmund. Leikmaður sem er enginn stórstjarna en þess í stað á góðum aldri og býr yfir miklum gæðum. Ef hann er jafn góður og það er talað um, gæti hann orðið aðalmarkmaður á næsta tímabili og mögulega það frambærilegur að við hættum að fá á okkur ódýr klaufamörk sem kostuðu okkur óþarflega mikið af stigum á síðast tímabili.
Líst vel á kauða en þyrfti að sjá heilan leik til að getað dæmt um gæði hans. Mignolet væri t.d mörgum klössum ofar sem markvörður ef hann væri ekki svona skelfilega mistækur.
Váá sá lýtur vel út á youtube allavega a milli stanganna. Virðist lika vera að verja vítaspyrnur einar tvær a síðustu leiktíð sýnist mér.
Vonandi er hann jafn góður í loftinu og a milli stanganna og eins veit maður ekkert hvernig spyrnurnar hans eru en ef þetta tvennt er í góðu lagi þá lytur þessi drengur virkilega vel ut.
Góðar fréttir. Ég sá tweet þar sem hann var með þeim slökustu í þýsku deildinni í úthlaupum. Ég er ekki fullviss um að hann sé akkúrat í dag betri en Mignolet.
Hann hefur mun meiri potential samkvæmt þessu sem bent er á hér að ofan. Nú er bara að reka Achtenberg, hinn arfaslaka markmannsþjálfara og fá inn almennilegan (helst þýskan) markmannsþjálfara sem getur náð framförum hjá markmönnunum.
Mjög spennandi.
Svona til gamans þá má halda því til haga að 13,6% þeirra 235 sem kusu sögðu að Karíus væri besti markvörður deildarinnar, og þ.a.l. betri en Neuer. Það er allt í lagi fyrir 22ára markvörð.
#8 – Takk fyrir frábæra grein.
Þetta er einfalt:
1. Hann er þýskur
2. Hann var með buyout clause!!
3. Saves per goal er 2,1 vs. 1,27 (Mignolet, sem btw er næst lélegasta í deildinni)
4. 99% success í aerial claims vs. 82% (Mignolet)
5. Talinn vera líklegasti arftaki Neuer
Skv. þessu þá fer hann beint í byrjunarliðið. Mignolet er svosem ágætis no. 2
https://www.umaxit.com/index.php/columns/experts-view-why-loris-karius-is-an-upgrade-on-simon-mignolet-for-liverpool
þetta er klassa greining á Karíusi.
Einn punktur sem ég vill koma á framfæri, Hann er að verja mikið af skotum út í teiginn sem getur verið mjög hættulegt. Eflaust flott efni, en hann er klárlega með veika punkta eins og Mignolet.
Virðist vera flottur markvörð er hrikalega spenntur fyrir honum EN hann virðist slá boltan full mikið út í teig aftur (fyrir markið) og í enskudeildinnu eru leikmenn sem refsa fyrir það….
Í mínum huga leikur ekki vafi á að Karius er framtíðamarkmaður Liverpool. Hann átti frábært tímabil með Mainz og er af leikmönnum í Bundes talinn næstur á eftir sjálfum Manuel Neuer hvað getu varðar.
Það eru ekki lítil meðmæli að mínum dómi enda Neuer lang besti markmaður heims. Ég vil ekkert taka frá DeGea, eða öðrum frábærum markmönnum, en þegar litið er á framlag Neuer til liðsins í heild s.s. sóknaruppbyggingar og varnaleiksins er hann stakur kvistur á grein.
Karius er vitanlega enginn Neuer en hann er úr sama skóla sprottinn. Þ.e. ekki aðeins góður milli stanganna heldur líka frábær fótboltamaður.
Algjör reyfarakaup hér á ferðinni og það sama má segja um Matip sem verður mikill happafengur fyrir Liverpool.