Uppfært: Liðið er komið fyrir kvöldið og lítur það svona út
Bekkur: Mignolet, Lovren, Fabinho, Lallana, Shaqiri, Sturridge og Origi
Fabinho er ekki í liðinu og kemur Wijnaldum inn miðað við liðið sem ég skaut á í dag. Kemur á óvart enda Fabinho verið asni öflugur undanfarið. Náði ekki Bayern liðinu alveg heldur. Coman byrjar á bekknum og tekur Ribery stöðuna hans. Verður spennandi að sjá hvernig okkar mönnum vegnar og Up the Reds!
——————————————————————-
Einar Mattías skrifaði ítarlega greinargerð um Bayern á mánudaginn og hvet alla sem hafa tíma og hafa ekki litið yfir það að kíkja á síðustu færslu. Ég ætla hinsvegar rétt að fara yfir nýlegar fréttir um liðin og sienna í dag mun ég uppfæra færsluna og setja inn staðfest byrjunarlið.
Eins og flestir vita fór fyrri leikur liðanna 0-0 á Anfield sem þýðir að Liverpool fer áfram með sigri eða jafntefli sem er ekki markalaust. Síðast þegar liðin mættust í þessari keppni var í undanúrslitum 1981. Fyrri leikurinn fór 0-0 á Anfield og sá seinni 1-1 og fór Liverpool áfram á útivallarmörkum og endaði á að sigra keppnina eftir sigur á Real Madrid í úrslitaleiknum. Liðinn mættust svo í Ofurkeppni Evrópu árið 2001 og þar vann Liverpool 3-2 sigur með mörkum frá Owen, Heskey og hinum mikla meistara John-Arne Riise.
Naby Keita ferðaðist ekki með liðinu til Þýskalands vegna lítilsháttar meiðsla en auk þess urðu Gomez og Chamberlain eftir heima vegna meiðsla en góðu fréttirnar eru þær að Trent fór með þrátt fyrir að hafa verið skipt útaf um helgina vegna meiðsla en búist er við að hann byrji leikinn í kvöld. Bestu fréttirnar eru þó þær að Virgil Van Dijk er ekki í leikbanni eins og í fyrri leiknum og verður á sínum stað í hjarta varnarinnar. Ætla skjóta á að liðið verði í þessa áttina
Hjá andstæðingunum er meira um fjarverur. Thomas Müller og Joshua Kimmich eru báðir í leikbanni síðan eru Tolisso, Robben, Coman og Alaba á meiðslalistanum en Kovac sagði á blaðamannafundi að Coman og Alaba gætu báðir mögulega náð leiknum og býst því við að spili báðir. Liðið hjá þeim gæti því litið út svona
Ef Alaba nær ekki leiknum er von á því að Jerome Boateng spili í vinstri bakverðinum í kvöld sem myndi hafa mikil áhrif á lið Bayern. Sóknarleikur þeirra, eins og okkar, byggist mikið á gæðum bakvarðanna Kimmich og Alaba og ef hvorugur þeirra nær leiknum og miðvörður spilar annan bakvörðin myndi það takmarka þá töluvert. Hinsvegar má ekki vanmeta Bayern liðið og ljóst að þetta verður hörkuleikur í kvöld. Neuer mun spila sinn hundraðasta meistaradeildarleik og vonandi munum við koma í veg fyrir að hann spili fleiri á þessu tímabili!
Minnum á umræðuna bæði í þræðinum hér og á twitter með myllumerkinu #kopis
Hef í raun engar áhyggjur af þessum leik. Sennilega okkar besti miðjumaður þurfti að færast í miðvörð, fyrir VvD, núna spilar hann sína stöðu, en sennilega besti miðvörður í heimi,VvD, er með í kvöld, það munar um meira en heilling. En BM er á góðu róli heima fyrir, sem segjir ekkert um gengi liðsins gegn snar brjáluðum Liverpool gaurum, peppuðum upp af stjóranum sem síðastur stjóra tók deildartitil af heimamönnum, þekkir þá út og inn. Held mig við spána 1-1.
YNWA
Jæja krakkar hvar í Grindavík horfir Liverpool samfélagið á leikinn?
Fabinho droppað á bekkinn, furðuleg ákvörðun finnst mér.
Já, þetta er að skella á! Ég held að þetta verði stál í stál í sirka 123 mín og svo verður það blessaða vítakeppnin. Þar mun okkar fallegi Alisson koma okkur áfram!
miðja sem getur ekki skapað neitt.. giska á að klopp ætli að láta sig detta út.
Ég vona að ég þurfi að játa þessa alræmdu sokka, en ég skil ekkert í þessu miðjavali í kvöld.
Klopp fer í “tried and trusted”, sömu miðju og gekk vel í fyrra, en líka sömu miðju og drullaði uppá bak í útileikjum keppninnar fyrr í vetur. Og hefur skapað lítið fram á við !
Ég vona að þeir sýni að þeir eigi þetta skilið, en mikið hefði ég viljað sjá Fabinho byrja þennan leik fremur en bæði Milner og Henderson.
Hefði viljað sjá Fabinho byrja þetta en hef ekki yfir neinu að kvarta þetta eru allt fagmenn koma svo!
Ég var mjög neikvæður fyrir síðasta leik og við unnum. Þessi miðja er búin að tapa síðustu 5 útileikjum sem þeir hafa spilað. Ótrúlegt að Fabinho byrji ekki er ein besta sexa í heimi. Koma svo
Kveldið
Þetta verður fínt! Vissulega er maður smá hissa, en það getur vel verið að þreyta eða smávægileg meiðsli spili hér inn.
Við erum að fara að vera þéttir og vona svo að skytturnar þrjár geti galdrað fram mark fyrir okkur.
Er einhver með link á leikinn?
Klopp byrja með sömu miðju sem kom okkur alla leið í úrslitaleikinn í fyrra og vonandi dugar það okkur gegn bæjurum.
Dagurinn búinn að vera erfiður hjá mér og lengi að líða í bið eftir leiknum, mín spá er 3-3 í frábærum leik þar sem við skorum markið sem fleytir okkur áfram í blálokin með aðstoð var.
GÓÐA SKEMMTUN KÆRU FÉLAGAR.
YNWA
Úff,þessi miðja er virkilega óspennandi,en hef vonandi rangt fyrir mér.
Eitthvað segir mér að Salah komi tuðrunni í markið í þessum leik.
2 – 2……
Átta liða gegn Porto.
Besti miðjumaður okkar á bekknum ekki viturlegt mr Klopp.
Líst ekkert á að hafa Fabinho á bekknum í þessum leik.
Hæ hér er linkur 🙂
https://www.vipstand.se/bayern-munich-vs-liverpool-fc-live-sports-stream/1/
@Robbi
Verður maður að búa sér til aðgang til að nota þennan link?
Er Henderson meiddur eina ferðina enn. Er ekki rétt að fara lesa sig við hann.
Nei það þarf ekki að búa til aðgang.
Ég fæ alltaf eitthvað svoleiðis form, register. Grrr…
Mané!!!!!!!!!!
MANÉ !!!!
Lá í loftinu….þjóðverjanir eru hræddir…
Vá, þvílík afgreiðsla hjá Mané 🙂
Nú er vont að finna engan link…
Liðið small í gang um leið og Fabinho kom inná, sýnist mér á lýsingum!
https://www.viprow.net/
https://twitter.com/IssaVibeG2/status/1105929132209262592
Virgil van Dijk með stoðsendinguna.
Já, þetta er ekki búið.
Það hefði verið fínt að allavega klára hálfleikinn án þess að fá á sig mark en svona er þetta. Robertson kallinn gleymir sér þarna og ekki mikið sem Matip getur gert í þessu.
YNWA
Loksins tókst það hjá Matip
Er þetta kannski ástæðan fyrir því að Henderson var frekar í byrjunarliðinu heldur en Fabinho. Hinsvegar lýsi ég eftir Sala.
https://www.vipstand.se/bayern-munich-vs-liverpool-fc-live-sports-stream/1/
Robertson bætir fyrir þetta í seinni en stress stigið svolítið hátt finnst mér. En við erum algjörlega með þetta í okkar höndum, tvö jöfn lið að eigast við. En markið hjá Mane, eigum við eitthvað að talaum það 🙂
YNWA
Þetta er greinilega stórleikur þar sem bæði lið bera mikla virðingu fyrir andstæðingnum.
Liverpool hefur samt verið að spila hápressu með ágætum árangri því að Bayern hafa verið í vandræðum með að búa til alvöru sóknarpressu á okkur þar sem þeir eru alltaf að spila aftast.
Mane með stórkostlegt mark og svo gleymir Andy sér í dekkingu og ekkert hægt að sakast við Matip því að hann verður að reyna við þetta því að það er galopin maður á fjærstöng.
1-1 er alveg sangjart því að hvorugt liðið hefur verið að skapa eitthvað mikið en þetta mark sem við fengum á okkur kom upp úr engu en það má eiginlega segja sama um okkar mark.
YNWA – ég hef fulla trú á okkar vörn að við getum passað markið okkar í 45 mín og haldið þeim smá uppteknum varnarlega. Því að um leið og þeir fara að færa sig framar þá erum við með fullkomið skyndisóknar tríó þarna fremst
p.s Fabinho hefur verið mjög lélegur eftir að han kom inná.
Ég óska eftir firmino og salah. Þeir hafa ekkert sést á þessu ári.
Þetta er enþá í okkar höndum, kílum inn einu eða höldum 0-0 í seinni….
En komon… hvað er verið að troða kvennaliðinu efst á síðuna á meistaradeildakvöldi???? Var farinn að hallast að því að það væri enginn þráður fyrir leikin í kvöld…..
Er að horfa á leikinn á þýska Sky, aðallýsandinn er skuggalega hlutdrægur með Bayern (lýsti eins og þeir hafi haft öll völd á vellinum), þannig að það var geggjað þegar Mané lækkaði í honum rostann með snilldarlegri afgreiðslu. Didi Hamann er að lýsa með honum og mætti koma með meira jafnvægi á móti hinum.
En þetta er galopið 50/50 verður að segjast og spennandi seinni framundan.
Við höfum oft spilað betur, en við erum áfram eins og staðan er núna. Seinni hálfleikur eftir og við skorum 1 mark. Koma svo Liverpool !
Auglýsi hér með eftir Mo Salah, elsku kúturinn minn hvar ertu.
Virgil!!!!!!!
VIRGIL !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Úfff 😉 þetta verður spennandi 🙂
Jeee, van Dijk!!!
Oh Mané Mané!!!!!!!
Þá er þessu sylgt í hús 🙂
MANÉ !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Geggjuð sending frá Salah!
Minn maður leiksins er Matip og það eftir að hafa skorað í eigið mark. Hefði aldrei trúað því að maður leiksins skori fyrir andstæðinginn, hlýtur að vera einsdæmi.
Robertson tókst að koma sér í leikbann þegar að það er ein og hálf mínúta eftir af leiknum. Vel gert Andy
Matip buinn að vera frábær i þessum leik….svo hlýtur Klopp að fá mikið hrós fyrir sína snilldar taktík á þessu leik
Vel gert!
Snnniiiiillldddd………
Sagði fyrir leik að þetta myndi fara 2 – 0 ég fékk 8 putta upp en 12 niður ég er að velta því fyrir mér hvort það séu Bæjarar að komenta hér inni eða hvort LFC stuðningsmenn hafi ekki meiri trú á sínu liði en svo að hald því fram að við værum að fara tapa fyrir þessu lakasta Bæjara liði í mörg ár. Verð reyndar að viðurkenna að ég var farinn að öskra á MO þar til þessi gull sending kom þarna í restina og var rosalega feginn þegar ég sá þennan arfa slaka Renato Shanses koma inn á og þá vissi maður að þetta var í höfn. Var reyndar frekar rólegur yfir þessu og ætla að njóta og vera rólegur áfram.
YNWA.
Siglt í hús Kristján R er nú vanin að segja…en hvað með það,glæsilegur sigur á útivelli 🙂