Liverpool 0 – 1 PSG, PSG áfram eftir vító. (Leikskýrsla)

Mörkin

’13 Dembele (0-1)

Hvað gerðist markvert í leiknum?

 

Okkar menn byrjuðu af gríðarlegum krafi og  náðu fyrstu tíu mínuturnar og náðu að skapa sér tvö eða þrjú afar álitleg færi. Það voru þó gestirnir sem nýttu sitt færi. Á þrettándu mínútu náðu Barcola og Dembele að sameina krafta sína í leifturfljótri skyndisókn, sem endaði með því að Dembele skaut sér fram hjá hafsentunum okkar og náði í bolta sem Konate hefði líklega átt að skilja eftir fyrir Alisson.

Það sem eftir lifði hálfleiksins voru Parísarmenn með vindinn í bakið. Það var ekki að okkar menn spiluðu illa, en gestirnir virtust eiga mun auðveldara með að skapa færi og við gátum þakkað Becker fyrir að staðan væri ekki verri. Næstum allt virkaði hjá Liverpool, en ekki nóg til að jafna.

Fyrstu 30 mínútur seinni hálfleiks voru hreinlega frábær fótbolti á báða bóga og líklega besti hálftíma af fótbolta á Anfield í vetur. Bæði lið léku á alls oddi, okkar menn meira með boltann en allar skyndisóknir þeirra frönsku hættulegar. En fjárans tuðran vildi ekki inn!

Það dróg til tíðinda á 73. mínútu, miður góðra. Trent hoppaði í tæklingu og festi stóru tá í grasinu. Niðurstaðan var að hann sneri svakalega upp á öklan á sér og verður væntanlega frá í í einhverjar vikur. Í stað hans koma Quansah inn á og þessu ótengd sendi Slot Nunez inn á fyrir Jota.

Það sem eftir lifði hálfeiks róaðist aðeins leikurinn, en ekki mikið. Liverpool, var meira með boltann, sköpuðu fleiri færi en sama hvað þeir gerðu náður þeir ekki að skora. Framlenging niðurstaðan eftir 180 mínútur.

Það var vítaspyrnufnykur af framlengingunni frá fyrstu mínútu hennar. Þreyttar lappir báðum megin og ákveðin vonbrigði að varamenn okkar næðu ekki að koma inn af meiri krafti. PSG náðu yfirhöndinni í seinni hálfleik en hinn guðdómlegi Alisson Becker varði þeirra besta skot á ramman. Satt best aðs segja var maður afar feginn þegar að vítakeppninni kom.

Því miður reyndist vítakeppninn okkur ekki hagstæð. Salah stór fyrir sínu en Nunez og Jones tóku hreint út sagt skelfileg víti sem Donnarumma varði léttilega, á meðan PSG liðar skoruðu öruggt úr sínum.

Hvað réði úrslitum?

Færanýting, öllu heldur skortur á henni var ástæðan fyrir að okkar menn náðu ekki að klára verkefnið í kvöld.

Hverjir stóðu sig vel?

Fyrir utan ein hrikaleg mistök í upphafi leiks voru varnarlínan og sérstaklega Alisson virkilega flottir í dag. Sama miðjan og gatt ekki neitt fyrir viku voru miklu betri í þessum leik, en þetta var ekki leikur þar sem einn maður stóðu uppúr. Quansah verður að fá mikið hrós fyrir hvernig hann kom inn á, lang besta skiptingin í leiknum.

Hvað hefði mátt betur fara?

Sóknarlínan eins og hún lagði sig hefði mátt standa sig mun betur í þessum leik. Miðað við þann urmul færa sem voru sköpuð í þessum leik er ótrúlegt að ekkert mark hafi verið saknað. Diaz og Salah voru í það minnsta að pressa vel, Jota var heillum horfin. Verst var samt að skiptingarnar hans Slot virtust ekki hafa nein jákvæð áhrif á leikinn

Umræðan eftir leik

Ef Konate og Trent eru illa meiddir gæti þetta reynst rándýr leikur fyrir næstu vikur.

Það er ofboðslega langt síðan Liverpool spilaði við lið og hitt liðið virtist í betra formi. Í lok framlengingar voru okkar menn á keyra á gufunni einni saman, á meðan PSG virtust geta hlaupið endalaust.

Ömurlegur endir á Meistardeildinni í ár staðreynd, ótrúlega fúlt eftir að hafa stútað riðlakeppninni.

 

Hvað er framundan?

Það er heimsókn á Anfield South um helgina og dolla í boði!

59 Comments

Skildu eftir athugasemd
  1. Sumir eru fæddir winnerar en aðrir fæddir skúrkar … það vita allir hvaða leikmenn hér er átt við … úff innkoman í leikinn og síðan í vító …
    Stærstu mistök Slot hingað til sem stjóri að stöðva hann ekki frá því að taka víti !

    11
  2. Ég bara fann það strax á mér að Nunez myndi ekki ráða við þetta og skil ekki þessa ákvörðun.

    11
  3. Magnað að rústa stærstu deild heimsins og fá PSG í 16- liða úrslitum. En svona er þetta. Við getum ekki alltaf unnið allt.

    16
  4. Mikið ofboðslega er þetta leiðinlegt kombó, endalaust léleg færanýting og enn einu sinni verður þetta okkur að falli. Mikið ofboðslega er þetta dapurt að menn reyna endalaust að finna næsta mann, þó þeir séu í góðu færi. Þetta kemur okkur að kolli, og myndi kosta miklu meira ef við værum ekki með svona “solid” vörn. Það vantar “killer” fram á við, einhvern sem klárar þessi hálffæri, en er ekki alltaf að leita af Salah. Kvöldið í kvöld var skólabókardæmi um lélegan sóknarleik en góðan varnarleik. Við getum klúðrað færum endalaust og gerum það, á meðan vörnin stendur sína plikt. Þetta er í raun pathetic hvernig framlínan okkar klúðrar hverjum leiknum á fætum öðrum. Djöfull er ég pirraður eftir þennan leik 🙁

    7
  5. Frábær leikur hjá frábærum liðum. Okkar menn búnir á því í framlengingunni. Nunez og Gakpo komu ekki með neitt inn í leikinn, Gakpo greinilega ekki í leikformi og Nunez…… hvað getur maður sagt!

    Ok, vinnum deildarbikarinn á sunnudaginn, svo kærkomið frí fram í apríl, vonandi mæta allir ferskir þá og klárum deildina áður en maí mánuður gengur í garð.

    YNWA

    8
    • Já og vil bæta því við að ég vorkenni Nunez, lítið að ganga upp hjá honum þetta tímabilið!

      9
  6. Dauðþreittur Jota var betri en Núnez. Af hverju var hann settur inná? Nunez er bara ekki með þau gæði til að spila fyrir Liverpool

    6
    • Við hefðum samt líklega verið dottnir út eftir 90 mín í gær ef hann hefði ekki komið inná í fyrri leiknum

      3
  7. Vonandi vinna PSG meistaradeildina þeir eru með magnað lið núna þurfum við að gera okkur klára fyrir sunnudaginn og ná í BIKAR

    5
  8. PSG betri yfir þessa tvo leiki.
    Svo margt sem var að í dag, veikleikar sem liðið hefur að mestu náð að fela í deildinni.
    Nú þurfa menn að rífa sig upp.

    8
  9. Djöfulli fúlt en tvö frábær lið að keppa. Ég er stoltur og ég nenni ekki að finna sökudólga. Mér leið eins og færanýtingin væri speglun á því sem gerðist í París í síðustu viku. Vítaspyrnukeppni finnst mér alltaf “hálfósanngjörn” leið til að ráða úrslitum. Náum deildinni nr. 20 og vonandi deildarbikarnum líka. Og svo verður vonandi bæting á næsta tímabili 🙂

    Ég ætla bara þá að vona að PSG taki þetta núna fyrst þeir náðu að sigra okkur. YNWA.

    9
  10. Eftir að hafa horft á þessa leiki við PSG er ég komin á þa skoðun að það eigi ekki að semja við Sala um framlengingu, nema þa að samningurinn verði mjög hagstæður fyrir Liverpool. Hann er frábær við vítateigshornið og í vítateignum en því miður er hraðinn að minnka og varnarvinnan er ekki góð. Hvorutveggja er algjör nauðsyn í nútimafótbolta. Nú má Sala troða sokk upp í mig og vera frabær til vors:-)

    8
    • þetta er ekki í fyrsta skipti sem Salah hverfur í föstumánuðnum. Hann hefur ekki leikið vel að undanförnu þó hann hafi sett mörk úr vítum.

      Ef Salah fer í sumar þá held ég að Liverpool hafi fengið allt það besta frá honum. Góðir hlutir taka enda og vissulega yrði mikill söknuður af Salah.

      Verði einhver spennandi kantmaður keyptur í staðin gæti það verið það besta fyrir alla aðila.

      3
      • Salah hefur borið Liverpool einn í vetur. Hann hefur komið að 44 mörkum af 69.

        En vissulega þarf að endurnýja liðið – og það töluvert.

        3
  11. Ég er ekki sammála því að menn voru að spila á gufunni, Gakpo td þurfti bara að keyra sig út í 20 mín sem flestir skemmtiskokkarar gætu gert en virkaði eins og hann væri búin að spila í 5 tíma eftir 12 mánaða fjarveru. Sobo og Macca voru enn að hlaupa með tilgangi þegar þeir voru inná en varaskeifur þeirra vorum heillum horfnar. Robbo var flottur ásamt Jarred sem þurftu að verjast miklu meira þegar leið á, einfaldlega því liðsfélagar þeirra sem áttu að koma með aukakraft inná brugðumst þeim, okkur og fólkinu á vellinum. Mér finnst þetta ekki vera marks um þreytu heldur stæla. Að þeir skuli halda að þeir séu bestir og mestir. Hlauptu úr þér lungun fyrir þreyttari liðsfélaga þína eða farðu. Ég er gjörsamlega brjálaður út í varamenn okkar í dag.

    6
    • hvers vegna tjáir þú þig einungis eftir tapleiki? Þú hefur aldrei neitt annað fram að færa en gremju og biturleika.

      6
      • Veit ekki, kannski þoli ég ekki að tapa eða eitthvað. Hver ert þú?

        5
      • DJ20 Hvað ert þú að gera athugasemd á hvað og hvenær aðrir commenta
        kemur það bara ekkert við , hentu þér bara á DV commenta síður.. átt heima þar

  12. Það er svakalega dýrt fyrir okkur að Jota og Nunez eru bara eiginlega aldrei að gera gæfumuninn fremst á vellinum. Fínn leikur en skallinn hjá Quansah…. Þar mögulega fór þetta.

    6
  13. Jæja heilvítis svekkelsi og ekki bara Nunaez sem var sslakur heldur öllum sem var skipt inná nema Quansha Curtis gerði ekkert og Elliot sást ekki eftir að hann kom inná hefði bara verið betra að hafa miðjuna eins áfram. En PSG flottir og alltaf 50 / 50 í vîtó þurfum að taka þessa 2 bikara sem eru eftir og þá er þetta flott tímabil.

    3
  14. Sælir félagar

    Það er ekki hægt að vinna alla leiki og með smá hepnni (eða minni óheppni) hefði Liverpool getað unnið þetta á heimavelli sínum. Liðið byrjaði með miklum látum báða hálfleikina en inn vildi boltinn ekki og því fór sem fór. Ég er sáttur við leik liðsins og leikmenn skildu allt eftir á vellinu. Hvort liðið sem var hefði getað unnið leikinn í venulegum leiktíma eða í framlengingu og mér fannst LIverpool á köflum yfirspila frábært lið PSG. En ef lukkan er ekki með þá tekur ólukkan við. Frábær leikur tveggja góðra liða. Takk fyrir mig

    Það er nú þannig

    YNWA

    26
  15. Kannski rétt að minna fólk á að Nunez var með gæðin til að leggja upp sigurmarkið gegn PSG fyrir viku, og skora svo jöfnunarmark og fiska víti um helgina.

    Hann er greinilega enn mjög brothættur andlega. Slot var að veðja á að síðustu tveir leikir hefðu veitt honum sjálfstraust, en það var ekki svo. Því miður.

    23
    • Nunez var ekki sá eini sem klúðraði. Skítur skeður og allt það.

      Vissulega var maður hissa á að maður sem er ekki er sterkur andlega, hafi tekið víti nr. 2.

      4
    • Framlag hans á þessu tímabili er þá upptalið að viðbættum leik gegn Brentford!

      Ef það er einn hlutur sem leikmaður þarf að hafa í lagi á punktinum þá er það hausinn.

      Það vita það allar sófakartöflur heimsins að Darwin er sá allra slakasti þar. Hann er sá síðasti í liðinu sem ég myndi treysta fyrir víti undir pressu.

      Slot sat uppi með þennan skúrk og hefur gert ótrúlega hluti með liðið. Vonir manns voru þó farnar að fara í þá átt að Darwin gæti kvatt liðið í vor með sæmd og komið með eitthvað framlag að borðinu til lengri tíma en svo virðist ekki vera.

      8
    • Hvað veist þú um það? Annars annað blákaldar staðreyndir um mjög svo ósannfærandi leikmann. Mér finnst ólíklegt að Slot veðji meira á hann.

      2
  16. Svaka leikur, gengur betur næst.
    Vorkenni okkar mönnum. Þeir lögðu sig fram og áttu sigurinn skilið úr þessum leik.
    En. Bikarkeppnir eru alltaf happa/glappa.
    Hægt að gráta í kvöld en úrslitaleikurinn á sunnudag spyr ekki að neinu öðru en viljanum og hæfileikunum til að snúa örlugunum sér í hag.

    Góða nótt
    YNWA.

    3
  17. Á þessum tímapunkti hefðum við ekki geta fengið erfiðari andstæðing.

    Ótúlegt að hafa dregist gegn þessu liði eftir að hafa sigrað deildarkeppnina.

    Annars er voða lítið til að fárast út af,, þeir voru sterkari þegar horft er til beggja viðureigna. Við drógum þá í vítakeppni og tvö léleg víti hentu okkur úr keppninni.

    Mögulega var Liverpool eina liðið sem hefði geta dregið þetta PSG lið í vítakeppni.

    6
    • Erum yfir í einvíginu og enginn ástæða að pressa í einhverjum djöfulgangi og hafa allt galopið tilbaka. Beita bara sömu taktík og í fyrri leiknum og líklegra að vera
      meira clinical á heimavelli. Að því sögðu er ótrúlegt að skora ekki eitt fokking mark í 90mins. Taktískt disaster og Slot vonandi lærir af þessu. Detta út í 16 liða er skammarlegt eftir að hafa unnið forkeppnina. Að henda svo illa ryðguðum Gakpo inná í stað Chiesa er líka ámælisvert. Get ekki beðið þangað til þetta drasl Nunez verði selt því þetta hlýtur að vera einn allra heimskasti sóknarmaður sem hefur spilað fyrir lfc. Farið hefur fé betra.

      5
      • “Farið hefur fé betra”

        Ertu að tala um meistaradeildartitilinn?

        Eetu líka að kalla eftir Mourinho eða Conte til að stýra liðinu?

        Það var ekkert annað en lukka að halda hreinu í París og alls ekki væntlegt að beita sömu taktík aftur á Anfield þegar forskotið er ekki nema 1 mark.

        Liðið fékk fjölmörg fínt færi í leiknum

        2
      • Nunez ballotellison Þvílíkur moðhaus,
        farið hefur fé betra. ágætlega mælt

        2
  18. Það er ekki hægt að dæma tap ut fra vitakeppni. Liðið spilaði alveg agætan fotbolta, bara stundum fellur ekki allt með liðum, eins og hja LFC i kvold, shit happend! Deildartitillinn var og er nr.1, allt annað er bonus.

    YNWA

    9
  19. Gríðarlegt svekkelsi en PSG er með alveg svakalega frískt lið. Okkar drengir skildu bókstaflega allt eftir á vellinum, langflestir alla vega, og gæti orðið erfitt bæði andlega og líkamlega að ná upp dampi aftur fyrir bikarleikinn á sunnudaginn.

    Tvær spurningar snúast í hausnum á mér. Hversu slæm eru meiðsli Trents? Og hversu skrýtið er að að Slot setur Chiesa aldrei inná?

    6
    • Ég held að það sé nú bara ekkert skrítið að Slot setja Chiesa aldrei inná…

  20. Já, það var allt annað að sjá okkar menn miðað við fyrri leikinn – en höfum á hreinu að það gat varla verið verra.

    Liðið sýndi ágæta takta og var að skapa… en FÆRANÝTINGIN maður lifandi Mo Salah, Allah og Jesús!

    Og svo gefa þeir andstæðingnum mark með slæmum varnar-/markmannsmistökum.

    Nunez og Jones, sem báðir fengu heilmikinn tíma inni á vellinum, voru skammarlega lélegir og litu vægast sagt illa út. Auðvitað ekkert við þá að sakast í vítakeppninni en er ekki með ólíkindum að þessir menn séu látnir stíga á punktinn?

    Gakpo var augljóslega ekki tilbúinn. Hafði ekkert fram að færa og leit því miður út eins og gamalmenni á vellinum.

    Þó svo að okkar menn hafi verið virkilega góðir á köflum í kvöld og flestir barist eins og ljón, þá áttu þeir ekkert skilið úr fyrri leiknum og hvað þá að sigra. Þetta var því verðskuldað hjá PSG sem voru betra liðið yfir leikina tvo.

    Ég sé þetta PSG-lið alveg fara alla leið í keppninni – en að því sögðu þá gæti mér ekki verið meira sama því okkar menn dottnir út og fókusinn fer annað; fyrst á Wembley og svo á að klára deildina vonandi með stæl.

    Vonum það besta með meiðsli TAA og Ibou.

    Áfram Liverpool!

    9
  21. En og aftur er það botnlaust olíufurstafélag sem hefur áhrif á gengi Liverpool.
    það er nákvæmlega ekkert sjarmerandi við þetta PSG félag. það er í sömu hillu og þau félög sem við erum að berjast við heimafyrir og við erum að fara mæta slíku félagi í úrslitaleik næstu helgi.

    en af því sögðu, þá verðum við að gera okkur fulla grein fyrir því að ef Liverpool landar þessum PL verður það okkar 20 Englandsmeistaratitill og jöfnum við okkar gömlu ekrifjendur þar.
    og erum þá ánn nokkurar umræðu orðið sigursælasta félag á Englandi.

    vitnum í þjóðsöngin okkar og berum höfuðið hátt! þegar og “ef” við löndum PL í lok tímabils og við öll með einn galdan gull við hönd þá er enginn að velta fyrir sér hvað við fórum langt í Cl og ekki einu sinni hvað gerðist í þessum deildarbikarleik!
    ef við verðum Englandsmeistarar í vor! þá er það allt sem skiptir máli!

    2
  22. Því miður fór sem fór, varðandi innáskiptingarnar þá voru þær flestar til hins verra fyrir utan Quansha og Endó sem stóðu sig vel. Mér hefur alltaf fundist erfitt að fylgjast með Curtis Jones. Mér finnst einhvernveginn eins og hann telji sig betri leikmann en hann er. Þ.e. ætlar sér um of heldur að hann geti hangið á boltanum sem er mjög oft hreinlega tekin af honum. Gakpo sem hefur verið frábær í vetur var ískaldur og gerði nákvæmlega ekkert. Elliot fellur í sama flokk og Jones. Nunez fannst mér heilt yfir fínn í leiknum.
    Vító. Víti sem eru tekin eins og Curtis tók það fer í mínar fínustu. Að labba að boltanum og ætla að spyrna í hægu síðasta skrefi. Ömurlega lélegt. Gera þetta bara eins og Salah og Milner þruma boltanum að markinu. Nunes hefði mátt spyrna fastar en það var þó mun betra víti en hjá Curtis.
    Alison hefur svo aldrei getað neitt í vítaspyrnukeppnum eins frábær markmaður og hann er.

    8
  23. Þetta var mögnuð viðureign. Byrjunarliðið mætti 100% peppað til leiks og ef ekki hefði verið fyrir þennan misskilning í vörninni hefðum við haldið hreinu. Vörn Parísar var ógnarsterk og þeir fleygðu sér fyrir alla bolta.

    Varamennirnir ollu gríðarlegum vonbrigðum. Gakpo engan veginn klár í slaginn, Eliott hvarf, K. Jones missti boltann og var of hægur. Nunez var ekki bara súrrealískur í ákvörðunum sínum (það er eins og hann hafi aldrei æft með þessu liði) hitt var verra að það var eins og hann hefði hlíft sér. Þeir voru greinilega hræddir við hann í upphafi og það átti hann að nýta með karlmannlegum tæklingum og þéttu spili. En ég trúði ekki mínum augum þegar ég sá hann skokkandi í hægagangi eftir flötinni.

    Og svo þessi ákvörðun að láta hann taka víti…. Af hverju ekki Gakpo og svo Eliott???

    Makalaust.

    En yfir það heila var þetta bilað spennandi og hefði getað farið á betri veg. Nú er bara að endurheimta skrokka og þol fyrir sunnudaginn!

    6
  24. Ég tek bara ofan fyrir PSG, þetta er by far besta PSG lið sem hefur verið uppi og fóru því miður verðskuldað áfram.
    Drullufúlt að detta út en núna þurfa leikmenn að safna kröftum og ná í bikar næstu helgi og gleyma þessum leik.
    Förum svo vonandi að tryggja okkur stærsta bikarinn fljótlega.

    3
  25. Frábær skemmtun. Því miður þurfti annað liðið að detta úr keppni. Áfram gakk, Liverpool.

    2
  26. Þetta var sturlaður leikur í gær.

    Við hefðum átt að ná forustunni þegar Salah klúðraði tveimur færum áður en þeir skora. Svo höldum við pressunni á þeim allan fyrri hálfleik og stóran part af síðari þar sem þeir eru að bjarga á línu, boltinn í stöngina og markvörðurinn að verja vel en á móti kemur þá þurfti Alisson að stíga út tvisvar á háréttum tíma til að bjarga okkur.

    Fyrri leikurinn þá var PSG miklu betri en við unnum frekar ósangjart en í síðari leiknum voru við mun hættulegri en PSG unnu í Vító.

    Slot hefur oftast verið með flottar skipptingar en þær klikkuðu í þessum leik.
    Hefði mátt sleppa að setja Gakpo inn á því að hann er langt í frá tilbúinn að spila fótbolta og virkaði sem þreyttasti og meiddasti maðurinn á vellinum eftir að hann kom inn á.

    Ég skil Nunez skiptinguna 100%. Hann kom og var flottur í fyrri leiknum, skoraði og fiskaði víti gegn Southampton og Jota virkaði þreyttur.
    Jones skiptinginn skil ég líka hugsunina á bakvið en því miður virkaði hún ekki. Macvar orðinn þreyttur en samt mikil kraftur í honum og Jones átti tvo þrjá flotta spretti en svo komst hann ekkert í takt við leikinn.
    Elliott kom með smá kraft en gæðin voru farin pínu úr liðinu þegar Diaz, Sly, Mac, Trent og Konate eru farnir af velli.

    Trent og Konate þurftu auðvita að fara af velli.

    Hvað um það mér fannst þetta flott framistaða í gær fyrir utan að þetta datt ekki með okkur.

    Reynum og klára bikar næstu helgi en NÚMER 1,2 og 3 klárum þessa helvítis deild og að við duttum út úr meistaradeildinni hjálpar okkur klárlega með það.

    YNWA – Verð í skýjunum ef við vinnum deildina og ætla að skella mér í skrúðgöngu 🙂

    6
  27. Þetta var rosalega flottur leikur hjá báðum liðum, og í vító væri alveg eins hægt að spila skæri-blað-steinn til að finna sigurvegara. Blæs á alla þessa gagnrýni á þá sem var varið frá. Það kemst engin í markið hjá PSG nema að vera fær, og hann Donnarumma hélt PSG inn í leiknum á tíma, og var heppinn tvisvar í vító. Ef eitthvað höfum við meiri líkur á að klára þetta í venjulegum tíma en PSG.

    Ef það er eitthvað neikvætt sem við getum tekið frá þessum leikjum og sennilega nokkra af síðustu leikjum liðsins þá er það hvað okkur skortir breidd. Sorglega við það er að skoða bekkinn og sjá að þarna vantar dýrustu kaup síðasta sumars – sem hefði hvort sem er ekkert bætt liðið í gær (markvörður), og næstdýrustu virðist ekki fá sjens (Chiesa). Þessi skortur á breidd gerir það bæði að við verðum fyrirsjáanlegir og þreyttir. Þannig vissi PSG að með því að líma snöggan og góðan varnarmann á Salah og jafnvel tvímenna væri búið að draga úr hættunni okkar um x prósent, sama og reyndar öll önnur lið hafa verið að gera síðustu mánuði en kannski ekki með jafn snöggan/góðan og því oftast með fleiri brot.
    Við erum bara með Plan A, og síðan Plan A1, Plan A2… Vantar alveg Plan B eða C.

    Í framlengingunni fannst mér PSG vera að ná yfirburðum, enda við að spila á sama liði (þrátt fyrir skiptingar) og spilaði á móti Southampton og PSG síðustu viku, meðan þeir hvíldu 8 lykilmenn. Samt unnu þeir sinn leik í frönsku deildinni – enda með breidd.

    Kannski er verst að niðurstaðan er að núna förum við í næsta leik – með óbreytt lið – og þarnæsta, og þarnæsta… Ég er nokkuð viss að við náum titlinum, en mikið rosalega væri gott að geta sent lið sem gæfi lykilmönnum sjens á hvíld og kæmi andstæðingum á óvart.

    5
  28. Mer finnst við hafa verið töluvert heppnir i vetur en samt siglt i gegnum timabilið og það án soknarmanns. Við höfum 5+ vængmenn sem flestir hafa vinstri fot iog það er með olikindum að við seum að gera það sem við höfum gert.

    Eg vænti þess að sja tvær dollur og svo i sumar selja Jota, Diaz, Nunez sem eru allir of “gung ho” eitthvað og fá inn leikmenn sem meika meiri sense i systemi Slot. Robertson og Grikkinn mega fara. Næsta sumar verður ahugavert að sja hvað Slot vill inn þvi við vitum hvaða leikmenn hann vill ut.

    PSG var miun sterkara lið en við oh for afram sanngjarnt. Afram Aston Villa nuna!

    1
  29. Þvílíka skemmtunin sem var boðið uppá í gær, sigur fyrir alla fótboltaunnendur.
    Ekki datt það okkar megin í þetta skiptið, en að mínu mati réttlátt þar sem PSG voru betri aðilinn heilt yfir viðureignina.

    Vonandi eru meiðsli Trents og Konate ekki mjög alvarleg.
    Og mikið er nú gott að eiga gott forskot í deildinni fyrst við misstum í meiðsli tvo byrjunarliðs varnarmenn í gær. Góðan bata piltar.

    YNWA!

    2
  30. Ég hef alltaf bara viljað deildina. Geri ekki kröfu á annað. Algjörlega óraunhæft að kaupa ekkert í sumar og ætla að vinna deildina og meistaradeildina. Væri frábært að vinna Newcastle.

    Áfram Liverpool og áfram Slot!!!

    6
  31. Þar sem var líka magnað í þessum annars frábær leik þrátt fyrir tap, er að Skotinn okkar Andy Robertsson sem kominn er á fertugsaldurinn og einhverjir hér inni vilja losa sig við, barðist eins og ljón í 120’+ mínútur! Nokkrir félagar hans í liðinu sem spiluðu ekki nema brotabrot af þeim tíma mættu taka hann til fyrirmyndar!

    Hvað svo sem gerist á leikmannamarkaðnum í sumar eða í framtíðinni, þá þurfum við alltaf að hafa Skota í okkar liði – þar eru alvöru stríðsmenn á ferð!

    YNWA

    4
  32. Jæja, mestu vonbrigðin liðin hjá og þá er að horfa fram á veginn; fram á sumarið og hvað verður gert í leikmannaglugganum. Ég vona heitt að Slot fái stuðning hjá eigendum til þess að fríska vel upp á liðið.

    Margir óvissuþættir í gangi. Ekkert fréttist af samningum VVD, Salah og Trent, sem getur alveg eins þýtt að þeir verði allir látnir fara (plís, ekki Virgil). Gargandi þörf á nýjum vinstri bak. Verður að kaupa alvöru mann þar. Framlínan gæti meira og minna horfið í sumar: Salah, Jota, Nunez og Diaz. Þá þarf nú heldur betur að rífa upp veskið (sem er ekki sterkasta hlið Johns Henry). Fyrir utan smámuni eins og fleiri miðverði, bakköpp í hægri bak og aðra sexu í viðbót.

    Þetta gætu hreinlega verið 10 manns sem þurfa að koma inn nýir. Og við vitum að það á aldrei eftir að gerast. Ég gæti verið miklu bjartsýnni en ég er fyrir komandi glugga, það verður bara að segjast eins og er…

    3
    • Skemmtileg samantekt,
      En mér finnst einmitt að FSG svakalega fast í formulu með kaup og eru mjög snöggir að rebulda þegar þeir telja það rétt.

      t.d. er Miðjan gott dæmi í einum glugga þá er kominn ný miðja eins og hún leggur sig.
      miðja sem er möguelga að skilja okkur PL titli. sobo,mac,graven og Endo
      í sama dagatali eru hendo,fab,keita og milner að fara

      Jan 21/22 kemur Diaz og um sumarið koma svona Nunez og Gakpo ,
      Mané fer sumarið eftir að Diaz kom og bobby sumarið sem hinir koma.

      Ef þessi samningsmál eru ekkert í gangi þá sæi ég ánn gríns nánast vörn koma í sumar,
      LB og CB og RB Konate möguegla einn áfram

      Svo var framtíðar GK laus fyrr en kannski ætlað var og þá var bara stokkið á hann.

      þessi FSG formula gerist svakalega hratt þegar menn telja þurfi að endurbyggja eitthvað í hryggnum. Svo ef við ætlum að ræða hvort eitthver misstök voru gerð í leikmanna kaupum.
      og ef menn ræða svo t.d. framherjastöðuna þá myndi ég giska á að targetið fyrir Salah sé fundið ef menn ætla að losa hann, hvort við þurfum að losa fleiri og fá þá menn inn er annað mál. en er ekki áhugsandi. ég sæi þá Nunez og Diaz vera helstu sem gætu farið. Chiesa jú líka.

      það er gaman og skoða þetta og þessi umræða fer örugglega á fullt fljótlega eftir landsleikjhahléið.

      2
      • Gakpo kom í janúar 2023 og miðjan ógurlega bættist við um sumarið: Szobo, Gravenberch og Mac Allister. Það verða að teljast fjári góð innkaup í hittifyrra. Við þurfum jafn góð innkaup í ár, helst x 2. Og það eru örugglega nokkuð margir að fara líka.

        3
  33. Sælir félagar

    Það virðist sem Salah, TAA, Nunez, Diaz, Jota, Elliot og ef til vill fleiri geti farið í sumar. Ég er sammála Henderson um að Virgil van Dijk má alls ekki fara. Enginn hinna er ómissandi. Í leiknum í gær var svo hrikalega augljóst að okkur vantar heimsklassa níu. Nunez, Diaz og Jota eru of takmarkaðir leikmenn til að vera í aðalhlutverki þar, jota aðallega vegna endalausra meiðsla. Sænski framherjinn Viktor Gyökeres hefur sagst hafa áhuga á ensku deildinni og nefnir Liverpool til sögunnar. Gríðarlega öflug nía þar. Mér sýndist líka í gær að Salah sé kominn að mörkum síns ferils og nú liggi leiðin niður á við. TAA er frábær leikmaður en vill hann vera Liverpool leikmaður? Maður spyr sig og enginn á að spila fyrir liðið nema vilja það af öllu hjarta. Virgil er að mínu mati eini leikmaðurinn af þessum sem er óbætanlegur.

    Robbo var flottur í gær. Þeim leikjum er aftur á móti farið að fækk þar sem hann er nógu góður. Við þurfum heimsklassa níu fyrir Nunes og Jota. Með þannig leikmann gætum við notað Diaz eða Jota sem “backup” en ég held að dagar Nunez séu taldir hjá Liverpool. Elliot er of takmarkaður leikmaður að mínu viti, hægur og vinnusamur en vantar töluvert uppá getuna. Hægri bakvarðarstaðan er sú varnarstaða þar sem mest framboð er af á markaðnum og öflugur strákur með Bradley þar ætti ekki að vera vandamál. Milos Kerkez er kominn á blað hjá Liverpool í vinstri bak og Robbo gæti verið “backup” þar fyrir Kerkez. Annars bara góður

    Það er nú þannig

    YNWA

    3
  34. Þrátt fyrir þrusugóða vörn var það vörnin sem tapaði leiknum með misskilningi Konate og Allison, svona svipað klúður og mark Southamton um daginn. Þetta á ekki að geta gerst en þetta gerist samt aftur og aftur hjá öftustu mönnum Liverpool.

    5

Leave a Reply to Eirikur Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Byrjunarliðið tilbúið: Jota byrjar, Gakpo á bekknum