Stór helgi framundan

Jæja, kominn tími til að ýta þessari leiðinda leikskýrslu niður. Þessi leikur er búinn, og núna hefur Liverpool tvær keppnir sem er hægt að einbeita sér að. Okkar menn eru í mjög góðri aðstöðu til að ná í bikar í þeim báðum, og nú þurfa strákarnir bara að snúa sér að því.

Tökum eftir því að ef okkur hefði verið boðið fyrir tímabilið: “Liverpool á eftir að vinna deildina, en ekkert umfram það”, þá hefðum við held ég örugglega öll tekið því án þess að hugsa okkur um. Það að vinna deildarbikarinn væri því bara stór bónus, og það að komast langt í CL hefði svo verið enn stærri bónus. Í ljósi þess hve gott liðið okkar er, og í ljósi þess hve vel liðinu gekk í CL deildinni í haust, þá hefðum við auðvitað kosið að sjá þá fara áfram í 8 liða úrslit. Það hefði líka fjölgað leikjunum sem hefðu verið í boði fyrir okkur fótboltasjúklingana. En í staðinn þá fá okkar menn örlítið meiri tíma á milli leikja í apríl og maí, og geta þá einbeitt sér enn frekar að því að tryggja sigurinn í deildinn.

Tökum líka eftir því að ef okkur hefði verið boðið að vinna deild og deildarbikar, þá hefði það óhjákvæmilega haft í för með sér að strákarnir okkar hefðu fallið úr leik bæði í FA bikarnum og CL á einhverjum tímapunkti, með öllu því svekkelsi sem því fylgir. Semsagt: staðan sem liðið er í er eitthvað sem ÖLL lið lenda í (að vera á góðum stað í 1-2 keppnum, en verri í öðrum) – nema þau sem vinna alla bikara sem í boði eru – og slíkt einfaldlega gerist ekki.

Það kemur að sjálfsögðu sérstök upphitun fyrir bikarúrslitaleikinn á Anfield South á sunnudaginn. En það er rétt að minna á að á föstudagskvöld ætla stelpurnar okkar að mæta á Anfield og spila þar gegn United í deildinni. Þetta er einn af þrem leikjum sem var alltaf planað að þær myndu spila á Anfield á þessari leiktíð; sá fyrsti var gegn City, svo kemur þessi leikur, og svo verður endað á að spila við Everton síðar í vor. Gengið á Anfield í gegnum tíðina hefur óneitanlega verið frekar slappt. Þ.e. liðið á enn eftir að krækja í stig þegar þær hafa spilað á Anfield, og fyrsta markið kom ekki fyrr en í haust í leiknum gegn City þegar Olivia Smith skoraði fyrsta markið. En eins og máltækið segir: það styttist alltaf í fyrsta sigurinn. Það yrði nú ekki leiðinlegt ef hann kæmi gegn United…? Það verður Amber Whiteley sem stýrir stelpunum okkar í sínum þriðja leik eftir að Matt Beard var látinn fara, og árangurinn er nú bara með albesta móti: tveir sigrar af tveim mögulegum, þ.e. sigur gegn Palace í deild og Arsenal í bikar, báðir á útivelli. Amber hefur fært liðið til baka í að spila 433, og hefur gefið Gemmu Bonner og Jasmine Matthews það hlutverk að vera í hjarta varnarinnar, þrátt fyrir að þær séu ekkert að verða yngri. Þær hafa klárlega sýnt að þær eru traustsins verðar í þessum tveim leikjum, en nú reynir fyrst á þær af einhverju viti.

Semsagt; við mælum með að stilla á Liverpool spila á Anfield á föstudagskvöld kl. 19:15 (Youtube linkur dettur inn um leið og liðið kemur), og svo að horfa á Liverpool spila á Anfield South á sunnudaginn kl. 16:30 í úrslitum deildarbikarsins.

Annars er orðið laust.

14 Comments

Skildu eftir athugasemd
  1. Nei, nú hef ég séð allt! Einn Ajax varnarmaðurinn skartar sundhettu í leiknum á móti Eintracht Frankfurt. Hvað varð um gamla góða sárabindið?

    5
  2. Hvað er að gerast í þessum samningmálum hjá liðina. Þrír af máttastólpum í liðinu virðast vera að fara og ekkert heyrist frá forráðamönnum liðsins. Nú bætist við að Kanute viji fara til PSG. Þetta litla upplýsingastreymi frá forráðamönnum er að gera stuðningsmenn brjálaða. Hvað segi þið sem margt vitið um þessi mál.

    4
    • Það er að sjálfsögðu ekkert fyrir okkur stuðningmenn að gera varðandi þessi samningamál annað en að láta hlutina bara hafa sinn gang. Hæstráðendur hjá klúbbnum ákveða hvað þeir vilja bjóða mönnum háa samninga, og leikmenn ákveða hve lágt þeir eru tilbúnir að fara. Stjórnendur klúbbsins þurfa jú að hugsa um FFP reglur, og þá staðreynd að ef samið er við einn eða tvo um ofurhá laun (sem þeir eru auðvitað nú þegar með, ættum kannski að kalla þetta ofur-ofurlaun), þá munu næstu leikmenn heimta sambærilega samninga eða a.m.k. sambærilega hækkun. Það er líka þannig að við munum á endanum missa Salah, Virgil og Trent, bara spurning um hvenær það gerist. Annaðhvort missum við þá þegar þeir verða ekki jafn góðir, eða þá að þeir fara annað.

      Hafandi sagt þetta allt, þá er ég samt á því að það verði samið við Virgil og Salah. Bíðum bara róleg.

      5
      • Hvað sem verður þá hefur enginn af þeim samið við annað félag enn sem komið er.

        Það eru þó líkur á að það verð gríðarlegar breytingar á hópnum í sumar.

        VVD, TAA, Salah, Jota, Konate, Diaz, Chiesa, Tsimikas, Kelleher, Nunez. Allir orðaðir við brottför

        Ég sé ekki fram á annað en að FSG verði að dæla út sirka 300 milljón pundum,, en mögulega fás 150-180 fyrir sölur.

        6
      • Svo er nú talað um að Edwards hafi hætt á sínum tíma út af því að áform hans og Klopp fóru ekki saman.

        Það sem gerðist var að Klopp ríghélt í hópinn sinn og leyfði miðjunni m.a. að eldast með þeim afleiðingum að flest lið voru farin að hlaupa yfir hana.

        5
  3. Hver er raunveruleg fjárhagsstaða klúbbsins og hvað geta þeir gert á leikmannamarkaðnum í samkeppni við önnur félög? Tilfinningin er að félagið sé fjárhagslega sterkt en mikið væri nú áhugavert ef einhver með sérþekkingu á sviði fjármála fótboltafélaga gæti upplýst okkur um stöðuna og möguleika á leikmannamarkaðnum. Er launapakki félagsins orðinn of hár og því ekki vilji til að gera samninga við ,,eldri” leikmenn eða hvað?

    3
    • Ég er nokkuð viss um að Eyþór er bara í þessum rituðu orðum að liggja yfir ársreikningi félagsins og ég yrði ekki hissa þó það kæmi pistill frá honum í landsleikjahléinu varðandi fjárhagsstöðuna.

      6
      • Svo eru hæg heimatokin að leita til Deloitte, svona just in case.

        YNWA

        2
  4. Mér er að takast að njóta þess bara að horfa á Liverpool vinna deildina. Þetta er búið að vera ótrúlegt timabil undir stjórn Slot. Langt fram úr mínum væntingum.

    Ég hafði áhyggjur fyrir áramót að samningamál gætu haft neikvæð áhrif á lokasprettinn. En þetta virðist bara að kveikt í þessum mönnum og þeir Virgil og Salah hafa á löngum köflum borið liðið. Tveir bestu leikmenn liðsins á tímabilinu. Og mögulega munurinn og Liverpool og hinum liðunum. Ef þeir klára þetta þá mun sagan passa vel upp á þessa tvo menn.

    Það væri áhugavert að vita hvaða væntingar eigendur Liverpool höfðu fyrir tímabilið þegar þeir ákváðu að versla in Chiesa og Klopp farinn? Trúi því ekki þeir hafi hugsað þessi hópur væri nægilega góður til að vinna deildina. Þeir hafa í besta falli vonast til að ná í meistardeild. Verður mjög áhugavert að sjá planið í sumar. En þangað til ætla ég að njóta þess að horfa á liðið vinna deildina. Þetta er fyrir mér Slot/Klopp liðið að spila einstakt tímabil í sögu Liverpool. Og Salah að öllum líkindum að kveðja. Þvílíkur kóngur.

    ÁFRAM LIVERPOOL!!!

    4
  5. Sælir félagar

    Já leikmannamál, samningar við núverandi leikmenn, launamál leikmanna eins og Salah og TAA, slúður um að Konate vilji fara til Barca o. s. frv. o. s. frv. Eitt tel ég þó víst og það er að Liverpol vill Milos Kerkez og þá er bara hvort þeir vilja borga það sem það kostar að fá leikmann sem gæti orðið einn af burðarásum liðsins næst 10 – 12 árin. Eins hefi ég gríðarlegan áhuga á Dean Huijsen miðverði Bournmouth sem er alveg gríðarlegt efni og er þegar orðinn mjög góður. Eins og ég hefi áður sagt þá get ég séð á eftir TAA og Salah en við verðurm að halda VvD að mínu mati. Tveggja ára samning við hann takk.

    Eins og goa bendir á hér að ofan þá væri afar fróðlegt að vita eitthvað um raunverulega kaupgetu LFC og hversu mikið “space” þeir hafa innan fjárhagsreglna enska sambandsins sem allir virðast þurfa að fara eftir nema M. City. Ég er sammála þeim sem hafa sagt að ekkert vit sé í að semja við Salah um langan samning og sömu eða hærri laun. Tveggja ára samningur við hann með lækkun launa eða árangurtengd laun er ein vitið þar. TAA er svo eitthvað sem enginn veit neitt um nema ef til vill hann sjálfur. Ruglið í kringum Konate er svo annað sem ef til vill er bara bull.

    Hvað um það. Leikmenn eins og Kerkez og Huijsen eru að mínu viti frábær kaup til langrar framtíðar og svo nía eins og Viktor Gyökeres eru á mínum óskalista í sumar og tel ég það nóg til að gera atlögu að titlinum næsta tímabil. Menn eins og Tsimikas, Chiesa, Jota, Nunez, Elliot, Jones og ef til vill fleiri mega missa sín og jafnvel Diaz þó ég vilji helst halda honum af ofangreindum. Jarell Amorin Quansah er kominn í landliðshópinn ásamt Jones en ég tel Quansah miklu meira efni en Jones svo það sé sagt. Enginn veit hvað verður en vonum hið besta.

    Það er nú þannig

    YNWA

    1
  6. Það þarf að selja Konate til PSG í sumar. Klúbburinn þarf að hætta með þennan vitleysisgang að láta alla okkar bestu menn fara frítt eins og er að raungerast núna í sumar.

    2
    • Við eigum einmitt að reyna að halda Konate. Ungur frábær miðvörður sem verður enn betri með tímanum. Það þarf hins vegar að skammta honum spilatíma og fá inn öflugan miðvörð í sumar svo hægt sé að stýra spilatíma allra miðvarðanna (nema Virgil sem virðist geta leikið alla leiki).

Leave a Reply to Sigkarl Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Liverpool 0 – 1 PSG, PSG áfram eftir vító. (Leikskýrsla)

Liðið gegn United á Anfield